Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 11
Wéé INTERNATIONAL Steve hafði ekki gert ráð fyrir slíku blóðbaði og varð skelfingu lostinn, þegar hann sá að fötin hans voru ötuð blóði. Hann gæti ekki farið út svona til fara. Þá fór hann upp og leitaði uppi svefnherbergið. Þar mátaði hann hverja flíkina á fætur annarri, en ekkert hentaði honum, sem varla var von, því Bond var hávaxin og grannur, en Steve meðalhár og þéttholda. Hann átti þó engra kosta völ og varð að gera það besta úr þessu. Hann tróð eigin, blóðugu fötum í plastpoka og yfirgaf húsið. Pok- anum fleygði hann frá sér á óbyggðu svæði, ieitaði síðan að síma og hringdi á leigubíl. Til að bílstjórinn tæki ekki allt af vel eftir útganginum á honum, settist hann fast úr í sætishomið og gætti þess jafnframt að spjalla heil ósköp um daginn og veginn, til að vekja ekki grunsemdir. Gleymdi peningum Þegar bíliinn náigaðist Heanor, leit Steve á gjaidmælinn og stakk síðan hendinni f vasann, en fann sér til skelfingar, að hann hafði skilið 10 punda seðilinn eftir í sínum eigin buxum, sem hann var nú búinn að fleygja. Nú voru góð ráð dýr. Leigubfl- stjórinn var ekki sem blíðastur á manninn, þegar Steve bað hann að bíða á götuhomi, spottakom frá heimili sínu, meðan hann færi að sækja peninga. Bílstjórinn sagði, að ef hann yrði ekki kominn aftur eftir fimm mínútur, færi hann beint til lögreglunnar. Steve stökk út úr bílnum og hljóp 200 metrana heim til sín Nokkrum mínútum síðar kom hann lafmóður aftur og greiddi tvöfalt gjald fyrir aksturinn. Leigubflstjórinn, Kevin Linton, var hæstánægður með greiðsluna, en fannst samt að eitthvað væri grunsamlegt við farþegann. Þegar Kevin frétti um morðið á Maurice Bond, tveimur dögum seinna, gerði hann lögreglunni viðvart. Herman Rikard, rannsóknarlög- reglumaður hlustaði af athygli og spurði síðan, hvort náunginn hefði verið með poka eða tösku, sem föt hefðu getað verið í. Kevin hristi höfuðið. Rikard var þeirrar skoðunar, að ef hér væri um morðingjann að ræða, hefði hann rænt fötum af fómarlambi sínu og fleygt sínum eigin. Netið herðir að Kevin Linton útskýrði nákvæm- lega hvar og hvenær hann hefði tekið umræddan farþega og nokkr- um klukkustundum síðar voru föt morðingjans fundin. Af þeim mátti marka að eigandinn væri um 175 sm á hæð og upp undir 100 kíló. Á pokanum var líka alimikið af fingrafömm. Tíminn 11 !& Jámhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Mest seldu dráttarvélar á íslandi 1987 CASE-lnternational dráttarvélar eru viöurkenndar fyrir gæði auk þess að vera leiðandi merki í tækniþróun. Frábær aðstaða fyrir stjórnanda, svo sem demparasæti, slétt gólf, litað gler, öflug þriggja hraða miðstöð, útvarp, allir nauðsynlegir mælar, góð staðsetning stjórntækja er aðeins ein ástæða þess hve margir bændur velja um CASE-lnternational. Munið að bera saman búnað, verð og greiðslukjör. Vinsamlegast gerið pantanir tímanlega fyrir vorið Nokkrar vélar til af- greiðslu strax á verksmiðjuverði frá síðastliðnu ári. SÉRSTÖK GREIÐSLUKJÖR Á ÞESSUM VÉLUM SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Lýsing þessi kom vel heim við farþegann, sem Kevin tók í grennd við morðstaðinn. Þar sem ekki hafði tekið nema fáeinar mínútur að sækja peningana, hlaut hann að búa skammt frá hominu, þar sem hann bað Kevin að bíða. Tæknimenn fundu einnig hvítt duft á buxnaskálmunum, sem við greiningu reyndist hveiti og þar með hlaut náunginn að starfa í brauðgerð. Þar sem aðeins ein slík Maurice Bond hefði að líkind- um ekki sagt upp viðskiptum við brauðgerðina, hefði hann vitað að það myndi kosta hann lífið. var í Heanor, fór lögreglan og ræddi við Spiers, eiganda Wind- mill-brauðgerðarinnar. Allt kemst upp Spiers varð forviða á að lögregl- an skyldi vilja ræða við hann vegna morðsins á Maurice Bond. - Það eina sem ég hef haft saman við hann að sælda, er að þar til nýlega framleiddi ég brauð handa stórverslun hans, útskýrði Spiers. En þegar hann var spurður, hvers vegna þeim viðskiptum hefði verið hætt, sagði Spiers frá tölunni og eldspýtunni, sem fundist höfðu í brauðinu. - Þið megið ekki fyrir nokkum mun haida, að það standi í ein- hverju sambandi við morðið, sagði Spiers og bætti síðan við sögunni um piltinn, sem hann hafði orðið að segja upp störfum, einmitt vegna þessa. Þegar lögreglumenn börðu að Steve Mahoney fékk lánuð föt fórnarlambs síns og þau voru sönnunargögnin, sem felldu hann. dymm hjá Steve Mahony og bám upp á hann gmn sinn, þverneitaði hann að hafa átt nokkurn þátt í morðinu. Farið var með hann á stöðina, þar sem fingraför hans vom tekin. Þau komu heim og saman við hin á plastpokanum og því var Steve handtekinn og ákærð- Ur fyrir morðið á Maurice Bond. Hann sá að leikurinn var tapaður og lýsti sig sekan. Han sat í gæslu- varðhaldi, þar til málið var tekið fyrir í byrjun september í fyrra. Réttarhöldin stóðu aðeins í fjóra daga og dómurinn hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.