Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 18. febrúar 1988 4 Tíminn Spáð í spil ferðaþjónustunnar: Líta vonaraugum til Austurlanda tónleikum Þótt nú sé enn miður febrúarmán- uður eru menn þó farnir að spá í hverful spil íslenskrar ferðaþjónustu fyrir komandi sumar. Sem fyrr líta menn vonaraugum út fyrir landstein- ana til þeirra sem þessa stundina íhuga að pakka niður í töskur og bakpoka og fljúga yfir Atlantsála til íslands. Það virðist vera samdómaálit manna sem starfa í hringiðu ferða- þjónustunnar hér á landi, að horfur fyrir komandi sumar séu ekki ósvip- aðar og á sama tíma í fyrra. Bjarni Sigtryggson, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu, segir að bókanir erlend- is frá séu töluvert miklar, en reynslan sýni að afbókanir séu tíðastar í apríl og maímánuði. Því sé nú erfitt að meta hvort komandi sumar verði álíka líflegt ferðamannasumar og sumarið 1987. Að sögn Bjarna er ekki trúlcgt að fjöldi ferðamanna aukist í samræmi við aukið framboð hótelrýmis á höfuðborgarsvæðinu. f>ví megi reikna með almennt lakari nýtingu hótela en áður. „Við höfum allar vonir enn til þess að hafa bjartar vonir, en þó er auðvitað langt í land. Mér kemur ekki í hug að veðja á neinn af þeim þremur möguleikum sem eru fyrir hendi í þessu, jafngott, betra eða verra,“ sagði Kjartan Lárusson, for- maður Ferðamálaráðs, aðspurður um horfurnar fyrir komandi sumar. Kjartan sagði að um þessar mund- ir væru í gangi alþjóðaferðaþjón- ustusýningar, sem íslendingar reyndu að megni að fylgja eftir. Til dæmis nefndi hann sýningu í Berlín í byrjun marsmánaðar, sem telst vera í hópi þeirra stærstu í þessari þjónustugrein. Einnig nefndi hann sýningu, sem verður í þessari viku í París og aðra í Mílanó í næstu viku. „Þarna verða fulltrúar íslenskra þjónustufyrirtækja og svo er ekki loku fyrir það skotið að nokkrir íslendingar fari um mánaðamótin febrúar-mars á sýningar í Asíu.“ Kjartan sagði að íslendingar væru farnir að líta til þeirra Asíuþjóða sem fcrðuðust mikið á Vesturlönd- um. Hann nefndi í því sambandi Japana, Hong-Kong- og Singapúr- búa. Einnig væru Suður-Kóreumenn að koma æ sterkar inn í myndina sem ferðamannaþjóð á Vesturlönd- um. Kjartan lét þess getið að sem fyrr væri Ferðamálaráð ekki í stakk búið sökum fjárskorts, að sinna öllum þeim verkefnum sem því væri ætlað, bæði í markaðsátaki erlendis og ýmissri nauðsynlegri uppbyggingu í ferðaþjónustu innanlands. „Pað er óskaplega erfitt að ná peningum úr ríkiskassanum til nauðsynlegra framkvæmda. Til dæmis hefur ekki enn tekist að fá fjármagn til byggja hreinlætisaðstöðu við þriðja fjöl- farnasta ferðamannastað á fslandi, Gullfoss." En má líta svo á að ferðaþjónustan mæti ekki auknum skilningi í opin- bera geiranum. Kjartan segir að viðhorf stjórnmálamanna til ferða- mannaþjónustunnar sé greinilega að breytast, en barátta örfárra manna hafi lítið að segja gegn slungnu og óbrjótandi íslensku Kerfi. óþh Thomus Koncz, stjórnandi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar nk. fimmtudagskvöld. Fjórir blásarar með Sinfóníuhljómsveit íslands: Ungverskur stjórnandi á UWIll 11 llil J Fiskeldisstöð Hólalax hf. í Hjaltadal. (Tímamynd ÖÞ) Velgengni hjá Hólalaxi hf. Frá Emi Þórarfnssyni, fréltaritara Tímans í Fljótum. | 7 Rekstur , fiskeldisstöðvarinnar Hólálax hf.- í Hjaltadal hefur gengið vel undanfarjn ár. .Framleiðslugeta stöðYarinrtaf er. um 220 þúsund gönguseiði á ári. : Seiði þafa bæði véirið seld úr landi og innanlands til áframeldis og einn- ig til sleppingar í ár á Norðurlandi vestra, en megnið af seiðum Hólalax á uppruna sinn að rekja í laxveiði- árnar í Húnavatnssýslum. Á aðalfundi Hólalax fyrir árið 1986 var samþykkt að greiða hlut- höfum 10% arð af hlutafé sínu í fyrirtækinu og er ljóst að Hólalax hf. er meðal fyrstu fyrirtækja í þessum rekstri hér á landi sem greiðir arð til hluthafa. Stærstu hluthafar í Hóla- laxi eru flest veiðifélög á Norður- landi vestra og all margir einstakling- ar hluthafar. Að jafnaði eru þrír starfsmenn hjá Hólalaxi. Á áskriftartónleikum Sinfóníu- hljómsveitar í Háskólabíói á morgun, munu fjórir blásturshljóð- færaleikarar hljómsveitarinnar leika einleik undir stjórn hins unga ung- verska stjórnanda, Thomas Koncz. Á efnisskrá verða fjögur verk. Leikið verður lagið Moldá, sem er þekktasti og vinsælasti þáttur tóna- ljóða Smetana, Föðurlandið mitt. Þá koma blásararnir til sögunnar og flytja Sinfóníu Concertante fyrir fjóra blásara eftir Mozart. Fluttar verða Tvær myndir eftir Bartok og Dansar frá Galente eftir Kodalý. Einleikarar með hljómsveitinni á tónleikunum eru allir leiðandi í hljómsveitinni, hver í sinni rödd; Kristján Þ. Stephensen á óbó, Einar Jóhannesson á klarínett, Joseph Ognibene á horn og Hans P. Franz- son á fagott. Stjórnandinn, Thomas Koncz, er á 38 aldursári og stundaði nám í tónskáldafræðum og hljómsveitar- stjórn í Búdapest og Vínarborg. Hann hefur verið stjórnandi í Ung- versku ríkisóperunni í Búdapest en er nú aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar í Bodensee í Þýskalandi. Hann hefur og stjórnað nokkrum stórum hljómsveitum í Evrópu. Þj Skotinu ekki beint að Jóhönnu Stefánsdóttur Rannsóknarlögregla ríkisins hefur ekki veitt frekari upplýsingar um rannsókn á byssuskoti á bifreið, sem ekið var austur Eiðsgranda um kvöldmatarleyti á sunnudag. Það er þó talið líklegt, að skotinu hafi ekki verið vísvitandi beint að Jóhönnu Stefánsdóttur, ökumanni bifreiðarinnar, enda er hún afar ókunnug vesturborginni og ekur þar sjaldan. Raunar átti hún í erfiðleikum með að rata aftur á þann stað, sem bifreið hennar varð fyrir skotinu, þegar hún vildi vísa á hann. Lögreglumenn höfðu auga með vettvangi á mánudagskvöld, ef kynni að verða vart grunsam- legra mannaferða. Jóhanna Stefánsdóttir sagði að sér hefði brugðið þegar framrúða bílsins sprakk, en ekki gert sér grein fyrir að skotið hefði verið á hana. Hún hefði ekki orðið hrædd eða liðið illa fyrr en næsta dag, þegar byssukúlan fannst í farang- ursrýminu, og ljóst var að hún hefði verið hársbreidd frá dauðan- um. Það eykur á óhugnaðinn, að skömmu áður en atvikið varð, höfðu börn setið í aftursætinu, sem riffilkúlan smaug í gegnum. Jóhanna sagði ennfremur, að málið væri nú alfarið í höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins og hún teldi það ekki snerta sig frekar. Rannsóknarlögreglan hefði ekki frekar haft af henni tal eftir atburð- inn. Þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.