Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2009, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 17.02.2009, Qupperneq 14
14 17. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Árið 1946 gaf Bókaútgáfa Æsk-unnar út bókina „Sögurnar hans pabba“, eftir Hannes J. Magnússon. Í formála kemur fram að höfundi bókarinnar þyki vanta alíslenskt lesefni fyrir börn. Flestar barnabækur séu þýddar úr öðrum tungumálum og lýsi erlendu fólki, staðháttum og hugs- unarhætti. Bókinni var firna vel tekið og næstu árin komu út þrjár með sama sniði; Sögurnar hennar mömmu, og síðar afa og ömmu. Eins og bókarheitin benda til er þetta fjölskyldutengt, og hver kafli hefst á því að krakkarn- ir biðja um sögu, sem sögumað- ur tengir atburðum dagsins eða færir fróðleik í ævintýrabúning, til dæmis í sögunni um drop- ann og sögunni um sóttkveikj- una. Sjálf naut ég þess að lesa þessar bækur á bernskuárum mínum. Eftirlætissaga mín var og er sagan af Lata-Pétri, sem ligg- ur í rúmi og hlustar á gang stóru klukkunnar, sem breytist í gaml- an og gráskeggjaðan karl. Þeir taka tal saman og karlinn segir honum sögu, sem er eitthvað á þessa leið: Augnablikið Einu sinni langaði guð til að vita hve vitrir mennirnir væru orðnir og hvort þeim hefði farið eitthvað fram. Hann sendi tvo vitrustu engl ana sína til að leggja fyrir þá þessa spurningu: „Hvað er það besta og dýrmætasta sem til er?“ Englarnir áttu að vera eitt ár að ferðast um jörðina. Þeir ferðuðust bæ frá bæ og land úr landi og spurðu ríka og fátæka, unga og gamla. Sumir sögðu að það væri gull, aðrir að það væri svefninn og hvíldin og aðrir moldin. Englarnir þóttust vita að ekkert af þessum svörum væri rétt, því að enginn var fullkomlega glaður eða ham- ingjusamur, nema helst börnin. Síðasta kvöld ársins voru engl- arnir í þann veginn að leggja af stað upp til himna þegar þeir komu auga á lítinn kofa og var það síðasti viðkomustaður þeirra á jörðinni. Þeir gengu inn í kofann og hittu þar fyrir gamlan mann sem spann gullþráð á snældu. Þegar þeir spurðu hvað hann væri að spinna, sagðist hann vera að spinna þráð í hamingju mannanna. „Hvaðan fær þú allt þetta gull?“ spurði annar engillinn. „Ég vinn það úr augnablikun- um,“ svaraði öldungurinn. Englarnir mundu nú eftir aðal- erindinu og spurðu hann hvað væri það dýrmætasta sem til væri. Öldungurinn hætti eitt and- artak að spinna og leit á englana djúpum og alvarlegum augum og mælti: „Ef þið hittið menn- ina aftur, þá segið þeim öllum, að augnablikið sé það dýrmætasta sem til er.“ Þegar englarnir voru búnir að segja guði frá öllu sem þeir höfðu séð og heyrt var hann orð- inn ákaflega alvarlegur. Hann hafði ekki búist við að mennirnir væru svona ófullkomnir. „Fund- uð þið þá engan sem var fullkom- lega ánægður og hamingjusam- ur?“ spurði drottinn. „Nei, engan,“ svöruðu englarnir, „nema ef vera skyldi gamlan mann sem við hittum rétt áðan. Svo sögðu þeir honum frá manninum í kofan- um sem spann gullþráð á snældu. Þá brosti guð lítið eitt og sagði: Þennan öldung skal ég gera æðsta kennara mannanna. Hann skal kenna þeim að finna gæfuna. Hann skal kenna þeim að mennt- ast og vaxa og verða að fullkomn- um mönnum. Tíminn, augnablikið, er það dýrmætasta sem til er. Dagatalið Í inngangi að bók sinni um ævi og störf Sigurbjörns Einarssonar bisk- ups segir Sigurður A. Magnússon frá fyrstu kynnum sínum af þess- um einstaka manni. Þetta var árið 1941 og Sigur- björn nýkominn til starfa í Hall- grímssókn. Hann kom á fund hjá KFUM við Amtmannsstíg og talaði til drengja innan við ferm- ingu á þann veg að hann hélt athygli þeirra óskiptri til enda. Um inntak orða hans segir Sig- urður: „Hann var að brýna okkur að fara vel með tímann og glutra ekki niður dögum okkar. Í því samhengi tók hann dæmi af dagatalinu. Við rífum daglega eitt blað, vöðlum því saman og fleygjum í bréfakörfuna eða út í buskann, en hvert einstakt blað er tákn um dýrmæta gjöf sem ekki má lenda í glatkistunni, því fyrir hana verður aldrei bætt. Mér er í minni hve ljóslega og myndrænt hann lagði út af hinni einföldu samlíkingu, enda er þetta ræðan sem ég man best frá unglings- árunum.“ Brýning Sigurbjörns er sígild. Á umbrotatímum eins og núna, þegar óvissan bítur, framtíðin getur orðið hvernig sem er, og gengin spor hræða, er margt verra en að njóta augnabliks- ins. Vera til af öllum lífs og sálar kröftum. Hér og nú. Hér og nú Verðmætin í lífinu JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | R íkisstjórnin ráðgerir að svipta Alþingi því hlutverki að vera stjórnarskrárgjafi. Það er róttækasta breyt- ing á stjórnarskránni á lýðveldistímanum. Enn fremur er þetta í fyrsta skipti sem ríkisstjórn hefur einhliða undirbúning að stjórnarskrárbreytingu án breiðari samstöðu á Alþingi en stendur að baki henni sjálfri. Af yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar má ráða að Alþingi er ætlað að afgreiða þessi áform á nokkrum dögum nú á vorþinginu. Efnis- leg afstaða stjórnarandstöðunnar er enn óljós. Á þessu stigi er því ekki vitað hvort samstaða næst um áformin eða hvort þau verða knúin fram í krafti ráðherraræðisins. Eftir lýðveldisstofnun hafa fimm sinnum verið gerðar breyt- ingar á stjórnarskránni. Í fjögur skipti voru þær undirbúnar í víðtæku samráði og samþykktar án teljandi ágreinings. Í eitt sinn kom til ágreinings vegna breytinga á kjördæmaskipan. Eigi að síður var sú breyting undirbúin og samþykkt af fleiri flokkum en vörðu þáverandi ríkisstjórn. Saga breytinga á stjórnarskránni sýnir að Alþingi hefur umgengist hana með virðingu fyrir eðli hennar og hlutverki. Birt- ingarmynd þess kemur fram í því að stjórnarflokkar og þeir sem varið hafa ríkisstjórn vantrausti hafa aldrei knúið fram stjórn- arskrárbreytingar án víðtækari stuðnings. Þegar stjórnskipunarlög eiga í hlut er þetta vinnulag um flest til fyrirmyndar. Á móti kemur að ekki hefur náðst samstaða um heildarendurskoðun á stjórnarskránni eins og áform voru um við lýðveldisstofnun. Orðalag veigamikilla þátta í stjórnarskránni á því enn rætur í dönskum stjórnarháttum fyrir upphaf þingræðis í byrjun síðustu aldar. Stjórnskipulegra umbóta er því þörf. Ráðagerð ríkisstjórnarinnar um að færa stjórnlagahlutverkið frá Alþingi til sérstaks stjórnlagaþings á að einhverju leyti rætur í umróti síðustu mánaða. Sú gerjun hefur eðlilega og sem betur fer kallað á endurmat og skoðun á ýmsum þáttum sem lúta að stjórnskipun landsins. Önnur ástæða fyrir hugmyndum um stjórnlagaþing er sú stað- reynd að ekki hefur tekist að ljúka heildarendurskoðuninni. Síð- asta stjórnarkrárnefnd efndi til þjóðarumræðu um viðfangsefnið og skilaði þar um skýrslu. Hún fékk hins vegar ekki tækifæri til að reyna til þrautar að ná samstöðu um tillögur. Veik staða stjórnarandstöðunnar á Alþingi hefur með réttu leitt til umfjöllunar um jafnvægið milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds. Þar eru brestir sem berja þarf í. Það má gera með fullum aðskilnaði. Eins koma til álita ýmsar aðrar ráðstafanir til að styrkja stöðu Alþingis innan ramma þingræðisins. Sumir talsmenn stjórnarandstöðunnar hafa afgreitt hugmyndir um stjórnarskrárbreytingar með þeim rökum að nú þurfi að sinna öðrum mikilvægari verkefnum. Það er veik röksemdafærsla. Hitt er rétt að það bæri ekki vott um agað vinnulag að keyra fram grundvallarbreytingar á stöðu Alþingis án ítarlegrar umræðu og viðleitni til að ná breiðri samstöðu. Kjarni málsins er sá að við blasir stjórnskipulegur vandi vegna stöðu Alþingis. Það er brýnt úrlausnarefni. Erfitt er hins vegar að sjá að úr því verði leyst með því að rýra hlutverk þess. Vissulega hefur gætt óánægju með þá sem valist hafa til setu á þessari fulltrúasamkomu fólksins eins og oft áður í langri sögu Alþingis. Á hinn bóginn er ekki augljóst að bót verði ráðin þar á með því að fjölga slíkum fulltrúaþingum. Alþingi með sérstöku stjórnlagaþingi: Rýrnar í roðinu ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Geir og prófkjörin Vörður – fulltrúaráð sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík – samþykkti einróma á fundi fyrr í mánuðinum að halda sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurprófkjörunum 13. og 14. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Verði segir að þátttaka í prófkjörinu sé heimil: „a) öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í kjördæm- inu sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdag- ana. b) Þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem munu eiga kosningarétt í kjördæminu við kosningar og undirritað hafa inntöku- beiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæm- inu fyrir lok kjörfundar.“ Opnu prófkjöri hafnað Á borgarafundi í Háskólabíó í nóvember í fyrra var Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurð- ur hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri reiðubúinn að halda opið prófkjör fyrir næstu kosningar. Svar hans var afdráttalaust: „Já.“ Meðlimir í sjálf- stæðisfélögunum í Reykjavík voru sem sagt á öndverðum meiði við Geir. Uppstillingu hafnað Geir H. Haarde lýsti einnig þeirri skoðun sinni á á fundi kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Suð- vesturkjördæmi í síðustu viku að skynsamlegt gæti verið að stilla upp á framboðslistann í stað þess að efna til prófkjörs. Sú hugmynd féll í grýttan jarðveg og var tillaga stjórnar kjördæmisráðsins um prófkjör sam- þykkt nánast samhljóða. Undir lok ferils síns sem forsætis- ráðherra var Geir legið á hálsi að vera ekki í nógum góðum tengslum við þjóð sína. Ætli sjálfstæðismönnum líði eins í garð formanns síns? bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Jón Trausti Reynisson svarar Guð- mundi Andra Thorssyni Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur sá ástæðu til að uppnefna DV „sorpblað“ í pistli í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Ástæðan fyrir uppnefninu var að DV hafði gengið hart á eftir svörum hjá Davíð Odds- syni seðlabankastjóra, sama dag og forsætis- ráðherra og eflaust stór hluti þjóðarinnar beið svara frá honum. Blaðamaður DV gerði sitt allra besta til að fá svör hjá seðlabankastjóranum, sem lauk með því að hann lýsti andstöðu sinni við að svara þar sem hann væri á leið í læknisskoðun. Fyrir til- viljun komast blaðamaðurinn að því að sú yfirlýsing Davíðs stóðst ekki, í það minnsta miðað við þá stað- reynd að hann gekk rakleiðis í gegnum spítalann og stefndi út bakdyramegin, þar sem einkabílstjóri beið hans. Nokkrum vikum áður hafði annar blaðamaður DV reynt að spyrja Davíð spurninga. Í það skiptið hunsaði hann blaðamanninn alfarið og talaði til heim- iliskattar frekar en að svara spurningum. DV hefur margítrekað lagt fyrirspurnir fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra og reynt að ná tali af honum, en án árangurs. Auk þess hefur blaðið kært Seðlabankann á grundvelli upplýsingalaga. Eftir því sem næst verður komist hefur Davíð ekki svarað spurningum DV frá árinu 2005, þegar hann var valinn maður ársins af þáverandi ritstjórn. Blaðamönnum hefur hins vegar gefist færi á að spyrja Davíð spurninga á blaðamannafundum Seðlabank- ans við stýrivaxtaákvarðanir. Þeir fundir virðast hafa verið lagðir niður. Davíð hefur ekki haldið blaðamannafund við stýrivaxta- ákvörðun frá 11. september í fyrra. Ef Guðmundi Andra Thorssyni mislíkar að fjölmiðill skuli heimta skýr svör til að upp- lýsa almenning má hann auðvitað hafa þá skoðun. Hann má líka dreifa þeirri skoðun í pistlum, þótt það sé óþarfi að nota uppnefni í því samhengi. Óháð því hefur DV ekki aðeins fullan rétt til að spyrja seðla- bankastjóra og aðra ráðamenn spurninga og birta við- brögðin, heldur líka skyldu til þess gagnvart lesend- um. Ef einhver telur að ágeng upplýsingaleit sem varðar almannahagsmuni beri vott um að fjölmiðillinn sé sorpblað, megi þá verða til fleiri sorpblöð hér á landi, og jafnvel sorpútvarps- og sjónvarpsstöðvar, sorps- tjórnmálamenn, sorpgreiningadeildir og sorprithöf- undar. Eða höfum við ekkert lært af feluleik, útúr- snúningum og blekkingum ráðamanna síðustu ár? Höfundur er ritstjóri DV. Mikilvægi „sorpblaða“ JÓN TRAUSTI REYNISSON Skoðaðu MÍN BORG ferðablað Icelandair á www.visir.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.