Tíminn - 31.01.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.01.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Sunnudagur 31. janúar 1988 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK!\ Móðir þín er dækja June Bowe og Ernest Atkinson. Thomas tók myndina í einu sumarleyfanna, sem fjölskyldurn- ar fóru i saman. og ég verð að drepa hana - sagði faðir við son sinn Thomas og June Bowe höfðu verið gift í 26 ár. Meginhluta þess tíma hafði June átt ástarsamband við besta vin hans. í örvænt- ingu sinni sá Thomas aðeins eina leið. Thomas var hamingjusamur me6 June, þar til hann komst að sann- leikanum um hana og besta vin sinn. Karlmennirnir tveir sýndust sitja og spjalla saman á fyllilega eðlilegan hátt, um alvarlegt mál- efni, að því virst gat við nánari athugun, Sá yngri var í þann veginn að lyfta bjórglasinu sínu, þegar roskni maðurinn and- spænis honum sagði eitthvað, sem varð til þess að hann skellti glasinu á borðið. Ungi maðurinn var hinn 24 ára læknanemi, David Bowe og sá eldri var faðir hans, Thomas Bowe, sem stóð á sextugu. Setn- ingin, sem olli svo harkalegum viðbrögðum Davids, var hvorki meira né minna en eftirfarandi: - Mér þykir leitt að þurfa að segja þér það, en þú átt rétt á að vita sannleikann. Komið er í ljós, að móðir þín er ekkert annað en ómerkileg dækja. Hún hefur brugðist mér og nú neyðist ég til að drepa hana. - Hvað í ósköpunum ertu að segja? spurði David. -Þérgetur ekki verið alvara. Mamma myndi aldrei gera neitt slíkt. - Pví miður er það satt, David, svaraði Thornas beisk- lega. - Ef aðeins væri um að ræða eitt skipti, upp úr þurru, gæti ég kannske fyrirgefið henni, en það sem um er að ræða hefur staðið í meira en 20 ár og mig hefur aldrei grunað neitt fyrr en núna. Ég hef alltaf'treyst þeim báðum og hann var besti vinur minn. Aldrei hefði mig órað fyrir að þau gætu gert mér þetta. - Áttu við Ernest Atkinson? spurði David. Faðir hans kinkaði kolli og leit skyndilega út fyrir að vera mun eldri en hann var. - Já, hann var slangan í paradísinni okkar. Eiginlega ætti ég að drepa hann líka, en hann er í viðskiptaferð í Bandaríkjunum og kemur ekki heim fyrr en eftir mánuð og svo lengi ætla ég ekki að bíða meða að hefna mín. Góðvinir David dreypti hugsi á bjórnum, meðan hann velti svip föður síns fyrir sér. í örvæntingu reyndi hann að láta sér detta eitthvað í hug til að fá hann ofan af hinni skelfilegu áætlun sinni. - Þið mamma hafið verið gift í mörg ár og hún hefur á margan hátt verið þér góð eiginkona, sagði hann loks. - f>ú getur ekki framið glæp. Ég veit að þér þykir vænt um mig og hvað heldurðu að yrði um frama minn sem læknis, ef faðir minn myrti móður mína? - Við höfum verið gift í 26 ár, viðurkenndi Thomas, - En hún hefur haldið framhjá mér flest þeirra. Auðvitað vissi ég, að þau Ernest voru saman, áður en hún kynntist mér. Svo bauð hún honum í brúðkaup okkar og síðan höfum við verið vinir og hist reglulega. Aldrei hefði ég þó trúað að konan mín og besti vinur hefðu staðið í ástarsam- bandi öll þessi ár. Ég trúði henni ekki, þegar hún sagði mér það. Hvers vegna skyldi hún svo sem vera að segja ósatt um slíkt? Það gæti varla orðið henni til neins gagns. - Ertu alveg viss um að hún hafi sagt satt? spurði David. - Þegar ég kom heim úr vinnunni í kvöld. ræddumst við mamma þín einslega við. Ég bar á hana að Angela hefði sagt mér eitthvað um þetta og hún svar- aði: - Bannsett tæfan að bera þetta út. Hún er bara afbrýði- söm. En það er svo sem satt, ég sé enga ástæðu til að ljúga að þér. Þú hefðir hvort sem er bráðlega fengið að vita það. - Ég gat samt ekki trúað því. Nú stóðu tárin í augum Thomas Bowes, þar sem hann sat gegnt syni sínum á kránni. - Ég varð að tala við einhvern um þetta, annars myndi það gera mig brjálaðan. Auðvitað hefur þú líka fullan rétt á að vita þetta, sonur minn. Ég elskaði móður þína heitast af öllu og skil bara ekki, að hún getur gert svona lagað. Því miður sé ég enga aðra leið en drepa hana. Farðu, mamma - Þú getur ekki sagt svona nokkuð, mótmælti David. - Ykkur mömmu hefur komið vel saman öll þessi ár. Þú ættir að vera nógu göfuglyndur til að fyrirgefa henni og reyna að gleyma. - Vissulega, sonur sæll, svar- aði Thomas. - Mamma þín lítur bara ekki þannig á það. Hún sagði að ef ég vildi, gæti ég flutt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.