Tíminn - 05.01.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.01.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Þriðjudagur 5. janúar 1988 Auglýsing frá ríkisskattstjóra um skilafresti launaskýrsina o.fl. gagna samkvæmt 92. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. nefndra laga hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1988 vegna greiðslna á árinu 1987, verið ákveðinn sem hér segir: 1. Tll og með 20. janúar 1988: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. II. Tll og með 22. febrúar 1988: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. III. Tll og með síðasta sklladegl skattframtala 1988, sbr. 1.-4. mgr. 93. gr. nefndra laga: Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl. C-liðar 7. gr. sömu laga. (Athygli skal vakin á því að helmingur greiddrar leigu fyrir íbúðarhúsnæði til eigin nota vegna tekjuársins er til frádráttar I reit 70 á skattframtali skv. 3. tl. E-liðar 30. gr. nefndra laga enda séu upplýsingar gefnar á fullnægjandi hátt á umræddum greiðslumiðum.) Reykjavík 1. janúar 1988 Ríklsskattstjórl Auglýsing frá ríkisskattstjóra Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkis- skattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1988 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1980 vlsitala .................... 156 1. janúar 1981 vísitala .................... 247 1. janúar 1982 vísitala ................... 351 1. janúar 1983 vísitala .................... 557 1. janúar 1984 vísitala .................... 953 1. janúar 1985 visitala ...................1.109 1. janúar 1986 vísitala ...................1.527 1. janúar 1987 vísitala ..................1.761 1. janúar 1988 vísitala ...................2.192 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Reykjavík 2. janúar 1988 Ríkisskattstjóri Dagvist barna Skóladagheimilið Skáli við Kaplaskjólsveg óskar eftir að ráða fóstru eða kennara til starfa frá 15. janúar. Á heimilinu er starfandi fóstra. Upplýsingar I síma 17665. ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00 VERTU í TAKT VIÐ Tínmmi DAGBÓK Guðrún Þ. Elnarsdóttlr í dag, þriðjudaginn S. janúar, verður áttræð Guðrún Þ. Einarsdóttir, Dalbraut 20, Reykjavik. Hún og eiginmaður hennar. Ágúst Benediktsson, fyrrv. bóndi að Hvalsá f Stcingrfmsfirði, taka á móti gestum laug- ardaglnn 9. Janúar I húsi Sóknar, Skip- holti 50 A (fundarsal). Vinningsnúmer í Happdrœtti Styrktarfélags vangefinna 1987 1. vlnnlngur: Audi 100 CC - bifreið kom á nr. 29380 2. vinnlngur: Bifreið að cigin vali fyrir kr. 600 þús. á miða nr. 53063 3. vinningur: Bifreiðar að eigin vali hver að upphæð 325 þús.: nr. 12157 - 31241 - 39229 - 45083 - 56718 - 81279 - 95490 - 96180. Happdrsttí SAO Dregið hefur verið f happdrætti Sam- taka gegn asma og ofnæmi. Eftirtalin númer komu upp. Nr. 543 Fiat Uno árgcrð 1988 Nr. 1959 Utanlandsferð Nr. 1330 Ferðaútvarp Upplýsingar á skrifstofunni í sfma 22153 kl. 13:00-17:00 mánud.-fimmtud. HEYRNARLAUSRA HAUSTHAPPDRÆTTI HEYRNARLAUSRA 1987 Dregið var f happdrættinu 18. desem- ber sl. Vinningsnúmer eru þessi: 1. 15004, 2. 15244, 3. 8118, 4. 5696, 5. 137, 6. 15003, 7. 12308, 8. 12311 Vinninganna má vitja á skrifstofu Fé- | lags heyrnarlausra, Klapparstíg 28, kl. 09:00-12:00 alla virka daga, sfmi 13560. Félagið þakkar veittan stuðning. Félug heyrnarlausra Félag eldrl borgara í dag verður Opið hús ( Goðheimum, Sigtúni 3 f Reykjavík . Kl. 14:00 - Félagsvist Kl. 17:00 - Söngæfing Kl. 19:30 - Bridge KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - oplnn allan sólar- hrlnglnn. Rauða kross húsið I Tjarnargötu Hjálparstöð fyrir börn og unglinga í Tjarnargötu 35, er opin allan sólarhring- inn. Sfminn er 62-22-66 4 — MARILYN M0NR0E sokkabuxur Glansandi gæðavara Heildsölubirgðir: ^^/4^gigurjðrmon bf- Þórsgata 14. Sími: 24477 Atrlði úr leiknum Síldin er komln BÍLALEIGA Útibú i kringum landið REYKJAVIK:.. 91-31815/686915 AKUREYRI:......96-21715'23515 BORGARNES:.......... 93-7618 BLÖNDUOS:...... 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR: ..... 96-71489 HUSAVIK:...... 96-4194041594 EGILSSTAÐIR: ....... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FASKRUQSFJÖRDUR: .97-5366/5166 HOFN HORNAFIRÐI: ... 97-8303 interRent Frumsýning í Leikskemmu LR: SÍLDIN ERKOMIN Föstudaginn 8. janúar verður frum- sýndur ( Lcikskemmu LR v/Meistaravelli ( Rcykjavfk söng- og gamanleikurinn Sddin cr komin eftir Iðunni og Kristfnu Steinsdætur (lcikstjórn Þórunnar Sigurð- ardóttur. Lcikritið er að stofni til hið sama og verk þeirra systra Síldin kemur, síldin fer, sem sýnt var af Leikfélagi Húsavfkur og fleiri leikfélögum úti á landi sl. vetur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á texta leikritsins og Valgeir Guðjónsson | hcfur samið lög og tcxta scm flutt eru ( I þessari leikgerð. Hlíf Svavarsdóttir og Auður Bjarnadóttir dansarar og danshöf- undar stýra dansi og hreyfingum. Hljóð- færalcikarar undir stjórn Jóhanns G. Jóhannsson lcika. Leikmynd og búningar ; eru cftir Sigurjón Jóhannsson. Yfir 20 lcikarar koma fram ( leiknum og margir hljóðfæraleikarar. Meðal leikara eru: Eggert Þorleifsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Hanna María Karlsdótt- ir. Jón Hjartarson, Karl Ágúsl Úlfsson Kjartan Ragnarsson Sigrún Edda Björns- dóttir, Soffía Jakobsdóttir og margir fleiri. Amnesty Iternational: Pyntaður í Sýrlandi LIBYA Frést hefur að níu stúdentar séu í haldi í Kuwaifyyah fangelsinu í Benghazi. Þrír þeirra hafa þegar afplánað dóma sína. Hinir afplána ýmist 15 ára eða lífstíðardóm. Þeir voru allir handteknir árið 1976, látn- ir lausir síðar sama ár, en teknir fastir að nýju f febrúar 1977 fyrir að mótmæla afskiptum stjórnvalda af málefnum háskóla. Þeir hafa ekki fengið að Ijúka háskólanámi sínu í fangelsinu. {janúar 1976 kvörtuðu stúdentar í Benghazi háskóla yfir þvf að stjórn- völd skiptu sér af stúdentaráðskosn- ingum. Oeinkennisklæddir lögreglu- menn hleyptu upp fundi, sem stú- dentar héldu um málið á háskóla- svæðinu. Nokkrir stúdentar slösuð- ust í átökum, sem brutust við það út. Stúdentar héldu mótmælafund nokkrum dögum síðar og lögreglan skarst aftur f leikinn og hóf skothríð á hópinn, felldi tvo og særði aðra. Um fimm hundruð stúdentar voru handteknir og hafðir í haldi um mánaðartíma. Líbýskir námsmenn erlendis brugðust við þessum at- burðum með því að taka hús á sendiráðum Líbýu í ýmsum höfuð- borgum. Það varð til þess að ríkis- stjórnin svipti þátttakendur náms- styrkjum. lapríl 1976höfðu stúdent- ar í Benghazi háskóla í frammi mótmæli til að endurheimta náms- styrkina. Lögreglan skaut aftur á stúdentana og í óeirðunum, sem brutust út, kveiktu stúdentar í höf- uðstöðvum arabíska Sósfalistasam- bandsins, sem voru þá einu löglegu stjórnmálasamtökin í Líbýu, og kröfðust afsagnar Gaddafis hers- höfðingja. Sextíu til níutíu þcirra voru handteknir, en voru látnir laus- ir síðar sama ár. í febrúar 1977 voru sumir stúdent- anna teknir fastir að nýju og leiddir fyrir alþýðudómstól sakaðir um að- ild að ólöglegum stjórnmálasamtök- um, að því er hermt er. Réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum og í mars voru tveir dæmdir til dauða og nfu aðrir í allt frá átta ára til lífstíðar fangelsis. Enginn hafði rétt til að áfrýja dómi. Hinir dauðadæmdu voru teknir af lífi 7. apríl, en það voru fyrstu aftökur í Líbýu frá 1954. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Amnesty Internatioal eru hinir níu enn í haldi í al-Kuwaifiyyah fangels- inu í Benghazi. Sumir þeirra eru taldir hafa verið pyntaðir, m.a. með raflosti. Idris Sulayman al-Layas, laga- nemi, Mahir Bu Shrida, viðskipta- nemi, og Bashir Jarbu, nemi í heim- spekideild, eru sagðir enn í fangelsi, enda þótt þeir hafi afplánað sinn átta ára dóm. Mustafa Husayn al-Far, laganemi, og al-Sanussi Habib al- Huni, nemi í heimspekideild, voru dæmir til 15 ára fangelsisvistar. Rida Bin Musa og Mansur Bu Shanaf fengu einnig 15 ára fangelsisdóm. Nur al-Din al-Magni og Khalid al- Turjman, stúdentar í hagfræði og viðskiptafræði, afplána lífstíðar- dóm. Amnesty International hefur margsinnis talað máli þcssara fanga við líbýsk yfirvöld, en aldrei verið svarað. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið þess á leit að fangarnir níu verði skilyrðislaust látnir lausir þegar í stað. Skrifið til: His Excellency Colonel Mu’ammar al-Gaddafí Leader of the Revolution Office of the Leader of the Revolution Tripoli Great Socialist People’s Libyan Arab Jamahiriyah

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.