Tíminn - 05.01.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.01.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. janúar 1988 Tíminn 7 r Orðuritari: Atján sæmdir fálkaorðunni Forseti íslands hefur sæmt eftirtalda íslendinga heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu: Aðalstein Jónsson, útgerðarmann, Eskifirði, riddarakrossi fyrir störf að atvinnumálum. Frímann Sigurðsson, yfirfangavörð, Stokkseyri, riddarakrossi fyrir störf að félags- og fangelsismálum. Gísla Ólafsson, bakarameistara, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að málefnum iðnaðarins. Gissur Pálsson, rafvirkjameistara, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að bindindismálum. Gissur Símonarson, formann Iðnað- armannafélagsins í Reykjavík, ridd- arákrossi fyrir störf í þágu iðnaðar- manna. Grétar Símonarson, fv. mjólkurbú- stjóra Selfossi, riddarakrossi fyrir störf að atvinnumálum bænda. Frú Guðlaugu Eddu Guðmunds- dóttur, utanríkisráðherrafrú, Garðabæ, riddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu. Gunnar J. Möller, hæstaréttarlög- mann, Reykjavík, riddarakrossi fyr- ir störf að félags- og sjúkratrygginga- málum. Frú Ingibjörgu R. Magnúsdóttur, deildarstjóra, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að heilbrigðis-, félags- og sveitarstjórnarmálum. Jón Tryggvason, fv. oddvita, Ártún- um, Bólstaðarhlíðarhreppi, Húna- vatnssýslu, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum bænda. Kristján Júlíusson, fv. bátasmið, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að líknarmálum. Frú Louisu Matthíasdóttur, listmál- ara, New York, riddarakrossi fyrir málaralist. Ólaf Guðmundsson, framkvæmda- stjóra, Grimsby, riddarakrossi fyrir störf að markaðsmálum sjávarút- vegsins. Óla Vestmann Einarsson, fv. yfir- kennara, Reykjavík, riddarakrossi fyrir starfsmenntun í bókagerð. Frú Sigríði Sumarliðadóttur, upp- eldisráðgjafa, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að líknar- og félags- málum. Séra Sigurð Guðmundsson, vígslu- biskup, Hólum, stórriddarakrossi fyrir störf að kirkjumálum. Sigurð Krístinsson, málarameistara, Hafnarfirði, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum iðnaðarmanna. Þórarin Guðnason, lækni, Reykja- vík, riddarakrossi fyrir störf að heil- brigðismálum. Fjórhjól og snjósleöar lækka ekki: Innflutningsgjöld á móti tollalækkun Tíminn greindi frá því fyrir skömmu að búast mætti við gífur- legri verðlækkun á fjórhjólum og snjósleðum í kjölfar þess að ný tollalög taka gildi og tollur af þessum tækjum lækkaði úr 90% niður í 10%. Ekki mun þó verða af því að þessi tæki lækki þar sem lagt verður á þau innflutningsgjald sem vegur upp tollalækkunina og verðið mun því haldast óbreytt. Að sögn Karls Th. Birgissonar upplýsingafulltrúa í fjármálaráðuneytinu mun innflutn- ingsgjaldið verða lagt á með reglu- gerð strax eftir að tollafrumvarpið verður að lögum á Alþingi. - BG Fundur deildarstjóra SS: Mótmælir skerðingu á fullvirðisrétti Á fundi deildarstjóra Sláturfélags Suðurlands, sem haldinn var á Hvol- svelli 16. desember sl., voru sam- þykkt mótmæli vegna mismunandi skerðingar á fullvirðisrétti sauðfjár- bænda verðlagsárið 1988-89, og á það bent að hallað væri á mikilvæg sauðfjárræktarsvæði á starfssvæði félagsins. Tekið er fram að með þessum aðgerðum se verið að vinna að því að leggja niður sauðfjárrækt á Suðurlandi og í engu tekið tillit til þess að á svæðinu hafi margir bænd- ur eingöngu sauðfé, enda hafi þeir engra annarra kosta völ. Fundur deildarstjóranna bendir á að mikið og gott starf hafi verið unnið við uppbyggingu vinnslu- stöðva á svæði Sláturfélagsins og nú sé svo komið að öll sláturhús þess á Suðurlandi séu löggilt af heilbrigðis- yfirvöldum. Það kemur einnig fram að markaðsstaða félagsins sé traust og álykta megi að neytendur vilji sunnlenskt kindakjöt öðru fremur. Bæjarstjóm Seyðisfjarðar: Mótmælir harðlega háu raforkuverði A fundi í bæjarstjórn Seyðisfjarð- ar 14. desember s.l. var samþykkt „að mótmæla harðlega endurtekn- um hækkunum á raforkuverði, sem auk kostnaðarhækkunar fyrir neyt- endur, hlýtur að hafa keðjuverkandi áhrif á kaupgjald og verðlag í land- inu“. í samþykkt bæjarstjórnar er þess síðan getið að á árinu 1987 hafi stjórnvöld samþykkt þrjár hækkanir á raforkuverði. Hin fyrsta hafi verið I. janúar, 10% hækkun á húshitun og 7% hækkun almennrar notkunar, önnur hækkunin þann 1. ágúst, II, 4% hækkun húshitunar og 10% hækkun á almennri notkun og þriðja og síðasta hækkunin hafi verið 1. desember, 18,0% hækkun á húshit- un og 16% hækkun á almennri notkun. 1 samþykkt bæjarstjórnar er sagt að þessar hækkanir séu umtalsvert meiri en á höfuðborgarsvæðinu, en slíkt sé „allsendis út í hött og raunar óafsakanlegt". Í lok samþykktarinn- ar er tekið fram að nefndar hækkanir á raforku leiði til hækkandi verbólgu „og þarmeð enn versnandi lífskjara úti um land, auk þess sem slíkur aðstöðumunur hvetji til fólksflótta og aukinnar byggðarröskunar og er síst á slíkt bætandi frá því sem er um þessar mundir". óþh Viltu breyta til með hækkandi sól? Viltu læra um Ferðaþjónustu • Fiskeldi • Loðdýrarækt • Skógrækt Kanínurækt eða gömlu góðu hefðbundnu kvikfjárræktina? Tækifærið gefst núna, því bændaskólinn á Hvanneyri tekur við nemendum á vorönn að þessu sinni! Bændaskólinn á Hvanneyri er nútíma skóli, þar sem færustu búvísindamenn fylgjast með öllum nýjungum í landbúnaði og miðla þeim til nemenda, sem vilja takast á við heillandi verkefhi. Þar er frábær aðstaða á heimavist. Auk hefðbundinnar búnaðarfræðslu eru 12 valfóg: Alifugla-ogsvínarækt • Ferðaþjónusta • Fiskeldi Hrossarækt • Kartöílu- og grænmetisrækt • Loðdýrarækt Nautgriparækt • Rekstrarhagfræði • Sauðljárrækt Skógrækt • Vélfræði • Vinnuvélar og verktækni. Búfræðinám tekur 2 ár (4 annir) en fólk með stúdentspróf eða hliðstæða menntun getur lokið því á einu ári. Helstu inntökuskilyrði eru að umsækjendur hafi lokið almennu grunnskólaprófi með lágmarkseinkunn til inngöngu í framhalds- skóla, og að þeir hafi öðlast nokkra reynslu í landbúnaðarstörfum. Skrifleg beiðni um inngöngu ásamt prófskírteinum þarf að berast skólanum eigi síðar en 15. janúar. Nánari upplýsingar í síma 93-70000 og 93-71500. BÆNDASKÓLINN HVANNEYRI Viltu taka þátt í nýsköpun íslensks landbúnaðar? n. h

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.