Tíminn - 05.01.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.01.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. janúar 1988 Tíminn 5 Viðhorf ulmennings tií Sambandsins hefur breyst í jákvæða átt s.l. tvö ár og hafa menn almennt mildast í neikvæðri afstöðu sinni frá 1985. Þá er Sambandið nútímalegra og öflugra og örvandi í atvinnu- lífinu. Fólk tekur skýrari afstöðu til þess hvort Sambandið hafl dregist aftur úr öðrum fyrirtækjum, eða beinlínis skarað fram úr. Þetta kemur m.a. fram í könnun Gallups á íslandi, sem gerð var fyrir Sambandið dagana 7.-13. desember sl. Gallup á íslandi hefur nú skilað af sér niðurstöðum úr þessari skoðana- könnun fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga um viðhorf til stór- fyrirtækjanna fjögurra Sambands- ins, Flugleiða, ISAL og Eimskips. Er könnunin að hluta til borin saman við könnun er gerð var árið 1985, en einnig er um nýjan kafla að ræða þar sem spurningarnar varða eingöngu Sambandið. Helstu niðurstöðurnar eru þær að sl. tvö ár hefur viðhorf almennings til Sambandsins breyst í jákvæða átt á meðan ekki hefur verið um þróun í þá átt að ræða varðandi hin fyrirtækin þrjú. Sam- kvæmt bakgrunnsgreiningu hefur þessi jákvæða viðhorfsbreyting til Sambandsins helst átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu og í þéttbýli úti á landi. Ekki dregist aftur úr í kaflanum um Sambandið eitt kemur margt skemmtilegt í ljós. Sambandið hefur orðið nútímalegra (73,6%), það hefur breyst á sl. 1-2 árum (52,7%), það hefur orðið öflugra og örvandi (60,7%), það hefur orðið meira bákn (66,3%) og það hefur ekki dregist aftur úr (69,8%). Þegar spurt var að því hvort Sambandið hafi beinlínis skar- að fram úr, sögðu 50,4% nei. Töl- urnar eru allar miðaðar við þá sem svöruðu spurningum. Þegar spurt er um almennt viðhorf til Sambandsins er talsvert oftar um að ræða neikvætt viðhorf en varð- andi hin þrjú, en þó hefur dregið úr því síðan 1985. Sú þróun er mark- tækust á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall þeirra sem hafa frekar já- kvæða og mjög jákvæða afstöðu til Sambandsins hefur nánar tiltekið aukist úr 41% í 48% milli áranna 1985 og 87. Þá hefur hlutfall þeirra sem neikvæða afstöðu hafa til Sam- bandsins minnkað úr 30% í 24%. Áhrif í atvinnulífi Þá var spurt um álit manna á áhrifum þessara fyrirtækja í fslensku atvinnulífi og hafa hlutföll lítið breyst frá 1985. Flestir töldu að áhrif Flugleiða og Eimskips væru hæfileg, en aðeins rúmur helmingur að áhrif lsals væru hæfileg. Mun meiri dreif- ing var í sambandi við Sambandið og hefur hlutfall þeirra, sem telja áhrif þess of mikil eða allt of mikil ekki breyst að ráði frá 1985. Aðeins 40% telja að áhrif þess séu hæfileg og er það lítilleg aukning frá fyrri könnun. Afstaða þessi er meira áberandi hjá fólki á höfuðborgarsvæðinu. Tengsi við stjórnmálaafl Þá var spurt um það hvort viðkom- andi teldi að Sambandið tengdist ákveðnu stjórnmálaafli í landinu. Hlutföll hafa lítið breyst og sagði 61% “já, í verulegum mæli", önnur 22% „já, í einhverjum mæli" og 5% „já, í litlum mæli“. Aðeins 7% sögðu nei. Ekki var spurt á sambæri- legan hátt varðandi hin stóru fyrir- tækin þrjú. Ef menn svöruðu já við þessari spruningu, voru þeir spurðir hvort þeir álitu þessi tengsl vera æskileg eða óæskileg. 11 % sögðu þessi tengsl vera „æskileg", 62% „óæskileg" og 20% svöruðu „bæði og... “ Spurningarnar voru lagðar fyrir 1000 manna landsúrtak, 18 ára til sjötugs, á tímabilinu 7.-13. desemb- er sl. Alls náðist í 857 manns og af þeim svöruðu 716 spurningalistan- um, sem er 84% svarenda. Sam- kvæmt venju voru öll svörin greind Guöjón B. Ólafsson forstjóri SÍS: Ánægðurmeð allt jákvætt Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, sagðist halda að álit manna á áhrifum þessara stórfyrirtækja byggðist frekar á gamalli trú en staðreyndum. „Ég held að þarna komi m.a. fram að fólk gcri sér ekki grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið í fslensku þjóðfé-„ lagi almennt. Ég vcit ekki hvort ég héf leyfi til að segja að ég vildi að satt væri, en ég held að það sé talið að þessi áhrif séu meiri en þau kannski eru,“ sagði Guðjón. Hann sagðist vera ánægður með allt það sem jákvætt kom fram f svörunum. Einnig sagðist hann tclja að ekki væri rétt að túlka þann þátt alvarlega sem fjallaði um tengsl við ákveðinn stjórnmálaflokk. „Ég held að það sem vantar raunveruleg í þcssa könnun sé að samskonarspurningum sé varpað fram um hin stórfyrirtækin líka. Ég hugsa að þar gætu svörin verið eitthvað álíka ef fólk væri spurt beint um þá hluti.“ KB eftir ýmiskonar bakgrunnsbreyting- um í úrvinnslunni. Svörin voru sér- staklega skoðuð mcð tilliti til búsetu, aldurs og kyns. Þar sem því var við komið var niðurstaðan borin saman við samskonar könnun frá því í júlí 1985. KB Viðhorf til SÍS hefur breyst verulega síðustu tvö ár. Jón Óttar Ragnarsson: „Ég hef prófaö kókaín og hass!“ Geri lögreglu grein fyrir fíkniefnaneyslu „Ég hef prófað kókaín og hass, en mér finnst áfengið langskársti vímugjaúnn. Kókaínið verkaði á mig eins og vel hepp- naður kafGbolli, en hassið finnst mér frekar subbulegt. Mér finnst ekkert at- hugavert við að menn séu að leita að nýj- um vímuefnum... “ Svo hljómar játning Jóns Óttars Ragnarssonar, sjónvarpsstöðvar- stjóra, í viðtali sem ber heitið „Ævi og ástir Jóns Óttars" og birtist í tímaritinu Mannlífi f nóvember. Að neyta kókaíns og hass er lög- brot skv. íslenskum lögum og því ber fulltrúum í ávana- og fíkniefna- deild lögreglunnar skylda til að taka á slíkum málum. Tíminn hef- ur trausta heimild fyrir því að til standi að Jón Óttar geri fíkniefna- lögreglunni grein fyrir ffkniefna- neyslu sinni. Sama heimild segir annríki hafa ráðið því að enn hafi ekkert verið gert. Arnar Jensson, lögreglufulltrúi í ffkniefnadeildinni, sagði að ekki væri „búið að boða Jón Óttar enn“. Hann sagðist ekki vilja tjá sig nema almennt um þessi mál, en ekki sérstaklega um viðtalið í Mannlífi. „Við verðum að sinna þessum brotum,“ sagði hann. „Ef einhver viðurkennir á sig fíkniefnabrot verðum við að sinna því. Okkur er markaður sá rammi með lögum.“ Sá orðrómur hafði borist til Jóns Óttars að fíkniefnalögreglan vildi hafa tal af honum vegna þessa. Hann segir hins vegar að lögreglan hafi ekki haft samband við sig og jafnframt að það væri „fáránlegt að hún eyddi dýrmætum tíma sín- um í sig“. „Það sem mér finnst aðalatriðið er að ég hef staðið að þáttum um fíkniefnanotkun og tel mig vera mikinn baráttumann gegn öllum slíkum efnum og hvatamann að batnandi áfengisvenjum," sagði Jón Óttar í gær. Um framangreinda líkingu kókaíns við hressandi kaffibolla segir Jón Óttar það vera sanna lýsingu á staðreyndum. „Ég bjó í Ameríku í fjögur ár þar sem allt er fljótandi í þessum efnum, ekki síst í háskólunum, og ég tel það að vissu leyti jákvætt að menn kanni hvað um sé verið að tala. Helsta ástæða þess að ég berst gegn fíkniefnum er að nú fæst mikið hættulegri tegund kókaíns, sem er “krakkið", og af dæmum sem maður þekkti og heyrði um og las er manni ljóst að þetta er plága sem verður að berjast gegn með öllum tiltækum ráðum.“ þj Allt seld vinna og engin björgunarlaun „Það er raunverulega út í bláinn að giska á hver raunverulegur kostn- aður hefur verið við að drösla Hvíta- nesi á flot. Þó maður vilji bulla einhverja vitleysu veit ég ekki hvort það hefur nokkuð upp á sig,“ sagði Guðmundur Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Nesskips. Rætt hefur verið um að heildartjón nemi ekki minna en 15 milljónum króna og verði skipafélagið að bera um helm- ing þess en tryggingarfélög afgang- inn. Óverulegur hluti farmsins skemmdist. Hvítanesið var strand á sandrifi í Hornafjarðarósi í tólf daga og hafð- ist áhöfnin við f skipinu á meðan. Það náðist á flot eftir ítrekaðar tilraunir laust eftir klukkan fjögur á laugardagsmorgni. Þá var komið í ljós að nokkrar skemmdir voru á skipinu og verður að taka það í slipp við hentugleika, en bráðabirgðavið- gerð er lokið. Búist er við að Hvíta- nesið geti haldið áfram áætlaðri för sinni með saltfisk til Spánar og Portúgal í dag. „Það voru engir á björgunarprós- entum. Þetta var allt seld vinna,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það vera flókinn útreikning að leggja saman vinnulaun og kostnað vegna strandsins, þar sem þetta gerist á hátíðisdögum og vinnuvélar verði jafnvel að greiða fyrir þann tíma sem þær voru til taks, en ekki endilega þegar þær voru notaðar, sem í vissum tilvikum fór eftir sjávar- föllum. „En þetta er verulegur kostnaður fyrir skipafélagið. Það er ofur ljóst.“ þj Maður brann inni Elds varð vart á Bakka á Kópa- skeri klukkan eitt sfðdegis á nýárs- dag. Þar var inni roskinn maður, sem ekki tókst að bjarga og lést hann í eldsvoðanum. Húsið, sem var eitt elsta húsið á Kópaskeri, reist úr timbri og einangrað með hálmi, varð skjótt alelda og ekki varð ráðið við eldinn. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en um kvöld, en þá var Bakki brunninn til grunna. Talsverð hætta var á að eldurinn læstist í næsta hús, sem stóð ekki fjær en þremur metrum, en brunavörðum tókst að varna því. Eldsupptök eru ókunn og eru enn í rannsókn. Maðurinn sem beið bana hét Árni Jónsson, fæddur 1930. Hann bjó einn í húsinu og hafði þar verið um nokkurra ára bil. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.