Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn 1 Sunnudagur7. febrúar 1988 S Rætt við Jens Hvidtfeldt Nielsen sem vígður hefur verið til Hjarðarholtsprestakalls unnudaginn 24. janúar síðastliðinn var Jens Hvidtfeldt Nielsen vígður til Hjarðarholtsprestakalls í Dalasýslu. Það er svo sem ekki óalgengt að prestar séu vígðir til starfa, heldur hitt að Jens er danskur að uppruna og prestssonur að auki. Tímanum lék forvitni á að vita meira um Jens og lögðum því leið okkar í heimsókn til hans á dögunum og fengum hann til að segja okkur eitt og annað af sjálfum sér. PRESTSSONUR FRÁ SJÁLANDI „Ég er aðallega alinn upp í litlu sveitaþorpi sem heitir Föllenslev og er á norðvestur Sjálandi," sagði Jens. „Faðir minn var prestur og þaðan má eiginlega segja að áhuginn á guðfræðinni sé kominn, samt ekki beint, þvf á tímabili var maður einmitt mikið á móti henni, senni- lega vegna þess að maður var uppal- inn á prestsheimili. Árið 1972 varð ég stúdent frá Næstved Gymnasium á suður Sjá- landi og ákvað þá að vinna í eitt ár til að átta mig á hlutunum. Eftir þetta ár var ég ákveðinn í að fara að læra þýskar bókmenntir við háskól- ann í Kaupmannahöfn en fór þess í stað að lesa ýmsar gamlar sígildar bókmenntir sem vöktu upp áhugann hjá mér á guðfræðinni. Það varð því úr að ég fór að læra guðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn haust- ið 1973, þannig að segja má að þetta sé mjög gamall áhugi hjá mér. Námið fór fljótlega út um þúfur, vegna þess að ég var ekki nógu gamall eða nógu þroskaður til að fara í þetta nám og fór því að vinna ýmis störf næstu sex árin í Kaup- mannahöfn.“ í ROKKINU í KAUPMANNAHÖFN „Það er nú kannski svolítið óvenjulegt fyrir prest, en ég var hippi af lífi og sál á þessum árum, en samt ekki meiri hippi en svo að ég var í vinnu allt þetta tímabil. Á sama tíma var ég líka virkur rokk tónlist- armaður, en samt sem áður missti ég aldrei tengslin við kirkjuna og hafði alltaf mikinn áhuga á hennar málum og tók m.a. þátt í nokkrum tilrauna- messum sem fram fóru í Kaup- mannahöfn á þessu tímabili. Kaup- mannahöfn var góður staður bæði hvað varðar jazz og rokk tónlist á þessum árum og er víst enn. Þetta var virkilega skemmtilegur og spennandi tími fyrir mann sem var áhugasamur um rokkmenninguna. Allan þennan tíma bjó ég á stú- dentagarði í Kaupmannahöfn og þar fór ég að kynnast nokkrum Islend- ingum, sérstaklega einni íslenskri stúlku. Ég man eftir því að í grunn- skóla lærði ég um ísland, bæði í dönsku þar sem kafli úr Njálssögu í danskri þýðingu var í lestrarbók okkar krakkanna og ég man líka eftir kennslu um ísland í landafræði og fékk þá strax mikinn áhuga á landinu. Það má líka nefna að foreldrar mínir voru í lýðháskóla í Danmörku á sínum tíma. Þau hafa sagt mér að þar hafi alltaf verið mikill áhugi fyrir íslandi, enda mikil virðing borin fyrir landi og þjóð, eins og sumir hafa fengið að kynnast, meira að segja fyrir sjálfstæðisbaráttu íslend- inga sem annars var mjög lítil virðing borin fyrir í Danmörku." ÍGUDFRÆÐINÁM Á ÍSLANDI „Árið 1978 fór ég til íslands sem ferðamaður og heillaðist mjög af landinu, svo og fólkinu sem tók mjög vel á móti mér. Það varð síðan úr að ég fluttist til landsins í desem- ber 1979 og fór að vinna á lagernum hjá Ölgerðinni. Samhliða vinnunni var ég að læra íslensku og hafði alltaf málfræðibókina með mér í vinnuna til að geta lært beygingar og bæta þar með íslenskukunnáttu mína, þegar ég var ekki að stafla ölkössum á lagernum. Um haustið fór ég síðan í guðfræði í háskólanum og þá fór guðfræðinámið loksins að ganga al- mennilega hjá mér og ég held áfram nokkuð vel þangað til að ég fór að vinna með náminu sem kirkjuvörður í Neskirkju í vesturbæ Reykjavíkur, í þrjú og hálft ár. Það dró nokkuð úr námsafköstum á tímabili og leiddi til þess að ég hef verið sjö ár að ljúka náminu." ANDSTÆÐUR FRÁ TÍMANUM í DANMÖRKU „Um þessar mundir bjó ég á Jens Hvidtfeldt Nielsen frá Sjálandi var nýlega vígður til Hjarðarholtsprestakalls í Dalasýslu. (Tlmamynd Gunnar) jens ásamÁonu si""|'™U'ooou Heiou. ^gurlónsdóttuí 09 •—» Garði og kynntist konunni minni Ingigerði Sigurjónsdóttur frá Hamrahlíð í Skagafirði, en hún er dóttir hjónanna Sigurjóns Sigur- bergssonar og Heiðbjartar Jóhann- esdóttur. Við kynntumst í ársbyrjun 1985 og fórum næsta sumar að vinna á kúabúi hjá móðurbróður hennar, Kristjáni Jóhannessyni á Reykjum í Lýtingsstaðahreppi. Um haustiðfór- um við síðan til Reykjavíkur og ég hélt áfram náminu, en vorið 1986 fluttum við norður aftur og ég gat klárað námið með því að senda ritgerðir suður og koma suður sjálfur svona við og við. Ég hef fengið að upplifa margt í Skagafirðinum sem ég hef ekki kynnst áður, þó svo að ég sé ættaður úr sveitaþorpi. Ég hafði jú fundið lyktina af kúamykju í Danmörku en aldrei þurft að fást við kýrnar sjálfur eins og ég hef þurft að gera núna. Það var mikil reynsla fyrir mig að koma á íslenskan bóndabæ, og á bæ þar sem heitt vatn kemur upp úr jörðinni og maður þarf að fást við öll störf sem þarf að gera með bóndan- um, s.s. viðhald á húsunum, annast kýrnar og gróðurhúsin. Það er mjög einkennilegt fyrir útlendan mann að vera þátttakandi í þessu öllu saman. Svo líka ferðirnar sem ég hef farið með tengdaföður mínum. Ég fór t.d. í þriggja daga göngur í fyrra haust, sem er mjög mikil og stórkost- leg reynsla fyrir mig, þetta er allt, allt öðruvísi en maður hefur staðið í áður og mjög miklar andstæður frá tímanum í Danmörku.“ TALARNÆR LÝTALAUSA ÍSLENSKU Félagar hans úr guðfræðideildinni hafa haft það á orði hversu fljótur hann hafi verið að ná að tala og skrifa rétta íslensku, jafnvel svo vel að hann tali og skrifi réttara mál en samstúdentar hans í deildinni. „Ég veit ekki hvað skal segja, ég hef ekki fengið það ókeypis, ég hef lagt mjög mikið á mig til að læra málið og vissi það strax að ef ég ætlaði mér að verða prestur á íslandi þá yrði ég að vera sæmilega góður í tungumálinu. Allt frá því að ég skrifaði litla ritgerð í Kirkjusögu á fyrsta misseri þá skrifaði ég á ís- lensku og notaði orðabækurnar og reyndi að vanda mig allan tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.