Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 6
6 17. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
ALÞINGI Viðbúið er að frumvarpið
um breytingar á yfirstjórn Seðla-
bankans taki breytingum frá því
sem nú er áður en það verður sent
úr viðskiptanefnd Alþingis til ann-
arrar umræðu. Meðal annars er
rætt um að koma á aðstoðarbanka-
stjóra fyrir þann eina bankastjóra
sem kveðið er á um í frumvarpinu.
Ekki er víst að það verður afgreitt í
dag eins og hugur formanns nefnd-
arinnar stóð til.
Seðlabankanum hafði verið
veittur frestur til að skila umsögn
um frumvarpið til gærdagsins
og bjuggust nefndarmenn við því
í gær að sá frestur yrði virtur.
Bankastjórar Seðlabankans, þeir
Davíð Oddsson og Eiríkur Guðna-
son, voru í gær boðaðir á fund
nefndarinnar í dag til að svara fyr-
irspurnum um umsögn bankans.
Fjöldi hagfræðinga og annarra
sérfræðinga kom fyrir nefndina í
gær. Þeir gera allir athugasemdir
við frumvarpið eins og það lítur út,
en athugasemdirnar eru af ólíkum
toga og ganga mislangt.
Ein athugasemdin lýtur að hæfn-
iskröfum til seðlabankastjóra,
sem almenn samstaða mun vera
um innan nefndarinnar að breyta,
en í frumvarpinu er gert ráð fyrir
meistaragráðu í hagfræði.
Þá hafa verið gerðar tölu verðar
athugasemdir við skipulag pen-
ingastefnunefndar og skipunar-
tíma bankastjóranna. Meðal ann-
ars hefur verið rætt um að breyta
honum úr sjö árum í fimm.
Birgir Ármannsson, fulltrúi
Sjálfstæðisflokks í viðskiptanefnd,
segist ekki trúa því að unnt verði
að afgreiða frumvarpið úr nefnd-
inni í dag eins og til stóð. Til þess
sé málið ekki nægilega þroskað.
Hann vísar jafnframt á bug ásök-
unum stjórnarliða þess efnis að
sjálfstæðismenn vilji tefja málið.
Það að þeir hafi verið tilbúnir til
að mæta á aukafundi í nefndinni
vitni um annað.
Álfheiður Ingadóttir, formaður
nefndarinnar, vill ekki segja til
um það hvenær nefndin afgreiðir
frumvarpið. Það vill Lúðvík Berg-
vinsson, fulltrúi Samfylkingar-
innar, ekki fullyrða um heldur, en
segir það þó hugsanlega geta orðið
á miðvikudag. stigur@frettabladid.is
Aðstoðarbankastjóra
kannski bætt í ný lög
Nær öruggt er að gerðar verði breytingar á seðlabankafrumvarpinu, sem óvíst
er hvort afgreitt verður úr nefnd í dag. Geir Haarde sakaði forsætisráðherra um
að ljúga og leyna gögnum frá AGS á þingi í gær. Tölvupóstsamskipti hrekja það.
SEÐLABANKINN Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason hafa verið kallaðir fyrir
viðskiptanefnd í dag. Þeir munu sitja í Seðlabankanum þar til ný lög um bankann
taka gildi.
Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í viðskiptanefnd,
hefur sent Jóhönnu Sigurðar-
dóttur bréf þar sem hann óskar
eftir upplýsingum um samskipti
forsætisráðuneytisins við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn vegna seðlabanka-
frumvarpsins.
Birgir segir í bréfinu að treg-
lega hafi gengið að fá upplýsingar
um þessi samskipti á vettvangi
viðskiptanefndar og að fullyrðingar
í málinu virðist að einhverju leyti
stangast á.
„Mér hefur þótt vera mikil tilefnis-
laus leynd og pukur í sambandi við
þetta mál – sérstaklega hvað varðar
samskiptin við AGS. Mér finnst
nauðsynlegt að ákveðnir þættir þar
skýrist,“ segir Birgir, aðspurður um
tilgang upplýsingaleitarinnar.
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma
á Alþingi í gær spurði svo Geir H.
Haarde eftirmann sinn á forsætis-
ráðherrastóli um sama mál – hver
væri ástæða leyndarinnar á fyrsta
bréfinu frá AGS og hvort ekki stæði
til að opinbera þær ábendingar.
Hann hefði sent AGS fyrirspurn um
málið og svar sjóðsins hefði verið
á þá leið að ákvörðunin um trúnað
hefði verið íslenskra stjórnvalda.
Forsætisráðuneytið sendi fjöl-
miðlum afrit af samskiptum sínum
við AGS í gær. Þar virðist koma skýrt
fram að AGS hafi krafist þess, skil-
yrðislaust, að efni fyrstu ábending-
anna væri algert trúnaðarmál.
SJÁLFSTÆÐISMENN TORTYGGJA JÓHÖNNU
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Létt og lipur. Kirsuberjarauð.
Stillalegt afl mótors frá 300 upp í
1800 W. Sjálfinndregin snúra,
hleðsluskynjari.
3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m.
Vinnuhollt handfang.
Stillanleg lengd á sogröri.
Ryksuga VS 01E1800
14.900Tilboðsverð: kr. stgr.
(Verð áður: 17.900 kr.)
Thermalrúllur
8x8cm8x8c , 5stk í pakka.
199kr
stykkið
Fyrirtækja
þjónusta
PÖNTUNARSÍMI
550 4111
Ti
lb
oð
ið
g
ild
ir
út
fe
br
úa
r 2
00
9
T
B
W
A
\R
ey
kj
av
ík
\
S
ÍA
\
0
94
19
7
DÓMSMÁL Kalla þurfti til lögreglu
í dómsal Héraðsdóms Vesturlands
nýverið, til að handtaka sakborn-
ing sem veittist að dóttur sinni þar.
Um var að ræða konu sem áður
hafði verið ákærð fyrir að reyna
að stinga sambýlismann sinn með
flökunarhnífi, þannig að hann
hlaut áverka í andliti og á hand-
legg. Konan var dæmd í átján mán-
aða fangelsi. Þar af voru fimmtán
skilorðsbundnir.
Maðurinn og konan höfðu verið
í sambúð og eignast eina dóttur
1994. Þau slitu fljótlega samvist-
ir eftir fæðingu barnsins sem ólst
upp hjá móður sinni.
Maðurinn var að sækja dóttur
sína til vinkonu hennar en þar var
fyrrverandi sambýliskonan fyrir.
Hún lagði til mannsins með flök-
unarhnífnum með fyrrgreindum
afleiðingum.
Við yfirheyrslur bar konan að
maðurinn hefði ætlað að sækja
dóttur þeirra án síns leyfis og því
hefði hún ákveðið að nota hnífinn.
Þegar langt var liðið á aðalmeð-
ferð málsins stóð til að leiða dóttur
konunnar fyrir dóminn til skýrslu-
gjafar. Lögum samkvæmt átti hún
rétt á að skorast undan því, sem
hún og gerði. Þá veittist konan að
henni, svo handtaka varð þá fyrr-
nefndu. Sérfræðingar mátu hana
sakhæfa.
DÓMSALUR Fátítt er að handtaka þurfi
sakborning sem er fyrir dómi.
Einstakur atburður í Héraðsdómi Vesturlands:
Kona handtekin í dómsal
Á Jón Baldvin Hannibalsson að
verða formaður Samfylkingar-
innar?
Já 29,7%
Nei 70,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú að flytja af landi brott
vegna kreppunnar?
Segðu skoðun þína á Visir.is
STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþing-
is hefur komist að þeirri niður-
stöðu að þáverandi forstjóri Trygg-
ingastofnunar ríkisins (TR) hafi
brotið gegn rétti svæfingalæknis
með því að tjá sig um meinta sekt
hans í tryggingasvikamáli. Lækn-
irinn var síðar sýknaður í málinu.
TR hafði kært lækninn fyrir
tugmilljóna þjófnað. Eftir að hér-
aðsdómur sýknaði hann tjáði Karl
Steinar Guðnason, þá forstjóri TR,
sig um málið í fjölmiðlum. Sagði
hann niðurstöðuna hlægilega og
hann tryði ekki öðru en að málið
ynnist í Hæstarétti.
Þegar fréttamaður spurði hann
hvort skapast hefði einkennileg
staða hjá stofnuninni vegna máls-
ins svaraði hann: „Ja, hvernig er
það á vinnustað ef einstaklingur
stelur tug eða tugum milljóna? Á að
dæma viðkomandi til þess að vera
áfram í starfi bara? Þó að vinnu-
veitandi vilji láta hann fara?“
Læknirinn kvartaði yfir ummæl-
unum til umboðsmanns og taldi
forstjórann brjóta með þeim á rétti
sínum − hann hefði enda verið fund-
inn saklaus í málinu fyrir dómi.
Umboðsmaður fÉllst á rök lækn-
isins og segir ummæli Karls Stein-
ars ekki samræmast reglum. Hann
segir það dómstóla að ákveða hvort
stofnunin sé mögulega skaðabóta-
skyld vegna málsins. - sh
Umboðsmaður Alþingis um forstjóra Tryggingastofnunar:
Forstjórinn braut á rétti læknis
TRYGGINGASTOFNUN Karl Steinar var á
þessum tíma forstjóri TR.
FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR
HEILBRIGÐISMÁL Lyfjakostnaður
sjúkratrygginga nam 9.287 millj-
ónum króna árið 2008 og hafði
kostnaðurinn aukist um 2.233
milljónir frá fyrra ári. Það sam-
svarar 32 prósenta aukningu.
Helsta ástæðan fyrir þessari
hækkun er fall íslensku krónunn-
ar gagnvart erlendum gjaldmiðl-
um.
Kostnaður hefur aukist mest
vegna lyfja við sársjúkdómi og
maga- og vélindisbakflæði, eða
um 203 milljónir. Kostnaður
vegna magalyfsins Nexium nam
554 milljónum árið 2008 sem er
aukning um 129 milljónir frá
fyrra ári. - shá
Sjúkratryggingar:
Lyf hækkuðu
um 32 prósent
KJÖRKASSINN