Tíminn - 04.03.1988, Blaðsíða 19
Föstudagur 4. mars 1988
Tíminn 19
Þrjársemvoru
í sviðsljósinu
1987
- hverniq verður
árið ‘88 hjá þeim
Jessica Hahn - hlýtur ekki vel-
gengni ■ Hollywood.
Þær voru mikið umtalaðar í
Ameríku og víðar stúlkurnar þrjár
sem við birtum hér myndir af.
Allar eru þær laglegar og kyn-
þokkafullar, dömurnar, - og það
var líklega ekki síst það sem varð
þess valdandi að þær komust í
fréttirnar.
Nú hefur Fredrick Davies,
stjörnuspámaður bandarísks tíma-
rits, lagt sig fram um að spá um
hvernig árið 1988 verði hjá þessum
stúlkum.
Hann segist fara eftir gangi him-
intungla, en manni virðist þó sem
spádómar hans séu getgátur út í
hött. En smáútdrátt úr spádómun-
um setjum við þó með myndunum
af þeim.
Nöfn þeirra eru: Jessica Hahn,
Fawn Hall og Donna Rice.
Kannski eru margir búnir að
gleyma fyrir hvað þær urðu frægar.
En frægðarefni Jessicu Hahn
var, að hún varð til þess að svipta
helgigrímunni af sjónvarpspredik-
aranum Jim Bakker og Tammy
konu hans, svo þau komu grátandi
fram í sjónvarpinu og játuðu á sig
ólifnað og fjársvindl og fóru svo á
hressingarhæli fyrir óreglufólk.
Jessica Hahn sagði frá því að
Bakker hefði flekað sig saklausa
og gleyptu fjölmiðlar við frásögn-
um hennar.
Spámaðurinn segir, að Jessica
Hahn haldi áfram, fyrstu mánuði
ársins ’88, að hagnast á frægðinni,
en smám saman muni sviðsljósið af
Bakkers-málinu færast yfir á önnur
atvik og aðra sjónvarpspredikara,
Sér-
hannað
Skota-
pils
Brigitte Nilsen, fyrrverandi
eiginkona Sylvesters Stallone,
vekur alltaf eftirtekt hvar sem
hún fer, - hvort heldur hún er
kappklædd í leðurkápu eða sem
sagt óklædd á ítalskri baðströnd.
Hér sjáum við eitt uppátækið
hennar Brigitte, þegar hún var
nýlega á ferð í Bretlandi. „Er
skotapilsið mitt ekki fínt? Ég
elska skotapils!“ sagði hún þegar
ljósmyndarar þyrptust að hinni
hávöxnu ljósku til að mynda
hana.
Einhver lét þau orð falla, að
hann hefði nú aldrei fyrr séð
„skotapils með sokkaböndum!“
„Allt er einu sinni fyrst,“ svar-
aði Brigitte og bætti við að svona
„skotapils“ yrðu áreiðanlega
mest móðins í sumar.
og áhuginn á Jessicu minnka. Hún
reynir að komast að sem leikkona
og tekur þátt í lélegri kvikmynd
sem ekkert gengur, - en Jessica
verður ástfangin af umboðs-
manninum sínum.
Fawn Hall var einkaritari Ol-
ivers North, sem var í aðalhlut-
verki í yfirheyrslunum vegna írans
- vopnasölumálsins og aðstoðar
Bandaríkjanna við Contra-skæru-
liðana í Nikaragúa. Undir hans
framburði var komið, hvort Ron-
ald Reagan hafði vitað um málið
fyrirfram, - eða jafnvel átt mestan
þátt í því - eður ei. Fawn Hall kom
fram sem vitni og vakti mikla
athygli fyrir glæsileik. í>á komust á
kreik sögur um að auðvitað hefði
Oliver North haldið við hana, en
hún bar á móti því harðlega og
North sagðist vera mikill heimilis-
faðir og ekki hugsa um aðrar konur
en sína eiginkonu. Fawn hafði
eyðilagt segulbandsspólur sem
þótti grunsamlegt, en framkoma
hennar f réttinum var mjög góð.
- Fawn Hall verður sú eina sem
eitthvað „græðir“ á „Irangate"-
málinu, segir spámaðurinn.
Hennar fyrsta happ á árinu var
það að kynnast leikaranum Bruce
Jenner og þau urðu ástfangin og
eru sögð mjög hamingjusöm.
Bruce Jenner er fráskilinn, og nú
hafa þau, Fawn og Bruce, tekið
saman. Þau hafa mikið unnið í
kynningarstörfum fyrir Vetrar-OI-
ympíuleikana í Calgary, og spá-
maðurinn segir að fyrir Fawn verði
árið 1988 eins og allar óskir hennar
rætist, því henni gengur allt í
haginn. Hún verði í uppáhaldi hjá
íhaldssömum republikönum og
komi til með að koma fram í
sambandi við forsetakosningarnar.
Hún skrifar bók um hlutverk
kvenna á níunda áratugnum og
bókin fær góða dóma, og ég sé ekki
annað en Fawn verði „stórstjarna"
á árinu, segir hinn „alvitri" Davies
spámaður.
Donna Rice var aðalástæðan
fyrir því að forsetaframbjóðandinn
Gary Hart hætti um tíma við
framboð sitt. Hann gat ekki fríað
sig af sögunum um að hafa haldið
fram hjá konu sinni með Donnu.
Hann hefur þó aftur farið á kreik
og tekur nú þátt í forkosningum.
Davies spáir því, að í sambandi
við forsetakosningarnar muni
Donna Rice koma fram í sjónvarpi
og reyna að biðja Hart og eigin-
konu hans fyrirgefningar á fram-
komu sinni, en það hefur ekki góð
áhrif og Donna mun finna fyrir því
á árinu, að almenningur snýst gegn
henni. Hún gefst upp, breytir um
nafn og reynir að flýja sviðsljósið,
sem hún áður sóttist eftir.
En spámaðurinn sér þó eitt gott
við árið hennar Donnu, því hún
muni giftast stórbónda frá Wyo-
ming og verða hamingjusöm eigin-
kona og móðir.
Það er mikið hvað sumir eru
spakir og forvitri, -eða hvað finnst
ykkur!?
Fawn Hall - draumarnir rætast á árínu.