Fréttablaðið - 17.02.2009, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2009 23
FÓTBOLTI AC Milan náði ekki að
framlengja lánssamning sinn við
David Beckham áður en félaga-
skiptaglugginn í bandaríska bolt-
anum lokaði á föstudag. Málinu er
þrátt fyrir það hvergi nærri lokið
enda hefur Beckham lýst því yfir
að hann vilji vera áfram á Ítalíu.
„Ég veit að það verður erfitt að
fara aftur til Bandaríkjanna eftir
allt sem hefur gerst. Ég hef sagt
að ég vilji vera áfram hjá Milan og
það hefur ekkert breyst. Engu að
síður er málið ekki í mínum hönd-
um og ég ræð þessu ekki sjálfur,“
sagði Beckham sem fór meiddur af
velli í grannaslagnum gegn Inter
um helgina sem Inter vann.
„Það verða frekari viðræður á
milli félaganna í vikunni og von-
andi ná þau samkomulagi í málinu.
Milan hefur gert mér það ljóst að
félagið vill halda mér út veturinn
og jafnvel lengur. Við verðum bara
að bíða og sjá hvað gerist. Ég vona
að hlutirnir fari eins og ég vil. Ef
ég þarf að fara til baka þá mun
ég að sjálfsögðu haga mér eins og
fagmaður því það er mitt starf,“
sagði Beckham sem vonast til að
geta spilað gegn Werder Bremen í
UEFA-bikarnum á miðvikudag.
Tap AC Milan gegn Inter varð
þeim dýrt enda hefur Inter nú níu
stiga forskot á nágranna sína og
virðist fátt geta komið í veg fyrir
að liðið landi titlinum á fyrsta ári
undir stjórn José Mourinho.
„Við erum ansi langt á eftir þeim
núna og við þurftum nauðsynlega
að vinna þennan leik. Annars er
þessi deild sérkennileg. Maður
vinnur einn leik en tapar þeim
næsta þannig að það er möguleiki
en ekki mjög stór.“
Beckham fékk stuðning frá Sví-
anum Zlatan Ibrahimovic, leik-
manni Inter, sem vill halda Beck-
ham í ítalska boltanum. „Bestu
leikmennirnir eiga að spila með
bestu liðunum og Beckham er klár-
lega á meðal þeirra bestu. Hann
hefur staðið sig virkilega vel hjá
Milan og gefur liðinu mikið. Ég
held hann sé að verða þeim mjög
mikilvægur enda spilar hann ákaf-
lega vel fyrir liðið og þeir hafa
aðra leikmenn með aðra hæfi-
leika,“ sagði Svíinn skrautlegi.
- hbg
Sagan endalausa um David Beckham heldur áfram:
Beckham vill ekki
fara aftur til LA
STENDUR Í STRÖNGU Beckham er hér í slagsmálum við Sulley Muntari á sunnudag.
Hann er einnig í slag við LA Galaxy. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Ekkert hlé á góðum myndum!
Skráning á póstlistann margborgar sig
www.graenaljosid.is
Sýnd í
Háskólabíói
ÓSKARSVERÐLAUNATILNEFNING
BESTA LEIKKONAN Í AUKAHLUTVERKI
MARISA TOMEI
ÓSKARSVERÐLAUNATILNEFNING
BESTI LEIKARINN
MICKEY ROURKE
GOLDEN GLOBE SIGURVEGARI
BESTI LEIKARINN
MICKEY ROURKE
Mulighed for intensive danskkurser og særligt tilrettelagte studieforløb
Vi træffes på studiemessen i Nordens Hus den 21. februar.