Tíminn - 31.12.1987, Side 7
Fimmtudagur 31. desember 1987
Tíminn 7
Flugeldasala hefur gengið mjög vel og merkja sölumenn talsverða
aukningu frá í fyrra sem þó var mjög gott ár. Við ræddum við þrjá
söluaðila í Reykjavík: Hjálparsveit skáta, Knattspyrnu- og
handknattleiksdeild Fram og Knattspyrnudeild KR.
Það reyndist samdóma álit þeirra sem við ræddum við að góð
veðurspá muni tryggja góða sölu og í kjölfar hennar mikla lita- og
ljósadýrð á himinhvolfinu þegar árið 1988 gengur í garð á miðnætti.
Björn Hermannsson hjá Lands-
sambandiHjálparsveita skáta sagðist
vera ánægður með söluna það sem
af væri og annað hvort væri fólk fyrr
á ferðinni í ár við innkaupin eða um
talsverða aukningu væri að ræða í
flugeldakaupum. „Við höfum orðið
varir við aukningu um allt land,“
sagði Björn.
Um fimm hundruð hjálparsveita-
menn standa vaktina í flugeldasöl-
unni á fjölmörgum sölustöðum um
allt land. Var það mat Björns að
algeng verslun hjá fjölskyldu væri á
bilinu þrjú til fimm þúsund krónur.
Einn af forsvarsmönnum í flug-
eldasölu Fram, sem við ræddum við
í gær, gaf þessum áramótum góða
einkunn með tilliti til sölu. „Hjá
okkur gengur vel, enda höfum við
að bjóða vörur á talsvert lægra verði
en hjá keppinautunum.“ Benti hann
á að vinsælasta varan væri fjölskota
tívolíbomba. Er þar um að ræða
stálhólk sem seldur er með sex
hleðslum. Hólknum ku vera hægt að
Sem sjá má á þessum myndum er það yngsta kynslóðin sem fer fyrst af stað
til flugeldakaupa og eru þá gjarnan að prófa hvað veitir mestu ánægjuna.
Hjálparsvcitarmcnn er ánægðir það sem af er.
Framarar segjast eiga von á góðum áramótum með tilliti til sölu.
Tímamynd Gunnar
skila eftir áramót gegn endur-
greiðslu. „Það er mjögalgengt að sjá
Visa-kort upp á þrjú til fjögur þús-
und krónur þegar fullorðnir koma
að versla."
KR-ingar voru einnig hressir mcð
söluna það sem af er og telja hana
eiga eftir að vera með betra móti.
Lúðvík Georgsson, einn af forsvars-
mönnum flugeldasölu KR sagði al-
gengast að fólk keypti fjölskyldu-
pakka og bætti síðan við því sem
mest heillaði í hillunum.
Af samtölum við „rakettukóng-
ana" má því ráða að árið 1987 verði
kvatt mcð miklum herlcgheitum og
tekið á móti nýju ári með púðurlykt
sem aldrei fyrr og Ijósadýrð, svo
framarlega scm vcöurguðirnir halda
að sér höndum.
Tíminn vill taka undir varnaðar-
orð sölumanna í flugcldasölunum og
bcina því til fólks að það sýni fyllstu
aðgætni viö mcðferð flugelda og fari
el'tir þcim leiðbciningum sern fylgja
eiga flugeldunum. -ES
Flugeldasalar
himinlifandi
Viðurkenning til Steintaks hf.:
Huggulegt hjá
starfsmönnum
Trésmíðafélag Reykjavíkur veitti
í gær byggingarfyrirtækinu Steintaki
hf. viðurkenningu fyrir góðan að-
búnað starfsmanna á vinnustað. Við
þetta tækifæri sagði Vignir H. Bene-
diktsson, framkvæmdastjóri Stein-
taks hf., að þessi viðurkenning væri
fyrirtækinu mikill heiður og hvatning
til að halda áfram á sömu braut.
Gylfi Már Guðmundsson, varafor-
maður Trésmíðafélags Reykjavíkur
sagði að sú aðstaða sem Steintak hf.
byði starfsmönnum uppá væri til
sérstakrar fyrirmyndar, og öðrum
fyrirtækjum til eftirbreytni.
Steintak hf. er ungt fyrirtæki,
stofnað árið 1981. Meðal verkefna
þess er Seðlabankabyggingin,
Broadway/Bíóhöllin, viðbygging við
Iðnaðarbankann í Lækjargötu og
Selásskóli.
Nú starfa hjá Steintaki hf. 70
starfsmenn, þar af 26 trésmiðir og 17
múrarar. óþh
Listaverkabók um
fugla íslands
Stórbókin Fuglar í náttúru
íslands, eftir Guðmund Pál Ólafs-
son, er komin út hjá bókaútgáfu
Máls og menningar. Er hér um all
íburðarmikla bók að ræða, með
ótal myndum af öllum fuglum lands
og sjávar og upplýsingum um lifn-
aðarhætti þeirra. Er greinilegt að
listrænt auga hefur verið látið ráða
ferðinni og lagt hefur verið kapp á
að búa bókina sem besta úr garði.
Ljóst er þó að hér er ekki á ferðinni
léttoglipurhandbók í farangurinn.
Á bókarkápu segir að þessari
miklu bók sé ætlað að leiða lesand-
ann inn í heillandi heim íslenskra
fugla. „í upphafi er fjallað almennt
um lifnaðarhætti og lífsskilyrði
fugla, sagt frá störfum þeirra á
mismunandi árstímum, en jafn-
framt frá flugi, fæðuöflun, varpi og
uppeldi unganna. í lok almennra
kafla er fjallað um fugla íslands og
kjörlendi þeirra. Síðan ersérstakur
kafli um varpfuglana, þar sem
hverri tegund er lýst í máli og
myndum. Inn í frásögnina fléttast
efni úr þjóðtrú og ská!dskap.“
Ekki fer ofsögum af myndasafni
bókarinnar. Ljósmyndir eru mjög
víða að og af kortum má lesa
útbreiðslu hverrar tegundar á ísl-
andi og í heiminum. Þá eru skýr-
ingarmyndir til að sýna lífshætti
hverrar tegundar árið um kring.
Teikningar skýra hátterni tegunda
og málverkum er ætlað að auð-
velda greiningu þeirra.
Ekki er á því nokkur vafi að
skrautlegri og íburðarmeiri bók
hefur vart sést um fugla frá íslensk-
um útgefanda. Mikið hefur vissu-
lega verið gefið út af fuglabókum í
gegnum tíðina og eru nokkrar
þeirra meira í ætt við persónulega
túlkun á fuglum náttúrunnar. Aðr-
ar eru á hinn bóginn eins og þessi,
nokkuð vel tæmandi uppsláttarbók
fyrir þá sem fræðast vilja um fugla.
Þó verður það að segjast um þessa
fuglabók Máls og menningar að
ekki er nokkur leið að sjá hvernig
hafa mætti hana með sér í farangr-
inum, vegna stærðarinnar. Þetta er
engin handbók en engu að síður er
hún mikill og stórkostlegur fengur
fyrir fuglaáhugamenn að blaða í
við stofuarin á heimili sínu eða í
sumarbústaðnum.
KB
Frá vinstri; Gylfi Már Guðmundsson, varaformaður Trésmíðafélags Reykjavíkur, Vignir H. Benediktsson,
framkvæmdastjóri Steintaks hf. og Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur. lim.mynd: Gunnar.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FL.B1986
Hinn 10. janúar 1988 er fjóröi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 4 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
_____ Vaxtamiói með 50.000,- kr. skírteini_kr. 2.805,00_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júlí 1987 til 10. janúar 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986
til 1913 hinn 1. janúar nk.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 4 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1988.
Reykjavík, 31. desember 1987
SEÐLABANKIÍSLANDS