Tíminn - 18.02.1988, Page 5

Tíminn - 18.02.1988, Page 5
Fimmtudagur 18. febrúar 1988 Tíminn 5 Efnahagsaðgerðir ræddar í stjórnarflokkunum: Olík viðhorf í stjórninni um tímasetningu aðgerða Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Óvissa. Það hugtak lýsir kannski best því ástandi sem ríkir nú í samningamáium í Garðastræti. Ekki er enn farið að ræða um það sem gæti strandað viðræðunum, sjálfar kaupkröfurnar. Hugsanlegt er að menn byrji þessar viðræður í dag. Til þessa hafa menn rætt um hliðarmálin svokölluðu, t.d. málefni þungavinnuvéla- manna og ræstingafólks. Margir forsvarsmenn fiskvinnsl- unnar hafa beint hvössum oddum í átt til ríkisstjórnarinnar. Segja þeir einfaldlega að tómt mál sé að tala um samningagerð í Garðastræti án þess að fyrir liggi hreinar línur frá hendi ríkisstjórnar um hvernig brugðist skuli við rekstrarvanda fiskvinnslunnar. Svara ríkisstjórn- ar virðist ekki að vænta í bráð, hún bíður með að opinbera og útfæra sínar efnahagsaðgerðir þar til að samningar hafa tekist. Þessa dag- ana er stíft fundað um efnahagsmál í stjórnarflokkunum. f gær var fundur í undirnefnd stjórnarflokk- anna um efnahagsmál og áætlaður er annar fundur í dag. Hvaðan kemur frumkvæðið? Það er greinilegt að stjórnar- flokkarnir eru sammála um nauð- syn þess að slá á þensluna í þjóðfé- laginu, en svo virðist sem menn séu ekki á sömu línu um leiðir til þess og ekki síður hvenær tímasetja skuli aðgerðir. Framsóknarmenn telja að ekki'sé unnt að bíða með ákveðnar efnahagsaðgerðir öllu lengur en út febrúarmánuð, en alþýðuflokksmenn og sjálfstæðis- menn virðast hinsvegar sammála um að bíða um sinn, a.m.k. þangað til samningar hafa náðst í Garða- stræti. Sjálfstæðismenn hafa ást- æðu til að ætla að úr greiðist í samningum á næstu dögum, og þeir bjartsýnustu f þeirra hópi spá því að samningadæmin í Garða- stræti gangi upp í næstu viku og nýir kjarasamningar verði þá undirritaðir. Af þeim sökum sé rétt að bíða enn um hríð með opinberun efnahagsaðgerða. Febrúar úrslitamánuður Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra segir að hann standi fast við þá skoðun sína, sem hann viðraði í Rómarræðunni frægu á Hótel Sögu, að í febrúarmánuði verði ríkisstjórnin að gefa til kynna hvernig brugðist skuli við aðsteðj- andi efnahagsvanda. „Það eru þrjú atriði sem knýja á um að ákvörðun ríkisstjórnarinnar liggi fljótlega Ijós fyrir. í fyrsta lagi má búast við að eftir febrúarmánuð verði ýmsar þensluverkandi framkvæmdir komnar á fullt skrið. í öðru lagi benda aðilar vinnumarkaðarins á að erfitt sé að ná marktækum samningum nema ljóst sé að dregið verði úr þenslu og launaskriði. Og í þriðja lagi eru kveinstafir útflutn- ingsatvinnuveganna og frystingar- innar, sem ekki eru að ástæðu- lausu.“ Engum dyrum lokað Steingrímur sagðist aðspurður ekki vilja segja til um til hvers konar aðgerða ætti að grípa. „Ég vil ekki loka neinum dyrum og er tilbúinn til að skoða allar hug- myndir. Hinu er ekki að leyna að við framsóknarmenn erum búnir að vinna töluvert að þessum málum og höfum sett ýmislegt á blað, þannig að við erum tilbúnir í þessa umræðu hvenær sem er,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Ríkisstjórnarspilin Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, segist telja að ríkisstjórn eigi að halda að sér höndum á meðan niðurstöður úr kjarasamn- ingum í Garðastræti liggja ekki fyrir. „Við höfum fylgst mjög vel með samningaviðræðunum, höfum verið í stöðugu sambandi við samn- ingsaðila, einkanlega höfum við alþýðuflokksmenn verið í góðu sambandi við verkalýðsforystuna. Við vonum að þarna geti náðst skynsamlegir kjarasamningar, sem í senn geti samrýmst hjöðnun verð- bólgu og falið í sér kjarabætur fyrir þá sem lægst hafa launin. Um leið og í sjónmáli er farsæl niðurstaða í kjarasamningunum, þá verður ríkisstjórnin tilbúin til að leggja sitt af mörkum. En hún á ekki að sýna nú þau spil sem hún hefur á hendi.“ Er Jón Sigurðsson að segja með þessum orðum að ríkisstjórn- in hafi mótaðar tillögur um efna- hagsaðgerðir? „Ég sagði ekki að ríkisstjórnin væri með tilbúnar til- lögur, en hinsvegar sagði ég að ríkisstjórnin hefði úr einhverju að spila". í hverju felst þá þetta útspil? „Ég segi ekki fleira,“ sagði Jón Sigurðsson. Ástæða til bjartsýni Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segir að það sé óbreytt stefna sjálfstæð- ismanna að áður en ríkisstjórn grípi til efnahagsráðstafana verði að liggja fyrir ljósari línur í Garða- stræti. „Ég veit ekki annað en að í ríkisstjórn hafi verið samstaða um að sprengja ekki upp kjarasamn- inga nú með efnahagsaðgerðum nú og í dag (gær) voru, að þvf er ég best veit, viðræður ráðherra frá öllum stjórnarflokkunum sem staðfestu þennan vilja ríkisstjórn- ar.“ Aðspurður sagði Ólafur að sjálfstæðismenn hefðu ástæðu til að ætla að úr greiddist í næstu viku í samningaviðræðunum í Garða- stræti. „Við erum auðvitað ekki fullvissir um það en ég held að ástæða sé til að vera bjartsýnni nú en oft áður. Menn eru þó að tala saman í fullri alvöru,“ sagði Ólafur G. Einarsson. óþh Leiðin út úr efnahagsvandanum: Þjóðin verður að draga úr eyðslu! Grundvallarvandi efnahagslífsins um þessar mundir er sá aö ríkiö, sveitarfélögin, fyrirtækin og einstaklingarnir hafa samanlagt - annað árið í röð - áætlað að eyða meiru en þjóðartekjunum nemur. Verði ekki tekið á þessum vanda og þjóðarútgjöldunum sniðinn stakkur eftir tekjunum verður áframhaldandi jafnvægis- leysi varla umflúið. Þetta er sagður kjarni þess efnahagsvanda, er þjóðin stendur nú frammi fyrir að takast á við, samkvæmt grein í nýju fréttabréfi Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans. Efna- hagsvandinn sé einfaldlega afleiðing þess að við eyðum meiru en við öflum. Þjóöartekjur og þjóöarútgjöld 1984.1988' iooU“ií 1984 1985 ' WiWtor. Þjódanthiuflalnl og tOOH* !9H. „Vandinn“ er hér sýndur svart á hvítu, þ.e. hvernig þjóðin hefur fró 1986 stöðugt eytt (þjóðarútgjöld) meira og meira en henni hefur tekist að afla (þjóðartekjur). Undir umframcyðslunni er svo staðið með skuldasöfnun í erlendum bönkum. (Heimlld: Frénebréf Veröbréfavlðskipla Samvinnubankans) Ljósa hliðin á framvindu efna- hagsmálanna 1987 var mikill hag- vöxtur, að mati greinarhöfundar. Dökka hliðin var hins vegar sú að þessi hagvöxtur stafaði fyrst og fremst af mikilli aukningu þjóðar- útgjalda. Afleiðingar þess eru síð- an stóraukin verðbólga, halli á viðskiptunum við útlönd (erlend skuldasöfnun) og stöðugt aukin vandræði - ef ekki stöðvun - útflutningsgreinanna. Sérfræðingar Verðbréfavið- skipta Samvinnubankans benda á að á árunum 1984-1986 jukust þjóðartekjurnar meira en þjóðar- útgjöldin. Árið 1986 hafði náðst ágætt jafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Þjóðartekjurnar voru þá m.a. orðnar meiri en þjóðarútgjöldin, afgangur var á viðskiptunum við útlönd í fyrsta skipti í 8 ár og verðbólga einungis 13%, sem var minnsta verðbólga í 15 ár. Þetta snérist síðan við árið 1987. Því þrátt fyrir hátt í 10% aukningu þjóðartekna jukust þjóðarútgjöld- in mun meira með þeim afleiðing- um að viðskiptahalli myndaðist á ný og verðbólgan óx vegna eftir- spurnarþenslu. Jafnframt er bent á að efnahagshorfur á þessu ári bendi ekki til þess að öllu óbreyttu að betra samræmi verði á milli þjóðar- tekna og þjóðaraútgjalda en var á síðasta ári, sem fyrr greinir. Eins og hjá fyrirtækjum sem rekin eru með tapi hlýtur leiðin út úr þessum ógöngum, að mati grein- arhöfundar, að vera sú að auka tekjurnar eftir föngum og draga úr útgjöldum, þó þannig að skilyrðin til tekjuöflunar skerðist sem minnst. Um margar leiðir sé að ræða að þessu markmiði og engan veginn augljóst hver þeirra skili bestum árangri. Lykilatriðið sé þó lækkun áformaðra útgjalda hjá flestum aðilum efnahagslífsins. Þannig þurfi hið opinbera að lækka útgjöld bæði til framkvæmda og samneyslu og fyrirtæki og ein- staklingar sömuleiðis að draga úr sínum framkvæmdaáformum, ekki síst fiskiskipakaupum og íbúða- byggingum. Ekki verði heldurund- an því skorist að hafa hemil á útgjöldum til einkaneyslu, hvort sem það verði gert með því að takmarka launahækkanir og/eða aðgerðum á sviði ríkisfjármála (skattahækkunum?). - HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.