Tíminn - 31.01.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.01.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Sunnudagur 31.janúar1988 Sunnudags- LEIÐARI „Ég ber hníf á kvöldin' „Ég ber hníf á kvöldin,“ segir fjórtán ára spekingur í samtali við Dagblaðið á þriðjudaginn var. Á myndinni sem fylgir stuttu spjalli má sjá freknótt og heldur geðslegt andlit gagnfræðaskóladrengs, sem alveg eins hefði getað verið að svara spurningu dagsins í sama blaði - „Hvort finnst þér betra, kaffi eða kókómjólk?“ „Ég nota hnífinn til að sýna að ég er vopnaður. Það er öryggi í því,“ segir sextán ára drengur, sem lögreglan hafði rétt nýlega tekið af dólkinn. „Maður veit aldrei á hverju maður á von.“ Eftir að tveir unglingar hlutu talsverða áverka í fyrri viku, þegar kumpánar þeirra leiddu þeim fyrir sjónir vígfími sína með hnífslögum, hafa margir sómakærir borgarar gripið sér um hjartastað og rekið upp stór augu. Nóg hefur þótt um óspektir og fylligang æskulýðsins, þegar hann safnast saman á völdum stöðum í höfuðborginni, þótt ekki bætist við að fleiri en færri lumi á eggvopni innanklæða til nota í viðlögum. En þó virðist það vera svona. Hnífakaup- maður segir mikla eftirspurn eftir hnífum og þá einkum þeim stærstu og svörgullegustu. Vissulega er hnífaburður ekki neitt nýnæmi á íslandi og fyrir svo sem fimmtíu árum bar nær hver karl og fjöldi kerlinga á sér vasahníf til þess að geta brugðið á snærisspotta, telgt upp í sig þorskhaus eða unnið að hnútu. Jafn sjálfsagt þótti að unglingur eignaðist vasahníf strax eftir fermingu og satt að segja var það talið merki um mesta fáráðlingshátt að vera vasahnífslaus! Þetta fylgdi í bænda og sjómannasamfélagi þessa tíma. En það heyrðist aftur á móti aldrei um að neinum dytti í hug að brúka hnífinn til þess að rista upp náunga sinn eða ógna honum. Það þarf að leita aftur á daga Laxdælu til þess að finna dæmi um hnífaburð í þeim anda sem ríkir á hallærisplönum Reykjavíkur samtímans. Þeir Ólafur Pái og samtímamenn hans báru auðvitað silfurbúna rýtinga sína og söx til þess að gera hverjum Ijóst að þeir væru vopnaðir og gátu sagt með stráknum: „Það er öryggi í því. Maður veit aldrei á hverju maður á von,“ - og víst voru það orð að sönnu á gullöld þjóðarinnar. En þótt nú á dögum þenslunnar og verðbréfamarkaðanna sé vissulega líka mikil „gullöld“, þá er sú prúðmennska sem rýtingaburði fylgir ekki litin sömu augum og til forna. Ekki er verið að gera því skóna að það sé ætlun ungmenna vorra að vega neinn, þótt upp sé dreginn hnífurinn er rimma rís út af eignarhaldi á brennivíns- flösku eða stelpu. Meir mun þetta eitthvað í ætt við það frumeðli að sýnast sem óttlegastur, þótt undir niðri sé meinleysið eintómt. Kemburnar svonefndu á Galapagoseyjum skjóta upp hvössum kömbum sínum til að sýnast og útilegukötturinn belgir út gúlana meðan hann bíður færis að forða sér. En það breytir ekki hinu að einhvern veginn þyrfti að gera unga fólkinu ljóst hve lítið má út af bera, svo sómi þess verði ekki dýrkeyptur um of. Það þyrfti að fá einhvern sem þau taka mark á - ef hann þá fyrirfinnst - til þess að segja þeim hve litla stungu þarf til þess að fremja manndráp. Það er nefnilega jafn auðvelt og að sprengja venjulega blöðru með nál. Kannske geta kennararnir í skólunum sagt þeim þetta og ef ekki þeir - þá Bubbi eða Sverrir Stormsker. Annars er hætta á að einhver þurfi að komast að þessu af sjálfsdáðum og það er of dýr lexía sem fyrr segir. Tíniiiin Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Bergljót Davíðsdóttir Agnar Birgir Óskarsson iiiiiiiiiiiiiiiii erlend mál iiiinn .:jinii:!; ..... ... .. ..Illlllllll.I. Merk ályktun á nýloknu þíngí Sameínuðu þjóðanna Vinna ber að samræmingu á ályktunum um afvopnunarmál ALLT FRÁ stofnun Sameinuðu þjóðanna hafa afvopnunarmál verið helsta umræðuefni á þingum þess og ályktanir um þau verið samþykkt á öllum þeirra. Næstum má segja, að þessar ályktanir séu orðnar óteljandi eins og eyjamar á Breiðafirði. Margar em þær nokkum veginn samhljóða. Þegar litið er yfir þennan ályktana- fjölda, mun mörgum.finnast þær hafa borið lítinn árangur, því að vígbúnað- ur hefur aukist víðs vegar um heim á þessum tíma. Þó má segja, áð þær hafi haft vemleg áhrif í þá átt að stuðla að því að halda afvopnunar- hugsjóninni lifandi. Ástæða jjess, að umræddar tillögur hafa ekki borið meiri árangur er m.a. sú, að ályktanir allsherjarþingsins em ekki skuldbindandi fyrir þátttökurík- in, heldur em þær aðeins stefnumót- andi eða leiðbeinandi, ef þannig mætti orða það. Aðildarríki Samein- uðu þjóðanna hafa ekki viljað fela því skuldbindandi vald og verða vafalítið lengi enn treg til að gera það. Hins vegar hefur Öryggisráðinu verið falið slíkt vald, sem því er þó aðeins ætlað að beita í ýtmstu neyð og með samþykki allra jseirra fimm rikja, sem fara þar með neitunarvald. Merk tillaga, sem samþykkt var á nýloknu allsherjarþingi, fjallaði um að samræma hinar mörgu ályktanir fyrri þinga um afvopnunarmál, og auðvelda framkvæmd jreirra með afvopnunarráðstöfunum, sem öll að- ildarríkin gætu samþykkt og hægt væri að framkvæma undir ömggu eftirliti. Slík samræming yrði vissulega að því leyti spor í rétta átt að stefnumið Sameinuðu þjóðanna yrðu gleggri og auðveldara að koma jxim í framkvæmd, jrótt reikna megi með að það eigi eftir að taka sinn tíma. TILLAGA ÞESSI, sem var flutt af Tékkóslóvakíu og Úkraínu, var sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta, um 20-30 ríki sátu hjá, en aðeins tvö ríki greiddu atkvæði á móti, fsrael og Bandaríkin. Þar sem allmikið hefur verið rætt um þessa tillögu, þykir rétt að birta hana orðrétta: „Allsherjarþingið: - Minnir á 115. gr. lokaskjals 10. sérstaks þings allsherjarþings S.Þ., fyrsta sérstaka þingsins sem fjallaði um afvopnun, sem m.a. áréttar að allsherjarþingið hafi verið og eigi að vera áfram sú stofiiun innan S.Þ., sem er aðalvettvangur umfjöllunar um afvopnunarmál og skuli gera sitt ýtrasta til að auðvelda framkvæmd afvopnunarráðstefnu. - Hefur í huga þá staðreynd að efla mætti verulega hlutverk S.Þ. á sviði afvopnunar með því að aðildarríki leggi sig fram í auknum mæli til að framkvæma heilshugar ályktanir alls- herjarþingsins á sviði afvopnunar. - Sem er sannfært um mikilvægi jress að virða á tilhlýðilegan hátt ályktanir allsheijarþingsins á sviði afvopnunar í samræmi við þær skyld- ur sem aðildarríki takast á hendur samkvæmt sáttmála S.Þ. 1. Telur það mikilvægt að öll aðildarríki geri sitt ýtrasta til að auðvelda samræmda framkvæmd ályktana allsherjarþingsins á sviði afvopnunar og sýrú þar með ásetrúng sinn til að gera afvopnunarráðstafan- ir, sem allir geta samþykkt, sem hægt er að hafa algert eftirlit með og eru virkar; 2. Beinir þeim tilmælum til aðildar- ríkja að þau láti aðalframkvæmda- stjóra S.Þ. í té umsagnir jteirra og tillögur um aðferðir til jtess að bæta ástandið að því er varðar framkvæmd ályktana alisherjarþingsins á sviði afvopnunar; 3. Fer jxiss á leit við aðalfram- kvæmdastjórann að hann leggi árlega fyrir allsherjarþingið skýrslu um ffam- vindu mála á sviði takmörkunar víg- búnaðar og afvopnunar og skal þar skýrt frá öllum viðeigandi upplýsing- um sem aðildarríki láta í té um framkvæmd afvopnunar, svo og um- sagnir jteirra um hugsanlegar leiðir til jtess að bæta ástandið í jtessu tilliti; 4. Skorar á öll aðildarríki að veita aðalframkvæmdastjóra hvers kyns aðstoð til að verða við tilmælum í 3. tl. að ofan; 5. Ákveður að halda áfram athug- un á framkvæmd ályktana allsherjar- þingsins á sviði afvopnunar á 43. þingi S.Þ.“ ÞAÐ FURÐULEGA hefur gerst, að Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að ísland greiddi at- kvæði með [xissari tillögu. Sú gagn- rýni er jtó ekki byggð á efni tillögunn- ar, heldur í fyrsta lagi á því að ekki hafi verið höfð samstaða með Natór- íkjum og í öðru lagi á því, að ekki var höfð samstaða með Norðurlöndum. Varðandi Nató er það að segja, að þau höfðu ekki samstöðu í málinu. Bandaríkin greiddu atkvæði á móti tillögunrú, en hin Natóríkin að Islandi undanskildu sátu hjá. Það er algengt, að Natóríkin hafi ekki samstöðu í atkvæðagreiðslum á þingi Sameinuðu þjóðanna. Að því leyti er Nató ólíkt Varsjárbandalaginu, að það krefst ekki samstöðu þátttökuríkjanna í öllum málum, en því er ekki að neita að nokkuð hefur verið unnið að því í seinni tíð að gera Nató að jressu leyti að eins konar Varsjárbandalagi. Um Norðurlönd er það að segja, að ísland hefur jafnan haft samráð við þau á allsherjarþinginu og öðrum alþjóðlegum ráðstefnum, en oft hafa leiðir Norðurlanda ekki legið saman vegna sérhagsmuna og sérsjónar- miða. Þannig náðist engin samstaða með Norðurlöndum á hafréttarráð- stefnunni. ísland og Noregur höfðu samstöðu, Svíþjóð var á öndverðum meiði og Danir og Finnar fóru líka sínar leiðir. Ég átti sæti á allsherjarþingunum 1954-1958, jregar flest ríkin í Afríku voru enn nýlendur, og fjallað var um mál jxiirra í fjórðu nefndinni. fsland fylgdi þá yfirleitt nýlendunum að málum, en Svíar, Danir og Norð- menn voru oft hliðhollir gömlu ný- lenduveldunum þ.e. Bretlandi, Fra- kklandi og Portúgal. Mér hefur verið sagt, að það hafi ekki síst verið fyrir áhrif þeirra Hermanns Jónassonar og Ólafs Thors á Parísarfundi allsherjar- þingsins, að Island fylgdi jreirri stefnu að vera hlynnt nýlendunum, þar sem ísland hefði til skamms tíma verið í hópi jreirra. Formaður sendinefndar- innar, Thor Thors, var og eindregið [reirrar skoðunar. Á allsherjarþinginu 1954 óskaði íslenska sendinefndin eftir fyrirmæl- um frá ríkisstjóminni varðandi eitt mál. Ríkisstjómin bar það undir lokaðan fund á Alþingi. Frá Alþingi og ríkisstjóm bámst þau fyrirmæli að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna, jxjtt hin Norðurlöndin greiddu henni atkvæði. Ólafur Thors var þá forsætisráðherra. Ástæðan til jress, að Bandaríkin greiddu atkvæði gegn tillögu Tékkó- slóvakíu og Úkraínu mun hafa verið illræmd fylgispekt jxiirra við ísrael, sem greiddi atkvæði gegn henni vegna jsess að í fyrri ályktunum allsherjar- þingsins er að finna kröfur um að ísrael láti herteknu svæðin af hendi. Vegna tilhliðmnarsemi við Bandarík- in munu önnur Natóríki en ísland hafa setið hjá. Það er rétt að hafa samráð við Natóríkin og Norðurlönd, en þau mega ekki binda hendur íslands frekar en í landhelgismálinu. íslandi ber að fylgja sjálfstæðri utanríkis- stefnu. Það er stórþakkarvert, að ísland gerði það í umræddu máli. Hér skal engu spáð um, hvaða árangur umrædd ályktun allsherjar- þingsins ber. En hún er óneitanlega spor í rétta átt, og má hiklaust teljast ein merkasta ályktun nýlokins alls- herjarþings. ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON SKRIFAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.