Tíminn - 18.02.1988, Page 19

Tíminn - 18.02.1988, Page 19
Tíminn 19 Fimmtudagur18. ,Aumingja litla ríka stúlkan" - Ég komst upp með allt af því ég var svo rík og sæt, segir Catya Sassoon, dóttir hins heimsfræga hársérfræðings Vidal Sassoon og fyrri konu hans, Beverly. Catya Sassoon var aðeins 13 ára þegar hún fór að fara á lífið. Hún hafði nóga peninga og var uppreisnargjörn og yfirspennt. Hún lenti í slæmum félagsskap, og segir nú sjáif að á sl. 5 árum hafi hún prófað allt mögulegt, verið í óreglu, eiturlyfjum, ekið próflaus eins og vitlaus mann- eskja og annað eftir því. „Eg er mest hissa á því að ég skuli vera lifandi í dag. Nú er ég 18 ára og hef alveg snúið við blaðinu, - með góðri hjálp foreldra minna og góðra vina,“ segir Catya. Hún segist síðast hafa farið í hraðakstur - í Jaguar-bíl móður sinnar, sem þá ók eins og hún ætti lífið að leysa með dóttur sína á Betty Ford heilsuhælið í Palm Springs í Kaliforníu. Sú stofnun er fræg fyrir að hafa komið til hjálpar mörgum frægum leikurum og öðrum, sem voru með ofdrykkju- eða lyfjavandamál. Catya sagði, að sér hefði þótt sem verið væri að senda sig nauðuga til Síberíu, en í dag væri hún uppfull af þakklæti til stofnunarinnar og fólksins sem var að hjálpa henni. Hún var aðeins 15 ára þegar hún gekk í hjónaband með 19 ára gömlum námsmanni, en þau skildu aftur eftir rúmt Þær mæðgur Beverly og Catya Sassoon Catya fékk sér öðru hverju vinnu sem fyrirsæta, „af því að mér fannst það skemmtilegt", sagði hún. Hún var hin fædda fyrirsæta. Allt klæddi hana vel og ljósmyndararnir sögðu að hún færi eins og ósjálfrátt í þær bestu fyrirsætustellingar sem hugsast gætu. Catya hefur líka reynt að leika í kvikmyndum og komist nokkuð vel frá því. Hún segir sjálf, að hún finni að hún sé góð leikkona, en nú sé hún ákveðin í því að fara í leikskóla og fá tilsögn og þjálfun. “Hin gamla Catya hélt hún gæti allt og vissi allt best sjálf, - en nú hefur mér skilist hvað ég hagaði mér heimskulega." Þó foreldrar hennar, Beverly og Vidal Sassoon, séu skilin fyrir nokkrum árum eru þau samtaka í því að bjarga dóttur sinni og hjálpa henni til að byrja nýtt líf. Kristinn Snæland: UM STRÆTI OG TORG Öfugþróun Svo virðist sem ótíðindi nokkur séu um það bil að gerast í lögsagn- arumdæmi Reykjavíkur og ná- grennis. Þessi ótíðindi eru þau að á þessu svæði á um leið og öll löggæsla svæðisins færist undir embætti lögreglustjórans í Reykja- vík (sem er í sjálfu sér skynsamleg ákvörðun) að fækka lögreglu- mönnum við gæslustörf. Svona fljótt á litið hefur mér skilist að einungis á Reykjavíkursvæðinu verði fækkað um tvo bíla. Nú er ekki útilokað að þessi fækkun verði til þess að auka þjónustuna í byggðarlögunum í nágrenni Reykjavíkur og veitir ekki af. Hinsvegar er enganveginn hægt að samþykkja að dregið sé úr löggæslu í Reykjavík. Ef breytingar er þörf, þá er víst að fjölga þyrfti í lögreglu- Íiði borgarinnar og ætti ekki að þurfa að nefna annað en ■ aukið fíkniefnamisferli og svo gífurlega fjölgun bifreiða í borginni. Sé einn- ig orðið við þeirri ósk eða hugmynd að gangandi lögregluþjónar verði á ferli í fjölmennstu úthverfunum, a.m.k. þegar vel viðrar, þá sýnist mér ljóst að fjölga þarf lögreglu- þjónum borgarinnar. Þar að auki dylst engum, sem þekkir launakjör þessara manna, að þau þarf að bæta, jafnvel þó ekki væri annað en að staðið yrði við þau fyrirheit sem þeir hafa fengið. Sem leigubílstjóri lendi ég oft í því að þurfa aðstoð lögreglu og verð jafnframt vitni að vinnu- brögðum þeirra. í þeirra vanda- sama starfi verð ég ekki var við annað en þolinmæði og ljúf- mennsku og þá sjaldan sem ég hef séð þá þurfa að beita afli, hefur mér sýnst því í hóf stillt svo sem unnt er. Mér er nær að halda að ef lögreglumenn verða fáliðaðir og þar á ofan illa launaðir geti þessi mynd breyst. Svo mikilsvert sem það er að lögreglumenn haldi ró sinni og stillingu í erfiðu starfi hlýtur að vera afar óæskilegt að þeir þurfi að hlaða á sig aukavökt- um til þess að ná viðunandi laun- um. Miðað við léleg laun og tíðar aukavaktir er ótrúlegt hversu vel þessir menn komast frá sínu erfiða starfi. Ég legg til að ráðamenn vorir skoði það vandlega hvort ekki sé ástæða til þess að fjölga lögreglumönnum verulega á höf- uðborgarsvæðinu og gera jafn- framt svo vel til þeirra í launum að starfið verði eftirsóknarvert. Kókdósin Stundum verður maður vitni að ' skemmtilegum atburðum í umferð- inni og jafnframt lærdómsríkum. Ég get ekki stillt mig um að segja hér frá einu slíku atviki sem ég varð vitni að nýlega. Fjöldi bíla var í röð innst á Suðurlandsbraut og beið færis að komast inn á Reykja- nesbrautina. Röðin gekk afar hægt og var kyrrstæð tíma og tfma. Nú gerðist það að dyr á bíl nokkuð framundan opnuðust og ungur bíl- stjóri hans kastaði tómri kókdós út ágötuna. Nærsamstundissnaraðist bílstjórinn á næsta bíl fyrir aftan út úr bíl sínum, tók upp dósina og bankaði á dyr þess sem henti dósinni út. Vegna þess að ég var á næsta bíl þar fyrir aftan heyrði ég þegar maðurinn rétti unga bíl- stjóranum dósina með þessum orðum: „Ég held að þú hafir misst þessa dós út úr bílnum hjá þér.“ Ungi bílstjórinn tók við dósinni heldur svona hissa, en ekki sást hann kasta henni aftur út, svo lengi sem til hans sást. Þetta var ánægju- legur atburður og trúlega jafnframt lærdómsríkur, ekki aðeins bíl- stjóranum, sem henti dósinni út úr bíl sínum, heldur og hinum sem urðu vitni að þessu. Meira má af slíku gera. Leigubílastæðin Það er annars undarlegt einsog víða er vel gert um frágang bíla- stæða, gangstíga og grasflata að svo virðist sem stæði þau, sem eru ætluð leigubílum, eigi að vera ófrágengin sóðasvæði, öllum til ama og leiðinda sem vilja fagurt umhverfi. Reyndar fer saman stundum skammarlegur frágangur leigubílastæðisins og annars um- hverfis, svo sem við bílastæði Bæjarleiða á Skólavörðuholti. Önnur ieigubílastæði má nefna sem dæmi svo sem stæði Hreyfils við Leirubakka og Vesturhóla í Breiðholti, stæði Bæjarleiða við Asparfell, Hreyfils við Langholts- veg, öll stæði bílastöðvanna í Kópavogi og lengi mætti telja. Þessi stæði eru sannarlega til skammar og ég legg til að viðkom- andi yfirvöld á höfuðborgarsvæð- inu vindi bráðan bug að því að lagfæra, snyrta og malbika stæði þessi svo fljótt sem unnt er í vor. Annars er líklegt að ég hætti leigu- akstri til þess að vera ekki viðriðinn þennan ósóma og hvað segja mínir ágætu viðskiftavinir þá?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.