Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Sunnudagur 7. febrúar 1988 Sunnudags- LEIDARI Tónlistarkennslan Pegar Pétur Guðjohnsen gekkst fyrir því að orgel var fengið í Dómkirkjuna í Reykjavík árið 1848 voru íslendingar fimm hundruð árum á eftir þjóðunum á meginlandinu í tónlistarefnum að bestu manna áliti. Sönglistariðkunin í landinu hafði takmarkast við ekki mjög agaðan tvísöng eða kirkjusöng þar sem þeir voru forsöngvararnir Þorkell þunni („á útgönguversinu sprakk hann“) og lagsbræður hans. Hljóðfæraleikurinn takmarkaðist hins vegar við jafn dularfull hljóðfæri og langspilið og fiðluna íslensku, að ógleymdum gítarnum Sigríðar í Brekkubæ, en fordrukknir, danskir lögreglu- þjónar skemmtu með flautuleik í klúbbnum við Aðal- stræti í Reykjavík. Pétur og Dómkirkjuorgelið boðuðu því árroða nýrra tíma í tónlist á íslandi. Jónas Helgason stofnað fyrsta íslenska kórinn 1862 og Helgi bróðir hans kom með lúðrana fjórtán árum seinna og stofnaði fyrsta vísinn að íslenskri hljómsveit. Bjarna Porsteinssyni tókst að bjarga því sem bjargað varð af íslenskum þjóðlögum. Nú er þetta orðið löng saga að rekja. Auðvitað þurftu menn að ræskja sig lengi eftir að hafa varla rekið upp bofs í fimm aldir, en allt hefur þetta komið smám saman og er nú hljóðfærasláttur og söngur í hverjum ranni. Ekki var leið íslendinga yfir aldahafið mörkuð mörgum risaskrefum, þótt menn yrðu að reyna að fara hana á skömmum tíma. En kannske er einna helst hægt að tala um risaskref þegar loks var byrjað að koma á fót tónlistarkennslu í íslenskum skólum, (sem því nafni var nefnandi), en það var ekki fyrr en á sjötta áratugnum og átti þar að heiðurinn mestan Gunnar heitinn Thoroddsen, þá borgarstjóri í Reykjavík. Hann gekkst fyrir stofnun fyrstu skólahljómsveitanna og dæmi framtaks hans var þegar fylgt svo að segja alls staðar á landinu. Ávöxtur þessa er sá að nú er svo mikið til af hámenntuðum hljóðfæraleikurum í landinu að hlutur aðkeyptra útlendinga í Sinfóníuhljómsveitinni og annars staðar í íslenska tónlistarlífinu er hverfandi. Petta er mikil breyting frá því sem var, en það var óskadraumur Bjarna heitins Böðvarssonar, fyrsta for- manns FÍH, að ekki þyrfti að sækja nær alla kunnáttu- menn í músík til annarra. Þetta er meðal annars árangurinn sem þjóðlífið nýtur nú af vakningunni sem tónlistarkennslan í skólunum hafði í för með sér. En þetta er ekki eini ávinningurinn. Aldrei verður metið það gildi fyrir unglingssálirnar sem þessi kennsla hefur. í samtímanum skortir mikið á að næg stöðvun sé fyrir hendi í allra handa ærustu og fjölmiðlafári og margan skortir mjög tómstundaiðju sem verður að kjölfestu og fullnægir þránni eftir verðugum viðfang- sefnum. Pessi kennsla er slík kjölfesta og hér skal gengið svo langt að fullyrða að hún hefur skipt sköpum um gæfu margra unglinga. Því eru þessi orð rituð að heyrst hefur að ætlunin sé að færa byrðarnar af þessari kennslu yfir á sveitarfélög- in, sem hafa mjög misjafna getu til þess að kosta hana. Þetta gæti stefnt þessu holla og ágæta starfi í hættu víða og mest er hættan þar sem sveitarfélögin eru minni og nauðsynin um leið mest. Þegar íþróttirnar (og þessa dagana skáklistin) eiga í hlut, kemur í ljós að allir eru boðnir og búnir til bjargar, ef einhvers staðar kreppir að með fé. En tónlistarkennslan á skilið að hreppa jafn háan sess, sé horft til uppeldisgildisins. Það munu vera um þúsund börn víðs vegar um landið sem að þessu búa nú og starf þeirra er stolt og gleði heimabyggðar þeirra. Að þessu á skilyrðislaust að hlúa sem best. Tíniimi Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Bergljót Davíðsdóttir Agnar Birgir Óskarsson ERLEND MÁL Fráfall Ching-kuo veldur Bandaríkjamönnum og Kínverjum áhyggjum Verður reynt að stofna sjálfstætt ríki á Taiwan? OFT GETUR fráfall eins manns skapað mikla óvissu. Þetta gildir um lát Chiang Ching-kuo, forseta á Taiwan, sem samkvæmt gildandi stjórnlögum þar var forseti alls Kínaveldis. Ovissan, sem fráfall hans veldur, er einkum sú, að í kjölfar þess rísi upp hreyfing á Taiwan, sem beiti sér fyrir því, að Taiwan verði sjálfstætt ríki, slitið úr öllum tengslum við Kína. Jafnt Bandaríkin og Kína virðast óttast þetta. Það var nokkur vísbending um þetta, að Zhao Ziang, leiðtogi Kommúnistaflokks Kína, var ein- na fyrstur til að senda stjórninni á Taiwan samúðarskeyti, þar sem tekið var fram að Ching-kuo hefði fylgt ákveðið þeirri stefnu, að Kína og Taiwan væri eitt ríki, og var lokið á hann lofsorði fyrir það. Taiwan eða Formósa, eins og eyjan var kölluð áður, heyrði undir Kína til 1895, þótt samskiptin væru aldrei mjög náin. Árið 1895 lögðu Japanir Formósu undir sig og fóru þar með stjórn til loka síðari heims- styrjaldarinnar 1945. Þá var Taiwan aftur sameinuð Kína, en Chang Kai- shek var þá forseti Kína. Pegar kommúnistar steyptu honum af stóli 1949, fór hann með mestallan her sinn til Formósu og lýsti stjórn sína þar áfram hina einu löglegu stjórn Kínaveldis. Bandaríkin féllust á þetta og fram til ársins 1971 var árlega samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna fyrir atbeina Bandaríkja- manna að stjórnin á Formósu, sem þá hafði hlotið kínverska nafnið Taiwan, færi með umboð Kína, en ekki stjórnin í Peking, sem nú hefur híotið nafnið Beijing. Bandaríkin héldu þó áfram diplómatiskum eða stjórnmálaleg- um tengslum við stjórnina á Tai- wan fram til 1. mars 1979, en rauf þau þá endanlega. Þetta var for- dæmt af Ronald Reagan í forseta- kosningunum þá um haustið og eftir að hann kom til valda í janúar 1980 hét hann Taiwan fullum efna- hagslegum og hernaðarlegum stuðningi, þótt formlegt stjórn- málasamband væri ekki tekið upp að nýju. CHIANG KAI-SHEK var for- seti Taiwan til 1975, þegar hann lést, nær níræður að aldri. Með honum höfðu flust frá meginland- inu nær tvær milljónir Kínverja, og hafa þeir og afkomendur þeirra ráðið lögum og lofum á Taiwan síðan. Þeir eru nú taldir um 15% íbúanna, sem eru 19-20 milljónir alls. Petta hefur að sjálfsögðu vald- ið óánægju þeirra íbúa, sem fyrir voru, og afkomenda þeirra, og hefur verið spáð, að þeir myndu ekki til lengdar sætta sig við yfirráð innflytjendanna frá meginlandinu. Pegar Chiang Kai-shek féll frá 1975, var elsti sonur hans, Chiang Ching-kuo, forsætisráðherra og hafði verið hægri hönd föður síns eftir flóttann frá meginlandinu. Hann þótti því sjálfsagður arftaki föður síns, en var þó formlega ekki kosinn forseti fyrr en 1978 og þá til sex ára. Hann var endurkosinn forseti 1984, aftur til sex ára. Ching-kuo var um margt ólíkur föður sínum, sem kom oftast frarn sem einstrengingslegur einræðis- herra og boðaði ákveðið, að hann myndi aftur snúa til meginlandsins og sameina Kína að nýju. Ching- kuo var bæði alþýðlegri og sveigj- anlegri eftir ástæðum. Hann talaði lítið um að sameina Kína, þótt stjórn hans væri í orði stjórn alls Kínaveldis. Ferill hans var líka talsvert annar. Faðir hans sendi hann til Sovétríkjanna 1925 en hann hafði þá nána samvinnu við þau. Ching-kuo hóf þar nám, en féll í ónáð eftir að hafa verið í Kommúnistaflokknum og var sendur í útlegð til Síberíu. Árið 1937 fékk hann leyfi til að snúa heim aftur. Hann var 77 ára, þegar hann lést, og hafði síðustu misserin verið í hjólastól. Nýr forseti á Taiwan, Lee Teng-hui Undir stjórn þeirra feðga hafa orðið miklar efnahagslegar fram- farir á Taiwan og lífskjör munu vera óvíða betri í Ásíu. Hins vegar hefur aðeins verið þar lýðræðisleg stjórn að nafninu til og Kínverjarn- ir, sem fluttu með Chiang Kai-shek frá meginlandinu, höfðu þar öll völd á kostnað íbúanna, sem fyrir voru. Síðustu misserin urðu þó vissar tilslakanir af hálfu stjórnvalda í þessum efnum. Eitt merki þess var það, að maður af ættum annarra en aðfluttra Kínverja, Lee Teng-hui, var kosinn varaforseti 1984 og hefur hann nú tekið við forseta- embættinu og mun gegna því þau tvö ár, sem eftir voru af kjörtíma- bili Ching-kuo. ÞAÐ ER nú sameiginlegur ugg- ur stjórnanna í Beijing (Peking) og Washington, að fráfall Ching-kuo verði til þess að sú hreyfing magnist á Taiwan, að horfið verði frá því að telja Taiwan hluta Kínaveldis, heldur verði Taiwan sjálfstætt ríki. Slíkt gæti stjórnin í Beijing illa sætt sig við og Bandaríkjamenn ekki heldur, því að vegna stjórnmála- sambands Bandaríkjanna og Kína, gæti hún illa samþykkt sjálfstætt ríki á Taiwan. Fyrir bæði Kína og Bandaríkin er það þolanlegt bráða- birgðaástand, að stjórnin á Taiwan telji sig stjórn alls Kínaveldis og viðurkenni þannig í raun, að Tai- wan sé hluti Kínaveldis. Af hálfu stjórnarinnar í Beijing mun nú verða lagt aukið kapp á að vinna að því, að Taiwan innlimist í Kína, en óvíst er þó, að hún hafi hraðan á. Fyrst um sinn mun hún leggja áherslu á, að ýms viðskipti verði aukin, en þau eru nánast engin nú. Þá mun hún láta í það skína að Taiwan geti fengið sömu tilhögun innlimunar og Hongkong, en þar hefur verið samið um að óbreytt efnahagsskipulag megi haldast þar fyrstu 50 árin eftir innlimunina. Slíku verður þó vafalaust illa tekið af Kínverjum, sem fluttu frá meginlandinu fyrir nær 50 árum og afkomendum þeirra. Sennilega gildir þetta þó enn síður um íbú- ana, sem voru fyrir, og afkomend- ur þeirra. Undir niðri hjá þeim hefur vaknað hugmyndin um fullan aðskilnað frá Kína og sjálfstætt ríki á Taiwan. Síðustu 100 árin eða síðan Jap- anar hertóku Taiwan 1895 hefur Taiwan aðeins verið í tengslum við Kína í fjögur ár, 1945-1949. Senni- lega mun sjálfstæðishreyfing á Tai- wan, eiga hauka í horni, þar sem Japanar eru og ógjarnan vilja að Taiwan innlimist í Kína. Hinum nýja forseta á Taiwan, Lee Teng-hui, er mikill vandi á höndum. Hann er 65 ára, og ólst upp meðan Japanar fóru með stjórn og stundaði síðar háskóla- nám í Tokýó, en fór síðan til Bandaríkjanna og lauk þar námi í landbúnaðarfræðum við Cornell- háskólann. Eftir heimkomuna var hann handgenginn Chiang Kai- shek og Ching-kuo, og var um skeið borgarstjóri í höfuðborginni Taipei og fylkisstjóri. Hann hefur verið talinn hygginn maður, en ekki skörungur. ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON SKRIFÁR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.