Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn í TÍMANS RÁS ;;:v Kristján Björnsson: Sunnudagur 7. febrúar 1988 Yor endanlegn markmið Pað er merkilegt að sjá hvernig ýmsir þrýstihópar og öfgasinnar beita náunga sína ofríki til að ná fram eigingjörnum markmiðum sínum. Nýlegasta og um leið ömur- legasta dæmi um grunnhyggna til- burði í þessa veru, er vafalaust stríðsyfirlýsing Svía nokkurs og einhvers fulltrúa Breta gegn ís- lenskum fiskimönnum og þar með þjóðinni allri. Það hefur að vísu oft verið grunnt á því góða með grönn- um og þarf ekki að fara langt aftur í tíma til að rifja það upp. Það er ekki langt síðan breskir fiskimenn áttu í opinberu stríði við okkur í þorskastyrjöldunum. Þá voru heldur ekki sparaðar freigátur hennar hátignar, ef ég man þetta rétt. Svipaða sögu er vitanlega að finna varðandi þann sænska. Hver man ekki eftir því stríði er braust út í sænskum fjölmiðlum er vor ástsæli forseti sótti þá frændurna heim fyrir skammri stundu á mæli- kvarða eilífðarinnar. Þá voru for- síðurnar fullar af því efni helstu að sanna með einum eða öðrum hætti að Silvía væri samt glæsilegri. Hófst ekki á sama tíma skítugur óhróður á hendur íslendingum í slúðurblöðunum? Það vekur mér reyndar nokkra furðu að stórt heimsveldi á borð við hið breska skuli ekki eiga sjálft mannskap til sendiferða í önnur lönd. Það verði m.ö.o. að leita allt til annarra heimsálfa, Kanada í þessu tilfelli, til að finna hæfilega brjálaðan sendimann. Er þetta því furðulegra ef litið er til allra þeirra milljóna breskra þegna sem ganga um atvinnulausar þessi misserin. Hefði ekki mátt dubba upp einn þeirra sem ekkert hafa fyrir stafni. Einhvern veginn hefði mér liðið betur innst inni ef Egils-appelsínið á Borginni hefði fengið að renna um þurrar kverkar atvinnulausra verkamanna í utanlandsreisu, en þessara fínt klæddu atvinnuskæru- liða. Jú, mikill er Andskotinn, eins og kerlinginn sagði og enginn ástæða er fyrir okkur að vanmeta bitið í klóm hans og tönnum. En hvað er hið endanlega markmið „friðung- anna“ frá borgum hinna stóru landa? Hvers vegna eru þeir nú komnir hingað með stríðsyfirlýs- ingar? Því reyni ég ekki að svara nema með getgátum einum. Hitt hlýtur að vera öllum skynugum mönnum ljóst að markmið þeirra er varla svo smátt að verið sé að biðja Halldór Ásgrímsson og Kristján Loftsson að minnka hóflega hval- veiðarnar. Ég held að engum heil- vita íslendingi blandist um það hugur að það er ekki markmið þessara skæruliðasveita granna okkar. Grundvallarmarkmið, og þá um leið endanleg markmið, „friðunganna" seilist mun lengra inn í útópískar hugmyndir en svo. Markmiðin eru á mjög einföldu og skýru máli þau að allir menn í öllum löndum og á öllum höfum hætti aðdrepadýr og yrkja jörðina. Þetta eru hin endanlegu markmið og því ekki að segja það bara. Friðungar af ýmsu tagi grassera í flestum álfum og lifa að því er virðist nokkuð góðu lífi á framlög- um ótrúlegustu fyrirtækja og ein- staklinga. Það mætti samt segja mér að framlög þessi væru ekki öll til komin af góðu einu. Mér flýgur í hug gamla góða mafíubragðið, sem felst í þvf að bjóða verslunar- keðjum grið gegn vægu gjaldi. Einnig get ég ímyndað mér að góður peningur geti skilað sér inn í samansöfnuðum framlögum undirmálsmanna er sýna vilja mátt sinn með þátttöku í starfsemi al- þjóðlegra skæruliðasamtaka. Hvað um það. Engin ástæða er þó til að skrifa sig inn á svartan lista þessara sjálfskipuðu umboðs- manna almennings og eiga það á hættu að bíta í appelsínur, sem „samtökin“ hafa eitrað í áróðurs- skyni fyrir málstað sínum. Þorsta þessara umboðsmanna verður ekki svalað með því að láta undan hótunum þeirra. Völd ' þeirra leyfi ég mér að efast um. Ég leyfi mér þá ekki síður að efast um að þessa menn hefur almenningur langt í frá kosið sér að fulltrúum. Hvað mínum söguskýringum viðvíkur, kemur ekki nema tvennt til greina varðandi eðli þeirra. Annað hvort eru umboðsmennirn- ir einhverjar markverðustu leifar blómafræfla- og friðunarhugsjónar frá tímum hippanna og uppreisnar gegn veiðimannagrimmdinni. Þá væri eina breytingin sú að nú eru þeir komnir í jakkaföt og hvítar skyrtur, nema þegar þeir ferðast um íklæddir skipstjórabúningum á almenningsfarrými Flugleiða. Hitt kemur ekki síður til greina að álykta sem svo að hér séu einfaldlega á ferðinni einhver hættulegustu fasistasamtök nútím- ans. I það minnsta er það ekki fjarri lagi ef við skoðum orrustuað- ferðirnar af gaumgæfni. Þarna eru nægir fjármunir á ferðinni og næg eru skothylkin í formi veggspjalda- áróðurs. Svo má ekki heldur gleyma því hversu aðferðir þeirra eru barnalega einfaldar, en það er að mínu mati eitt mest áberandi auðkenni fasistahreyfinga. Valdastiginn er hreinn og fórn- fýsi hinna lægra settu, þ.e. þeirra sem ekki klæðast „júniformum" á almenningsfarrýmum, er innt af hendi af fullkominni auðmýkt. Meðlimirnir svalla um á gúmmí- bátum á ólgandi útflóum hvalamið- anna við ísland, án þess að skeyta um eigin jarðbundin örlög. Hug- sjónin er há og reyndar háfleygari en svo að hún hafi í raun nokkurt samband við þær jarðbundnu hug- sjónir sam haldið hafa bænda- og útgerðarmenningu á lífi til þessa. Þegar taka á afstöðu til málefna er rétt að hyggja að því í hverju endanleg markmið okkar mann- skepnunnar felast. Ber okkur að yrkja jörð og höf f sveita vors andlits, eða ber okkur að falla á kné og hlýða sendiboðum skæru- liðanna? Gettu nú Fossinn á myndinni hjá okkur sl. sunnu- dag var Gljúfurárfoss eða Gljúfrabúi undir Eyjafjöllum. En hér sjáum við yfir höfnina í vestfirsku sjávarþorpi og spyrj- um hvar það sé. A undanförnum árum hafa ferðir um Vest- firði verið mjög vin- sælar og líklegt að mörgum verði ekki skotaskuld úr að svara. KROSSGÁTA SlGLc omm Ti*l -þl/A/6- TORN OoRO LÆÞ/K VDf/m VlM HL'fíT'- UR ,a/ö/ o si&uK 8 £ 'Ooo KUK\ P/RMfi STÓKU ÆTT K \/OL ÆVPl) oTuc T?cE> ot/ernt) 'ftR sruinA XDMtíT YFIR Q ANGftN ILIFDU FRERl FLJoT J?öf> Bjsls IfiVU l/(DNP KV/K. LftVS UN6 FLUfifl 7?£I£> LftS u 'OL&ft $Tfíp wg. FuölT STbFU WRÐl V/fíVft vSftu- SilftR t VIÞB/r I+fiUD- M/EL-l' Blts/iNtf PfíRÐA Þoii Œ533 fPísrfi I x SKST. ElH S &RINO BF/5KJA 6C-R/1 ÍFN) l^eiNS P/>- lo KotVfí GCRIft oriP KORN n muNs /z rntfi /op/ Jín b/JoT UÐ o6£$- L6*r tfftUT /l HEIWR -S TltA 73 G H Q /s V/PUR- K eust GYDJft 77 •ROD S//)R 'RCÞ VtP- sxívrt 1o áSlm BftROi íÉl SKIHN 77 £00 fiam ■D

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.