Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 17.02.2009, Qupperneq 4
4 17. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Er barn á heimilinu? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Börn eru oft viðkvæmari fyrir hinni síauknu streitu í þjóðfélaginu en hinir fullorðnu. Ónæmiskerfi nútímabarna verður líka fyrir miklu áreiti, þau fara víðar og umgangast fleiri en börn fyrri tíma. Veittu barninu þínu liðsstyrk með LGG+. Það er bragðgott og stuðlar að vellíðan. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 16° 5° 6° 0° -1° 5° 4° 5° -2° 0° 20° 8° 3° 21° -7° 9° 11° -3° 3 5 Á MORGUN 5-10 m/s. -1 FIMMTUDAGUR 5-13 m/s. 6 6 6 6 6 7 9 8 7 3 9 9 6 5 5 5 5 13 10 15 15 1 -1 2 KÓLNAR Á FIMMTUDAG Þau eru mild kortin þessa dagana. Síð- degis á morgun fer þó heldur að kólna á ný og á fi mmtudag frystir að líkindum norðan- og austan- lands. Almennt má segja að vætusamt verði sunnan til og vestan en yfi rleitt úrkomulaust austan til á Norðurlandi og austan til. Á föstudag má búast við stöku éljum við norður- ströndina, annars þurrt. 4 5 6 5 4 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SKOÐANAKÖNNUN Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra nýtur mests trausts allra íslenskra stjórnmála- manna, sam- kvæmt nýrri könnun Mark- aðs- og miðla- rannsókna (MMR). Þriðj- ungur svar- enda ber mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Tæplega 60 prósent sögðust bera mikið traust til Jóhönnu en Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra kom einnig vel út ásamt Katrínu Jakobsdóttur mennta- málaráðherra, Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Þeir Davíð Oddsson seðla- bankastjóri og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, eru neðstir á traustslista MMR. - shá Traust á stjórnmálamönnum: Jóhanna nýtur mests trausts JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR LÖGGÆSLUMÁL „Dómsmálaráðu- neytið mun leitast við að styrkja lögregluna á höfuðborgarsvæðinu með öllum til- tækum ráðum.“ Þetta segir Ragna Árna- dóttir dóms- málaráðherra um fjárhags- vanda lögregl- unnar á höfuð- borgarsvæðinu. Fréttablað- ið greindi frá því fyrr í vik- unni að tuttugu lögreglumenn með skammtímaráðningu myndu láta af störfum um mánaðamót, að óbreyttu. Þá greindi Stefán Eiríksson lögreglustjóri frá því að gera mætti ráð fyrir allt að 50 milljóna króna aukakostnaði hjá embættinu í desember og janúar vegna mótmælanna. - jss RAGNA ÁRNADÓTTIR Fjárhagsvandi lögreglunnar: Ráðherra vill styrkja lögreglu ALÞINGI „Er það eðlilegt að hafa sem trúnaðarmann aðstoðarmann fyrrverandi ráðherra?“ spurði Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í gær í svari við óundirbúinni fyrirspurn Ólafar Nordal, þing- konu Sjálfstæðisflokks, um mál Sigurjóns Arnar Þórssonar, sem vikið var úr starfi sem formaður nefndar um málefni fatlaðra. Ríkið var á síðasta ári dæmt bóta- skylt vegna þeirrar brottvikn- ingar. Sigurjón er fyrrverandi aðstoðarmaður Árna Magnús- sonar. Jóhanna sagði jafnframt að hún hefði rætt þessa brottvikn- ingu innan ríkisstjórnarinnar. Ólöf Nordal sagði svar Jóhönnu sérkennilegt. „Forsætisráðherra verður að viðurkenna að ekki var rétt að málum staðið.“ - ss Fyrrum félagsmálaráðherra: Brottrekstur ræddur í stjórn BORGARMÁL Ekki verður kall- að til aukafundar í dag í borgar- ráði eins og búist hafði verið við vegna málefna Tónlistarhússins. „Það hafði aldrei verið tekin nein ákvörðun um aukafund, þetta verður bara tekið fyrir á hefðbundnum borgarráðsfundi á fimmtudag,“ segir Óskar Bergs- son, formaður borgarráðs. Katr- ín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra hefur sagt í Fréttablaðinu að þegar borgarráð hafi afgreitt málið af sinni hálfu muni ríki og borg gefa sameiginlega yfir- lýsingu um hvort og þá hvenær framkvæmdir hefjast að nýju við Tónlistarhúsið. - jse Rætt um Tónlistarhús: Enginn auka- fundur í dag HEILBRIGÐISMÁL Niðurgangspestir af völdum nóróveirunnar illræmdu eru enn í gangi, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis hjá Land- læknisembættinu. „Þessar nóróveirusýkingar hafa verið í gangi í allan vetur og valdið usla,“ segir Haraldur. „Þeim fylgja uppköst, magaverkir og niðurgang- ur.“ Haraldur kveðst vonast til að faraldrinum fari að linna. „En þetta er orðin landlæg plága,“ bætir hann við. „Hún sveifl- ast til eftir árstíðum, fer niður á sumrin en færist í aukana á vet- urna. Það fer minna fyrir sýking- um á sumrin en að vetrarlagi.“ - jss Sóttvarnalæknir: Enn er niður- gangsfaraldur GENGIÐ 16.2.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 181,5998 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,83 115,37 163,73 164,53 146,51 147,33 19,655 19,771 16,616 16,714 13,447 13,525 1,2503 1,2577 170,37 171,39 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SJÁVARÚTVEGUR „Það er ekki öll nótt úti enn,“ segir Eggert Bene- dikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, en hann bíður eins og fleiri og vonast eftir því að önnur loðnu- ganga finnist hér við land. Hafrannsóknastofnun telur að um 385 þúsund tonn séu við land- ið en venjan er að heimila veiðar á jafnmikilli loðnu og til er umfram 400 þúsund tonna hrygningar- stofn. Til að bæta gráu ofan á svart virðist gulldeplan sem veiðst hefur við landið undanfarið horfin af miðum. „Við vorum einmitt að slá rannsóknarleiðangri á frest sem fyrirhugaður var í fyrramálið [í dag],“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri Nytjastofnasviðs hjá Hafró. „Ástæðurnar eru tvær, ann- ars vegar er bræluspá og hins vegar eru þeir sem eru úti á veiðum núna komnir mjög sunnarlega og þeim finnst ástandið vera þannig að þeir eru að spá í að hætta þessu. Segja að hún sé orðin svo dreifð og erfið.“ Þessi leiðangur hefði orðið sá fyrsti sem gerður er vegna gulldeplunn- ar. Um 30 þúsund tonn hafa veiðst af henni í vetur en sumir segja það óráðlegar veiðar þar sem verið sé að taka mikilvægt æti af mikilvæg- um fisktegundum sem hafa ekki úr of miklu að moða sérstaklega þegar loðnan lætur sig vanta. „Það þarf að rannsaka gulldepl- una betur,“ segir Þorsteinn. „Hún sést í mögum annarra fisktegunda, það er þó svo afskaplega lítið að við teljum ekki að hún sé uppistaðan í fæðu hjá einhverjum ákveðnum tegundum.“ Eggert Benedikt segir enn fremur að svo mikið sé til af gull- deplunni að þessar veiðar ættu ekki að skaða fæðukeðjuna. Bæði Eggert og rannsóknarmenn hjá Hafró vonast til að svipað verði uppi á teningnum og í fyrra en þá kom loðnuganga flestum að óvörum síðla í febrúar eftir að búið var að blása loðnuvertíð af. jse@frettabladid.is Horft eftir gulldeplu og vonast eftir loðnu Vonast er til þess að önnur loðnuganga nálgist miðin annars verður engin loðnuvertíð. Slíkt gerðist í fyrra þegar síðbúin ganga bjargaði vertíðinni. Veiðst hafa um 30 þúsund tonn af gulldeplu sem nú er að hverfa af miðum. GOTT KAST HJÁ KAP Þessi mynd er tekin á síðustu loðnuvertíð sem var köflótt en það er þó betri vertíð en engin, sem gæti orðið raunin í ár. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON Sjávarútvegsráðherra bann- aði loðnuveiðar 21. febrúar 2008 eftir að lítið hafði til hennar sést á miðunum. 27. febrúar voru þær heim- ilaðar að nýju þegar ný ganga fannst við Suðurland. Í ár hefur verið gefinn út 15 þúsund tonna rannsóknar- kvóti. Loðnan mælist um 385 þúsund tonn sem er of lítið magn til að gefa út veiðikvóta. Dyntóttur fiskur HEIMILAÐUR LOÐNUKVÓTI Í þúsundum tonna 1996-97 1997-98 1998-99 1999-00 2000-01 2001-02 2002-03 2003-04 2004-05 2005-06 2006-07 2007-08 2008-09 0 300 600 900 1200 1.277.000 1.008.028 994.700 891.500 918.600 1.096.000 765.000 737.345 803.256 194.027 318.245 157.206 Rannsóknarkvóti 15.000 tonn LANDBÚNAÐUR „Það er stóralvarlegt hvað þetta er orðinn þungur baggi og eykur allan rekstrarvanda fyrir bændur,“ segir Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasam- taka Íslands, en verð á algengum tegundum áburðar hækkar um 45 til 55 prósent milli ára, samkvæmt nýjum verðlista Fóðurblöndunnar. Vefur Bændablaðsins greindi frá þessu á sunnudag. Sem dæmi er nefnt að eitt tonn af Magna 1 hafi kostað 38.500 krónur í fyrra en kosti nú 59.800. Hækkunin milli ára sé því 55,3 prósent. Haraldur segir hækkunina í ár bætast við 80 prósenta hækkun í fyrra og um 15 prósenta hækkun árið áður. „Þetta er orðið um 150 til 160 prósenta hækkun á þremur árum,“ segir Haraldur. „Mörg bú þurfa að spá í framtíð sína og hvernig þau ætla að nota áburð. Ég heyri í mörgum bændum segjast verða kaupa eins og þeir geta af áburði en ekki eins og þeir þurfa. Það hlýtur á endanum að þýða minni afurðir og minni fram- leiðslu. Fóðrið verður líka verra sem þýðir líka minni afurðir.“ Haraldur segir að málið verði rætt á fundi Bændasamtakanna og landbúnaðarnefndar Alþingis á fimmtudag um þá stöðu sem komin er upp í landbúnaði. „Þar munum við fyrst og fremst leggja áherslu á að bændum verði tryggt rekstrar fé til að greiðsluflæði búanna stoppi ekki. Þetta er stóralvarleg staða sem við stöndum frammi fyrir.“ - bs Áburðarverð hækkar milli ára og hefur hækkað um 150 prósent á þremur árum: Rekstrarvandi bænda stóreykst HARALDUR BENEDIKTSSON Formaður Bændasamtakanna segir verðhækkun áburðar skila sér í minni framleiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ TEITUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.