Tíminn - 31.12.1987, Side 9
Fimmtudagur 31. desember 1987
Tíminn 9
illi
VETTVANGUR
llllllllllllllllllllllllllllllll
illll
Askell Einarsson:
Byggðastefna
J
sem hefur brugðist?
Sannleikurinn er sá, að menn
hafa ekki gefið sér tíma til að
kryfja til mergjar hvað byggða-
stefna er. Byggðastefna er í hugum
margra skammaryrði yfir aðgerðir,
þegar hið opinbera beitir áhrifum
sínum til að örva vöxt einstakra
byggða. Peirn fer fjölgandi, sem
eru mótfallnir því að ríkisvaldið
beiti sérstökum ráðstöfunum til að
koma í veg fyrir byggðaröskun.
Þetta á vaxandi fylgi að fagna,
þrátt fyrir að nú á annan áratug
hafi verið rekin sérstök starfsemi í
landinu til að stuðla að byggðaþró-
Aukin andstaða gegn
ríkjandi byggðastefnu
Sú hugmyndafræði, sem íslensk
byggðastefna átti að byggjast á,
hefur aldrei náð að festa rætur í
samfélagsvitund líðandi stundar.
Margir íbúar þéttbýlissvæðanna
við Faxaflóa sjá vanda þjóðfélags-
ins, sem ímynd aðgerða í byggða-
málum. íbúar hinna dreifðu
byggða sjá fram á hraðvaxandi
búseturöskun, þrátt fyrir marg-
þættar aðgerðir undir merkjum
byggðastefnu. Landsbyggðarfólkið
er að finna til örlaga sinna, sem
kemur fram í dvínandi framtaki. Á
móti magnast hugur þeirra Faxa-
flóamanna, sem telja sig geta leyst
vanda þjóðfélagsins í heild best á
þann veg að fella niður fyrir-
greiðslu til landsbyggðar.
Vanhæfar baráttuaðferð-
ir landsbyggðarmanna
Skýringin á þessu er sú, að í
landinu hafa myndast tvær gjöró-
líkar efnahagsheildir. Á lands-
byggðinni eru undirstöðuatvinnu-
vegir þjóðarinnar, sem að verulegu
leyti leggja til framlag þjóðarbús-
ins, sem notað er í skiptum við
aðrar þjóðir. Saman er komið á
höfuðborgarsvæðinu að mestu,
stjómsýsla, menntastofnanir, auk
meginhluta þjónustukerfis og við-
skiptastarfseminnar í landinu. All-
ar byggðir landsins sækja í vaxandi
mæli til þessa höfuðborgarkjarna.
Landsbyggðarmönnum er þetta al-
mennt ljóst og þeir kvarta og
kveina yfir því að tiltekin þjón-
ustustarfsemi sé ekki heima í tún-
fætinum. Þeir hafa hvorki afl, eða
beita samstöðu, til að snúa þessari
þróun við. Það skortir áræði og
oftast er látið nægja að biðja hið
opinbera um aukna náð.
Hætta á sundurlyndi
landsbyggðarmanna
Faxaflóaliðið lætur sér þetta í
léttu rúmi liggja á meðan lands-
byggðarmenn gera ekki alvöru úr
því að dreifa kerfinu. Þeir eiga
bandamenn í hópi þeirra, sem erja
í garði landsbyggðarmanna. Það
eru þeir, sem hafa hagsmuni af því
að draga björg í bú úr kerfinu.
Þessi öfl eru í hjarta sínu treg til
skipulagsbreytinga, sem mundu
leiða til minnkandi áhrifa. Hér eru
rætur þess vanda, sem er að gera
heilbrigða byggðastefnu ófrarn-
kvæmanlega. Hitt vanmetur Faxa-
flóaliðið, hve þýðingarmikill þáttur
landsbyggðar í efnahagslegri af-
komu þjóðarbúsins er.
Síminnkandi tengsl
höfuðborgarkjarnans
við undirstöður
þjóðfélagsins
Síðan á stríðsárunum hefur
þjóðfélagskerfið þróast í þá átt, að
framsækinn miðkjarni hefur vaxið
með síminnkandi tengslum við
undirstöður þjóðarbúsins. Inn í
landið hefur streymt mikið fjár-
magn í fyrstu frá setuliðinu. Síðan
með erlendum lántökum, bæði
vegna framkvæmda og til að greiða
viðskiptahalla, til að halda uppi
neyslustigi umfram getu þjóðar-
búsins. Þetta hefur verið vatn á
myllu höfuðborgarkjarnans og
aukið á hraða byggðaröskunar í
landinu.
Óvinsælar efnahags-
aðgerðir á kostnað
byggðastefnu
Stöðvist framleiðsluatvinnu-
vegirnir er gripið til gengislækk-
ana, en síðar til hagræðingar og
skuldbreytinga, svo að framleiðslu-
kerfið skrölti áfram. Allt er þetta
gert undir formerkjum byggða-
stefnu. Skammtað er það naum-
lega að aldrei verði um verulega
tilfærslu að ræða frá þjónustugeir-
anum til framleiðsluatvinnuveg-
anna og því setur allt í sama farið
á ný eftir stuttan tíma.
Margfeldisáhrifin eru
á höfuðborgarsvæðinu
í góðæri síðustu ára hefur farið
saman hátt markaðsverð sjávaraf-
urða og hagstætt olíuverð. Svo
virðist, sem margfeldisáhrif góð-
ærisins komi að mestu fram á
höfuðborgarsvæðinu. Þær launa-
hækkanir, sem taldar voru að hæfði
framleiðsluatvinnuvegunum marg-
faldast í því launakerfi, sem þjón-
ustustarfsemin telur sig geta búið
við. Inn í þessa hringiðu sogast
síðan ríkiskerfið sjálfkrafa.
Vítahringur efnahags-
kerfisins bitnar
á landsbyggðinni
Þegar bylgjan er búin að ganga
yfir kemur í Ijós að framleiðsluat-
vinnuvegirnir hafa dregist aftur úr
og eru ekki samkeppnisfærir. Næst
þarf að krefja framleiðsluatvinnu-
vegina um launahækkanir til sam-
ræmingar og því næst lokast víta-
hringurinn. Útflutningsatvinnu-
vegimir standa á ný höllum fæti og
kalla á gengisleiðréttingu eða
betliaðgerðir.
Dreifing báknsins
er þjóðarnauðsyn
Sú spuming hlýtur að vakna,
hvort þjónustukerfið sé ekki of
þungt á fóðmm og því nærtækast
að draga báknið saman. Margt
mælir gegn þessu, þar sem í mörg-
um greinum samfélagsuppbygging-
ar er um landnám að ræða, sem
gerir þjóðfélagið samkeppnisfær-
ara í samanburði við þróuð samfé-
lög. Á síðari áratugum er þó um að
ræða æ fleiri verkefni, sem hafa
dafnað svo og aukist í íslensku
þjóðfélagi, að þau þola þess vegna
eðlilega dreifingu í starfsemi sinni
eftir búsetuháttum í landinu m.a.
til að auka aðgang allra lands-
manna að velferðarkerfinu.
Það er tvennt sem getur haft
úrslitaáhrif um staðsetningu starf-
rækslu, sem ekki lýtur opinberu
valdboði um heimilisfang. í fyrsta
lagi nálægð við stjórnsýslu- og
fjármálakerfið og nálægð við sam-
gönguleiðir. í öðru lagi staðarval
tengt umsýslusvæði, þar sem er
efnahagslegt uppstreymi og þensla
í athafnalífi. Þessi skilyrði eru fyrir
hendi í ríkum mæli á höfuðborgar-
svæðinu, en hvergi annars staðar á
landinu eru nægilega góð skilyrði
til slíkrar sjálfkrafa uppbyggingar.
Þjóðfélagskerfið veitir
höfuðborgarsvæðinu
forréttindi
Hvað veldur er augljóst. Fyrst er
að nefna staðsetningu stjórnsýslu-
og fjármálakerfis á höfuðborgar-
svæðinu, sem byggist á skipulagi
samfélagskerfisins. Næst í röðinni
er áhrif veltugróða frá sjávarút-
vegi, með margfeldisáhrifum á
iðju- og þjónustugreinar. Fjár-
magnsaðilar eru ekki að leggja í
kostnað til að afla starfsemi sinni
markaðar með staðsetningu úti á
landi, ef það er með öllu óþarft.
Stjórnsýslu- og fjármálakerfið ger-
ir staðarval á höfuðborgarsvæðinu
hagkvæmast. Landsbyggðarmenn
hafa vanist því að sækja úrlausn
flestra verkefna þangað.
Þessi samþjöppun á höfuðborg-
arsvæðinu er orsök þeirrar búsetu-
röskunar, sem færir til vinnuaflið í
landinu. Þannig myndast aðstæður
sem orsaka staðarval ýmiskonar
starfsemi á höfuðborgarsvæðinu,
sem gæti fest rætur úti á landi.
Samdráttur landsbyggðar
leiðir til varanlegrar efna-
hagslegrar hnignunar
Þetta á sín takmörk. Reynslan
hefur ætíð verið sú, að öll „borg-
ríki“ hætta að blómgast, þegar
marklönd þeirra gefa ekki lengur
af sér. Á næstu öld, er spáð engri
þjóðarfjölgun í landinu, því er
Ijóst að með áframhaldandi til-
færslu í búsetu munu undirstöðuat-
vinnuvegirnir á landsbyggðinni
ekki hafa nógu sterk bein til að
standa undir borgríkinu. Halla-
rekstur þjóðarbúsins fyrstu ár
þessa áratugar gæti orðið varanlegt
ástand, sem kallar á auknar erlend-
ar lántökur, eða gert skilyrðis-
bundnar erlendar fjárfestingar
óhjákvæmilegar, ennfremur stuðl-
að að því að dvöl erlends varnarliðs
verði gerð að stöðugri féþúfu fyrir
þjóðfélagið.
Kerfisuppskurður
er þjóðarnauðsyn
Kerfisuppskurður á íslenskri
þjóðfélagsgerð eróhjákvæmilegur,
ef þjóðin á að komast út úr gjörn-
ingaveðri dýrtíðardraugsins og svo
að þjóðfélagið verði gjaldgengt í
samfélagi annarra þjóða. Þjóðin
verður að læra þá köldu staðreynd,
að treysta ekki happa og glappa
aðgerðum, með erlendum fjár-
magnsgusum í margvíslegu gervi.
Við megum ekki viðhalda halla-
rekstri á ríkisbúskapnum og há-
vaxtastefnu, sem gerir erlendum
fjármagnseigendum fýsilegt að
ausa fé inn í fjársvelt samfélag,
sem er að svala fjárfestingarþorsta
sínum. Við megum ekki með þess-
um hætti stuðla að því að fjár-
magnsleiga verði besti atvinnuveg-
urinn í landinu. Atvinnuvegirnir
þola ekki þessa vaxtastefnu og
munu dragast aftur úr í samkeppni
um fjármagn og vinnuafl við
„báknið“.
Hverfa verður frá
úreltum húsráðum
Það verður að leggja rétt lóð á
vogarskálar heilbrigðrar byggða-
þróunar í landinu. Gömul húsráð í
iandsbyggðarpólitík hafa brugðist.
íslenskur landbúnaður hefur í
mörgum efnum verið rekinn í
gerviheimi, þar sem framleiðslu-
stefnan hefur hvorki stuðst við
eiginlega verðmyndun eða mark-
aðsaðstæður. Jafnhliða var ýtt und-
ir framleiðsluaukningu með niður-
greiddu fjárfestingarfé og framlög-
um úr ríkissjóði. Það er ljóst að
svonefnd heiðarbýlisstefna, sem
miðast við að halda hverju býli í
ábúð eða óheft framleiðslustefna í
landbúnaði geta hvorug staðist.
Fráhvarf frá þessum slitnu húsráð-
um verður að eiga sér stað. Fram-
leiðslan verður að komast á það
stig að bændastéttin markaðssetji
vörur sínar í samræmi við eftir-
spurn. Tilviljanakennd búhátta-
breyting, án tillits til samhengis í
tilveru byggða, getur verið jafn
skaðleg og fyrra stjórnleysi.
Samfélagsvitund var
undirstaða samhæfðra
byggðaaðgerða
Sú stefna að byggja upp fiskiðju-
ver og kaupa skuttogara á hverja
vík, þar sent safnast hefur saman
tiltekinn fjöldi íbúa, hefur þrátt
fyrir allt skilað miklu í þjóðarbúið,
og á stóran þátt í þeirri framleiðn-
isaukningu, sem var ávöxtur
byggðastefnu á sínum tíma. Þetta
á sínar skuggahliðar. í mörgum
tilvikum eru þessir staðir ekki í
stakk búnir til þess að koma upp
margþættri þjónustu. Þess vegna
njóta þessi byggðarlög ekki hagn-
aðar af framlagi þeirra til þjóðar-
búsins. Hráefnisöflun er ofl á tæp-
asta vaði og nægir ekki vel rekinni
fiskvinnslu, sem hefur skilyrði til
að tileinka sér bestu aðferðir um
hagkvæmni í rekstri. Það sem gerir
þessum byggðarlögum fært að
standast áföll, er félagsleg vitund
fólksins og samfélagslegt átak þess
um atvinnureksturinn í byggðun-
um. Þetta er séríslenskt fyrirbrigði.
{ þessu felst styrkur uppbyggingar
framleiðslubyggðalaganna í land-
inu, sem hefur leyst frjálsa fram-
takið af hólmi, þar sem það hefur
lagt upp laupana.
Afleiðing fábreyttra
atvinnuhátta
Megin annmarki byggðaþróunar
í mörgum sjávarstöðum er sá, að
það stenst oft á endum, að þegar
lokið er uppbyggingu framleiðslu-
tækjanna, þá fer að draga úr íbúa-
fjölgun og aftur stefnir á ný til
stöðnunar. Skýringin er augljós, æ
færra fólk þarf í framleiðsluna og
ekki eru næg atvinnutækifæri
heima fyrir sem henta þeim mörgu,
sem verða að leita í aðrar atvinnu-
greinar. Þessi þróun talarsínu máli
í flestum sjávarbyggðum landsins,
þrátt fyrir vissa velgengni og háar
meðaltekjur.
Þróunarkjarnastefnan
er byggðamál
Því verður ekki hjá því komist
að stefna að eflingu þeirra þéttbýl-
iskjarna, sem hafi skilyrði og burði
til að mynda breiðan atvinnumark-
að m.a. til þess að mæta þeirri
búseturöskun, sem kemur fram í
tilfærslu frá sjávarstöðum vegna
einhæfra atvinnuhátta. Þetta er
þróunarkjarnastefnan. Þaðermeð
öðrum orðum ljóst að ekki er hægt
að skapa mótvægi gegn höfuðborg-
arsvæðinu, nema stórir bæir fái að
eflast og verði í vaxandi mæli
samkeppnisfærir við höfuðborgar-
svæðið. Þetta er miskunnarlaus
staðreynd, sem ekki verður snið-
gengin, ef menn vilja stöðva að-
streymið til höfuðborgarsvæðisins
og skoða málið í heild.
Endurskoða verður
vanhæfa byggðastefnu
síðustu ára
Við rekum vanhæfa byggða-
stefnu, sem ber keim af sýndar-
mennsku og óraunsæi. í meðferð
mála gætir markaðshyggju stjórn-
málamanna um of. Fyrir þetta líða
byggðamálin í landinu.
Byggðastefna á að stuðla að því
að landið sé byggt í samræmi við
landkosti, þannig að fólkið í land-
inu búi við stjórnarfarslegt og fé-
lagslegt jafnræði, án tillits til bú-
setu. Besta leiðin í þessu efni er að
framleiðslan, sem er undirstaða
velmegunar þjóðarinnar og fram-
lag landsbyggðar til þjóðarbúsins
búi við frelsi, til þess að fá sannvirði
fyrir framlag sitt í erlendum gjald-
eyri.
Þjóðfélagið getur ekki staðist til
langframa, nema undirstöðuat-
vinnuvegirnir búi við fullan hlut í
þjóðarbúinu. Þetta er einnig undir-
staða réttlátrar byggðastefnu og
farsællar þjóðfélagsstefnu í bráð
og lengd.
Áskcll Einarsson
framkvæmdastjóri
Fjórðrungssambands
Norðlendinga.