Tíminn - 21.02.1988, Blaðsíða 9
8 Tíminn
Sunnudagur 21. febrúar 1988
Norröna er tígulegt skip og um borð er fjölbreytt aöstaöa til dægrastyttingar. Að sumra áliti verður siglingin skemmtilegasti hlutinn af fríinu.
0ÞRI0TANDI“
- segir Emil Kristjánsson í spjalli um siglingar með Norröna á
komandi sumri
í sumar hefjast enn að nýju hinar mjög svo vinsælu
ferðir færeysku ferjunnar Norröna, en það var árið 1975
að gamli Smyrill tók að sigla til Seyðisfjarðar og þaðan
til Færeyja og Norðurlanda. Það skip var aðeins 2400
lestir, en hið nýja skip er 8100 lestir og sá aðstöðu og
þægindamunur sem skipaskiptin höfðu í för með sér var
mikill, eins og mörgum íslendingi er kunnugt. Norröna
kom hér fyrst 1983.
Það er hlutafélagið „Smyrill Line“ sem gerir út Norröna
og við slógum á þráðinn til umboðsaðilanna, Ferðaskrif-
stofu ríkisins, á dögunum og inntum Emil Kristjánsson,
fulltrúa, eftir þeim ferðum sem boðið verður upp á á
komandi sumri.
„Viðtökur íslendinga við þessum
ferðum urðu strax góðar og á síðasta
sumri telst okkur til að farþegafjöld-
inn hafi verið um 1700 manns.
Það má segja að ferjan sigli þrjár
leiðir. Þær eru Þórshöfn - Seyðis-
fjörður - Þórshöfn, Þórshöfn -
Hanstholm (Danmörku) - Þórshöfn,
og loks Þórshöfn - Leirvík - Björg-
vin og til baka - Leirvík - Þórshöfn.
Sé miðað við Seyðisförð er leiðin því
Seyðisfjörður, Þórshöfn, Hastholm,
Þórshöfn, Leirvik, Björgvin,
Leirvík, Færeyjar, Seyðisfjörður."
TEKUR UMÞUSUND
FARÞEGA
„Ferjan tekur um þúsund farþega
og 250 bíla og nú gætum við litið á
verðhliðina, en segja má að sjaldan
hafi verið eins ódýrt að fara með
ferjunni og núna.
Ef við tökum mið af fjögurra
manna fjölskyldu, sem siglir til Dan-
merkur, en kemur heim frá Bergen,
líkt og margir gera, þá gæti þetta
litið svona út. (Við gerum ráð fyrir
að tvö barnanna séu innan við 15 ára
aldur og að þau hafi fjölskyldubílinn
með):
Þau mundu fá þægilegan fjögurra
manna klefa með salerni og sturtu;
þetta mundi kosta þau 69.800 krónur
og áætlum við að þriðja barnið sé
með og sé undir sjö ára aldri, flyti
það með fyrir 1650 krónur. Þetta eru
verðin á mesta annatímanum. En sé
þetta fólk á ferðinni þann 2., 9., eða
16. júní, verður þetta mun ódýrara.
Þá færi þetta 69.800 króna dæmi
niður í 60.350 krónur. Einnig mundi
ferðin lækka, ef farið væri frá Noregi
eftir 7. ágúst. Þá lækkaði ferðin
niður í 61.800.
MARGTTIL
ÞÆGINDAAUKA
„Um borð í skipinu fást fjögurra
og tveggja manna klefar með sturtu
og salerni, en líka fjögurra manna
klefar, sem aðeins eru með hand-
laug. Ódýrust eru aftur svonefnd
svefnpláss, en þá er átt við 6-12
manna klefa, jrar sem ekki fylgja
rúmföt og er þessi aðstaða einkum
ætluð unglingahópum, sem ferðast
vilja sem ódýrast og gefa minni
gaum að þægindum. Dekkpláss eru
Sunnudagur 21. febrúar 1988
Tíminn 9
Norröna getur flutt 250 bifreiðar og í fyrra urðu farþegar um 1700 á
sumrinu.
Meðal fagurra staða í Færeyjum er þorpið Gjógv, sem erá norðurströnd
Austureyjar.
óþekkt fyrirbæri lengur. Allir hafa
því samastað og eru ekki að flækjast
fyrir öðrum. En svo fást líka lúxus-
klefar með tvíbreiðum rúmum og
sérstökum þægindum. en þeir eru þó
ekki nema fimm.
Um borð er að finna ákaflega
fínan veitingastað og sem dæmi vil
ég nefna að þar er geysimikið hlað-
borð í boði á kvöldum. Það er svo
vinsælt að miklu fleiri nota sér það
en „á la carte-1 seðilinn. Þarna má
líta marga íslenska og færeyska sér-
rétti og ótal margt annað, auk for og
eftirrétta. Þetta kostar innan við 600
krónur ísl. Líka er hægt að borða
enn ódýrara í veitingabúðinni aftur
á skipinu. Þar er barnakrókur með
allra handa leiktækjum.
Enn er að nefna píanóbar, þar
sem margir sitja fram eftir nóttu og
næturklúbbur. Þar er stór bar og
hljómsveit. Þetta rými er um daga
notað undir kvikmyndasýningar. Og
ekki má gleyma fríhöfninni, sem er
opin á verslunartíma og engin
örtröð. Enn eru spilakassar fyrir þá
sem gaman hafa af slíku og sóldekk-
ið kemur að góðum notum, því
iðulega eru sólríkir daga á leiðinni.
Sjálfur hef ég tvívegis farið með
Norröna ásamt fjölskyldunni og
reynsla mín hefur verið sú að þegar
menn eitt sinn hafa komist upp á lag
með þetta, vilja menn endilega halda
áfram að ferðast sjóleiðina. Ekki
síst eru það börnin sem ýta á mann,
því þetta er svo skemmtilegur ferða-
máti. Oft verður siglingin ánægjuleg-
asti hlutinn af sumarfríinu. Skipið er
með svo nýtískulegan stöðugleika-
búnað, að þarna sjást ekki votir
dúkar né brúnir á borðum, til öryggis
( veltingi. Þess þarf ekki.
Ferðin til Danmerkur tekur tvo
sólarhringa, en mörgum finnst líka
ógleymanlegt að staldra við í Færeyj-
um, því þetta er ákaflega skemmti-
legur staður að koma til, þótt of fáir
hafi uppgötvað það, en þangað er
ekki nema átján tíma sigling. Það er
um að gera að hafa bílinn með, sé
farið þangað, því þar er margt hægt
að aka og nóg að sjá. Færeyjasigling
fyrir áðurnefnda fjöiskyldu mundi
ekki kosta nema 43.140 krónur. Á
utantímabilsafslætti yrðu þetta
37.750. Nú er talsvert um að hópar
heimsæki Færeyjar og slái sér saman
um rútu, en ef um sex manna hóp er
að ræða, flytjum við rútuna frítt.
Enn er allt of lítið um að fólk
staldri við á Hjaltlandseyjum. Ég
mundi mjög mæla með þriggja daga
ferð til Færeyja og sólarhringsvið-
stöðu á Hjaltlandseyjum, meðan
skipið fer til Noregs. Af því yrði
enginn svikinn og menn kynnast
grannlöndum sem of fáir hafa farið
til. Það eru ótal möguleikar. Einn er
sá að fara til Danmerkur, halda
suður Evrópu og koma heim um
Skotland, en við erum með ágæta
samninga við skosk ferjufélög um
flutning til Leirvíkur frá Aberdeen.
Ég mæli með að fólk kynni sér vel
áætlunina okkar og við munum þeg-
ar gera verðtilboð."
llllllli_VlS^A&A!lIIOJR_ll!!llillllltllll!ll!íliillllÍ!l!!!l!il!!llllll!!Il!!liillllllllll!llllllllllllllllllIlÍ!illil
„Hver vill telja
kærleik synd?u
15. þáttur
Fyrstu tvær vísurnar eru eftir Kristjón Jónsson frá Skarði í
Haukadal.
Hver vill telja kærleik synd.
Hver vill lasta blæinn.
Hver vill banna Ijúfri lind
að líða beint í sæinn.
Ást er dropi lífs af lind
leikur, þrá og styrkur.
Ástleysi er sorg og synd
svívirðing og myrkur.
Hinn kunni hagyrðingur Jón S. Bergmann, kvað svo.
Eg er fremur fótasár
forna þrekið brestur.
Eg hef samfellt sautján ár
sofnað næturgestur.
Jón kvað einnig þessa vísu, og er sagt að hann hafi þá verið einbúi,
en þó köttur deilt með honum húsnæðinu.
Þó mér bregðist heillin hlý
hentar síst að kvarta.
Meðan ég á ítök í
einu kattarhjarta.
Jón Jónsson, bóndi á Gilsbakka í Skagafírði fór eitt sinn að fínna
bróður sinn Ara á Þverá í Eyjafirði. Jón kom síðkvelds að Þverá og
kvað draugslegri röddu á glugga vísu þessa.
Seint á kvöldin sækir að
sá er húsum ríður.
Ari, komdu út á hlað
afturgangan bíður.
Jón Guðbrandsson í Skáley og á Vogi um síðustu aldaniót, var eitt
sinn í kaupavinnu hjá Birni Stefánssyni bónda á Reynikeldu á
Skarðsströnd.
Jón hvað svo er honum þótti dragast að matmálstími kæmi.
Tekur nú að tæmast görn
tíminn finnst mér langur.
Jeg vil fá að jeta Björn
jeg er orðinn svangur.
Páll Helgason á Akureyri hlýddi á Matthías Jóhannessen lesa upp
Ijóð sín í útvarpi og kvað.
Áður fyrr hér orti Matthías
sem almenningur feginn, las og skildi.
Nú hér yrkir annar Matthías
sem enginn skilur, feginn þó hann vildi.
Síðustu vísumar eru eftir Bjama Jónsson, gullsmið frá Gröf í
Víðidal.
Ágjöf
Bölvuð ellin. ógnar mér
allt að velli mylur.
Á mig hella árín sér
eins og fellibylur.
Lasleiki
Það er ósköp af mér dregið
ég ætti að vera á hælinu.
Og aldrei hefi ég áður legið
ófullur í bælinu.
Hestavísa
Ég átti margan mætan hest
mjúkan hefi ég ganginn kannað.
Þeirra skemmtun þótti mér best
þangað til ég reyndi annað.
Kristmundur Jóhannesson
Giljalandi
Haukadal371. Búðardalur
Sími 93-41352
TÖLVU
NOTENDUR
Við í Prentsmiðjunní Eddu
hönnum,
setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða
fyrir tölvuvinnslu
Smiðjuvegi 3,
200 Kópavogur.
Sími 45000
NOTAR
ÞÚ?
V'
15%
kynningarafsl.