Tíminn - 31.01.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.01.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Sunnudagur 31. janúar 1988 UNGLINGAR OG ÞEIRRA Rætt við nokkur ungmenni um áfengismál, reykingar og kynlíf nglingavandamál-kynslóðabil hefur verið í deigl- unni að undanförnu. Með frumsýningu sjónvarpsmyndar seint á síðsta ári er fjallaði um ungiinga og þeirra vandamál, vaknaði umræða manna á meðal og sitt sýndist hverjum. En öll höfum við verið unglingar og er það engin ný saga að eitthvað skuli vera til sem kallast unglingavanda- mál. Þegar grannt er skoðað virðist lítið hafa breyst undanfarin 20-30 ár. Það sem stingur helst er virðingar- leysið fyrir verðmætum og öðrum mannverum, þá sérstaklega foreldrum. En ekki er rétt að setja alla unglinga undir sama hatt. Þeir hafa misjafnar skoðanir, en þó kom fram í samtölum okkar við þá unglinga sem við ræddum við að afgerandi þáttur meðal unglinga dagsins í dag er fjármálin; hvort sem þau vinna fyrir peningunum sem þau hafa handa á milli eður ei. í samtölum okkar við nokkra unglinga kemur skýrt fram að flestir hafa næga peninga handa á milli og líta á það sem sjálfsagðan hlut. En hér á eftir fara skoðanir nokkra unglinga sem Tíminn talaði við. helgi. Einnig felist í því visst aðhald að þurfa stundum að neita sérum eitthvað, því hann sé ákveðinn í að láta sína aura duga fram á sumar. Þeir eru á einu máli um að flestir unglingar á þeirra aldri hafi næga peninga undir höndum og ef þeir komi ekki frá foreldrunum þá vinni margir með skólanum. En hvað með drykkjusiði og vímu- efnanotkun? Verða þeir mikið varir við önnur efni en áfengi? „Nei, ekki í okkar vinahóp eða í kringum þá sem við þekkjum. Auð- vitað höfum við heyrt af einum og einum sem er í einhverju rugli, en það er undantekning þar sem við þekkjum til,“ segja þeir. Þeirsegjast ekki mikið vera í sterkum vínum heldur þeim léttu, þó komi það fyrir að þeir fái sér í glas inni á skemmti- stað og þá sé það oftast sterkt. Hvorugur segist hafa drukkið sig ofurölvi, og vilja meina að þeir hafi tök á sinni drykkju. „Við höfum ekki þurft að fela drykkju fyrir foreldrum okkar, þeir vita að við brögðum stundum vín og treysta okkur, enda aldrei komið upp nein þau atvik sem gefa tilefni til annars. Það er líka fjarri lagi að við drekkum um hverja helgi,“ segja þeir félagar og telja allt tal um fullan TELJUM OKKUR KUNNA AÐ FARA MEÐ VÍN Finnur er á sautjándi ári og stund- ar nám í Verslunarskólanum. Hann segist fara út um helgar, en minna á virkum kvöldum, nóg sé að gera við lærdóminn. Hvert hann fari? „Ef ekki eru einhversstaðar partý, þá reynum við vinirnir að komast inn á skemmtistaðina. Helst Útópíu og Casablanca. Það er misjafnt hvort maður dettur í það, oft er einhver okkar á bíl og að sjálfsögðu er bílstjórinn alltaf edrú. Oft rúntum við á milli staða og erum ekki að drekka, eða förum í bíó. Það er alls ekki um hverja helgi sem við „fáum okkur í glas,“ segir Finnur. Guðmundur er ári eldri og er við nám í Menntaskólanum við Sund. Hann tekur undir orð Finns og segir að ekkert mál sé að komast inn á þessa staði. En báðir eru þeir sam- mála um að skemmtistað fyrir þeirra aldur vanti tilfinnanlega. Hvaða lausn sjá þeir á því? „Það er nú einu sinni þannig að unglingar eru ekki hrifnir af að skemmta sér með krökkum á sínum aldri eingöngu. Okkur finnst skemmtilegra að vera í blönduðum hópi. Félagsmiðstöðvarnar eru ekki fyrir okkur, þar eru aðeins krakkar á aldrinum 12-14 ára,“ segja þeir. Þeim dettur ekki neitt sérstakt í hug til að leysa vanda þeirra sem skemmta sér á götunni og hafa í engin hús að venda. Þeir eru harðir á að ekki þýði að setja á stofn unglingaskemmtistað sem ekki bjóði upp á vínveitingar. Slíkt hafi oft verið gert, en ætíð mistekist. Hvað félagslífið í skólunum varð- ar segja þeir það gott í sínum skólum og sæki þeir báðir þær skemmtanir sem þar eru haldnar. Finnur segir óvenju marga félaganna hafa bíla til afnota og aldrei líði sú helgi að ekki sé einhver á bíl. Þrír vinanna eigi bíl og þar á meðal Guðmundur. Síðan eru sumir foreldramir viljugir að lána sína bíla. Guðmundur segir föður sinn þó hafa verið orðin þreytt- an á eilífu bílakvabbi, þannig að Guðmundur keypti sér bíl í haust fyrir sumarhýruna með aðstoð föður síns. Peningamálin ber á góma, hafa þeir alltaf nóg af peningum eða unglingar almennt? Finnur segist hafa unnið í allt sumar fyrir ágætis tekjum sem hann hafi lagt fyrir og enn eigi hann til pening. Að vísu segist hann fá pening hjá föður sínum fyrir því sem hann þarfnast í skólanum, þannig að hans peningar fari í eyðslu og fata- kaup. Honum finnst það ágætisfyrir- komulag, þá þurfi hann ekki að vera að kvabba í föður sínum fyrir hverja miðbæ af ofurölvi unglingum orðum aukið. Auðviðtað sé ákveðinn hópur sem stundi mikla drykkju, en hann sé minni en fólk heídu.r en á hinn bóginn beri meira á þeim sem fyrir ólátunum standa. „Við gerum það stundum að ganga um miðbæinn um helgar, svona rétt að líta á. í flestum tilfell- um er um að ræða krakka í 8. og 9. bekk sem ekkert eru að gera af sér, þau eru í minnihluta þessi sem eru að drekka. En við erum löngu vaxnir upp úr bæjarrápi um helgar," segja þeir. Úr reykingum hefur dregið undanfarin ár með auknum áróðri og fræðslu. Hvaða álit hafa þeir á því? „Ég hef aldrei tekið einn smók og ætla mér ekki að gera það,“ segir Finnur, „ég hef viðbjóð á reykingum og á erfitt með að vera nálægt þeim sem reykja." Guðmundur er sama sinnis og segir engan í þeirra vinahóp reykja. Þeir telja að litið sé niður til þeirra sem reykja og séu þeir í miklum minnihluta. Að endingu eru þeir spurðir hvort heimilisaðstæður skipti sköpum hvað varðar hegðun unglinga. „Nei, í okkar vinahóp eru krakkar frá mismunandi heimilum, og getum við ekki séð mun á hegðun, hvort sem um svokölluð góð eða slæm heimili er að ræða. Það er af og frá,“ segja þeir félagar að lokum. -BD. LEIKLIST OG SKÍÐAIÐKUN MITT ÁHUGAMÁL „Ég fer eiginlega mjög sjaldan út að skemmta mér um helgar," segir Sigurveig Margrét Stefánsdóttir, nemandi í áttunda bekk í Haga- skóla. Hvað gerir þú þá í staðinn? „Ég er mest í leiklist og starfa í leikhóp sem ber nafnið Gaman- leikhúsið. Frá því í ágúst höfum við hist allar helgar krakkarnir við æfingar og leik, þannig að um aðrar skemmtanir hefur vart verið að ræða. Ef ég er ekki með krökkunum í leikhópnum, þá fer ég stundum í bíó um helgar. Nokkrum sinnum hef ég gengið um miðbæinn, en ekki haft ánægju af því eða þótt gaman; því þeir krakkar sem stunda miðbæ- inn koma þar aðeins saman til að drekka." Hvað með skemmtistað fyrir krakka á þínum aldri? Heldur þú að slíkur skemmtistaður myndi vera sóttur? „Já ég held það, að minnsta kosti væri það gott fyrir þá krakka sem stunda miðbæinn. En hvort ég myndi sækja slíkan stað veit ég ekki.“ Varðandi það hvort áfengisdrykkja unglinga á hennar aldri væri algeng, segist Sigurveig halda að um helm- ingur unglinga á hennar reki smakki vín. Misjafnt væri þó í hvað miklum mæli það væri, þó telur hún færri drekka að staðaldri, þau væru fleiri sem smökkuðu vín aðeins einstaka sinnum. Hún segir mikinn mun á drykkju í áttunda og níunda bekk, því fljótlega eftir að þau eru komin í níunda bekk þá séu mun fleiri sem drekki." Ég sé líka breytingu frá því í fyrra; þá var ofsalega mikið mál ef einhver drakk í sjöunda bekk, en nú eru langtum fleiri sem drekka yngri.“ Hvers vegna heldur þú að það sé, finnst krökkum fínt að drekka? „Nei, kannski ekki, en þeim finnst gaman að drekka, vínið vont en áhrifin góð. Ég var t.d. að tala við stelpu í gær, henni finnst vont að drekka en sagðist vera svo fúl ef hún ekki drekki.“ En kunna krakkarnir að drekka? „Nei, alveg örugglega ekki. Það kann enginn á íslandi að fara með vín, ekki fullorðna fólkið heldur. Nema kannski þeir sem hafa búið í útlöndum.“ Sigurveig segist sjálf ekki drekka, aldrei bragðað vín nema messuvínið utan einu sinni og ekki líkað bragðið. Á hennar heimili er að öllu jöfnu ekki drukkið, nema ef sérstakt tilefni er til. „Mér finnst allt í lagi þegar ég verð eldri að drekka létt vín með mat, en hef engan áhuga á að liggja einhversstaðar ælandi eins og gerist hjá mörgum jafnöldrum mínum sem drekka," segir hún. Hvað með reykingar, eru viðhorf til þeirra neikvæð? „Já, þeir krakkar sem reykja eru í miklum minnihluta og ég lít á það sem mjög stóra ákvörðun að byrja að reykja, því það kemur til með að fylgja manni allt lífið." Sjálf segist hún aldrei hafa tekið svo mikið sem einn smók, og hafa viðbjóð á reykingum. Foreldrar hennar reykja hvorugt og enginn í hennar vinahóp heldur. En hvað með útivistartíma, eru ákveðnar reglur um hvenær þú átt að vera komin heim um helgar? „Já, ég verð að vera komin heim helst fyrir kl. 1, nema eitthvað sérstakt sé um að vera sem er afar sjaldan." { miðri viku segist Sigur- veig oftast vera heima á kvöldin, þó stöku sinnum skreppa til vina sinna, eða þau komi í heimsókn til hennar. Hún fer oft á skíði á virkum dögum eftir skóla og þá dregst heimkoma stundum fram á kvöld. Aðalatriðið segir hún að sé að foreldrar hennar viti hvar hún sé, og njóti hún trausts í þeim efnum. Talið berst að peningum og spurð segist hún ekki fá ákveðna vasapen- inga, heldur eftir þörfum. „Ég þarf ekki á svo miklum pen- ingum að halda. Ef ég bið um pening segi ég til hvers, það er þá aðallega fyrir bíóferðum og þegar ég fer á skíði. Oft fæ ég ríflega og þá geymi ég peninginn í stað þess að eyða honum í einhverja vitleysu,“ segir hún. Samskiptin við hitt kynið, eru unglingar á hennar aldri byrjuð að stunda kynlíf? „Það held ég að sé mjög lítið, að minnsta kosti þar sem ég þekki til. En mér finnst það í lagi í þeim tilfellum sem strákur og stelpa eru á föstu og þykir vænt hvoru um annað. En það er stór ákvörðun sem hver og einn verður að taka fyrir sjálfan sig,“ segir Sigurveig og telur að ekki sé hægt að tala um aldur í því sambandi, heldur þroska. í hennar vinahóp tíðkast ekki svo náin sam- skipti, en hún segist vita um krakka á sínum aldri í skólanum sem stundi kynlíf. Hvað hana sjálfa varði, segist hún ekki vera tilbúin, en er hörð á því að þegar þar að komi, þá verði strákurinn að vera eldri, því þeir séu lengur að taka út þroska en stelpur. Félagsskapurinn, skiptir hann miklu máli, eru unglingar það áhrifa- gjarnir að skipt geti sköpum hvernig bekkir blandast? „Ég segi fyrir mig, að ég held að það hafi haft mikið að segja að lenda í eins góðum bekk og ég er í hér í Hagaskóla. Ég var ekki ánægð í bekknum mínum í Melaskóla og var feimnari og óframfærnari innan um bekkjarsystkini þar, heldur en ég er í bekknum mínum hér. Ef ég hefði verið áfram með þeim krökkum í bekk, þá væri feimnin ábyggilega ekki runnin af mér. Við erum mjög samstillt og höldum mikið hópinn krakkarnir í bekknum; engar klíkur," segir hún. Sigurveig telur að mikið sjálfstraust þurfi til að geta sagt nei og af þeim sökum hafi félagsskapurinn geysilega mikið að segja. Oft leiðist krakkar út í óreglu fyrir tilviljanir og án þess að ætla sér það. Það þurfi sterk bein til að skera sig úr og fylgja ekki straumnum. Hún segist hafa verið heppin og er mjög ánægð með þann félagsskap sem hún er í. Leiklistin sé skemmti- legt tómstundagaman sem hún ætlar sér að halda áfram að sinna. -BD.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.