Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.02.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Sunnudagur 7. febrúar 1988 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKA Morðingi könnunarleiðangur að heimili Bonds í Ripley. Sér til ánægju sá hann að húsið var nokkuð utan alfaraleiðar. Ekki var hægt að sjá aðaldymar frá neinu nágrannahús- anna, þannig að enginn sæi hann, þegar hann hringdi bjöllunni. Steve hittir Bond í lansfötum - Allir gera skyssur í lífinu, sagði Spiers og leit afsakandi á Steve Mahoney. - Því miður verð ég að láta þig fara, þó mér finnist það leitt. Hinn 24 ára gamli Steve kink- aði aðeins kolli og þar með var hann aftur orðinn atvinnulaus, eftir aðeins 10 mánaða starf í brauð- gerðinni... Eigandi brauðgerðarinnar, Cecil Spiers tók Steve Mahoney í vinnu, þegar hann fékk nýju stórverslun- ina í viðskipti, en hún var í sex kílómetra fjarlægð. Þessi nýi samn- ingur skipti miklu máli fyrir Spiers, sem hafði barist í bökkum með brauðgerðina lengi, en gat nú ráðið mann til vinnu. Steve Mahoney hafði verið at- vinnulaus í tvö ár og hann gerði allt sem hann gat til að halda nýja starfinu. Hamingjan reyndist honum þó ekki hliðholl. Fyrstu skyssuna gerði hann í maf 1986, þegar tala datt úr hvíta sloppnum hans og hafnaði í brauðdeiginu. Viðskipta- vinur fann síðan töluna í brauði, sem keypt var í stórverslunni. Spiers bað margfaldlega afsök- unar og lofaði að slíkt kæmi aldrei fyrir aftur. Eigandi stórverslunar- innar, Maurice Bond, lét við það sitja. Átta mánuðum síðar, í janúar 1987, fann annar viðskiptavinur þó eldspýtu í brauði, sem keypt var í sömu verslun. Konan hótaði að höfða mál á hendur versluninni, og Bond hótaði aftur málshöfðun á REYNSLA-GÆÐI LISTER um allt land! LISTER FJÁR- OG KÚAKLIPPUR KÚAHAUSEÐA FJÁRHAUS Á SAMA MÓTORINN LISTER BARKAKLIPPUR FJÁRKLIPPUR EINS/ÞRIGGJA HRAÐA BREIÐIR KAMBAR hendur Spiers og brauðgerðinni. Spiers tókst að tala hann ofan af því, en hins vegar ekki að fá hann til að halda viðskiptunum áfram. Þar með tapaði hann viðskiptum sem námu allt að 200 þúsundum á mánuði. Að kvöldi þess 20. janúar fór Steve aftur heim til Bonds, með síðasta strætisvagni, sem fór frá Heanor fjórðung yfir níu. Það þýddi að hann yrði annað hvort að ganga heim aftur eða taka leigubíl. Aðeins einn bíll stóð í heimreið- inni og Steve túlkaði það þannig, að Maurice Bond væri einn heima. Hann hringdi bjöllunni. Þegar dymar opnuðust, stóð Steve í fyrsta sinn augliti til auglitis við manninn, sem hafði rænt hann vinnunni og sem hann hafði ætlað sér að drepa. - Gott kvöld, sagði hann. - Ég heiti Steve Mahoney. Ég vinn í Windmill-brauðgerðinni og datt í hug að líta inn og segja hvað mér þykir þetta leitt með brauðið. Hann hélt áfram: - Má ég koma inn fyrir andartak? Það er svo kalt að standa hérna úti. Hefndarhugur vaknar Ódæðið Þar sem Steve Mahoney var eini starfsmaður brauðgerðarinnar, sem nú var sagt upp störfum, var honum kennt um eldspýtuna, sem lent hafði í brauðinu. Samt ásakaði Steve ekki Spiers fyrir að segja sér upp. Spiers hafði alltaf verið honum góður og á vissan hátt föðurímynd. Steve Hann sá að Maurice Bond leist ekki meira en svo á beiðnina, en vissi líka að hann myndi ekki neita honum um að koma inn. Það reyndist rétt. Bond steig til hliðar og hleypti Steve inn í anddyrið, en hann hélt áfram inn í stofuna og staðnæmdist við arininn. - Hér er sannarlega notarlegt, sagði hann. hafði aldrei séð föður sinn á ævinni. Væri einhverjum um að kenna, hlaut það að vera eiganda stór- verslunarinnar, Maurice Bond, ályktaði Steve. Hefði hann bara látið sér nægja að greiða reiðu konunni einhverjar skaðabætur, væri málið áreiðan- lega úr sögunni. Nei, hann þurfti endilega að svipta Spiers við- skiptunum, sem aftur varð til þess að hann sjálfur missti vinnuna. Bond hefði engan rétt til að leggja líf annarra í rúst á þennan hátt og hann skyldi svo sannarlega fá að borga fyrir illvirkið. Eftir að hafa hugsað málið ræki- lega fram og aftur, komst Steve að þeirri niðurstöðu, að Bond skyldi greiða skuldina með lífi sínu. Einfalt var að komast að hvar hann bjó, ekki þurfti annað en fletta upp í símaskránni. Strax daginn eftir fór Steve í Spiers eigandi brauðgerðar- innar sagði Steve upp störfum, en hefndin kom þó ekki niður á honum. - Viltu kannski drykk? Ég á því miður ekkert nema gin, sagði hús- ráðandi. - Það dugar alveg, svaraði Steve, fullur sjálfsöryggis. Maurice Bond gekk að bar- skápnum og laut niður til að finna flöskuna. Hann vissi ekki að Steve hafði dregið fram hníf og læddist nú aftan að honum. Allt, sem hann fann, var stingandi sársauki milli herðablaðanna. Bond féll fram yfir sig, á skápinn og seig svo niður á gólfið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.