Tíminn - 31.01.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.01.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Sunnudagur 31. janúar 1988 Árið 1934 voru lík tveggja frægra óbótamanna grafin upp og jörðuð í SAMSTILLT í KÆRLEIKA OG Þann 21. júní 1934 mátti sjá dálítinn hóp manna standa uppi á þúst einni á lllugastöðum í Húnavatnssýslu og drúpa höfði meðan hlýtt var andheitri bæn séra séra Sigurðar Jóhannssonar frá Hindisvík. í hópnum mátti þekkja kunna innansveitarmenn og þar á meðal hús- bóndann á lllugastöðum, Guðmund Arason. Fólk þetta var hér komið að inna af höndum sérstætt verkefni - verkefni, sem þeim hafði verið falið samkvæmt ósk „að handan“. Þau dularöfl sem borið höfðu fram óskina voru andar þeirra ólánshjúa, Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar, en þau höfðu 104 árum áður unnið illvirki á lllugastöðum - myrt Natan Ketilsson, húsbónda þar og Pétur Jónsson, gestkomandi mann á bænum. Bæinn brenndu þau hjúin í von um að geta leynt verkinu, en allt komst upp og þau dæmd til dauða. Á grasi vöxnum rústum bæjarins stóð nú þessi litli hópur og bað fyrir ódæðismönnum, eins og þau höfðu farið fram á þegar þau vitruðust þráfaldlega konu í Reykjavík, sem gædd var miðilshæfileikum. Þau höfðu líka óskað eftir að verða grafin í vígðum reit og fjórum dögum áður en fyrirbænin var á lllugastöðum, þann 17. júní, hafði séra Sigurður jarðsungið þau að Tjörn á Vatnsnesi. Áður en athöfninni lýkur flytur Guðmundur Arason á lllugastöðum tölu. Það var einmitt forfaðir hans, Guð- mundur Ketilsson, sem afhöfðaði þau Friðrik og Agnesi, en hann var bróðir Natans þess er myrtur var. Þannig er athöfnin í anda fullkominna sátt og fyrirgefningar - um síðir. Höftið hínna líflátnu sett á tvo stjaka Frásögn úr fógetabók Húnavatnssýslu af aftöku Friðriks og Agnesar Sagan um morð Natans Ketilssonar og afdrif morðingja hans er svo kunn að vart er jjörf á að rifja hana hér upp. En í sem skemmstu máli voru atvik þau að Friðrik Sigursson sem bjó í Katadal og Agnes vinnukona Natans á III- ugastöðum tóku sig saman um að myrða Natan í von um að hreppa peninga er þau töldu hann eiga, en reyndust litlir þegar til kom. í vitorði með þeim var sextán ára vinnukona á lllugastöðum, Sigríður Guðmundsdóttir. Hún var einnig dæmd til dauða, en refsingunni breytt í Brimarhólmsþrælk- un. Þegar varð uppvíst um morðin, þótt þau brenndu bæinn að lllugastöðum, í von um að geta leynt ódæðinu. Aftaka þeirra varð hin síðasta sem fram fór á Islandi. Gleggst hefur Brynjólfur Jónsson frá Minna Núpi ritað um þessa atburði. Við lýsingu hans og fleiri heimildir hefur Guðbrandur Jónsson, prófessor, stuðst í frásögn sinni af málinu. Þar er m.a. annars að finna lýsingu á aftökunni, eins og hún er skrifuð í fógetabók Húnavatnssýslu og fer hún hér á eftir, þar sem hún gæti lífgað upp á myndina af athöfnum Guðmundar Hofdal og Magnúsar á Sveinsstöðum 1934. „Ár 1830, hinn 12. janúar, var hinn reglulegi dómari og fógeti í Húnavatns- sýslu, Blöndahl sýslumaður, ásamt undirrituðum tilkvöddum vottum, staddur á þar til áður ákveðnum aftöku- stað í svonefndu Þingi, á leiti nokkru í námunda við eyðijörðina Ranhóla, og er þaðan víðsýni mikið í allar áttir. Á leiti þessu hefur áður, í stað aftökupalls, verið varpað upp moldarstétt ferstrend- ri, og er hún átta álnir á hvcm veg; í kringum em gerðar grindum með staumm, sem reknir em í jörðina, og em negldar slár á milli þeirra. Á stéttinni em stokkur dreginn rauðu klæði og hökuskarð í hann öðm megin. Á þennan stað cm komnir stefndir 140 bændur úr næstu byggðum, og standa þeir kringum aftökustaðinn í þrem hringum. Þcgar allt var svo undirbúið, las fógetinn á aftökustaðnum upp all- ramildilegastan hasstaréttardóm, geng- inn 25. júní f. á., í máli því, sem af hálfu réttvísinnar var höfðað gegn banding- junum Fnðnki Sigurðssyni frá Katadal, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttur frá lllugastööum m. fl., fyrir morð, brennu og þjófnað m. m., og em þessir 3 menn dæmdir til að hálshöggvast og höfuðin að setjast á stjaka. Síðan var lesið upp allrahæst bréf til amtmannsins yfir Norður- og Austuramti íslandi frá 16. ágúst f. á., þcss efnis, að fyrmefndri Sigríði Guðm- undsdóttursé allramildilegast gefin upp líflátshegning sú, sem hún var dæmd í með fýrmefndum hæstaréttardómi, gegn því, að hún sé sett í vinnu undir strangri gæzlu í tyftunarhúsinu í Kaup- mannahöfn, en að því er snerti hina tvo aðra dæmdu. Friðrik Sigurðsson og Agnesi Magnúsdóttur, skuli hæstarétt- ardómurinn óraskaður standa. Saka- mennimir Friörik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir vom í dag lluttir úr varðhaldinu á aftökustaðinn, og fylgdu þeini á aftökustaðinn þeir prestamir síra Magnús Ámason, síra Jóhann Tómasson, síra Gísli Gíslason og síra Þorvarður Jónsson aðstoðarprestur. Sakamennimir höfðu óskað eftir því, að hinir tveir síðamefndu öðmm frem- ur byggju þá undir dauðann. Eftir að presturinn (Jóhann) Tómasson hafði lokið áminningarræðu sinni til saka- mannsins Friðriks Sigurðssonar, var höfuð hans tekið af með einu axar- höggi. Gjörði það bóndinn Guðmund- ur Kctilsson, sem til þess var af amtinu skipaður böðull, og framdi hann þetta verk, sem honum var falið, með hand- lægni og ódeigum huga. Sakamaðurinn Agnes Magnúsdóttir, sem meðan á [x;ssu stóð hafði verið geymd á afvikn- um stað, þar sem hún ekki gat séð til aftökustaðarins, var því næst sótt, og eftir að aðstoðarpresturinn séra Þor- varður Jónsson áður tilhlýðilega hafði búið hana undir dauðann, var höfðu hennar líka afhöggvið af sama böðli og með sömu lægni og þcirri, er að framan getur. Höfuð hinna líflátnu vom því næst sett á tvo stjaka, sem reistir höfðu verið í því skyni á aftökustaðnum, en líkin látin í tvær kistur úr ófituðum fjölum og jörðuð á aftökustaðnum af nokkmm áður þar til kvöddum mönnum. Meðan á gerðinni stóð, ffá því hún hófst og þar til henni lauk, var tilhlýðileg kyrrð og regla, og lauk henni með stuttri ræðu prestsins síra Magnús- ar Ámasonar til þeirra, sem við vom. Actum ut supra.1) Blöndahl, R. Olsen, Á. Ámason.“ Er ljóst af fýrirkomulagi högg- stokksins, eins og því er lýst í fógeta- gerðinni, að fangamir hljóta að hafa lagzt endilangir á jafnsléttu til þess að geta komið hálsinum á hann og hök- unni í skarðið, en víðast hvar annars- staðar var siður, að höggstokkurinn væri mjaðmhár, og að sakamennimir krypu við hann. Notaði böðullinn þá stuttskefta öxi til öryggis um það, að MTTUR GUÐMUNDAR HOFDAL Hin skyggna kona í Reykjavík náði sambandi við annan heim eink- um með því móti að hún skrifaði' niður orð og setningar sem voru henni ósjálfráð. Á blaðinu höfðu nú birst bænir Agnesar og Friðriks og það svo oft og af þeim bænarhita aö loks hlaut hún að koma þessu á framfæri við flciri. 'Og sá maður var innan seilingar, sem ekki lét sitja við 9>rðin tóm. Hann hét Guðmundur Hofdal Sigurjónsson. Hélt hann á fund Páls Einarssonar, hæstaréttar- dómara, sem var víðsýnn í andlegum efnum og fékk hann tii að leita leyfis biskups fyrir uppgrefti Agnesar og Friðriks og jarðsetningar í vígðum reit. Varð biskup vcl við þessari málaleitan og tók Guðmundur Hofdal að sér að annast undirbúning og sjálfa framkvæmdina. Mikill áhugi var á málinu meðal íslenskra spiritista og var þar fremst- ur í flokki Grétar Fells, rithöfundur. Lagði hann Hofdal liðsinni og fékk leyfi hans til þess að birta í lesbók Morgunblaösins í dcsember 1934 dagbókarbrot úr norðurförinni. Frásögn Guðmundar Hofdal er ná- kvæm og böðuð þvt andlega ljósi sem andatrúarfólk sá yfir atburðum sem þessum og verður ekki fundin betri lýsing á þvf er fram fór. Því látum við nú dagbók Guðmundar taka við, en hún hefst þann 13. júnf 1934, er hann heldur norður: „13. júnt 1934. Síðdegis í dag var sú ákvörðun tekin, að ég legði af stað snemma í fyrramálið norður í llúnavatnssýslu. Tilgangur far- arinnar er sá, að leita að dys þeirra Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar er tekin voru aflífi í Vatnsdalshólum 12. janúar 1830, vegna morðs á Natani Ketilssyni, og grafa upp líkamsleifar þeirra til endur- greftrunar í vígða mold. Tildrög þessa máls eru þau, að því er ég bezt veit, að Agnes og Friðrik hafa sjálf, í gegnuni ósjálfráða skrift, óskað, ásamt mörgu fleira, eftir uppgreftrun beina sinna og jarðsynging þeirra í kirkjugarði Tjarnar- kirkju á Vatnsnesi. Vegna þeirrar óraleiðar, sem er frá Vatnsdalshólum tii Tjarn- arkirkju og þar sem höfuð þeirra Agnesar og Friðriks, voru grafin í Þingeyrarkirkjugarði, sem er skammt frá hólunum, þótti mér æskilegra að beinin yrði jarð- sungin, ef þau fyndust, að Þing- eyrum. Bað ég því miðilinn í dag, er mér var falin norðurför- in, að leita ieyfis Agnesar og Friðriks fyrir þeirri breytingu. Tók miðillinn því vel og bauð mér aö vera viðstaddan skrift sína í kvöld. Það gat ég því- miður ekki vegna anna, en kom hinsvegar til viðtals við hann að skriftinni lokinni. Fékk ég þá aö vita að þau Agnes og Friðrik héldu fast við þá ósk sína að jarðsyngingin færi fram aðTjörn og séra Sigurður Jóhannesson frá Hindisvík gerði prestverkin. Þau höfðu sagt það vera rangt að höfuð þeirra hefðu veri’ð flutt , í Þingeyrarkirkjugarð: „Gæðakonan góða" - Þingeyr- arprestkonan - hafði aö vfsu falið vinnumanni sínum að gera svo, nóttina cftir aftökuna, en hann svikist um það, án þess þó nokkurn tíma yrði uppvíst, og hefði hann tekiö það leyndarmál með sér í gröfina. Vinnumaður- inn hefði farið til aftökustaðar- ins þá um nóttina, eins og til stóð tekið höfuðin niður, en í stað þess að fara með þau til Þingeyra og grafa þau þar á laun, eins og hann hafði lofað prestkonunni að gera, gróf hann þau: „sem svarar feti norðán við dysina. þar er malarbornara". Fyrir nokkru síðan hafði Agnes vísað all nákvæmlega á dysina og meðal annars með þeásum orðum: „Það er í hásumars-sól- setursátt, séð frá aftökupallinum og skammt frá honum1-. í sögu Nathans Ketilssonar og Skáld-Rósu. eftir Brynjólf Jóns- son frá Minna-Núpi, er ég hefi nú fyrir framan mig, segir svo á blaðsíöu 123, eftir að aftökunni hefir verið lýst: „Líkin voru lögð í kistur og grafin þar skammt frá, en höfuðin sett á stengur, því svo var ákveðið í dómnum“. Aðrar upplýsingar uin afstöðu dysjarinnar, er ekki þar að hafa og verð ég því að hlíta leiðsögu höggið hitti þegar rétt og tæki af í einu. Með háttum þeim, sem hafðir voru í Vatnsdalshólum, hlaut böðullinn, ef hann stóð uppréttir við verk sitt, og annað er lítt hugsanlegt að hann hafði gert, að hafa notað langskefta öxi, en það dregur mjög úr örygginu að vel takist og í einu höggi. En að vitni fógetaréttarins hefur þetta, ef svo mætti setja, blessazt prýðilega fyrir Guð- mundi Ketilssyni. Það virðist nú yfirhöfuð vera uppi sú alda, að það þurit að endurjarða utan garðs grafna atbrotamenn fyrri alda í vígðum reit. Árið 1934 voru leifar þeirra Agnesar og Friðriks eftir draum- um og að tilhlutan einhverra auðtrúar- jöfra grafnar upp í Vatnsdalshólum og jarðaðar á ný í Tjamarkirkjugarði með yfirsöng. Var uppgröfturinn ffaminn mjög sóðalega af ótýndum mönnum, á íhlutunar forminjavörzlunnar. fundust um leið nokkrar látúnsmyllur, sem verið höfðu á upphlut Agnesar, er sýna, að líkin hafa verið grafin í öllum fötum. Nú er þetta allt löngu liðið og leifar atburðarins eru engar, nema hvað höggstokkurinn og öxin em geymd í Þjóðominjasafninu. ímugustur sá, sem menn höfðu á henni forðum, er nú horfinn, því það er eitt helzta gaman gesta í safninu, að snerta á henni og taka hana upp, er gæzlumenn vinda sér frá. Svona er allt breytingunum undir- orpið. Agnesar, þegar til ieitarinnar kemur. Agnes hafði látið þess getið í kvöld, t sambandi við frásögnina um höfuðin, að vinnumaöurinn hefði ekki tekið sitt höfuð upp af stönginni, heldur brotið hana, skilið brotið eftir í höfðinu, og að þar sé það enn. Þá hafði hún gefið mér þctta ráð, ineðal ým- issa annarra, viðvíkjandi norðurförina: „Guðmundurá að fá aðstoð Magnúsar gamla á Sveinsstööum, þvi hann mun reynast góður leitarmaður". Hver þcssi Magnús er, eða hvort hann er til, veit ég ekki. „14. júní 1934. Klukkan er 8 að niorgni. Ég er lerðbúinn til norðurfararinn- ar og býð óstundvísra förunauta, er ætla til Akureyrar. Það er andvöku-hugleiðingar næturinnar er nú rvðja sér til rúms.á pappírinn. Ókvfðinn um erindislokin tókst ég á hendur í gær þetta fyrirhugaða ferðalag, því ég haföi fengið að kynnast starfshætti miðilsins og því er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.