Tíminn - 31.01.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.01.1988, Blaðsíða 5
Sunnudagur 31. janúar 1988 Tíminn 5 Einkar ánægð og brosmild fjöl- skylda. Eiginmaðurinn Bobby Willis er umboðsmaður Cillu. Synirnir eru frá vinstri: Jack, Ben og Robert - Þetta er ágætis heimilislíf, segir Cilla. - Ég krcfst þess ekki að fá hneigingar, en strákarnir vita, hve langt má ganga og haga sér vel. Þeir hafa gengið í góða skóla, því fátt bctra er hægt að veita börnunum sínum en góða menntun. Ég skil ekki vel stætt fólk, sem sendir börn sín í ríkisskóla. Eins og allir nútíma foreldrar hafa þau áhyggjur af tíðarandanum, fíkniefnum, áfengi og þeim hættum i kynferðislífinu, sem nú leynast alls staðar. - Ég man alltaf þegar Robert fór fyrst á hjólinu sínu út í búð. Hann var 13 ára og ég stóð stíf og taldi sekúndurnar, þangað til hann kom aftur. Maður verður að veita þeim visst frjálsræði, það er ekki hægt að hafa börnin undir vængjunum eins og ungahæna fram eftir öllu. Sam- félagið er bara svo breytt, samstaðan er horfin. Enginn skiptir sér af annarra manna börnunt, þó þau eigi í augljósum vanda. Þegar ég var barn, var útidyrunum aldrei læst. Það þurfti ekki, því alltaf var einhver sem hafði auga með hlutunum. Krakkar gerðu heldur ekkert af sér, því einhver sá alltaf til þeirra og sagði foreldrunum frá. Nú tekur enginn eftir neinu. Cillu og Bobby langaði strax til að eignast börn og henni var sama, þó það þýddi lok söngframans. - Ég var 25 ára, hafði verið á vinsældarlistum meira og minna í fimm ár og það var mun lengur en meðallagið í þá daga. Ég hugsaði bara sem svo: - Þá það. Annað hvort taka aðdáendur mér sem fjölskyldumanneskju eða ekki. Eini skugginn, sem borið hefur á, var þegar Cilla fæddi yngsta barnið fyrir tímann, einu dótturina, Helen, fyrir sjö árum. Hún lifði aðeins fáar klukkustundir. En tíminn læknaröll sár. - Ég veit ekki, hvernig ég hefði alið upp dóttur, segir Cilla. - Ég þekkti ekkert nema stráka. Cilla fer mjög oft til Liverpool. - Með fullri virðingu fyriröðrum, þá finnst mér Liverpoolbúar alltaf hafa frábærasta skopskyn, sem ég þekki. Við Bobby skreppum þangað stund- um bara til að komast t' gott skap. Þó sitthvað gangi á þar heima, er alltaf hægt að hlæja. Spurð um galla st'na, lítur Cilla á Bobby. - Spurðu hann heldur, mér finnst ég nefnilega fullkomin. Annars er ég óskaplega óþolinmóð og vil alltaf fá alla hluti á hreint, ekki seinna en strax. Bobby vill fara fínt í slíkt. Bobby hugsar sig um: - Já, hún verður alveg óð, ef hún heldur að hún hafi týnt veskinu sínu. Cilla hlær og fer síðan að tala um þættina sína. Þar kemur fram að sjónvarpsstöðin hefurselt hugmynd- ina að þáttunum Surprise, Surprise til Bandaríkjanna, ásamt ýmsum uppátækjum Cillu úr þeim. - Hver haldið þið að eigi að leika mig? spyr hún og skellihlær. - Það er Jamie Farr, þessi sem klæðir sig í kvenmannsföt í MASH-þáttunum. Þegar mér var sagt það, fannst mér að hann gæti þá farið að dæmi mínu og látið laga á sér nefið. Þannig er Cilla Black núna, opin- ská, meinfyndin, áhyggjufull móðir •á köflum. en vinsælli en nokkru sinni • r. Hefði getað orðið heilaskurðlæknir Hún er ekki að grínast. Cilla Black hefur fram til þessa getað nær hvað sem er. Fyrir 20 árum var hún afar vinsæl söngkona. Nú er hún 44 ára, á þrjá syni - og er vinsælli en nokkru sinni Þeir sem komnir eru til vits og ára Cilla viðurkennir að hafa alltaf muna eflaust eftir Cillu Black, radd- sterku, rauðhærðu stúlkunni, sem söng með Bítlunum frá Liverpool og dvaldi löngum á vinsældarlistunum fyrir 20 árum eða svo. Mörg laga hennar urðu feikivinsæl hér heima og glumdu í hverjum sjómannaþætti og Lögum unga fólksins viku eftir viku. Surnir aðdáenda hennar vissu að með réttu heitir hún hvorki meira né minn en Priscilla Maria Veronica White, en Cilla Black hljómaróneit- anlega betur. Hvað skyldi Cilla svo vera að gera nú orðið? Varla væri verið að skrifa um hana og tala við hana í blöðum, ef það væri ekki eitthvað sérstakt. Skemmst er frá að segja, að Cilla er enn á toppnum, 44 ára og móðir þriggja sona. Nú er hún sjónvarps- stjarna og með þeim allra vinsælustu heima hjá sér í Bretlandi. Lítum inn hjá henni stundarkorn. Hún hlær svo undir tekur í húsinu og í þetta sinn er tilefnið það, að synir hennar, Robert 16 ára, Ben 12 ára og Jack 6, eru nánast með öllu óvitandi um það tímabil sögunnar, einhvern tíma í fornöld, þegar mótir þeirra var feikivinsæl poppsöng- kona. - Ben finnst allt forsögulegt, sem gerðist áður en Madonna kom fram á sjónarsviðið, segir Cilla og hikstar af hlátri. - Þegar Mick Jagger og David Bowie sungu Dancing in the Street á myndbandinu um árið, sagði ég strákunum, að þetta lag hefði ég sungið á plötu fyrir mörgum árum, en þvf var ekki trúað fremur en ég hefði farið til Mars. Ben sagði mér að þegja, þegar ég raulaði með. Þegar ég er í sjónvarpinu, skipta þeir einfaldlega um rás. Sá yngsti er ennþá aðdáandi minn, en minnihlut- inn ræður engu hér. Aftur hlær hún og hláturinn er ótrúlega smitandi. Frami Cillu Black hófst á fyrra stuttpilsaskeiðinu. þegar Bítlarnir og Brian Epstein sannfærðu alla um að Liverpool væri nafli heimsins í poppinu. Flest nöfnin frá Mersey eru nú horfin í gleymsku, nema ef til vill sem svör við spurningum í Trivial Pursuit, en Cilla er enn á toppnum, býr í glæsihýsi og ekur um á Rolls Royce. - Maður er bara orðinn ríkur, segir hún. - Mér. líður alltaf eins og nýríkri poppstjörnu. Þrátt fyrir það allt er Cilla ennþá svipuð því sem hún var, jarðbundin, laus við alla tilgerð og talar með gamla, skerandi hreimnum heima fyrir. Raunar hefur fátt breyst, annað en það að 75 ára gömul móðir hennar og nafna hefur fengið bað- herbergi í húsið sitt í Liverpool. Þegar Cilla yngri ólst þar upp, var ekkert bað. Gamla konan rekur enn sölubás á útimarkaðnum, rétt eins og í þann tíð og kærir sig ekkert um að breyta neinu. verið metnaðargjörn. - Alveg frá því ég man eftir mér, hef ég þráð að verða fræg og ætlað mér það. I hvert sinn sem ég fór í bíó og sá Natalie Wood eða Doris Day, vildi ég verða eins og þær og tileinkaði mér fram- komu þeirra dögum saman á eftir. í þessum bíómyndum voru garðar að húsabaki. fullir af trjám og blóm- um í blíðunni. Bakgarðurinn heima var fyrir kol, kamar og sorptunnur. Ég sá ekki raunverulega kú fyrr en um fermingu. En Cilla náði takmarki sínu og 21 árs hafði hún komið tveimur laga sinna f efsta sæti breska listans. Þegar hún giftri sig, 25 ára, langaði hana að eignast börn, en var sann- færð um að þá yrði líka frama hennar lokið. Þá hefði henni síst af öllu komið til hugar að 44*ára gömul yrði hún jafn vinsæl, þremurbörnum síðar. - Ég hef alltaf verið afskaplega heppin með tilviljanir, segir hún. - Auðvitað hef ég líka reynt að gera mitt besta og ef til vill hljómar það eins og sjálfselska, en ef ég fer í taugarnar á einhverjum, verður við- komandi bara að kyngja því. Þeir virðast ekki margir. Þættir Cillu, Surprise og Blind Date, hafa verið með þeim vinsælustu í sjón- varpinu og ekkert lát virðist á. Cilla talar hratt og hleypur úr einu í annað, svo blaðamaður á fullt í fangi með að fylgja henni eftir. - Mér líður best, þegar ég hef mikið að gera, segir hún. - Meira að segja, þegar ég sit heima og horfi á eftirlæt- isafþreyingarþættina í sjónvarpinu, er ég að hringja í fólk og lesa tímarit. Þannig hef ég alltaf verið. Ekkert orð var til yfir það, þegar ég var barn, en nú heitir slíkt víst ofvirkni. Ég var stundúm að gera mömmu vitlausa. Nú gerir Cilla rétt nógu langt hlé til að anda og fá sér kampavínssopa, áður en hún segir frá þráhyggju sinni um Elísabetu drottningu: - Það var harða veturinn fyrir nokkrum árum, að bíll drottningar bilaði og hún gekk inn í veitingasal næsta hótels. Þannig er með mig að ég trúi því statt og stöðugt, að einn góðan veðurdag í vondu veðri birtist hún skyndilega heima hjá mér í Denham. Gallinn er bara sá, að þar búa þrír strákar, sem alltaf dreifa snakki á gólfteppin. Ég reyni að halda litlu stofunni snyrtilegri og gestasalern- inu óaðfinnanlegu, ef ske kynni... Cilla viðurkennir að sig skorti allan virðuleika og nefnir í því sambandi. að einu sinni klessti hún Rollsinn á hraðbraut, en stökk skyndilega út úr lögreglubílnum og hljóp til baka, í þann mund, sem átti að hífa flakið upp á bílpall. Hún var að sækja skartgripina sína í hanska- hólfið. - Mæður bjarga börnunum Svona var Cilla á fyrra stuttpilsa- skeiðinu. Gamalt nef og gömul hárgreiðsla. sínum, en ég hugsaði um skartið. Ég er ennþá ein af þessum nýríku, venst því líklega aldrei, að eiga nóg af öllu. Kannske breytist tilfinningin, þegar ég verð öðluð. Já, mig dreymir um aðalstign, en ég vil fá hana fljótlega, meðan ég er enn nógu ung til að njóta þess að veraDame. Húnbrosir,energreini- lega alvara. Þó Cilla láti vaða á súðum, leynir sér ekki að hún er bráðgreind og Cilla Black. eg hef vanist því að eiga nóg af öllu. kann skil á ólíklcgustu málefnum. - Ég hefði líklega getað orðið heila- skurðlæknir, því ég þótti bráðgáfað barn, segir hún um það. Þrátt fyrir auðævi og velgengni, eru Cilla og Bobby Wilson, maður hennar, nákvæmlega sömu, hlýju og glaðværu manneskjurnar og fyrir 24 árum. Þá kynntust þau, er hann vann í brauðgerð og hún að læra bókhald á daginn. A kvöldin gekk hún hins vegar um beina og söng í Cavern-klúbbnum fræga. Nú er Bobby umboðsmaður hennar og þau eru nær alltaf og alls staðar saman. Hjónabandið hefur alveg sloppið við þau áföll, sem tíð eru í skemmt- anaútveginum. Við ólumst upp saman og gjör- þekkjumst frá barnæsku, segir Cilla. - Hvorugt hefur þurft að gera sig til fyrir hinu. Upp úr þessu rifjar Cilla upp gamla daga, þegar hún öðlaðist frægðina: - Mér fannst afar mikil- vægt að fólk virti mig og flestir gerðu það. Þegar ég ferðaðist um með Bítlunum, gættu þeir þess að blóta aldrei í viðurvist minni og höguðu sér einkar vel. Ekki veit ég, hvort þannig yrði núna. Tímarnir eru svo breyttir. Cilla og Bobby hafa verið mátu- lega ströng í uppeldinu á sonum sínum. - Ég þoli ekki börn, sem kunna ekki mannasiði, segir Cilla og Bobby bætir við að hann hafi verið notaður sem grýla, ef Cilla dugði ekki. En fjölskyldan er mjög nátengd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.