Tíminn - 10.01.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Sunnudagur 10. janúar 1988
Sunnudags-
LEIÐARI
POST FESTUM
Agasamt var í höfuðborginni um jól og
áramót og eftirminnilegt er hve aðalvarðstjóra
lögreglu í Reykjavík var brugðið er hann birtist
á sjónvarpsskjánum hinn þriðja í jólum og
skyldi vitna um stórræði er menn hans höfðu
staðið í kvöldið og nóttina áður, þegar höfuð-
borgarbúar gerðu sér glaðan dag eftir jólahald-
ið. Eftir langa málhvíld kunni hann þó frá því
að greina að enginn hefði verið drepinn, en gaf
ótvírætt í skyn að allt annað sem upp mátti
hugsast hefði gerst. Ótal vaktir lögregluþjóna
höfðu náð húsum undir morgun með „klofinn
hjálm og rofinn skjöld“ og var það sammæli
manna í hernum að ekki hefðu þeir komist í
hann krappari. Þannig endaði jólahaldið í
svipuðum stíl og Bastilludagurinn í París, Guy
Fawkes samsærið í London og te - uppþotið í
Boston og mun hátíðar Ijóssins og friðarins
þetta árið verða getið í heiðurskapítula í
Vígslóða pólitíliðsins.
Margt renndi aðalvarðstjórinn í grun um
orsakir þess að borgarbúar bergðu svo ótæpi-
lega af berserkjaölinu. Sýndist honum ekki
fráleitt að ætla að húsmæður sem staðið höfðu
nóttum saman yfir bakstri fyrir jólin hefðu
ofgert sér - og ekki nægt kökudropalyktin ein
til þess að ná sér niður. Pá þótti honum og
líklegt að nokkur hópur hafi þurft að flýja í
skjól undir væng óminnishegrans, þar sem
Hrappseyjarpressa VISA Einars hefði starfað
full ósleitilega á kortinu hjá þeim á Þorlák - og
þrykkt margan iðrunarsálminn.
Loks voru svo þeir-eins og aðalvarðstjórinn
sagði - sem gera sér alla daga jafna og þurfa
enga friðarhátíð til, svo þeir fari um með orgi
og líkamsárásum. Nokkrar nætur í mánuði
hverjum falla þeir að vísu í hendur lögreglunnar
en rísa upp frjálsir menn og reifir að morgni
sem Einherjar, albúnir að takast á við ný
„verkefni“.
Ætla hefði mátt að þessi síðasttaldi hópur
mundi einn „eiga sviðið“ um áramótin, þar sem
hinir sómakærari borgarar hefðu verið búnir að
taka úr sér hrollinn. Ekki fór það þó svo, því
„stórir komu skarar“ út á strætin aðfaranótt
nýársdags og reyndust búa yfir nógum þrótti til
áfloga og rúðubrota - fólk úr öllum stéttum -
að sögn lögreglunnar, sem átti í nóg horn að
líta, ekki síður en starfsbræður suður við
Miðjarðarhafsbotn hina sömu nótt.
En nú er nýja árið gengið í garð, allt færist
vonandi í samt lag að nýju og flestir njóta
heldur sæmilegrar andlegrar heilsu uns jóla og
áramóta boðskapurinn krefst inngöngu í sálar-
fylgsnin næst.
Tíminii
Umsjón Helgarblaðs:
Atli Magnússon
Bergljót Davídsdóttir
Agnar Birgir Óskarsson
ERLEND MÁL
Tíminn er að verða naumur hjá Reagan.
Reagan og Gorbatsjov
eiga mikilvægt
ár framundan
Erfiðleikarnir heima fyrir binda hendur þeirra
BJARTSÝNI og efasemdir hafa
sett svip sinn á áramótaskrif frétta-
skýrenda um áramótin. Margir
telja leiðtogafundinn í Washington
spá góðu og áframhald verði á
bættri sambúð risaveldanna á fyrir-
huguðum leiðtogafundi í Moskvu,
sem sennilega verður haldinn á
fyrra helmingi þessa árs. Aðrir
þykjast sjá ýms ljón í veginum og
vara við of mikilli bjartsýni.
Einkum eru það hægri menn,
sem láta efasemdir í ljós. Þeir telja
perestrojku Gorbatsjovs blekk-
ingu, sem sé gerð til þess að villa
vestrænum þjóðum sýn á eðli og
tilgang kommúnismans.
Hægri menn í Bandaríkjunum
eru farnir að láta í ljós vantrú á
dómgreind Reagans, því að hann
treysti orðið á, að Gorbatsjov sé
alvara. Peir munu gera sitt ýtrasta
til að koma í veg fyrir bætta
sambúð risaveldanna, en þróun
alþjóðamála á næsta ári muni velta
mest á þeim.
Þetta nær þó ekki til þróunar
efnahagsmála, því að hún mun
ráðast mest af hinu kapitaliska
kerfi stærstu iðnríkja vestantjalds.
Yfirleitt virðist ríkja vantrú á, að
þar muni verða um að ræða svo-
nefndan efnahagsbata, heldur geti
frekar stefnt í öfuga átt. Erfitt er
þó að spá um þetta, því að duttl-
ungar markaðarins eru oft illa
fyrirsjáanlegir. Þannig sáu hag-
fræðingar yfirleitt ekki fyrir hið
mikla verðhrun hlutabréfa, sem
varð í flestum vestrænum löndum
í október síðastliðnum.
ÞAÐ VIRÐIST nokkurn veginn
ljóst, að þróun alþjóðamála á kom-
andi ári, muni velta mest á tveimur
mönnum eða þeim Reagan og
Gorbatsjov. Báðir virðast hafa
góðan vilja og ásetning um að
koma á friðvænlegu ástandi í heim-
inum og auka samstarf risaveld-
anna, sem gæti stuðlað að því.
Hins vegar er augljóst, að báðir
þurfa þeir Gorbatsjov og Reagan
að glíma við mikla erfiðleika á
árinu.
Þetta verður síðasta ár Reagans
í Hvíta húsinu. Hinn 20. janúar
1989 lýkur síðara kjörtímabili
hans, og nýr maður sest í forseta-
stólinn. Það er söguleg reynsla, að
völd og áhrif Bandaríkjaforseta
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON SKRIFAR
minnka eftir því, sem nær dregur
brottför hans úr Hvíta húsinu. Það
hefur svo styrkt þá trú, að Reagan
muni ekki vegna vel á komandi ári,
að nýliðið ár var honum þungt í
skauti. Hvert málið rak annað,
sem rýrði tiltrú til hans. Skoðana-
kannanir reyndust honum stöðugt
andstæðari. Fyrst eftir leiðtoga-
fundinn í Washington fóru þær að
verða honum hagstæðari aftur. Það
gæti orðið Reagan vísbending um '
hvernig hann ætti að haga störfum
sínum á árinu 1989.
Þar getur það staðið í veginum,
að forsetakosningar fara fram í
árslokin eða í byrjun nóvember að
afstöðnum hörðum prófkjörum og
flokksþingum, þar sem úrslit geta
orðið tvísýn varðandi útnefningu
forsetaefnis. Stefna og afstaða for-
setans munu dragast beint og
óbeint inn í prófkjörin og forseta-
kosningarnar.
Þótt erfiðleikar Reagans geti því
orðið verulegir, verða þeir ekki
minni hjá Gorbatsjov. Hann stefn-
ir að því með perestrojku að gera
róttækar breytingar á tilhögun
efnahagsmála, stjórnkerfismála,
réttarfarsmála, menningar- og fél-
agsmála. Um margt minnir þessi
umbótastefna Gorbatsjovs á hina
svonefndu nýju efnahagsstefnu,
sem Lenín hratt í framkvæmd
1921, og fólst að verulegu leyti í
því að framkvæma sósíalisma með
aðferðum kapitalismans, eða eins
og Gorbatsjov segir í bók sinni,
Perestrojka, að saman fari almenn-
ingseign á framleiðslutækjum og
persónulegir hagsmunir einstakl-
inga, og innan þeirra marka verði
leyfður viss takmarkaður einka-
rekstur á sviði þjónustu, smáiðnað-
ar og landbúnaðar.
Þessi breyting eða umskipti á
framkvæmd sósíalismans mun
bæði mæta mótspyrnu embættis-
mannakerfisins og skilningsleysi al-
mennings, sem vill fá skjótan
árangur í bættum lífskjörum. Þessi
umskipti munu taka sinn tíma, eða
að mati Gorbatsjovs frá tveimur til
sex árum eftir því, hvaða þátt
umskiptanna er um að fjalla. Á
þessum tíma getur gætt vaxandi
óþolinmæði almennings og vaxandi
andstöðu embættismanna, eða eins
og Gorbatsjov segir í bók sinni,
embættismanna, sem lofa peres-
trojkuna í orði en flýta sér ekki
neitt við að framfylgja henni í
þeirri von að smám saman renni
hún út í sandinn.
Eigi perestrojkan að komast til
framkvæmda, þarf hún ekki aðeins
' að njóta stuðnings í Sovétríkjun-
um, heldur einnig skilnings utan
þeirra, ekki minnst Bandaríkja-
manna. Það getur skipt miklu, að
Reagan og fleiri stjórnmálamenn
vestantjalds taki perestrojkuna al-
varlega og stuðli frekar að fram-
gangi hennar en hið öfuga. Mistak-
ist perestrojkan gæti það stutt að
því, að harðlínumenn næðu aftur
völdum í Sovétríkjunum og því
gæti fylgt að kalda stríðið kæmi
aftur til sögu. Slíkt væri ekki ávinn-
ingur fyrir vestrænu þjóðirnar.
TVENNT setti óhugnanlegan
svip á síðustu mánuði ársins 1987.
Annað var það, að blóðug átök í
Afganistan hörðnuðu að nýju og
ógnarstjórn Gyðinga á vesturbakk-
anum svonefnda færðist í aukana.
Hvort tveggja sýnir nauðsyn þess
að barátta fyrir mannréttindum
verði hert. Afganistum ber réttur
til þess að ráða sjálfir málum
sínum og íbúar vesturbakkans og
Gasasvæðisins þurfa á sama hátt
að fá sjálfsákvörðunarrétt um mál-
efni sín, t.d. um það, hvort þeir
vilja heyra áfram undir ísrael,
tengjast Jórdaníu eða mynda sjálf-
stætt ríki.
Risaveldin bæði gera sig hér sek
um frekleg brot á mannréttindum,
Rússar með því að hafa her í
Afganistan og Bandaríkjamenn
með því að leyfa Gyðingum að
viðhalda ógnarstjórninni á vestur-
bakkanum og Gasasvæðinu.
Bandaríkjastjórn þyrfti ekki annað
en að tilkynna Israelsstjórn, að
Bandaríkin myndu draga úr fjár-
styrk til hennar, ef hún hætti ekki
ógnarstjórninni. Það er ærin ást-
æða til þess, að Reagan og Gorbat-
sjov ræði bæði þessi mál á Mos-
kvufundinum.