Tíminn - 17.01.1988, Page 3

Tíminn - 17.01.1988, Page 3
Sunnudagur 17. janúar 1988 Tíminn 3 INNLENDIR ATBURÐIR Heldur meira mun veiöast af rjúpu í ár en á síöasta ári. Ástæðan er frekar hagstæöari veöurskilyrði en fjölgun í stofninum. Verð á loðnuafurðum batnar á þessu ári. Drifið veröur í því aö stofna nýjan stjórnmálaflokk á árinu, kenndan viö verkalýð. íslensk kvikmynd vekur mikla athygli á kvikmyndahátíð ( Frakklandi. Sverrir Hermannsson fær bankastjórastöðu. íslendingar ákveða að hætta hvalveiðum. Gengi krónunnar verðurfellt um miðjan febrúar. íslendingar lyfta sér uPP um nokkur sæti í Eurovision- keppninni. Alvarlegum giæpum tengdum eiturlyfjum fjölgar verulega á árinu. Alvarlegum umferðarslysum fækkar um helming á þessu ári. Eining innan Sjálfstæðisflokksins fer heldur vaxandi. Ferðamönnum tii íslands fjölgar um 15%. Mánuðirnir febrúar-'mars munu verða mjög harðir, óvenju snjóþungir. Stigið verður skref í því að gera Reykjavík að miðstöð friðar og sátta. Farið verður þess á leit við Ólaf Ragnar Grímsson að hann Landinn sækir sig í Evrópukeppni sjónvarpsstöðva. Hundaæði sprettur upp á íslandi. Nú verður reistl nýtt álver i grennd við Straumsvík. reyni aö koma á sáttum milli Irana og íraka. Tekin verður ákvörðun um frekari virkjanir, vegna nýja álversins. Hugmyndir um orkusölu til Bretlands fá jákvæða umfjöllun. Nokkur eldsumbrot verða á Kröflusvæðinu. Jarðhræringar haida áfram á Suðurlandi, mun meiri en þessi órói sem varð árið 1987. Söluhorfur á refa- og minkaskinnum frá íslandi eru alls ekki nógu góðar á þessu ári. Upp kemur hundaæði á bæ austur á landi; dreifist þessi sjúkdómur nokkuð með refum. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður endurkjörin, mótframboðslaust. Líkur eru á að haffs verði við strendur landsins í ár. Gjaldþrotamálum mun fara fjölgandi. Sjóslysum mun fjölga á árinu. Skemmtistaður brennur í Reykjavík, manntjón hlýst af. Valur verður fslandsmeistari í knattspyrnu. FH verður íslandsmeistari í handknattleik. íslenska handknattleikslandsliðiö nær einu af 3 efstu sætum í Seoul. Heildarafli fiskveiða verður meiri en nokkru sinni fyrr. ERLENDIR ATBURÐIR Stjórn Schluters í Danmörku fer frá. Leiðtogaskipti verða í Kína. Corazon Aquino verður steypt af stóli á Filippseyjum. Iranar ná borginni Basra. Olíuverð á heimsmarkaði hækkar á þessu ári. Thatcher verður sýnt banatilræði. Keisaraskipti verða i Japan. Jarðskjálfti leggurborgir og bæi í rúst í Kaliforníu. Stórt flugslys verður í Bandaríkjunum. Járnbrautarslys verður í Frakklandi. Ronald Reagan fellur frá rétt áður en kjörtímabili hans lýkur. George Bush verður kjörinn forseti Bandaríkjanna. Ráðstefna verður haldin um deilumál Palestínumanna og ísraela. Grænlenska landstjórnin nær samningum við bandarísk hernaðaryfirvöld um greiðslu vegna amerískra herstöðva. Tilraun verður gerð til byltingar á Tyrkiandi. Samningar um bann við notkun efnavopna og sýklavopna nást á árinu. Stöðugleiki kemst á dollarann. Stefanía prinsessa frá Monaco giftir sig á árinu. Sambúð Bandaríkjamanna og Kúbumanna batnar á þessu ári. Skriður kemst á iausn Palme-morðsins. Framhald kvikmyndarinnar Back to the Future (Aftur til framtíðar) eftir Spielberg verður mest sótta mynd vestan hafs á þessu ári. Ástandið í Suður-Afrtku versnar á þessu ári. Tii beinna átaka kemur milli bandaríska flotans og íranskra byltingarvarða. Reagan er þó ekki feigur... „Júdas“ spáir að hann faili frá (embætti. Verða keisaraskipti í Japan? Myndin er af hinum aidna keisara Hirohito. Bobby Fischer kemur nú aftur fram í sviðsljósið. Andstaða við stefnu Gorbatsjovs fer vaxandi innan stjórnarkerfis Sovétríkjanna. Hínn duiarfulli Paul Watson snýr aftur. Aukin samvinna Bandaríkjamanna og Rússa meö þátttöku Evrópsku geimvísindastofnunarinnar mun hefjast á árinu. Undirritaður verður samstarfssáttmáli um sameiginlega mannaða geimferð sem fyrirhuguð verður um aldamót. OvenjU miklirþurrkargeisa í Afríku. Stiórnarbylting gerð í Argentínu. verður Friðarviðræður hefjast milli ísraelsmanna og Jórdana. Árangur verður nokkur. Terry Waite, sendimaður bresku biskupakirkjunnar, sleppur úr gíslingu. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, neyðist til þess að segja af sér. Bobby Fischer kemur aftur fram í sviðsljósið. Slæmt kjarnorkuslys verður í Bandaríkjunum. Leiðtogaskipti verða í Chile. Aðskilnaðarsamtök Baska ráða af dögum mjög háttsetta spánska persónu. Idi Amin verður í sviðsljósinu í ár.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.