Tíminn - 10.01.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Sunnudagur 10. janúar1988 í túni í Búðardal var stykki sem kallað var Rani. Það var vikuvöllur en svo voru þau stykki nefnd sem hæfilegt var að fullgildur karlmaður slægi á viku. Eitt sinn var kaupamaður í Búðardal og er hann hafði slegið Rana í tvær vikur kvað Gísli: Það er best að brýna skálm og beinin bvíla lúin. Til fagnaðar skal syngja sálm, senn er Rani búinn. Síðustu vísurnar eru eftir Rósberg G. Snædal. Seint ég greiði lán mér léð, leik á breiðum tröðum. Vel er leið mín vörðuð með víxileyðublöðum. Þessa vísu orti Rósberg undir ræðu hjá lágróma presti: Rýfur ekki rómur þinn rjáfur kirkjuþaka. En viljann fyrir verknaðinn ' verður guð að taka. Kristmundur Jóhannesson ...skrapar diskana, skrapar teið úr katiinum, það er ástæðan á hverjum einasta djöfuls morgni... Rúrik og Róbert í hlutverkum sínum Heimkoma Á miðvikudagskvöldið var frumsýnt í Gamla bíói eitt þekktasta verk Harolds Pinters, Heimkoman. Verk Pinters hafa áður verið sett upp hér á landi og ávallt hlotið góða aðsókn. Það er P-leikhópurinn sem stcndur fyrir þessari uppsetningu oj^ er Andrés Sigurvinsson for- svarsmaður þess hóps auk þess sem hann leikstýrir verkinu. Blaða- maður átti kost á að sjá eina af síðustu æfingum þessa sérstæða verks þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Pinter fer ekki troðn- ar slóðir í sköpun sinni og gerir miklar kröfur til áhorfandans. Hann leiðir áhorfandann inn á allsérstætt heimili þar sem faðir býr ásamt tveimur sona sinna og bróður. Þó allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu í byrjun, þá leynirsér ekki að undir niðri kraumar. Þar er það mannvonskan og innbyrðis samkeppni karlmannanna sem ræður ríkjum. Við heimkomu elsta bróðurins ásamt konu sinni sem búsett eru í Ameríku fer ýmislegt að koma í Ijós. Ekkert er þó sagt berum orðum, heldur er áhorfand- anum látið eftir að skynja sterka undiröldu verksins, sem segir meira en nokkur orð. Það eru þau Róbert Arnfinns- son, Rúrik Haraldsson, Hjalti Rögnvaldsson, Hákon Waage, Halldór Björnsson og Ragnheiður Elfa Arnardóttir sem fara með hlutverkin í leiknum. Það er ekki á færi aukvisa að fara með texta Pinters, og að mati blaðamanns fórst þeim það öllum vel úr hendi. Það skal tekið skýrt fram að á sýningu þessa var horft með augum leikmanns, sem naut hverrar mín- útu og gekk út með hugann fullan af hugsunum. Sýningar verða aðeins 14, allar í janúar, og ætti enginn aðdáanda góðra leikhúsverka að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. -BD. „YI ég fínn frá inni þínu“ Vísnaþáttur, 12. þáttur Löngum hefur verið kveðið um ástina, en slíkar vísur hafa ekki verið birtar í þessum þáttum. Skal nú aðeins úr því bætt með þessum stökum Kristjóns Jónssonar frá Skarði: Við stóðum tvö á helgum hörgum, heita bundum ævitryggð. Skildum undir skuggabjörgum skapanorn þar átti byggð. Annarra kvenna ástakynning eftir þennan gleðidag. Það er skuggi af þinni minning þar til kemur sólarlag. Yl ég finn frá inni þínu, æskustund mig heillað fær. Lifir þú í minni mi'nu meðan veika hjartað slær. Þessar hestavísureru eftir Björn S. Blöndal. Björn var Húnvetning- ur, allavega kenndur við Grímstungu í Vatnsdal: Þegar glettin bölsins brek byrgja þétt að vonum, fótaléttan fák ég tek og fæ mér sprett á honum. Snjall mér bætir Blesi þor, blakks ei fætur rasa. Bjartar nætur von og vor við mér lætur blasa. Fyrir alllöngu gáfu nokkrir Búðdælir út vélritað blað er þeir nefndu „Neista". Blaðið varð skammlíft. Eitt sinn birtist í því vísubyrjun og lesendur beðnir að prjóna neðan við. Þegar sá er þetta ritar hafði botnað vísuna, var hún svona: Sundruð öld um auð og völd á í köldu stríði. Þegin gjöldin þúsundföld þó að fjöldinn líði. Maður er nefndur Gísli Hjaltason. Hann bjó í Búðardal á Skarðsströnd fyrir eða um síðustu aldamót. Hann kvað um sjálfan sig: Angursspennum umvafinn auðnu grennist vegur. Bölvaður kvennabósinn þinn, brjóstumkennanlegur. ... og hann þykist vita eitthvað um hesta... ... það hvarflaði að mér að láta hana hverfa, þú veist, drepa hana og satt að segja hefði það orðið lítið mál. Svona eftir því sem morð gerast. Ekki nokkurt mál... Hjalti Rögnvaldsson og Ragnheiður Elfa Arnardóttir í hlutverkum sínum Pinters í Ga •*4í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.