Tíminn - 21.02.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.02.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Sunnudagur 21. febrúar 1988 „Níðstöng í ÁnanaustunT ‘ - tvítugur piltur festi upp lönguhaus á stöng vestur í Ánanaustum af prakkaraskap og það hvessti heldur betur í Reykjavík „Ég veit það ekki,“ svaraði Guð- brandur, „því ég hef ekki séð það Hlestum hefur orðið eitthvað á þegar þeir voru á unglingsárunum, eitthvað sem þeim virðist heldur broslegt og kannske lítt skiljanlegt, þegar árin færast yfir. Pað fer þó eftir umhverfi og tíðaranda hvernig slíku er tekið og það sem hneykslaði árið 1963, eins og Bítlahárgreiðslan, þykir ekki tiltökumál nú og meira að segja fremur gamaldags. Enn skrýtnara finnst okkur þó það írafár sem varð árið 1729, þegar tvítugur piltur gerði það af prakkar- araskap að festa upp lönguhaus á prik niðri við fjöru í Reykjavík, en það tiltæki orsakaði mikinn mála- rekstur og skelfingu manna á meðal. Þó var þetta ekki svo óskiljanlegt, þegar þess er gætt að þarna var innan við öld liðin frá því er menn voru brenndir á báli fyrir annað eins og þetta, meðan galdratrúin blómg- aðist sem best. Óttinn við djöfla og illar vættir lifði þar með enn mcðal valdsmanna á fslandi. í þessari frá- sögn er rakinn gangur þessa máls, en um leið fæst nokkur þjóðlífsmynd af hinum litla, hálfdanska bæ við Sund- in blá á þessum tíma. Víkur því sögunni niður að Ánanaustum, þar sem bifreiðar bruna á okkar dögum fram hjá nýtískulegum húsum, sem hýsa allra handa fyrirtæki, tölvu- þjónustur, líkamsræktarstöð og fleira. Þá bjuggu í Ánanaustum Jón Jónsson og Þorgerður Jónsdóttir kona hans. Síðari hluta dags hinn 31. mars 1729 gekk Jón niður að hjalli, sem hann átti þar niður við sjó. Sér hann þá að það hefur orðið þar til nýlundu, að einhvcr hefur fest um tveggja álna langan birkilurk á hjallinn og sett þar ofan á lönghaus. Þótti Jóni þetta víst allkynlegt og kallaði í mann, sem þar var nær- staddur og Guðbrandur Klemensson hét, og spyr hann: „Hver hefur sett þetta upp?“ fyrr en núna. En það er dáfallegt uppátæki þetta, eða hilt þó heldur." Jón lét sér fátt um finnast og gerði sig alls ekki ltklegan til þess að taka niður lönguhausinn og Guðbrandur mun heldur ekki hafa ymprað á því að það væri gert. Síðan gengu þeir báðir heim að Ánanaustum og inn í eldhús til Þorgerðar. Sagði Jón henni frá því að lönguhaus hefði verið settur á staur á hjallinum og spurði hvort hún vissi hver það hefði gert. „Nei, ekki veit ég það,“ svaraði hún, „en þú hefur vonandi tekið það niður.“ Jón sagði að sér hefði ekki komið það til hugar. „Hvers vegna tekurðu það ekki niður?“ sagði hún. „Ég geri það ekki,“ sagði Jón. „Mér finnst að þeir eigi að taka það ofan, sem það hafa sett upp." Jón sagði cnn að það væri best að sá hirti það, sem þarna hefði gengið frá því, og hún skyldi ekkert vera að skifta sér af þessu. En Þorgeröi mun hafa óað við að hafa þennan vágest þarna á hjallin- um þeirra og haldið að einhver óhöpp mundu af honum stafa. Rauk hún því út, hvað sem Jón sagði, og hljóp niður að sjó en þeir Jón og Guðbrandur sátu eftir í eldhúsinu. Þegar Þorgerður kom niður að hjallinum sá hún lönguhausinn gnæfa þar á birkiraftinum. Þar var stór steinn við hjallinn og fór hún upp á hann og gat þannig seilst í raftinn og náð honum niður. Sá hún nú að lönguhausinn var óuppskorinn og óupprifinn, en straurinn hafði verið rekinn inn með tálknunum. Löngukjafturinn var glentur upp með tveimur spýtum, um það bil spannarlöngum, var önnur úr sviga en hin úr greni. Og þannig upp glenntur hafði hausinn gapað mót vestri, eða út á haf. Hún tók nú lönguhausinn af raftinum, hirti úr honum spýturnar en fleygði honum síðan í hausahrúgu þar nærri. Sagði hún síðar svo frá, að hún hefði gert þetta í góðri meiningu, svo að hvorki hún né aðrir fengi vansæmd af þessu slæma uppátæki, hver svo sem að því væri valdur. Þegar Þorgerður kom heim aftur í eldhús sitt sátu þeir þar enn Jón og Guðbrandur. Var þá talsvert fas á henni. Kastaði hún spýtunum á gólf- ið og sagði: „Þarna eru spýturnar úr því. Ég skar það upp og náði þeim. Gáið þið nú að betur, ég get ekki séð neitt á þeim.“ Hafði hún þá athugað hvort nokkrar rúnaristur væri á spýtunum, því að hana mun þegar hafa grunað, að einhverjum ætti að gera illt með þessu. Þeir karlmennirnir athuguðu spýt- urnar. Þær voru báðar mjög óhrein- ar, en hvernig sem þeir leituðu fundu þeir ekki neina stafi né krot á þeim. Síðan þreif Þorgerður spýt- urnar og flcygði þeim á eldinn. Og þegar þær voru brunnar mun hún hafa búist við því að ekki yrði meira úr þessu „slæma uppátæki". Yfirvöld vakna Um þessar mundir var Jón Odds- son Hjaltalín orðinn héraðsdómari í Gullbringusýslu. Hafði hann tekið við því embætti að Brandi Bjarnhéð- inssyni látnum árið áður. Jón var ættaður að norðan. Segir Espholin að faðir hans hafi verið Oddur Hólaráðsmaður Jónsson, Magnús- sonar, Eiríkssonar, Bjarnasonar, Jónssonar biskups Arasonar. Nú er þar til máls að taka er Þorgerður í Ánanaustum hafði rifið niður lönguhausinn og brennt spýt- unum úr honum og hugðist þar með hafa afstýrt vandræðum. En svo fór þó eigi. Það kvisaðist fljótt, hvort sem Jón í Ánanaustum eða Guð- brandur hafa sagt frá því, að í Ánanaustum Itefði skeð það regin- hneyksli og forneskjuskapur, að lönguhöfuð hefði verið sett á stöng. Þetta barst til eyrna Jóni Hjaltalín og tók hann þá rögg á sig og fór viku seinna vestur að Ánanaustum, ásamt Jóni Ólafssyni hreppstjóra, til þess að rannsaka þetta mál. Nú voru hjónin í Ánanaustum yfirheyrð og ennfremur Guðbrandur Klemensson og máske einhverjir fleiri. Komst það nú upp að unglings- piltur um tvítugt, Illugi Bjarnason, ættaður frá Kópavogi, hefði reist upp stöngina með lönguhausnum. - Meðgekk hann þegar að hafa gert þetta. Héraðsdómarinn lét nú Þorgerði Jóni Jónssyni og Guðmundi Klemenssyni leist ekki á blikuna er þeir sáu nýlunduna á hjallinum. KAUPFELÖGIN OG ARMÚLA3 REVKJAVlK SlMI 38900 ^ Massey-Ferguson DRÁTTARVÉLAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.