Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 13
Sunnudagur 7. febrúar 1988 Tíminn 13 „Erflðast að læra textann“ -sögðu þeir ívar og Þorleifur sem fara með hlutverk sótarans í söngleiknum. Finnst ykkur gaman að leika í óperunni? „Já, en það er erfitt á köHum. f byrjuninni verðum við að hafa til- finningarnar fyrir því sem við erum að gera í alvörunni," sagði Þorleifur, „t.d. eigum við að gráta, síðan eigum við að kvíða mjög mikið fyrir að fara inn í strompinn og allskonar svona. Það er skemmtilegast að fá að leika," sagði Þorleifur að lokum. „Já, það er mjög gaman að leika. Mér finnst skemmtilegast að fara inn í strompinn, inn í skápinn og læra textann," sagði fvar. Þeir félagar ívar og Þorleifur voru sammála um að erfiðast hafi verið að læra textann. Er ekki leikstjórinn alltaf að skamma ykkur? „Nei, jú stundum, við verðum að viðurkenna það.“ ABÓ ■: ■ '■ ! ívar Helgason (t.v.) og Þorleifur Arnarsson fara með hlutverk litla sótarans, Bjarts. (Tímamynd Gunnar) „... hver er sú sorg sem hjarta mitt knýr..“ sagði barnfóstran sem leikin er af Elísabetu Erlingsdóttur. Markús, Björgvin, Þorleifur, Marta, Hrafnhildur, Sara og Rúnar f | hlutverkum barnanna. (Tímamynd Gunnar) „ÞETTA ER EINFALDLEGA GÓÐ BARNAÓPERA11 - segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri „Þessi sýning er ekki hvað síst hugsuð sem samvinnuverkefni milli skólanna og íslensku óperunnar," sagði Þórhildur. „Það var haft samband við alla tónmenntakennara, að minnsta kosti á Stór-Reykjavíkur svæðinu og þeir beðnir að æfa söngvana sem koma fyrir í óperunni með krökkun- um. Þeir fá nóturnar og spólu með lögunum og við vonumst til að þeir æfi þessi lög með krökkunum, þann- ig að þegar þau koma þá geti þau sungið með og fundist þau vera meiri þátttakendur. Það má segja að þetta sé mjöggott innlegg í tónlistaruppeldi þeirra og veitir krökkunum innsýn í annars konar tónlist en þau eru mörg hver að fást við á hverjum degi. Þess vegna er líka þessi þáttur á undan til þess að setja þau aðeins inn í hvað gerist í leikhúsi áður en sýning er sett upp. Bæði með þeim þætti og það að láta krakkana syngja er góð tilraun til að leiða þau inn í leikhúsið og leyfa þeim að vera einhverjir þátttakendur í leiknum, þannig að þeim finnist ekki, að ópera sé ekki ,,..við þig sendum aldrei framar inn, við þig sendum aldrei framar inn..“ sungu börnin þegar Bjartur hafði grátbeðið þau um að bjarga sér. Marta, Gylfi, Ivar, Bryndís Finnur, Atli og Aðalheiður í hlutverkum barnanna. (Tímamynd Gunnar) svo fjarri öllum að þau geti ekki haft gaman af henni. Því miður er ekki um auðugan garð að gresja í raunverulegum barnaóperum. Þetta verk hefur marga kosti sem barnaópera, það er mjög skemmtileg tónlist í því og svo eru börn í óperunni, söguþráðurinn er ákaflega einfaldur og í rauninni öllum aðgengilegur. Ástæðan fyrir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. (Tfmamynd Gunnar) valinu upphaflega, er að þetta er einfaldlega góð barnaópera. Ég vil bara hvetja tónlistar- kennara til þess að vera búna að vinna þetta með krökkunum svo þau hafi meiri ánægju af sýningunni og geti tekið vel undir í söngvunum.“ ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.