Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 20
16 17. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is PARIS HILTON ER 28 ÁRA Í DAG. „Mesti misskilningurinn er sá að ég sé fordekruð. Það er ég hins vegar alls ekki. Í reynd er ég langt í frá að vera dekruð.“ Hótelerfinginn, samkvæmis- ljónið og leik- og söngkonan Paris Hilton er 28 ára í dag. Hilton hefur reynt fyrir sér á ýmsum sviðum með misjöfn- um árangri. Þekktust er hún fyrir raunveruleikaþættina Simple Life. MERKISATBURÐIR 1906 Fyrsta fréttamyndin birt- ist í íslensku dagblaði en það er teikning í Ísa- fold sem sýnir Friðrik VIII. ávarpa fólk í Amalien- borg. 1947 Fyrsti nýsköpunartogar- inn, Ingólfur Arnarson, kemur til landsins. 1968 Kolakraninn við Reykja- víkurhöfn er rifinn. 1974 Stórrigningu gerir í Reykjavík og margar götur eru ófærar vegna flóða. 1984 Vopnað rán er fram- ið við Austurbæjarúti- bú Landsbankans þegar starfsmenn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins ætla að setja fé í nætur- hólf. Ræninginn kemst á brott með 1,8 milljón- ir króna en náðist síðar í sama mánuði. Upphafleg útgáfa óperunnar Madame Butterfly eftir Giacomo Puccini var frumsýnd á þessum degi í Teatro alla Scala eða La Scala óperuhúsinu í Mílanó árið 1904 og fékk harkalega útreið. Viðtökurnar mátti meðal annars rekja til þess að ekki hafði gefist nægur tími til æfinga. Verkið byggði Puccini á leik- gerð sem David Belasco hafði samið upp úr smásögu lög- fræðingsins Johns Luthers Long, Madame Butterfly sem út kom árið 1898, og svo skáldsögu Pi- erre Loti, Madame Chrysan- thème, frá árinu 1887. Er efni- viður skáldsögunnar talinn hafa verið sóttur til atburða sem áttu sér stað í Nagasaki í Japan upp úr 1890. Madame Butter- fly segir af ástarsambandi jap- önsku stúlkunnar Cio-Cio San og bandaríska herforingjans Pinkertons sem svíkur hana með skelfilegum afleiðingum. Viðtökur voru dræmar og því gerði Puccini umtalsverðar breyt- ingar á óperunni og skipti meðal annars seinni þættinum í tvennt. Eftir að endurskoðaða útgáf- an var sýnd í Brescia við mikinn fögnuð 28. maí árið 1904, hefur óperan verið sett upp víða um heim og yfirleitt við góðar und- irtektir. Madame Butterfly trón- ir efst á lista yfir þær óperur sem oftast hafa verið sýndar í Norður-Ameríku. ÞETTA GERÐIST: 17. FEBRÚAR 1904 Madame Butterfly frumsýnd AFMÆLI ADRIANO knatt- spyrnu- maður er 27 ára. JASON RITTER leikari er 29 ára. DENISE RICHARDS leikkona er 38 ára. RENE RUSSO leikkona er 55 ára. Brynhildur St. Jakobsdóttir stofnaði snyrtistofuna Helenu fögru aðeins 22 ára gömul. „Ég hef haft áhuga á þessu frá unga aldri,“ segir Brynhildur sem skráði sig á snyrtinámskeið sem voru í boði í grunnskóla. „Þá fórum við í vett- vangsferð á snyrtistofu og ég fékk að vera alla vikuna af því ég hafði svo mikinn áhuga,“ segir Brynhildur sem síðan fór að læra snyrtifræði við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Að því loknu fór hún á nemasamning, lauk sveins- prófi og fór svo beint í meistaranám í greininni. Þegar hún var um það bil að klára námið spurði vinkona henn- ar sem var að stofna hárgreiðslustofu hvort hún vissi um einhvern snyrti- fræðing sem myndi vilja leigja hluta af plássinu. Úr varð að Brynhildur stofn- aði eigin snyrtistofu sama vor og hún útskrifaðist sem meistari. Brynhildur kynntist manni sínum, Úlfari Ormarssyni árið 1998. Hann er húsgagnasmíðameistari og þau hjónin keyptu árið 2000 húsnæðið sem snyrti- stofan er í núna á Laugavegi 163. „Þetta var einn stór geymir og við innrétt- uðum allt sjálf, settum milliveggi og lögðum gólfefni,“ segir Brynhildur en smiðurinn Úlfar hefur með tímanum dregist inn í snyrtibransann og lærði til dæmis að húðflúra og stundar fegr- unarhúðflúr á snyrtistofunni í hjáverk- um með smíðunum. Brynhildur segist hafa jafn gaman af snyrtibransanum í dag og þegar hún byrjaði. Sérstaklega líkar henni fjöl- breytnin sem er mikil auk þess sem alltaf er eitthvað nýtt að gerast. Hún er einnig í stofueigandanefnd snyrtifræð- inga og starfsgreinaráði snyrtigreina á vegum menntamálaráðuneytisins og finnst gott að fara á fundi og spjalla um það sem er að gerast hverju sinni. Hún segir ekkert eitt vinsælla en annað á snyrtistofunni enda fjölbreytn- in mikil, allt frá nuddmeðferðum og vaxi til naglaásetninga og brúnkumeð- ferða en það nýjasta er IPL-ljósameð- ferð sem þykir bylting í háreyðingu. Brynhildur segir að karlmenn fari helst í nudd og fótsnyrtingu auk þess sem sumir láti taka af hár, sérstak- lega af baki. Hún segist hafa orðið vör við mikla viðhorfsbreytingu hjá karl- mönnum síðan hún byrjaði í bransan- um. „Þetta er ekki lengur tabú eins og var þá,“ segir Brynhildur og tekur fram að oft séu það eiginkonurnar sem panti fyrsta tímann en eftir að karlarn- ir hafi stigið fyrsta skrefið inn á stof- una verði ekki aftur snúið. „Þá sjá þeir sjálfir um að panta sína tíma,“ segir Brynhildur glaðlega og bætir við að karlmenn hugsi miklu síður en konur um hvað meðferðirnar kosti. Brynhildur sér sjálf um bókhald snyrtistofunnar og finnst gott að vera algerlega inni í eigin rekstri. „Ég hef gaman af því að horfa á reksturinn ganga vel,“ segir Brynhildur sem býst reyndar við einhverjum samdrætti á árinu en er þrátt fyrir það mjög já- kvæð á framhaldið. solveig@frettabladid.is SNYRTISTOFAN HELENA FAGRA: 15 ÁRA Í FEBRÚAR Stofnaði stofuna 22 ára HELENA FAGRA Brynhildur ásamt manni sínum Úlfari Ormarssyni í snyrtistofunni Helenu fögru sem Brynhildur stofnaði fyrir fimmtán árum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Borgarbókasafn Reykjavíkur hélt keppni í ljóðaslammi annað árið í röð á Safnanótt föstudaginn 13. febrúar. Þemað að þessu sinni var hrollur og brugðu þátttakendur upp fjöl- breyttum myndum af viðfangsefninu. Fimmtán ungmenni á aldrinum 15 til 21 árs tóku þátt að þessu sinni og þótti keppnin jöfn. Sigurvegarar kvöldsins voru Ásta Fanney Sigurðardótt- ir og Ástríður Tómasdóttir en framlag þeirra bar heitið Eine kleine hrollvekja. Þótti dómnefnd þema keppninnar skila sér mjög vel í atriði þeirra, textinn var sterkur og flutning- ur góður í einfaldri en áhrifaríkri sviðsetningu. Í öðru sæti voru Bryndís Ósk Ingvarsdóttir, Júlíana Krist- ín Jóhannsdóttir og Thelma Björnsdóttir með Nartað í hjarta sem var bæði tilþrifamikið og hrollvekjandi. Í þriðja sæti var Kristján Klausen sem flutti Ég hélt, eigið lag og ljóð um hrollvekjandi fréttir í daglegu lífi okkar allra. Upptökur af siguratriðunum þremur verða settar á Bók- menntavefinn bokmenntir.is og á YouTube fljótlega. Sigurvegarar í ljóðaslammi SIGURVEGARAR Keppnin þótti jöfn en þemað að þessu sinni var hrollur. Þjóðmenningarhúsið og Gljúfrasteinn, hús skáldsins, efna til dagskrár í Þjóðmenn- ingarhúsinu fimmtudags- kvöldið 19. febrúar klukkan 20. Dagskráin nefnist Blaðað í myndaalbúminu og er hald- in í tilefni af sýningunni Síð- búin sýn, þar sem brugðið er upp ljósmyndum sem Halldór Laxness tók á ferðum sínum innanlands og utan og heima á Gljúfrasteini. Halldór Guðmundsson rit- höfundur og Guðný Halldórs- dóttir, kvikmyndaleikstjóri og dóttir skáldsins, ganga um með gestum og ræða um ljósmyndir Laxness. Þá munu Anna Guðný Guðmundsdótt- ir og Sigrún Hjálmtýsdóttir flytja lög við ljóð Halldórs Laxness. Allir eru velkomnir á dag- skrána og aðgangseyrir er enginn. Sýningunni Síðbúin sýn í Þjóðmenningarhúsinu lýkur 8. mars. Blaðað í albúmi MYND EFTIR LAXNESS Ókeypis er á dagskrá Þjóðmenningarhússins á fimmtudag. TILBOÐSDAGAR 30-50% afsláttur af völdum legsteinum á meðan birgðir endast Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Regína Rósmundsdóttir, Hringbraut 88, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 7. febrúar. Útför hennar fer fram fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13.00 frá Fossvogskirkju. Baldvin Ágústsson Betzý Ívarsdóttir Arnór L. Pálsson Eyrún A. Ívarsdóttir Hörður Ó. Guðjónsson Guðni Ólason Þuríður S. Guðmundsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.