Tíminn - 21.02.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.02.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn / Mörgum erfiðleikum hefur verið bundið að fá leyfi til innflutnings á hundum. Þetta hefur leitt til þess að tegundirnar eru fáar og margir hafa tekið að sér stóra hunda, sem ella hefðu kosið minni, en á þeim hefur ekki verið völ, nema mjög takmarkað. Þó eru hér nokkrir smáhundar, en af þeim er til fjöldi tegunda. Við heimsóttum nokkra einstakl- inga, sem eiga smáhunda er varla telst algengt að sjá hérlendis, og báðum þá að segja okkur hitt og þetta um þá. Öllum bar saman um að af þeim er ómælda ánægju að hafa, enda eru þetta „fjörkálf- ar“ hinir mestu og knáir, þótt smáir séu. Kristjana er hér að greiða poodle seppa. Hann heitir Tino og lætur sér vel líka að vera klipptur og kembdur. NÆSTI - gjörið svo vel! Litið inn á hundasnyrtistofuna „Stefnumót“ hjá Kristjönu Einarsdóttur M JL V Iffll ii|.ii smærri hundar eru loðnir og þótt þeim sé kembt vendilega og regiulega, þá veitir ekki af að snyrta þá og klippa með reglulegu millibili, því annars verður hárið að flóka og sumir hætta að sjá undan ennistoppnum. Það var vegna þessa að Kristjana Einarsdóttir að Reynilundi 2 í Garðabæ fór að veita hundaeigendum þessa þjónustu. Það eru þrjú ár frá því er hún ásamt Sonju Felton byrjaði með hundasnyrti- stofuna Stefnumót og við fundum hana að máli. „Ég á sjálf tvær poodle tíkur og þar sem þær þurftu reglulega snyrt- ingu fór ég að kenna mér listina sjálf,“ segir Kristjana. „Nú. svo fór maður að sinna þessu fyrir nokkra af kunningjunum og þannig kom þetta smátt og smátt. Nú er oft mikið að gera í þessu, enda hef ég orðið vör við að hundaeign hefur aukist á þessum þrem árum frá því er ég byrjaði. Ég reyni því að safna viðskiptavinunum saman á daga, þannig að ég eigi frí af og til. Mest er að gera fyrir jólin og þar af leiðandi eru stundum dauðir tímar í janúar. Svo er líka mikið um að vera fyrir hundasýningar. Þetta er furðu tímafrek vinna. Algengt er að ég sé einn til einn og hálfan tíma með hvern hund, en sé hann mjög flókinn getur þetta tekið enn lengri tíma.“ Þrír viðskiptavinir eru á ferðinni meðan við stöldrum við. Einn er all órólegur, því það er erfitt og kvíðvænlegt að vera skilinn eftir einn hjá ókunnugum, rétt eins og börn á rakarastofu þekkja. Þessi er kominn austan úr sveitum, en fólk sækir langt að með hundana sína, til þess að fá þá snyrta. Sá sem er næstur í „stólinn" er ákaflega ró- legur og það ber ekki á öðru en sepparnir kunni að meta það sem fyrir þá er gert. „Yfirleitt eru þetta mestu „prúömenni," segir Kristj- ana, „enda væri erfitt að standa í þessu ef svo væri ekki.“ / segir Herdís Jónsdóttir, kennari Vestur í bæ hittum við Herdtsi Jónsdóttur, kennara, og Möltu grefilinn Patrck, sem raunar er bara kallaður Patti og erindið cr að biðja hana að segja okkur kost þess að hafa smáhund, sem á margan hátt er auöveldara aðannast en stærri hund- ana. Möltu grefillinn cr cinn hinn minnsti af greflategundum, enda ekki miklu stærri en köttur. Hann á þó eftir að þreknast nokkuð næstu árin. Patrekur er aðeins á fyrsta ári og af fjörða ættlið íslenskra Möltu grefla. Hundar af hans kyni eru því mjög fáir hér á landi og allir komnir af sörnu ættmóðurinni, en ættartala sem Herdís sýnir okkur rekur ætt hans allt frá landnámi þessara htinda hér. Eins og aörir greflar er hann loðhærður, með vangaskegg og lang- an ennistopp. Þetta er fjörugur náungi, en þó gæfur og blíðlyndur, en allt eru þetta kostir sem prýða heimilishund. „Já, það fylgja því ýmsir kostir að hafa smáhund," segir Hcrdís," en ég átti áður íslenskan hund og það var talsvert fyrirhafnarmeira. Þennan hund þarf til dæmis ekki að fara með t langa göngutúra, aðcins stuttan spöl ( einu, en gjarna þrisvar eða fjórum sinnum á dag. Þó er hann kulsæll og því á hann tvær peysur, sem ég klæði hann í ef kait er. Hann er mjög léttur á fóðrunum. Honum nægja svo scm tvær lúkur af hunda- mat fyrir daginn og að auki er hann mjög snyrtilegur með allan úrgang frá sér, sem auðvitað er ómctanlegt. En samt þarf hann sína umönnun. Svona ioðinn hundur þarf á því að halda að honum sé oft kembt, cn það geri ég oftast meðan ég horfí á sjónvarpið, svo það er ekki svo mikiö. Hagræði er að hann fer ckki úr hárum og í hárgreiðslu fer hann tvisvar á ári. Bað þarf hann hins vcgar svo sem tvisvar í mánuði og það er ösköp auðvclt að framkvænta, því hann lætur vel að stjórn og lætur flest yfir sig ganga. Svo er hann líka mjög hljóðlátur og ónáðar þannig ekki aðra í húsinu. Sé farið með hann í styttri eða lengri ferðlög má einfaldlega láta hann niður í tösku og engir erfiðlcikar fylgja þannig fíutningum. Eins og þú sérð er hann kátur og skemmtilegur og ef þú vilt að hann taki dansspor við þig, þá stendur ekki á því, þar sem hann dansar aftur og fram á afturlöppunum langa lengi. Hann er ungur, verður ekki árs- gamall fyrr cn þann 16. mars, en þó hefur hann náð þeim frama aö ég fór með hann á hvolpasýningu hjá Hundaræktarfélaginu í september sl. þar sem hann náði fyrstu einkunn fyrir fallega byggingu. Þaö lofar góðu, því þá ætti batin að vera góður til undaneldis. Patrek fékk ég gefins, en ætli mcnn að kaup svona hund - sé þá einhver til sölu þá er það all dýrt. Tíkurnar eru á um 50 þúsund, en herrann er ódýrari, kannske 35 þúsund. Ég vona að lcyfi fáist til þess að fjölga smáhundategundum hér á landi, því það gerði mörgum auð- veldara að eiga hund. Ég hef aldrei orðið vör við annað cn að fólk hafi gaman af að hitta Patrek og aldrei hefur neinn fundið að honum viö okkur. Ég veit heldur ckki af hvaða ástæðu það gæti gerst.“ Herdís ásamt ömmubarnl sínu og nðfnu, Herdísi Reynisdóttur, en hún hefur miklar mætur Patreki. (Tfmamynd Gunnar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.