Tíminn - 31.12.1987, Side 14
14 Tíminn
Fimmtudagur 31. desember 1987
FRÉTTAYFIRLIT
TEL AVIV - Palestínumað-
ur lést af sárum sem hann
hlaut í átökum við ísraelska
hermenn fyrr í þessum mán-
uði. Þá hafa23 Palestínumenn
látist I þessum mánuði í mót-
mælunum gegn yfirráðum ís-
raelsmanna á Gazasvæðinu
og Vesturbakkanum.
JÓHANNESARBORG-
Sex blökkumenn í viðbót,
þeirra á meðal tólf ára gamall
drengur, létust í átökum fylk-
inga blökkumanna í Natalhér-
aði. Átök milli blökkumanna I
hverfum þeirra kringum Piet-
ermaritzburg hafa þar með
kostað 260 manns lífið á þessu
ári.
ABU DHABI - Háttsettur
embættismaður innan PLO,
Frelsissamtaka Palestínum-
anna, sagði að hreyfingin væri
reiðubúin til að sameinast hópi
á alþjóðlegri ráðstefnu um leið-
ir til að koma á friði í Mið-Aust-
urlöndum.
PEKÍNG - Landbúnaðarm-
álaráðherra Kína sagði að ekki
væri framleitt nóg af matvælum
né baðmull fyrir hinn ört vax-
andi fólksfjölda.
RUSSELLVILLE, Ar
kansas - Lögregla sem rann-
sakar fjöldamorðin í litlum
sveitabæ í Bandaríkjunum
fann mörg lík blóði drifin á
heimili mannsins sem talinn er
hafa gengið berserksgang og
myrt sextán manns.
WASHINGTON - Spreng-
ing langdrægu eldflaugarinnar
í Bandaríkjunum, þar sem
fimm tæknimenn létu lífið, er
nýjasti atburðurinn í röð
vandamála sem fylgt hafa MX
flaugunum, einum mestu hel-
vopnum heims.
HARARE - Róbert Mugabe
forsætisráðherra mun í dag
sverja embættiseið sem fyrsti
forseti Zimbabwe er fer með
framkvæmdavald. Þingið til-
kynnti um tilnefningu hins 63
ára gamla Mugabe í gær.
LUNDÚNIR -Seðlabankar
í Japan og Evrópu keyptu
Bandaríkjadali í gær til að
halda uppi gengi hans. Fé-
sýslumenn sögðu hinsvegar
ao dalurinn myndi halda áfram
að lækka gripi Bandaríkja-
stjórn ekki til einhverra að-
gerða. Ekki var þó búist við
neinum yfirlýsingum frá stjórn-
inni í Washington.
ÚTLÖND
■lll
illillilil
lllllll
Norður-írland: Blóðugt ár
Noröur-írland:
Alls hafa 93 menn látið lífið í átökunum á Norður-írlandi á þessu
ári sem þýðir að 1987 er það blóðugasta af síðustu fimm árum.
írski lýðveldisherinn (IRA), sem berst gegn yfirráðum Breta á
Norður-Irlandi, hefur lýst ábyrgð á næstum sextíu þessara drápa.
Ellefu fórnarlömb IRA létust þegar sprengja sprakk við
minningarathöfn um fallna hermenn í Enniskillen í síðasta mánuði.
Lýðveldisherinn hefur formlega Iýst yfir hryggð vegna þessa atburðar
og sagt að mistök hefðu verið gerð.
IRA hefur einnig orðið fyrir blóðtöku og missti átta menn á einni
nóttu í maímánuði þegar breskir hermenn komu að þeim í þorpinu
Loughall þar sem þeir hugðust ráðast á lögreglustöð.
Gerry Adams, forseti Sinn Fein
sem er pólitískur armur írska lýð-
veldishersins, sagði í áramótaávarpi
í gær að sorg hefði ríkt innan
hreyfingarinnar eftir atburðinn í
Loughall og einnig eftir hörmungar-
atburðinn í Enniskillen.
Stuðningurinn við Sinn Fein
minnkaði bæði í kosningunum í
Bretlandi og írlandi en Adams sagði
að þrátt fyrir tilraunir til að einangra
Sinn Fein á þessu ári myndi flokkur-
inn síður en svo leggja upp laupana.
Frá því að minnihlutahópur róm-
versk-kaþólskra manna á Norður-
írlandi hóf baráttu sína árið 1969
fyrir betra húsnæði, menntun og
atvinnu hafa 2.618 manns látið lífið
í einum lífseigasta skæruliðahernaði
á þessari öld. Flestir létu lífið árið
1972 eða alls 467.
Harðlínumenn úr hópi mótmæl-
enda hafa verið sakaðir um fjórtán
morð á þessu ári, flest fórnarlamb-
anna voru saklausir rómversk-
kaþólskir borgarar. hb
Frakkland:
Mitterrand
vinsæll
Francois Mitterrand forseti
myndi veröa sigurvegari ef hann
byöi sig fram annað kjörtímabil
og kosið yrði til forseta nú.
Þetta kom fram í niðurstöðum
skoðanakönnunar sem birtust í
vikunni.
Könnunin sem birtist í vikublað-
inu París-Match sýndi að sósíalistinn
Miterrand naut nú meiri stuðnings
en helsti keppinauturinn Raymond
Barre sé tekið mið af könnun sem
gerð var í nóvember. Niðurstöðurn-
ar nú sýndu að Mitterrand naut
stuðnings 53,5% aðspurðra en
46,5% studdu Barre. I nóvember
voru þeir jafnir með 50% stuðning
hvor.
Mitterrand hefur neitað að segja
hvort hann muni bjóða sig fram
annað kjörtímabil en kjósa á í
maímánuði á næsta ári.
Könnunin sýndi einnig að Jacques
Chirac forsætisráðherra og leiðtogi
gaullista myndi ekki heldur ná að
sigra Mitterrand.
Fari hinsvegar svo að Mitterrand
bjóði sig ekki fram og Michel Rocard
verði frambjóðandi sósíalista sýndi
könnunin að hann myndi bera sigur-
orð af Chirac en tapa fyrir Barre,
fyrrverandi forsætisráðherra.
Niðurstöður könnunarinnar í Par-
ís-Match sýndu að franska þjóðin
hafnar öllum öfgum. Jean-Marie Le
Pen frambjóðandi þeirra sem lengst
eru til hægri fékk aðeins stuðning
9% aðspurðra og Andre Lajoinie
frambjóðandi kommúnista fékk 6%
stuðning. hb
ÚTLÖND
Gamlárskvöld aö ganga í garö og...
Smokkaleysi í Manitóba
Var einhver aö tala um veröbólgu?:
Verðbólgan í
Brasilíu 366%
Margir Kanadamenn munu
skemmta sér á gamlárskvöld án þess
að eiga nokkra smokka.
Heilbrigðisráðgjafar í Manitóba
skýrðu frá þessu í gær, andvörpuðu.
og sögðu að gúmmítré í Malajsíu
hefðu framleitt heldur lítið að
undanförnu og allt benti því miður
til þess að framboðið af smokkum í
fylkinu myndi ekki anna eftispurn-
inni.
„Gamlárskvöld er að koma og
það er mikilvægur tími í kynlífi
fólks", sagði ein kona sem starfar
við heilsugæslustöð í fylkinu og for-
dæmdi hún smokkaskortinn. hb
Verðbólgan í Brasilíu ú þessu ári
sló öll fyrri met, var 365,96% sam-
kvæmt tölum sem birtar voru í
vikunni. Árið 1985 var verðbólgan
233% en í fyrra var hún ekki nema
58,60% sem þykir lítið þar í landi.
í ár var hinsvegar verðsprenging í
þessu skuldugasta ríki þriðja heims-
ins. Allar verðhækkanir voru stöðv-
aðar árið 1986 og það hélt verðbólg-
unni niðri en í maímánuði varð
sprenging og verð á neysluvörum
hækkaði um heil 23%.
Það voru þó ekki neysluvörurnar
sem mest hækkuðu á árinu. Húsnæð-
iskostnaður jókst um 459% og lækn-
iskostnaður um 401%.
Árið í ár er það versta fyrir
brasilískan efnahag síðan í krepp-
unni í byrjun áratugarins. Samfara
því að verðbólgan reis upp úr öllu
valdi dróst hagvöxtur einnig veru-
lega saman, er nú um 3,5% en var
8,2% á síðasta ári. Þá er talið að
iðnaðarframleiðslan hafi ekki aukist
nema um 1% á þessu ári.
hb
Bandaríkjaforseti á gamlárskvöld:
Reagan með bíóstjörnum
Rónald Reagan Bandaríkjaforseti var í gær kominn til Palm
Springs í Kaliforníu þar sem hann mun dveljast í húsi Walters
Annenberg yfir nýja árið. Annenbcrg er fyrrum bandarískur
sendiherra og ætlar að bjóða fleira fólki i gleðskap í kvöld þ.á.m.
gömlum félögum Reagans úr kvikmyndaheiminum í Hollywood
svo og nokkrum háttsettum embættismönnum.
Það var kalt og rigndi þegar
Reagan kom til Palm Springs í gær
en hann mun dvcljast í Kaliforníu
fram á sunnudag en heldur þá til
Washington. Forsetinn mun ekki
sitja aðgerðarlaus þennan tíma og
verður meðal annars viðstaddur
þegar opnuð verður ný menningar-
miðstöð til heiðurs grínleikaranum
Bob Hope.
Reagan er nú kominn með nýtt
heyrnartæki sem sérfræðingur á
þessu sviði John House að nafni
setti í eyra hans. Hinn 76 ára gamli
forseti hefur lengi heyrt heldur ilia
en vonast er til að nýja tækið geri
þar bragarbót á, hb