Fréttablaðið - 17.02.2009, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2009 17
„Ég heiti ekkert furðulegu nafni,“ segir Dýri Kristjánsson þegar
hann er spurður út í nafn sitt. „Ég er skírður í höfuðið á afa
mínum sem hét Dýri Baldvins og það nafn er komið úr Dýrafirð-
inum. Ég veit ekki hvort ég hef komið í Dýrafjörð nema kannski
einhvern tímann þegar ég var lítill með mömmu og pabba en ég
man þá allavega ekki eftir því,“ segir Dýri.
Í fyrstu man Dýri ekkert eftir að hafa orðið fyrir áreiti eða
stríðni út af nafninu sínu en eftir því sem við spjöllum lengur þá
rifjast upp skemmtilegar sögur. „Jú, ég var stundum uppnefnd-
ur Fríða og dýrið, dýrið eða bara animal sem mér fannst ekkert
leiðinlegt, bara töff í þá daga. Ég myndi sjálfur alveg hiklaust skíra
börnin mín óvenjulegum nöfnum en ég mun samt hugsa mig vel
um áður, ég vil ekki að börnin lendi í einelti.“
Sumir kennarar Dýra áttu líka stundum erfitt með að trúa því
að hann héti þessu nafni. „Einu sinni þegar ég var í fyrsta tíma
í líffræði, ætli ég hafi ekki verið svona tíu ára, þá áttum við að
skrifa nafnið okkar á lítið blað og hafa það á borðinu til þess að
kennarinn gæti munað nöfnin. Þegar kennarinn sá miðann minn
varð hann bara reiður og sagði mér að henda miðanum og að ég
hefði alveg eins getað skrifað „blúp blúp“ á miðann. Hann hélt
náttúrulega að ég væri að fíflast en svo var nú ekki.“
Dýri segir að þeir séu aðeins fjórir sem beri nafnið Dýri sem
fyrsta nafn. „Mig vantaði endurskoðanda um daginn og ég þekkti
engan en ég vissi að nafni minn Dýri Guðmundsson væri end-
urskoðandi. Ég hringdi í vinnuna hans og kynnti mig sem Dýra
og spurði um Dýra, þetta þótti mjög fyndið og hann var ráðinn,“
segir Dýri og hlær.
Dýri segir að nafnið hans þýði ágætur. „Já, það þýðir ágæt-
ur og ágætt er best eins og þegar maður var í fyrstu bekkjunum
í grunnskóla og fékk ekki tölur í einkunn heldur orð.“ Svo þú ert
bestur? „Ja, svo segir nafnið allavega.“
NAFNIÐ MITT: DÝRI KRISTJÁNSSON
Dýri réð Dýra
DÝRI Nafnið kemur úr Dýrafirði. MYND/VÖLUNDUR
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
stjúpi, tengdafaðir og afi,
Garðar Hlíðar
Guðmundsson
Ástúni 10, Kópavogi,
lést föstudaginn 13. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristín Alfhild Ákadóttir
börn og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Jakobína Jónsdóttir
kennari, Hrafnistu Reykjavík,
lést á Hrafnistu laugardaginn 14. febrúar.
Jón Þorvaldsson Guðbjörg Jónsdóttir
Baldur Þór Þorvaldsson
Katrín Þorvaldsdóttir
Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttir
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
Laufey Guðmundsdóttir
frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, síðast til
heimilis að Austurbrún 6, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi þann 12. febrúar
sl. verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn
19. febrúar kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
systkini hinnar látnu.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samhug hlýju og vináttu við andlát
og útför bróðir míns og frænda okkar,
Sigurðar Marelssonar
Vifilsstöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vífilsstöðum og
Knattspyrnufélagsins Vals.
Sigurbjörg Marelsdóttir
Sigurður Már Hilmarsson og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma,
Guðbjörg Pálsdóttir
Dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík,
andaðist á heimili sínu föstudaginn 13. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Páll Þór Jónsson Hallfríður Helgadóttir
Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir
Guðrún Pálsdóttir
Vilhelm Gauti Bergsveinsson
Hákon Pálsson
Auður Guðbjörg Pálsdóttir
Hildur Briem
Árni Briem
Sigrún Inga Briem
Gunnar Ingi Briem
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Halldór Ásgeirsson
vélvirkjameistari, Digranesvegi 58,
Kópavogi,
lést á deild L1 Landakoti fimmtudaginn 12. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 20.
febrúar kl. 13.00.
Elsa Fanney Þorkelsdóttir
Þórdís Halldórsdóttir Klaus Jochimsen
Þorkell Hreggviður Halldórsson Dóra S. Gunnarsdóttir
Magnfríður Halldórsdóttir Jón Axel Antonsson
Ragnheiður Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Tómasarhaga 13, Reykjavík,
sem lést 12. febrúar sl. verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 19. febrúar
2009 kl. 15.00.
Þorsteinn Eggertsson Ágústa Birna Árnadóttir
Hjördís Bergstað
Agnes Eggertsdóttir Benedikt Sigurðsson
barnabörn, makar og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
Sveinbjörg Ágústa
Jónsdóttir
húsmóðir, Drápuhlíð 44, Reykjavík,
lést á Landakoti fimmtudaginn 12. febrúar. Útför
verður frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. febrúar kl.
15.00.
Jón Jósefsson Kristín Gísladóttir
Anna Guðrún Jósefsdóttir
Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir Guðjón Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ingibjörg Jónsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ásta Ágústsdóttir
Miðleiti 4,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnu-
daginn 8. febrúar verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13.00.
Eggert Óskar Þórhallsson
Hafdís Eggertsdóttir Sveinn Eyþórsson
Ólafur Eggertsson Heiða Vernharðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma, systir,
mágkona og frænka,
Elín Áróra Jónsdóttir
Asparfelli 8, Reykjavík,
lést á Landspítala Hringbraut laugardaginn 14. febrúar.
Útför auglýst síðar.
Bjarni Guðmundur Gissurarsson
Jón Svavar Jónasson Kolbrún Ósk Óskarsdóttir
Ásthildur Jónasdóttir Jónbjörn Björnsson
Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir
Sturla Már Jónasson Kristín Fjeldsted
Jónas Jónasson Gabríela Medina
barnabörn og barnabarnabörn
Margrét Halla Jónsdóttir Hörður Skarphéðinsson
Ásthildur Jónsdóttir
Svanhildur Jónsdóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Elínar Bjargar
Þorsteinsdóttur
frá Hrísey, Byggðavegi 96, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Asparhlíðar,
Öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri fyrir frábæra
umönnun og einstaka elskusemi. Innilegar þakkir til
Hríseyinga fyrir virðingu henni sýnda og hjálpsemi alla.
Guð blessi ykkur öll.
Auður Filippusdóttir Ingólfur B.
Hermannsson
Steinunn K. Filippusdóttir Le Breton Jacques Le Breton
Margrét Þóra Filippusdóttir Sigurður Eiríksson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
Óskar Rafn Þorgeirsson,
Skarðsbraut 13, Akranesi,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
12. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 20. febrúar kl. 14. Blóm og kransar
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er
bent á Krabbameinsfélagið.
Guðrún Ósk Óskarsdóttir Vigfús Orrason,
Lísa Sigríður Greipsson Rafn Hafberg Guðlaugsson
Guðleif Jóna Kristjánsdóttir Andreas Schulz
og afabörn.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug, vináttu og samúð við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Óskars G. Guðjónssonar
Háaleitisbraut 14,
og heiðruðu þannig minningu hans. Sérstakar þakkir
færum við starfsfólki heimahlynningar líknardeildar
Landspítala í Kópavogi fyrir alúð og góða umönnun.
Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir
Ragnar Óskarsson Jóhanna Njálsdóttir
Guðjón Grétar Óskarsson Inga Grímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.