Tíminn - 05.01.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.01.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 5. janúar 1988 |U Félagsmalastofnun Reykjavíkurborgar Leiðbeinandi f. sambýli. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir eftir leiðbeinanda í sambýli fólks með geðræn vandamál. Starfið felst í félagslegum stuðningi við íbúa og aðstoð við heimilishald og er unnið í samvinnu við Félags- málastofnun og félagsráðgjafa og iðjuþjálfa á geðdeild Landspítalans. Um hlutastarf er að ræða (ca.40-50 st. á mán.) Starfið er laust f.o.m. jan. '88. Nánari upplýsingar hjá eftirtöldum aðilum: Rannveig Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, geðdeild Landspítalans, sími: 29000/651. Ingibjörg Flygenring, félagsráðgjafi, Félagsmálastofn- un Reykjavíkur, sími: 74544. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi Reykja- víkurborgar í Pósthússtræti 9 og skal umsóknum skilað þangað fyrir 10. jan. ’88. Happdrætti Styrktar- félags vangefinna Vinningsnúmer: 1. Vinningur Audi 100CC nr. 29380 2. Vinningur: Bifreið að eigin vali fyrir kr. 600.000,- þúsund nr. 53063 3. til 10. vinningur: Bifreiðar að eigin vali, hver að upphæð kr. 325.000,- þúsund. Nr. 12157 Nr. 31241 Nr. 39229 Nr. 45083 Nr. 56718 Nr. 81279 Nr. 95490 Nr. 96180 Styrktarfélag vangefinna. SVÆÐÍSSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYICJAVÍK Laus staða félagsráðgjafa Auglýst er til umsóknar staða félagsráðgjafa hjá Svæðisstjórn. Starfssvið hans er auk ráðgjafar- starfa, móttaka umsókna um aðstoð skv. lögum nr. 41/1983 um málefni fatlaðra, öflun og úrvinnsla upplýsinga. Ráðningartími hefst þ. 1. feb. n.k. Laun skv. kjörum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist fyrir 15. jan. n.k. Nánari upplýsingar í síma 62 13 88. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Hátúni 10-105 Reykjavík. Reykjavíkurborg starfsmannahald íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur Starfsfólk óskast á eftirtaldar Félagsmiðstöðvar. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun og eða reynslu af uppeldisstarfi. Bústaðir Fellahellir Tónabær Þróttheimar Upplýsingar gefur Æskulýðsfulltrúi, að Fríkirkju- vegi 11 eða í síma 622215. Sigrún Magnúsdótir borgarfulltrúi: Hvar er stefnumörkun í verslunarmálunum? Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins hefur í borgarráði óskað eftir ítarlegum upplýsingum um hvernig Reykjavíkurborg ætli að ná þeim markmiðum í verslunarmáium sem sett eru fram í nýju aðalskipulagi sem lagt verður fyrir borgarstjórn í vikunni. Helstu markmiðin eru að í nýjum hverfum verði ekki meira en 400 m frá þorra heimila í næstu matvöruverslun, spornað verði við fækkun matvöruverslana í grónum hverfum og að jafnvægi skuli nást milli stórmarkaða og minni matvöruverslana. „Ég er sammála þeim markmiöum í verslunarmálum sem koma fram í aðalskipulaginu, en ég sé ekkert frá Reykjavíkurborg hvernig þessum markmiðum skal náð. Ég vil fá skýra stefnumótun og áætlun um hvernig markmiðunum verður náð, en ckki loðin falleg orð á prenti," sagði Sigrún Magnúsdóttir þegar Tíminn innti hana eftir ástæðum þessara fyrirspurna. Sigrún sagði að ekki lægi neitt fyrir um heildarstefnumörkun í verslunarmálum í Reykjavík. Hún benti á að í skýrslu Borgarskipulags „Verslunarkönnun í Reykjavík 1981“ hafi verið margsinnis bent á nauðsyn þess að borgaryfirvöld marki stefnu í verslunarmálum. Það hafi enn ekki verð gert. Sem dæmi liggur ekki fyrir nein skilgreining á því hvað sé stórmarkaður né hvað sé eðlilegur fjöldi stórmarkaða. Tíminn hafði samband við Davíð Oddsson borgarstjóra og spurði hann hvort Reykjavíkurborg hyggð- ist gera áætlun til að ná markmiðum aðalskipulagsins í verslunarmálum. Borgarstjóri sagði Reykjavíkurborg fara eftir þeim plöggum sem hún setti sér. Ekki verði gerð nein starf- ræn áætlun sem farið verður eftir frá skrefi til skrefs til að ná þeim markmiðum sem fram koma í aðal- skipulaginu. Hann sagði að sérstök framkvæmdaáætlun fylgdi ekki aðal- Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. skipulagi, enda væri slíkt erfitt þar sem aðalskipulag er endurskoðað á fimm ára fresti en borgarstjórn geri sínar áætlanir til eins árs í senn. -HM Verðmæti sjávarfangs aldrei meira en 1987 Verðmæti íslensks sjávarfangs hefur aldrei verið meira en á árinu 1987 ef marka má áætlun Fiskifélags fslands. Þá var árið 1987 fiórða árið í röð, þar sem sjávarafli Islendinga er meiri en 1.5 milljón tonn. Endan- legar tölur liggja ekki fyrir en Fiski- félagið spáir að heildaraflinn verði 1600 þúsund tonn, en árið 1986 var aflinn 1651 þúsund tonn. Heildarafli botnfisks verður sam- kvæmt spá, 659 þúsund tonn á móti 632 þúsund tonnum 1986. Þetta er rúmlega 4% aukning. Þorskurinn verður 381 þúsund tonn sem er 15 þúsuna tonnum meira en var árið 1986 þegar aflinn var 366 þúsund tonn. Ýsuaflinn verður 8 þúsund tonnum minni í ár en í fyrra, 39 þúsund tonn í stað 47 þúsund tonn. Karfaaflinn minnkar um 4 þúsund tonn og verður 82 þúsund tonn. Hinsvegar eykst grálúðuaflinn um 13 þúsund tonn og verður 44 þúsund tonn. Humaraflinn 1987 verður heldur meiri en árið 1986 þó ekki muni miklu. Rækjuafli eykst enn, þó aukningin árið 1987 væri minni en undangengin ár. Samkvæmt spá Fiskifélagsins nær rækjuaflinn um 39 þúsund tonnum. Hörpudisksafli minnkar nokkuð eða um 3000 tonn. Ráöhúsiö viö Tjörnina Alvöri jframkvæmdir hefj ast í febrúar Framkvæmdir við byggingu ráð- hússins við Tjörnina munu hefjast fyrir alvöru um miðjan febrúar. Skiptir þá engu hvort félagsmálaráð- herra hefur staðfest Kvosarskipulag- ið eður ei. Þetta kom fram hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra þegarTíminn innti hann eftir framkvæmdum við ráðhúsið, en húsið við Tjarnargötu 11 þar sem ráðhúsið mun rísa verður flutt út í Skerjafjörð í þessari viku. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að grafa fyrir ráðhúsinu og gera fleiri slíka hluti þó staðfesting ráðherra á Kvosarskipulaginu liggi ekki fyrir. Sem dæmi er nú verið að byggja stórt hús á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Þar er ekkert skipulag til staðar, hvorki deiliskipulag né annað,“ sagði Davíð Oddsson borg- arstjóri. Aðspurður sagðist borgarstjóri ekki eiga von á öðru en félagsmála- ráðherra staðfesti Kvosarskipulagið, enda væri það lireint formsatriði eftir að sveitarstjórn og skipulags- nefnd ríkisins hafi samþykkt skipu- lagið. Ellimáladeild félagsmálastofnun- ar hefur verið til húsa í Tjarnargötu 11 og mun ellimáladeildin flytjast að Tjarnargötu 20 þar sem fræðsluskrif- stofa Reykjavíkurumdæmis hefur haft aðsetur sitt. Fræðsluskrifstofan mun að líkindum fá inni í Austur- stræti 14, en líkur eru á að þeir flutningar verði ekki fyrr en um miðjan janúar. Nýlega var stofnaður sjóður til styrktar endurhæfingu krabbameins- sjúklinga. Stofnfé var 200 þúsund krónur, 100 þúsund frá Óskari Kjart- anssyni gullsmið og 100 þúsund krónur frá Sól hf. Borgarstjóri sagði að ellimál- adeildinni yrði komið fyrir einhvers- staðar í húsnæði borgarinnar þar til fræðsluskrifstofan rýmdi húsið Tjarnargötu 20, svo engin hætta væri á því að ellimáladeildin yrði á göt- unni þó flutningar drægjust ein- hverja daga. -HM Nú hefur borist 25 þúsund króna gjöf frá konu sem er ellilífeyrisþegi og ekki vill láta nafns síns getið. Hefur Krabbameinsfélagið fært kon- unni bestu þakkir fyrir þetta mynd- arlega framlag til þessarar starfsemi. Styrktarsjóður fyrir krabbameinssjúklinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.