Tíminn - 18.02.1988, Side 6

Tíminn - 18.02.1988, Side 6
6 Tíminn Fimmtudagur 18. febrúar 1988 Jöfnun kostnaðar milli peninga- og plastkortagreiðslna: Af sláttur - aukaþóknun? Menn fá yfirleitt orðið afslátt gegn staðgreiðslu ef þeir biðja um það, var svarið sem Tíminn fékk hjá afgreiðslumanni hjá Sólningu í Kópavogi í gær. Hann og fleiri sem Tíminn ræddi við virðast nokkuð sammála því markmiði að kostnað- ur vegna greiðslukortaviðskipta eigi að greiðast af þeim sem nota kortin en ekki af öðrum, eins og viðskiptaráðherra hyggst nú gera að tillögu í frumvarpi á Alþingi. Hins vegar virðast menn kannski ekki eins sammála um æskilegustu leiðirnar til að ná þessu markmiði, telja t.d. eðlilegra að taka auka- gjald en veita afslátt. Hjá enn öðrum kemur fram það sjónarmið að þar sem öllum sem telja hagnað af því að versla út á kort sé opið að fá sér greiðslukort og njóta þess hagnaðar þá sé eðlilegast að hafa eitt verð handa öllum. „Ég er sammála því markmiði að þeir sem nota kort greiði kostn- aðinn af þeim - og það væri ánægju- legt að geta gefið öllum afslátt sem borga með peningum - en við getum bara ekki tekið upp afslátt, það mundi ekki ganga upp miðað við núverndi verð. Ég tel eðlilegast að þeir sem fá þessi lán (borga með greiðslukortum) greiði lánskost- naðinn, eins og fyrir önnur lán sem menn fá,“ sagði Jón Sigðurðsson í Miklagarði. Hann telureinföldustu leiðina að bæta ákveðinni upphæð eða prósentu við hverja upphæð sem greidd er með korti, svipað og t.d. ferðaskrifstofurnar hyggjast gera. Til þessa hafa forsvarsmenn kortafyrirtækjanna aftur á móti talið það samningsbrot. „f>að er rétt, að það segir í samningunum sem við undirrituð- um, að við eigum að taka við kortagreiðslu sem um staðgreiðslu- viðskipti væri að ræða. En við eigum bara að setja lög - og þá verða það íslensk lög scm gilda hér á fslandi en ekki einhver erlend samningafyrirmynd," sagði Jón. Hann benti á að þeir hjá Mikla- garði hafi á sínum tíma lagt fram þá tillögu að lagt yrði á ákveðið færslugjald fyrir hverja greiðslu með korti. Enda sé heilmikið um- stang í kringum þessi kort, skrif- finnska og afstemmingar, auk þess sem verslunin þyrfti að lána í fleiri vikur og greiða þóknun. „Fólk hefur frjálst val um að fá sér kort og njóta þá sömu réttinda og korthafar. Þar sem við búum við frjálst verðlag tel ég sérstaka afslætti vegna staðgreiðslu ellegar út á kortin vera alveg út í hött. Það er bara samkeppnin og eftirspurnin sem blífur," sagði verslunarstjóri í Tékk-Kristal. Bent var á að þeir sem hvað fyrst tóku upp slíkan staðgreiðsluafslátt væru yfirleitt fyrirtæki sem versluðu með vöru- merki sem engir aðrir væru með og væru því ekki í neinni samkeppni við aðra. Sjálfur hefur blaðamaður Tím- ans reynslu af því að þeim verslun- um fer fjölgandi sem veita afslátt út á greiðslu með reiðufé. Og „kortlaus“ maður, sem hann hitti nýlega að máli, sagði það hafa komið sér ánægjulega á óvart þegar Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa íslands: Vexti á ekki að reikna á staðnum Eins og fram kom í Tímanum í síðustu viku, hefur Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, í hyggju að leggja fram frumvarp, þar sem þeir sem selja gegn afborgunarkjörum, verða skyldaðir að upplýsa kaup- endur um hvaða ársvextir séu inni- faldir í þeim greiðslukjörum sem upp á er boðið, miðað við stað- greiðsluverð, og þeir reiknaðir út. „Og þá er ég hræddur um að það renni upp ljós fy rir mörgum,“ sagði viðskiptaráðherra. Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa íslands, er ekki jafnsannfærður um gildi þess að reikna út vextina á staðnum og viðskiptaráðherra. „Við höfum lagt höfuðáherslu í sambandi við okkar raðgreiðslur, að vaxtareikningurinn sé fram- kvæmdur af kerfinu, en ekki við búðarborðið. Afgreiðslumaður getur auðveldlega feilað sig í slík- Einar S. Einarsson, framkvæmda- stjóri Visa Islands. um reikningi og því leggjum við mikla áherslu á að einungis upp- hæðin sem verslað er fyrir sé sett á bréfið og síðan sé það annaðhvort bankakerfið, eða Visakerfið sem sjái um vaxtareikninginn," sagði Éinar í samtali við Tímann í gær. Einar sagði það tilhneigingu hjá verslunum, að bæta ofan á upphæð vörureiknings alls kyns upphæð- um, sem erfitt væri að henda reiður á hvað væru. „Vissulega er þeim heimilt að bæta við stimpilgjaldi og lántöku- kostnaði vegna skuldabréfa, en alls ekki afföllum. Einn kaupmað- ur getur átt bréfið og annar síðan selt með afföllum, og það er alls ekki mál kaupanda hvað seljandi gerir við bréfið," sagði Einar. Ársvextirnir eru mismunandi eftir því í hvaða fyrirtæki er verslað. Almennt eru þeir þó mið- aðir við útlánsvexti í viðkomandi viðskiptabanka fyrirtækisins. -SÓL Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Miklagarðs. honum var að fyrra bragði boðinn 5% afsláttur við kaup á 4 hjólbörð- um nú nýlega. Hjá Sólningu var staðfest að töluvert sé orðið um þetta innan þessarar greinar, þ.e. að þeir sem borga með peningum fái afslátt. Þar kom og fram að hlutfall kortaviðskipta sé orðið gíf- urlega hátt, suma daga allt upp í 85% nú á undanförnum mánuðum. Eins og sjá má af framansögðu hafa seljendur vöru og þjónustu nokkuð mismunandi hugmyndir um það hvernig eðlilegast sé að fyrirtækin afli sér tekna á móti kostnaðinum sem þeir hafa af stöðugt vaxandi „lánaviðskiptum“ sínum. . HEI Tjarnarkirkja fær peningagjöf Á s.l. hausti kom mikill fjöldi fólks saman á Dalvík til þess að minnast þess, að 150 ár voru liðin frá fæðingu Sigfúsar Jónssonar síðast bónda á Grund í Svarfaðardal. Farið var í kynnisferð um dalinn í mörgum bílum, en fararstjórar og fræðarar voru heiðurshjónin á Tjörn, þau Sigríður Hafstað og Hjörtur E. Þór- arinsson. Gerður var stans í kirkju- garðinum á Tjörn, en þar hvíla hjónin frá Grund og fjöldi af- komenda þeirra. Þar flutti Leifur Hannesson verkfræðingur ávarp, en hann er sonur Valgerðar Björnsdótt- ur Sigfússonar. Á Kóngsstöðum var þátttakendum boðið til kaffidrykkju af hjónunum Friðriku Óskarsdóttur og Jóhanni Jónssyni, syni Þuríðar Sigfúsdóttur. Um kvöldið var mikil veisla í Víkurröst en þar var saman komið á þriðja hundrað manns, afkomendur Sigfúsar með maka, börn og barna- börn, en yngsti þátttakandinn mun hafa verið 7 mánaða, fimmti liður frá hjónunum á Grund. Þátttakendur á þessu niðjamóti færðu Tjarnarkirkju peningjagjöf, röskar 50 þús. kr. og Tónlistarskóla Dalvíkur var gefið skólahljóðfæri, klarínett, til minningar um Sigfús Jónsson, sem fæddur var 6. sept. 1837 og dáinn 7. júní, 1894. Anna Sigríður og Sigfús á Grund eignuðust 10 böm og út af þeim er ættbogi. HELGARPÓSTURINN MED FÖLSUÐ GÖGN Samkvæmt upplýsingum sem Hollustuvernd ríkisins hefur frá franska sendiráðinu, þá eru gögn þau sem Helgarpósturinn notaði sem heimild fyrir frétt sinni í síðustu viku um „Eiturát íslend- inga“, fölsuð. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Hollustu- verndin hefur sent frá sér vegna þessarar fréttar. í athugasemdinni kemur einnig fram að fréttamaður Helgarpósts- ins hafi rætt við starfsmann Holl- ustuverndar ríkisins varðandi regl- ur um notkun eiturefna hér á landi og eftirlit með notkun þeirra. Efn- isleg atriði varðandi tilgreind auka- efni í þeirri skýrslu sem fréttamað- ur HP hafði undir höndum voru ekki rædd, en fram kom að það væri skýrsla frá frönsku háskóla- sjúkrahúsi í Chaumont. Starfsmað- ur Hollustuverndarinnar tjáði fréttamanni HP að stofnunin hefði áður fengið fyrirspurnir um auka- efni vegna upplýsinga sem fram kæmu í skýrslu frá frönsku sjúkra- húsi. Var fréttamanninum bent á, að ef um sömu skýrslu væri að ræða, þá kæmu þar fram upplýsing- ar sem væru rangar. Meðal annars var bent á að þar væru skaðlaus efni talin til efna sem gætu verið krabbameinsvaldandi. Heilbrigðisstofnun ríkisins hefði talið eðlilegt að fréttamaður Helg- arpóstsins hefði aflað sér gagna um réttmæti þeirra upplýsinga sem fram komu í skýrslunni. Telur Hollustuverndin að frétt Helgar- póstsins geti augljóslega valdið neytendum óþörfum áhyggjum og framleiðendum ómældum skaða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.