Tíminn - 21.02.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Sunnudagur 21. febrúar 1988
„STÓÐ Á BRÚNINNI í ÞRJÚ
KORTER, SKELFINGU LOSTINN“
Rætt við félaga í Svifdrekafélagi Reykjavíkur.
Þ
■ að he
I að hefur löngum verið draumur mannsins að geta svifið um loftið, frjáls ferða
sinna eins og fuglinn, óháður vélarafli en nýta sér þess í stað vinda og
hitauppstreymi til að halda sér á lofti. Þeir sem komast næst því að líkja eftir
fuglunum eru án efa þeir sem fást við að fljúga svonefndum svifdrekum. Fyrir
síðustu aldamót voru menn farnir að reyna að fljúga fótstignum flugvélum með
misjöfnum árangri og skömmu eftir aldamótin kom fram á sjónarsviðið fyrsta
vélknúna flugvél þeirra Wright bræðar. Síðan þá hefur flugtæknin tekið
gífurlegum breytingum og sama má segja um þróun svifdreka nú á síðari árum.
Þorsteinn Marel, Kristján Richter og Ingólfur Bruun eru allir félagar I Svifdrekafélagi
Reykjavíkur. Myndin á milli þeirra eraf Þjóðverjanum Otto Lillienthal sem fyrsturflaug svifdreka
1887. Hann lést í svifdrekaslysi og gleymdist þá íþróttin þar til hún var vakin upp að nýju af
hönnuðinum Rogallo. (Tímamynd Pjelur)
Á dögunum gafst Tímanum tæki-
færi á að fylgjast með þrem félögum
úr Svifdrekafélagi Reykjavíkur þar
sem þeir voru að stunda helsta
áhugamál sitt í Úlfarsfelli í Mosfells-
sveit. Við skulum fá þá til að segja
okkur lítillega um eitt og annað sem
viðkemur svifdrekaflugi og hvernig
tilfinning það er að vera háður
náttúruöflunum, vindum og hit-
auppstreymi í nær einu og öllu.
UPPHAFLEGA HANNAÐ
FYRIR „NASA“
Við mæltum okkur mót undir
Úlfarsfelli og síðan var lagt af stað
upp á fjallið. Fyrstir urðu á vegi
mínum þeir Kristján Richter og
Þorsteinn Marel sem hve mesta
reynslu hafa í svifdrekaflugi hér á
landi. Ég spurði þá fyrst hvenær
svifdrekar hafi komið fram á sjónar-
sviðið. “Ætli það hafi ekki verið
1973 sem þetta var prufað að ein-
hverju marki, en hér á landi var
fyrsti svifdrekinn smíðaður 1974 af
Hálfdáni Ingólfssyni á ísafirði,"
sögðu þeir Kristján og Þorsteinn.
Hugmyndina má rekja til tilrauna
dr. Francis Rogallo á sjötta og
sjöunda áratugnum. „Hann var að
fást við að hanna þríhyrndan væng
með það fyrir augum að nota í
geimferðum til að koma tækjum á
tunglið, en það endaði með því að
Geimferðastofnun Bandaríkjanna
(NASA) keypti ekki hugmyndina
eins og ætlunin hafði verið," sögðu
þeir félagar. „Síðan voru það ein-
hverjir sem vildu fá að nota hug-
myndina, bara til að leika sér með
hana og úr því varð svifdrekaíþrótt-
in. Ég held að það séu ekki nema um
fimm ár síðan Rogallo sjálfur flaug
í fyrsta sinn því sem hann hafði
hannað sjálfur," sagði Kristján.
Fyrstu flugin munu hafa farið
fram í Ástralíu og Bandaríkjunum.
„Þessi íþrótt varð strax mjög vinsæl
í Bandaríkjunum, þá var það þannig
að maður keypti sér „kit“i gegn um
póstverslun. Þessi pakki saman stóð
af segli, rörum, slatta af boltum og
teikningu, síðan boraðir þú og festir
allt saman, fannst þérfjallogflaugst.
Afföllin voru mikil eins og nærri má
geta, vegna þess að það fylgdi enginn
leiðarvísir um að þú ættir að fara
upp í vindinn,“ sagði Kristján.
GENGUR ÚT Á ÞAÐ SAMA
OGANNAÐFLUG
Áhugamenn um svifdrekaflug
hafa stofnað með sér félag sem
kallast Svifdrekafélag Reykjavíkur,
enda munu flest allir sem stunda
þessa íþrótt vera frá Reykjavík og
nágrenni. Fjöldi félaga er um 40 en
þeir munu vera misjafnlega áhuga-
samir að sögna Kristjáns. Svifdreka-
félag Reykjavíkur á einnig félags-
heimili undir hlíðum Úlfarsfells sem
þeir kalla Grund og nota til funda-
halda og byrjendakennslu. Helstu
fjöllin sem þeir fljúga í eru Úlfars-
fell, Hafrafell og Helgafell, en þau
eru öll í Mosfellssveit.
Sem leikmanni virðist manni við
fyrstu sýn heldur varasamt að fleygja
sér ofan af fjallinu, en félagarnir
hafa svörin á reiðum höndum. „Sá
er munurinn á okkur og fólki sem
veit ekkert um þctta, að við vitum
að við fleygjum okkur ekkert fram
af fjallinu. Vindurinn kemur upp
með fjallinu þannig að við í raun
löbbum bara út í vindstrenginn og
förum upp, svo einfalt er það,“ sagði
Kristján. „Þetta gengur- út á það
sama og annað flug, maður á ekki að
gera neitt meira en það sem maður
ræður við, kunna það sem maður er
að gera, þannig að íþróttin er ekki
hættulegri en mennirnir sem stjórna,
sama má segja um skíðafólk," sagði
Þorsteinn.
TEKUR TVO MÁNUÐIAÐ
VERÐA FLEYGUR
Hvað slysatíðnina varðar þá munu
slys í svifdrekaflugi vera afar sjald-
gæf og aðallega smá pústrar, enda
hafa verið haldin námskeið fyrir
byrjendur á hverju ári undanfarið,
þannig að hættan er má segja úr
sögunni.
Þá er að taka stefnuna upp I vindinn. „Ég man það að f fyrsta sklptið sem ég ætlaði að fljúga stóð ég á brúninni í þrjú korter, skelfingu lostinn og ætlaði ekki að þora af stað,“
■ sagði Ingólfur um fyrsta flugið sitt. (Tfmamynd ABÓ