Tíminn - 17.01.1988, Qupperneq 11
Sunnudagur 17. janúar 1988
Tíminn 11
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
lofa telpunni að horfa á sig hátta.
Kausler kvaðst vita mætavel, að
hann hefði gert miklu meira en það.
Við ítarlegar yfirheyrslur játaði
Rairdon að hafa fróað sér einum 20
sinnum fyrir framan telpuna, en
daginn eftir hætti hann undanbrögð-
um og viðurkenndi að hafa haft við
hana samfarir allt að 60 sinnum á
undanförnum fimm árum. Petta
hafði gerst í útihúsum að mestu, en
þó stöku sinnum inni, þegar enginn
annar var heima.
Næstu daga kom Rairdon oft til
lögreglunnar og ræddi morð dóttur
sinnar. Stundum sagði hann sem
svo: Ég gæti hafa gert það, en man
bara ekkert eftir því. Einu sinni fóru
lögreglumenn með honum á staðinn,
þar sem Sarah Ann hafði sést sein-
ast. Hann lýsti fyrir þeim „einkenni-
legri tilfinningu“ um staðinn og
kvaðst líka fínna hana þar sem líkið
fannst. En þegar hann var spurður
beint um morðið, svaraði hann: Ef
ég hefði gert það, hefði ég einmitt
gert það svona.
Það var ekki fyrr en 12. ágúst,
eftir samtal við sálfræðing, að John
Rairdon sagði lögreglunni, að hann
myndi eftir að hafa myrt Söruh Ann,
hann bað um að það yrði skýrt fyrir
vinum hans í Underwood, hvernig
svona lagað hefði getað gerst.
Hann sagðist ekki muna allt í
smáatriðum, en þó að hann hefði
tekið telpuna upp í bílinn, þegar hún
var á heimleið úr skólanum, ekið
með hana að yfirgefnum bóndabæ,
þar sem hann reyndi að hafa við
hana samfarir. Þegar hún andæfði,
kvaðst hann hafa tekið stóran al úr
verkfærakassa sínum og stungið
telpuna með honum í kviðinn, háls-
inn og handieggina.
Ég býst við að ég hafi drepið hana
með alnum, sagði hann. Ég man að
ég sá Söruh alblóðuga í grasinu.
Líklega hef ég reynt að hafa mök við
hana, en hún ekki viljað það.
Síðan faldi hann líkið í útihúsi, en
kom aftur seinna um kvöldið og sótti
það og ók með það að framræslu-
skurðinum, þar sem það fannst
síðar.
Þann 14. ágúst, eftir fimm daga
strangar yfirheyrslur, var John Rair-
don formlega ákærður fyrir morðið
á dóttur sinni, Söruh Ann. Þá var
gert opinbert, að lagt hefði verið
hald á al úr verkfærakassa hans og að
fundist hefði áverki á kviði líksins.
Farið var með Rairdon í fangelsi í
Fergus Falls og 100 þúsund dollara
trygging sett.
Mikill úlfaþytur varð í Underwo-
od, þegar fréttist um ákæruna. Blað-
ið með hryllingssögunni, sem fannst
í skólabók Söruh, var afhent lög-
reglustjóra og kona gaf sig fram,
sem þekkti Söruh Ann vel og sagði
að hún hefði gefið í skyn, að eitthvað
væri ekki eins og ætti að vera um
hagi sína. Ekki hafði hún þó tilgreint
neitt sérstakt.
Ættingjar Johns Rairdon sögðu
lögreglunni, að hann væri alls ekki
viss um, hvort hann hefði myrt
telpuna. Óskiljanlegt væri, hvers
vegna hann hefði játað. Hann vissi
þó vel, að hann hefði haft mök við
hana og það eitt nægði til lífstíðar-
fangelsis. Hvers vegna hefði enginn
tilkynnt að hafa séð bílinn hans við
bóndabýlið? Þetta var dráttarbíll og
mjög áberandi. Hefði hann ekki líka
verið ataður blóði, eftir að hafa
borið líkið inn í húsið? Hann var í
sömu fötunum allan daginn, en
hvergi var blóð að sjá. Þá hefðu
sporhundar leitað við bóndabýlið
fáum dögum síðar, en ekki fundið
blóð.
Þegar réttarhöldin hófust, í janúar
1986, lýsti Rairdon sig sekan um
kynferðislega misnotkun dóttur
sinnar, en ekki að hafa myrt hana.
Sækjandinn sagði í ræðu sinni, að
eftir fimm ára misnotkun, hefði
Sarah Ann verið farin að átta sig á
að þetta var ekki rétt og seinustu tvo
mánuðina hefði hún vísað þreifing-
Faðir Söruh, John Rairdon, gekk rösklega
fram við leitina að henni, en sitthvað
miður fallegt um hagi hans skaut upp
kollinum.
um föður síns á bug. Hann hefði þó
ekki hætt, en hún jafnan svarað til,
að hún vildi vera eðlileg telpa eins
.ogaðrar.
Þann 20. maí hefði Rairdon farið
að sækja hana í skólann, ekið að
býlinu og þar reynt að koma fram
vilja sínum. Þegar telpan neitaði og
til átaka kom, hefði Rairdon seilst
eftir alnum úr kassa sínum og keyrt
hann í kvið telpunnar. Þá lést Sarah
Ann Rairdon.
Við réttarhöldin kom sitthvað
fram, m.a. að Sarah Ann hafði
stundum spurt föður sinn, hvers
vegna hún þyrfti að gera þetta með
honum og hann þá svarað að það
væri vegna þess að hann væri sjúkur
maður. Fréttamaður bar að hafa
spurt Rairdon hvort hann héldi að
morðingi dóttur hans fyndist ein-
hverntíma og hann þá svarað að
varla liði á löngu og þá yrði allir
hissa.
Þá kom fram vitni, sem kvaðst
hafa séð dráttarbíl Rairdons standa
við auða býlið um hálf sjöleytið.
Vitnið kvaðst ekki hafa gert sér
grein fyrir þýðingu þess, fyrr en eftir
að Rairdon var handtekinn.
Rairdon hélt fast við það allan
tímann, að hann myndi ekki eftir að
hafa tekið telpuna upp í bílinn, eða
hvernig hann fór með líkið í
skurðinn. Sannanir voru þó nægar til
að fullvissa kviðdóm um að hann
væri í raun morðinginn og sækjandi
sagði að það væri einkennileg tilvilj-
un, að hann hafði misst minnið
einmitt þær 45 mínútur, sem öllu
máli skiptu.
Þann 21. febrúar var John Rair-
don sekur fundinn um morð að
yfirlögðu ráði. Hann sýndi engin
svipbrigði fyrst, en brosti síðan og
spurði lögfræðing sinn, hvers vcgna
hann væri ekki dæmdur strax. Það
gerðist ekki fyrr en mánuði síðar og
dómurinn hljóðaði upp á lífstíðar-
fangelsi, með möguleika á náðun
eftir 17 ár.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
|ytökuf mmiri
Vegna lækkunar á dollar að
undanförnu hefur verðið á
Chevrolet Monza SL/E og
Monza Classic lækkað
verulega.
Komið og kynnist ríkulega
búnum Monza bílunum með því
að fara í reynsluakstur og
kynnast frábærum
aksturseiginleikum og mýkt.
Verð frá kr. 529.000.-.