Tíminn - 21.02.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.02.1988, Blaðsíða 11
Sunnudagur 21. febrúar 1988 Tíminn 11 KAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ runnum skammt frá, en þau gáfu enga vísbendingu. Horsley lét taka myndir á vettvangi fyrir myrkur, svo hægt yrði að fjarlægja líkið. Nákvæm rannsókn á staðnum yrði að bíða morguns. Vörður var settur yfir nóttina. Farið var yfír skýrslur um týnt fólk, en þar fannst engin stúlka, sem gæti verið hin myrta. Haft var sam- band við lögreglu á næstu svæðum, ef þar væri saknað smávaxinnar, ungrar stúlku, með dökkt, sítt hár og brún augu. Alla nóttina var leitað í skýrslum, en án árangurs. Krufning leiddi í ljós að stúlkan væri 16 eða 17 ára og hefði verið myrt á föstudagskvöldi eða laugar- dagsmorgni. A líkinu voru 29 stungusár, mörg þeirra svo djúp, að hefðu ein getað valdið bana. Um morguninn fór tækniiið á staðinn, þar sem merktar voru útlín- ur líksins á veginn. -Þetta er undar- legt, varð Blackburn lögreglumanni að orði. -Það eru tré báðum megin hafði verið inn í runnana. Hann var alls óryðgaður og blóðið virtist nýlegt, þó storkið væri. Vafalítið var morðvopnið þar fundið. Harður jarðvegurinn bar ekki minnsta vott um hjólför. Enn var ekki vitað, hver stúlkan var, en lýsing á henni og fötunum var send út. Síðdegis sama dag kom maður á lögreglustöðina og kvaðst hafa heyrt að stúlka hefði verið myrt. Hann vissi ef til vill, hver hún væri, hin 16 ára Betty Joell Kellum, sem hefði verið týnd sfðan á föstu- dag. Hún væri frá Arkansas, en hefði komið til Price í júní til að eyða sumarleyfinu hjá vinkonu sinni. Henni hefði líkað dvölin svo vel, að hún hugðist vera lengur og fara hér í skólann. Semken vildi vita, hvernig stæði á að ekki hefði verið lýst eftir Betty, frá því á föstudag. Maðurinn sagði að vinkonan hefði beðið foreldra sína að gera það ekki, af ótta við að foreldrar Betty heima yrðu hræddir og krefðust þess að hún kæmi strax heim. -Við vonuðumst til að finna hana og fá skýringu á hvarfinu, bætti maðurinn við. Hann upplýsti einnig, að Betty hefði ekki eignast marga kunningja í leyfinu. Hann viður- kenndi að rangt hefði verið að kalla ekki á lögregluna, en fór síðan með Semken og bar kennsl á líkið. Vildi ekki kyssa -Þá vitum við, hvar við eigum að byrja, sagði Semken, er hann kom aftur. -Hvað gerðist á föstudags- kvöldið? Rætt var við skólafélaga Betty og strax fundust tvær stúlkur, sem höfðu boðið Betty í samkvæmi í Price á föstudagskvöld. Þær höfðu hitt hana á vinsælum bitastað og langað að kynna hana fyrir fleira fólki. Þær sögðu að hún hefði verið í samkvæminu undir miðnætti og Lögreglumenn á morðstaönum. vegarins og hefði líkið verið dregið þangað, hefði enginn séð það úr lestinni. Það hefði ef til vill aldrei fundist. Semken félagi hans kunni vissa skýringu á þessu. Hann hafði nýlega fengið skýrslu frá FBI, þar sem fjallað var um ýmsar gerðir morð- ingja. Sálfræðingar héldu fram, að sumir skildu fórnarlömb sín eftir þannig að þau fyndust fljótt, fremur en að fela þau eða grafa. Það benti til vissrar samúðar. Hvarfið ekki tilkynnt -Ég veit ekki um tilfinningar hans, sagði Blackburn. -Náungi, sem beit- ir hnífnum svona ... Semken vitnaði aftur í skýrsluna. Morðingjar sem særa meira en bara til að drepa, eru oft haldnir kvala- losta og í flestum tilfellum ungir menn. Þeir iðrast líka oftast gerða sinna eftir á. -Vonandi nóg til að gefa sig fram og játa, sagði Blackburn. -Það efa ég, svaraði Semken. -En ég hef á tilfinningunni, að hann sé héðan úr grenndinni. Það skýrði hann með að vegurinn væri fáfarinn og ólíklegt að neinn þekkti hann nema innfæddur. Tæknimenn notuðu málmleitar- tæki á svæðinu og fundu langan, mjóan, blóðugan hníf. sem fleygt skemmt sér vel. Þá sagðist hún þurfa að fara heim, því enginn vissi, hvar hún væri. -Fór hún ein, eða með einhverj- um? vildi Semken vita. -Ég held að hún hafi farið með Moðhausnum, sagði önnur stúlkan. -Ég sá þau ekki fara saman, en heyrði hann bjóðast til að aka henni. Moðhaus reyndist vera viðurnefni hópsins á hinum 19 ára Jónasi Sutton, sem ekki var talinn allt of klár í kollinum. Hann ók gömlum pallbíl og hópurinn notaði hann gjarnan til sendiferða. Stúlkurnar sögðu hann búa hjá rosknum ætt- ingja, sem skipaður hefði verið um- sjónarmaður hans og sá ætti bílinní Vandalaust var að hafa uppi á Sutton, hávöxnum pilti, sem stamaði talsvert. Hann viðurkenndi að hafa verið í umræddu samkvæmi. -Ókstu Betty Kellum heim á eftir? var hann spurður. Hann kinkaði kolli og virtist í uppnámi vegna spurninga lögregl- unnar. -Hún sagðist þurfa að flýta sér heim, ef hún ætti ekki að lenda í vandræðum, sagði hann. -Þá bauðst ég til að aka henni. -Hvað gerðist? var spurt. -Ég.. ég reyndi að kyssa hana, svaraði Sutton og skalf allur. -Hún vildi ekki lofa mér það. Sannanir í bílnum Gengið var frekar á hann og hann hélt áfram. -Hún reiddist og stökk út og sagðist ætla að ganga heim. Það hefði verið nálægt miðbænum og síðan hefði hann ekki séð hana. Sjálfur hefði hann svo farið heim, því hann óttaðist að hin reiddust honum fyrir að hafa reynt við Betty. Þar lauk fyrstu yfirheyrslum og lögreglumenn voru sammála um að Sutton reiddi ekki vitið í þverpok- um. -Þetta gæti hafa verið eins og hann segir, sagði Semken. -Einhver annar hefði getað tekið hana upp í, en ég vil fá heimild til að rannsaka • bílinn. Heimildin fékkst strax og með hana var farið heim til Suttons og eigandanum tilkynnt, að bíllinn yrði tekinn til rannsóknar. Ekki þurfti nema að líta inn í hann, þar lá slíður undan hníf á gólfinu. Það var látið kyrrt, þangað til tæknimenn mynd- uðu það. Þeir fundu líka blóðslettur innan á ökumannshurðinni. -Það gerir út um málið, sagði Semken. -Drengurinn er kjáni að ( fleygja hnífnum við morðstaðinn og skilja slíðrið eftir í bílnum. Allt henni að kenna Sutton var úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna gruns um morð og lesinn réttur hans. Þegar honum var sagt frá hnífnum og slíðrinu, viður- kenndi hann stamandi að hafa myrt Betty Kellum. -Það var allt henni sjálfri að kenna, útskýrði hann. Hann hefði reynt að kyssa hana á leiðinni, en hún færst undan. Þá hefði hann reynt að ógna henni með hnífnum. -Ég ætlaði ekki að meiða hana, kjökraði hann. Hún hefði reynt að komast út úr bílnum og þá óvart skorið sig á hnífnum. Afgangurinn af sögunni kom með stunum og kjökri. Sutton sagðist hafa orðið skelfingu lostinn yfir því hvemig kunningjamir brygðust við, þegar Betty segði þeim, að hann hefði skorið sig með hnífnum. Hann sagðist ekki muna almennilega, hvers vegna hann hefði áveðið að aka upp að Gordongljúfri, eða hvers vegna hann hefði afklætt Betty og stungið hana svo oft. -Ég varð bara reiður, af því hún lét svona, kveinaði hann. -Hún lét mig gera þetta, það var henni að kenna. Hún átti að kyssa mig og ef hún hefði gert það, hefði hún ekkert meitt sig. Lögð var fram formleg ákæra fyrir morð að yfirlögðu ráði. Verjandinnn reyndi að fá Sutton úrskurðaðn geð- bilaðan og því ósakhæfan. Fordæm- ið var Hincley sá sem skaut að Reagan forseta og fékkst dæmdur ósakhæfur og settur á hæli. Það tókst ekki, en Sutton vildi játa sig sekan um manndráp. Vegna andlegs á- stands hans fengist hann aldrei dæmdur fyrir fyrstu gráðu morð. Hann fékk lífstíðarfangelsi með möguleika á náðun eftir fimm ár. VELTIBOGAR Á DRÁTTARVÉLAR Verið varkár isiia TRMTOR TX2WO T.Vil IO Velar og urval aukabúnaðar og tækja fyrirliggjandi ARMULA3 REYKJAVIK SlMl 38900 #ISEKI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.