Tíminn - 31.01.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Sunnudagur 31. janúar 1988
UpPGRÖFTUR jarðneskra leifa þeirra
Friðriks og Agnesar urðu mönnum að
umræðuefni á árinu 1934, sem vonlegt
er. Sýndist mönnum misjafnt um þetta
framtak. En minning þess mun meðal
annars lifa á síðum skáldsögu Halldórs
Laxness, „Heimsljós,“ en þar lætur
skáldið þann mikla framkvæmdamann
Pétur Þríhross hafa forgöngu um upp-
gröft beina tveggja óhamingjusamra
hjúa, sem í sögunni fá nafnið „Satan“ og
„Mósa.“ Lesandanum dylst ekki að fyrir-
myndin er komin úr raunveruleikanum
og hér fer á eftir þessi mergjaði kafli.
Lítið er hins vegar orðið eftir af því
„andlega ljósi“ sem Guðmundur Hofdal
og félagar hans gengu fram í.
Uppgröftur beina Agnesar og Friðriks
gekk aftur á síðum
„Heimsljósau Laxness
„Merk tíðindi á Sviðinsvík: Satan
og Mósa hafa birst á andafundi hjá
Sálvísindafélaginu og vilja nú láta
grafa sig upp. Þau báru sig hörmu-
lega og sögðu að þúngir hugir og
harðir dómar í þeirra garð frá jörð-
inni rændu þau sálarfriði og bægðu
frá þeim himnasælu. Þau vildu leyfa
sér að minna Sálvísindafélagið á
þessi orð: dæmið eigi svo þér verðið
eigi dæmdir. Það getur farið af
gamanið að liggja undir því að heita
draugur í meira en tvöhundruð ár,
og í hvert skifti sem kálfur fer oní
pytt, eða flýgur kú, eða þakið
hrynur oní höfuðið á fólki, þá er það
sífelt helvítis draugurinn. Hitt er
satt, maður hafði lítinn sálarþroska
á sínu jarðneska tímabili, maður
leitaði að hinum rétta straumi en
fann hann ekki, maður þráði að sjá
ljósið en ekkert ljós var, maður
elskaðist á líkamlegan hátt í staðinn
fyrir að elska einsog ósýnilegar verur
í geimnum; en lífið leikur heldur
ekki altaf við mann, öðru nær,
tímamir em erfiðir, guð er ekki
ævinlega nálægur, maður neyðist til
að drýgja hór, maður neyðist til að
myrða fólk, maður neyðist til að
stela peníngum, maður neyðist til að
brenna hús; já því miður; fimm hjú,
fjórar kýr, þrjú börn, tvær kellíngar
og rakki auk bóndans. En má ég
spyrja: hefði þetta fólk ekki dáið
hvort sem var? Innsigli aungvir
feingu uppá lífsstunda bið, segir
blessunin hann Hailgrímur okkar
Pétursson. Sá meðal yðar sem hefur
aungva synd kasti fyrsta steininum.
Hver meðal yðar hefur öðlast full-
kominn sálarþroska, fundið hinn
rétta straum, séð ljósið, elskað eins-
og ósýnilegar vemr í geimnum? Mín
er hefndin, segir drottinn. Vér
manneskjurnar eigum að venja oss á
umburðarlyndi, og þó einkum og sér
í lagi við framliðna. Vor auðlegð sé
að eiga himnaríki, segir skáldið. Ef
þið sem nú lifið á jörðinni viljið efla
sálarþroskann og tryggja ykkur sam-
band við hinn rétta straum, þá
skuluð þið láta brjóta hauginn sem
harðúðugur aldarandi gerði okkur á
fjöllum uppi, og flytja okkur í vígðan
reit, sögðu þau Satan og Mósa.
f fyrstu var framkvæmdastjórinn
ekki þess hugar að sinna slíku tali,
fljótt á litið virtust ýmis verk meira
aðkallandi hér á eigninni en grafa
upp þessi ágætu hjú, en þar kom að
lokum, við ítrekaðar áskoranir Sat-
ans og Mósu fund eftir fund, að hann
treystist ekki framar að skalla skolla-
eyrum við bæn þeirra, og færði
þetta í tal við prestinn og prókúrist-
ann. Nú hafði kirkjulíf verið í dapr-
ara lagi á undanförnum misserum,
jafnvel svo að heita mátti frágángs-
sök að hnika nokkurri kellíngu fram-
ar i' guðshús, utan við jarðarfarir, en
þær því miður altof strjálar til þess
að halda fólki andlega vakandi. Svo
presturinn greip fegins hendi við
þessu sjaldgæfa kirkjulega tækifærí
og sagðist vera reiðubúinn að takast
á hendur það ónæði sem upptaka
beinanna og flutníngur hefði í för
með sér, svo og þaraðlútandi guðs-
þjónustugerð með ávarpi til safnað-
arins, húskveðju, líkræðu, bæn
m.m. Hann dustaði kuskið af erm-
inni sinni og blés á það um leið.
Aðalatriðið í þessu máli, sagði
hann, virðist mér vera það, hver vill
taka að sér að borga líkeyrinn? Og
hvar á að taka líkkistu undir beinin?
Hafðu aungvar áhyggjur af því,
kalli minn, sagði framkvæmdastjór-
inn þá. Sá borgar sem vanastur er að
borga hér á Sviðinsvík. Aðalatriðið
í málinu frá mínum bæjardyrum séð
er það að guð fyrirgefi svo sem vér
og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Síðan var ákveðið bæði af andleg-
um og veraldlegum yfirvöldum að
bæði guð og menn skyldu fyrirgefa
Satani og Mósu í samræmi við faðir-
vorið; lýst var yfir því, að það stæði
ekki í valdi manna að dæma þá sem
byggju í skugga sorgarinnar.
Einn dag um réttaleytið lagði
Pétur Pálsson framkvæmdastjóri af
stað uppá fjall, og kvaddi til farar
með sér þrjá tómthússmenn af eign-
inni. Þeir höfðu með sér haka,
skóflur, járnkalla og brennivín. Seg-
ir ekki af þeirra ferð, nema þeir voru
burtu þann dag allan. Um kvöldið
komu þeir ekki heim af fjallinu. Það
var vakað eftir þeim lángt frammá
nótt, og ekki laust við að ýmsum færi
að detta margt í hug. Raddir voru
uppi um það að hið guðfræðilega
fyrirgefníngarkjaftæði draugsins í
Sálvfsindafélaginu mundi ekki hafa
verið annað en fláræði og lýgi, það
eitt hefði vakað fyrir þeim hjúum að
narra fólk til sín að dysinni og myrða
það. En þeir sem voru snemma á
fótum morguninn eftir urðu þeirrar
huggunar aðnjótandi að sjá Pétur
Pálsson ríða heim af fjalli, að vísu
aðþreingdan nokkuð, ákaflega
moldugan, hattlausasn, tannlausan,
og loníettulausan, en þó óneitanlega
í tiltölulega ómyrtu ósigkomulagi.
Og þó hann væri búinn að missa hin
ytri tignarmerki sín, og þyrmt svo
yfir hann að hann gat með naumind-
um setið hestinn, þá var för hans þó
ekki ófyrirsynju: hann reiddi fyrir
framan sig í skjóðu bein þeirra
Satans og Mósu. Þó ytri virðíng væri
horfin, sjón, heyrn, ilman, smekkur
og tilfinníng á bak og burt, jafn-
vægishæfileiki líkamans truflaður,
þýngdarlögmálið á ríngulreið og
himinn og jörð hótuðu því að for-
gángast, þá var ekkert sem gat gert
framkvæmdastjórann viðskila við
þennan lokadýrgrip sálarinnar, þetta
tákn fyrirgefníngar og straums, and-
legs þroska og ljóss. Menn vissu það
síðast til hans um morguninn að
hann klaungraðist af baki við dyr
sínar, skreið með pokann til svefn-
herbergis og lokaði að sér með lykli.
Hann sást ekki á ferli um daginn.
Um kvöldið átti strandferðaskipið
viðkomu hér á höfninni á leið til
höfuðstaðarins, og þá sást fram-
kvæmdastjórinn stíga á skip í fylgd
prestsins og prókúristans, sem
kvöddu hann með virktum og ósk-
uðu honum góðrar og happasællar
ferðar.
Af þrem gröfurum er það að
segja, að þeir smátíndust til bygða
eftir því sem leið á daginn, tveir
hinumegin fjals, einn hérnamegin,
og höfðu týnt hestunum. Þeir voru
illa til reika, höfðu legið úti í krepju
og haustmyrkri, örvita af drykk og
fárveikir, en kunnu fá tíðindi að
segja um haugbrotið, hvort leingur
eða skemur var grafið, utan hvað
einn þeirra dreymdi óljóslega til að
hafa einhverntíma rekið augun í
tönn úr hrossi. Afturámóti kunn-
gerði presturinn á kirkjuhurðinni og
símastaurnum, í samráði við rétta
hlutaðeigendur, og með leyfi
biskups, að næstkomandi sunnudag
mundi fram fara héðan frá sóknar-
kirkjunni jarðarför hinn ógæfusömu
beina þeirra Sigurðar heitins Natans-
sonar og Móeiðar sálugu, sem hefðu
samkvæmt ósk sjálfra þeirra verið
grafin upp og flutt til Sviðinsvíkur. “
ÞÁTTUR GUÐMUNDAR
• • •
Breidd að ofart 30 cm. í annan
endann, en 37 í hinn, en að
neöan 24 og 30 cm. Hæð 23 cm.,
jafnháar í báða enda, en lengd
annarrar er 1,45 m. en hinnar
1,65 m. Beinin eru rnjög fúin og
varla annað eftir af þeim, en þau
hörðustu og stærstu.
Uppgreftrinum er lokiö og
Magnús er farinn heim að
Sveinsstöðum til þess að sækja
eitthvað undir beinin, en við
Ólafur bíðum hans á meðan.
Sólin skín nú í heiði frá hádeg-
isstað og kyssir beinin, sem í 14
ár hafa hvílt í hinu kalda og
dimma skauti náttúrunnar. I
huga mér brjótast fram margs-
konar hugsanir og ryðjast
óreglulega hver fram fyrir aðra.
Þrátt fyrir grcind og góðleik
.Ólafs, þrá' ég því einveru, svo
ég færi mér svefnásókn til af-
sökunar og geng afsíðis.
Ég sé í fyllingu andans hinn
margþætta hildarleik þeirra ör-
laga, sem hrundu Agncsi og
Friðriki út á þá glapstigu, er
leiddi til aftökunnar. Hvernig
orsakir og afleiðingar ófust
saman, með eðlilegum hætti og
leiddu til þess er verða varð. Sé
Agnesi og Friörik líðandi eftir
líkamsdauðann, leita í tíu ára-
tugi, árangurslausra sætta við
mennina, án þess að finna nokk-
urn þann, er gæti flutt sáttaum-
leitan þeirra, á milli heimanna.
Sé angistarótta þeirra, eftir að
milliliðurinn, miðillinn, loks er
fundinn - óttann við það, að
hann gefist upp við að koma í
framkvæmd í tæka tíð, marg-
endurteknum óskum þeirra um
uppgröft beinanna, jarðsynging
þeirra í vígða mold, guðsþjón-
ustuathöfn á morðstaðnum og
almenna samhygð og fyrir-
beiðslu. Sé miðillinn og stjórn-
anda hans, er samstillt í kærleika
og þjónustu, ganga til verks,
umlukt geisladýrð dyggðugs lff-
crnis, er gjörir þeim mögulegt
aðskila verkefni sfnu, ósjálfráðu
skriftinni villulausara en venja
er til um miðilssambönd. Sé þau
í hjálparstarfsemi sinni, sem nær
jafnt til látinna sem lifandi, gera
góðverkin með hægri hendinni,
án vitundar hinnar vinstri.
Magnús er kominn aftur. Við
göngum frá beinunum til flutn-
ings og lagfærunt moldarbyng-
inn, því ég skil gröfina eftir
opna, svo að þeir sem kynnu að
yilja rannsaka hér frekar, geti
gert það fyrirhafnarlaust. Á ég
þó hér ekíci við fornminjavörð,
því hann telur þessa dys forn-
niinjum óviðkomandi. Ég hirði
ekki um að leita uppi sntábein í
moldinni, því Agnes og Friðrik
töldu beinagröftinn, og jarð-
synging þeirra í vígða mold,
ekkert aðalatriði, heldur hafa
þann eina tilgang, að vera eins-
konar lyftiafl þess starfs, sem
hafið er þeim til hjálpar.
Að skilnaði geng ég upp á
Þrístapa og litast um. Við mér
blasir héraðið, sem nú glitstafar
mjög einkennilega í titrandi
tíbrá ljósvakans, víðsýnt, frjótt
og fagurt.
í tilbeiðslu leysi ég hugann frá
stund og stað og óska þess af al-
hug, að sálir þeirra Agnesar og
Friðriks öðlist nú þegar fullan
frið og að innan skamms megi
þeim auðnast að sameinast hinni
alfullkontnu Hópsál - Guði.
Samkvæmt beiðni, vottum við
undirritaðir það hér með, að
frásögn G.S. Hofdals hér að
framan, viðvíkjandi uppgreftri
beina þeirra Agnesar og
Friðriks, er rétt og sannleikan-
um samkvæm. Jafnframt vottuni
við það einnig, að okkur og
heimafólki okkar, var kunnugt
um, af frásögn hans, áður en við
lögðum af stað með honum að
heiman í morgun, til Vatnsdals-
hóla, að Agnes og Friðrik hefðu
átt að hafa haldiö því fram í
ósjálfráðri skrift, sem að framan
er skráð, viðvíkjandi höfðum
þeirra, malarborna jarðveginum
og spýtubrotinu í höfði Agnesar.
Sveinsstööum, 15. júní 1934.
Magnús Júnsson.
(sign.)
Oiafur Magnússon.
(sign.).