Tíminn - 04.03.1988, Blaðsíða 20
s
Yfirdrátturk
á téKKareiKninga
iaunafólKs
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
Auglysingadcild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Okeypis þjónusta
686300 Tíminn
Tíminn
Sigrún Magnúsdóttir um útgöngu annarra stjórnarandstöðufulltrúa af borgarstjórnarfundi í gær:
Þýðir vantraust á
Jóhönnu, ekki Davíð
Sá fáheyrði atburður gerðist
á borgarstjórnarfundi í gær-
kvöldi að borgarfulltrúar
stjórnarandstöðunnar aðrir en
Sigrún Magnúsdóttir borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins
gengu af fundi í mótmælaskyni
við afgreiðslu borgarstjórnar.
Með þessu brutu þeir sveitar-
stjómarlög því borgarafulltrú-
um ber skylda til að sækja alla
borgarstjórnarfundi nema lög-
mæt forföU komi til.
Borgarfulltrúarnir gengu af
fundi eftir að borgarstjórn sam-
þykkti með atkvæðum sjálfstæðis-
manna gegn atkvæðum allrar
stjórnarandstöðunnar að ganga til
samninga við verktaka um bygg-
ingu ráðhúss við Tjörnina. Þar
með er Ijóst að framkvæmdir við
ráðhúsið munu hefjast í byrjun
aprílmánaðar. Töldu þessir borg-
arfulltrúar stjórnarandstöðunnar
að með þessu væri verið að svipta
borgarbúa þeim rétti sínum, að
hafa áhrif á skipulag, sem þeir eiga
lögum samkvæmt, en samkvæmt
samkomulagi félagsmáiaráðherra
og borgarráðs munu niðurstöður
úr væntanlegri kynningu á ráðhús-
inu ekki liggja endanlega fyrir fyrr
en 5. maí.
Sigrún Magnúsdóttir borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins gekk
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins situr ein borgarfuUtrúa stjómarandstððunnar andspæn-
is sjálfstæðismeirihlutanum, eftir að borgarfulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista gengu af
fundi. Sigrún taldi sig ekki geta gengið í berhögg við úrskurð félagsmálaráðherra.
ekki af fundi þó hún hafi ítrekað
gagnrýnt þá málsmeðferð og þann
asa sem sjálfstæðismenn í borgar-
stjórn með borgarstjóra í farar-
broddi hafa sýnt í ráðhúsmálinu og
kostað hefur borgarbúa ómældar
fjárhæðir að nauðsynjalausu.
Sigrún sagði Ijóst að félagsmála-
ráðherra sem æðsta vald í þessum
málum hafi staðfest deiliskipulag
af miðbæ Reykjavíkur með þeim
fyrirvara að ráðhúsið fái viðbótar-
kynningu. Að þeim skilyrðum hafi
borgarráð gengið svo að hver sem
skoðun manna eru á byggingu
ráðhúss og fyrri framkomu borg-
arstjórnarmeirihlutans í þessu
máli, þá standi staðfesting félags-
gengu
(Tímamynd Gunnar)
málaráðherra á ráðhúsreitnum.
Því sagði Sigrún að túlka mætti
útgöngu félaga sinna í stjórnarand-
stöðunni í borgarstjórn sem van-
traust á úrskurð félagsmálaráð-
herra sem væri æðsta vald í þessum
málum. Að slíku sagðist Sigrún
ekki geta staðið.
Þó Sigrún sé fylgjandi byggingu
ráðhúss greiddi hún atkvæði gegn
því að gengið yrði til samninga við
verktaka á þessu stigi málsins. Er
það í samræmi við fyrri afstöðu
hennar þar sem hún telur að ekki
eigi að hefja framkvæmdir við
ráðhús fyrr en að ári liðnu þegar
lokið hefur verið við borgarleikhús
og aðrar sambærilegar fram-
kvæmdir. Þá muni ráðhús ekki
auka á þenslu eins og óhjákvæmi-
legt er að verði á þessu ári, auk
þess sem Signín hefur margoft
bent á að arkitektum og verk-
fræðingum veiti ekkert af einu ári
í viðbót til að ganga tryggilega frá
undirbúningi þessara viðamiklu
framkvæmda á þessum viðkvæma
stað.
Magnús L. Sveinsson forseti
borgarstjórnar vítti þá borgarfull-
trúa stjórnarandstöðunnar sem
gengu út af fundinum og vísaði í
ákvæði sveitarstjórnarlaga um
skyldur sveitarstjórnarmanna.
í bókun sem borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins lögðu fram
sagði meðal annars að brotthlaup
fulltrúa Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags og Kvennalista af fund-
arstað sé augljós lítilsvirðing við
Borgarstjórn Reykjavíkur sem
stofnun og sé þeim borgarfulltrú-
um til lítils sóma. -HM
Framsókn felldi
kjarasamninginn,
Hlif samþykkti
í gærkvöldi voru greidd atkvæði
um nýgerða kjarasamninga í átta
verkalýðsfélögum, þar af þremur
stórum félögum, Hlíf í Hafnarfirði,
Framsókn í Reykjavík og Einingu
á Akureyri. í Verkamannafélaginu
Hlíf í Hafnarfirði voru mættir milli
70 og 80 manns og voru samning-
arnir fyrst felldur á jöfnu 32-32 í
leynilegri atkvæðagreiðslu, en
fundurinn ákvað síðan að endur-
taka atkvæðagreiðsluna og voru
samningarnir þá samþykktir með
33 atkvæðum gegn 32 mótatkvæð-
um.
Verkakvennafélagið Framsókn í
Reykjavík felldi samninginn á
fundi í gærkvöldi. 113 vildu sam-
þykkja samninginn en 134 voru á
móti. Þá var á fundinum kosin 6
manna samninganefnd og voru til-
nefndar í hana fiskvinnslukonur
frá Granda. Það voru fiskvinnslu-
konur fyrst og fremst sem skipu-
lögðu andstöðuna við samninginn.
Verið var að telja atkvæði í Verka-
lýðsfélaginu Einingu á Akureyri
og tókst ekki að fá upplýingar um
niðurstöðuna áður en Tfminn fór í
prentun í gærkvöldi.
Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi
felldi samninginn í gærkvöldi. 70
voru á móti en 4 vildu samþykkja.
Svipaða sögu er að segja frá
Grundarfirði en í Verkalýðsfélag-
inu Stjömunni var samningurinn
samþykktur með 37 atkvæðum
gegn 1 atkvæði.
Sérdeild innan VMSÍ
á aukaþinginu í vor
Á miðstjómarfundi ASÍ í gær var hafnað kröfu félaga í Dagsbrún
um ógildingu atkvæðagreiðslu á fundi félagsins á dögunum.
Nýgerður kjarasamningur VMSÍ og atvinnurekenda slapp þar með
fyrir hom í Dagsbrún. En það sama hefur ekki orðið uppi á
teningnum i mörgum verkalýðsfélögum. Samningurinn fær heldur
lítinn hljómgrunn í aðildarfélögum sambandsins út um land.
Óánægja fólks beinist gegn mörgum þáttum samninganna, grann-
launum, starfsaldurshækkunum og fleiri atriðum. Það er ekki síst
flskvinnslufólk sem telur að samið hafl verið um hreina kjaraskerð-
ingu því til handa.
Menn spyrja sig hvort þessir samn-
ingar hafi í för með sér veikari stöðu
Verkamannasambandsins en áður.
Krafan um sérdeild fiskvinnslufólks
innan sambandsins er nú mun
ákveðnari en áður. Og að margra
mati mun slík deildaskipting veikja
stöðu VMSÍ mjög.
Sigrún Clausen í kvennadeild
Verkalýðsfélagsins á Akranesi og
einn fjórmenninganna sem ekki
undirrituðu Garðastrætissamning-
ana, segir að á aukaþingi Verka-
mannasambandsins í vor verði geng-
ið frá stofnun sérdeildar fiskvinnslu-
fólks. „Fulltrúar fiskvinnslunnar í
samninganefnd Verkamannasam-
bandsins voru of fáir og náðu ekki
því fram sem þurfti. Og þessi saga
endurtók sig nú, sem hefur gerst
hvað eftir annað, að fiskvinnslan
varð undir. Nú þarf fiskvinnslufólk
umfram allt að vakna og heimta sinn
rétt,“ sagði Sigrún.
Hún sagði það mjög slæmt fyrir
samstöðuna í Verkamannasam-
bandinu þegar gerðir væru heildar-
samningar sem tryggðu ákveðnum
hópum innan þess mun betri samn-
inga en öðrum, í þessu tilfelli
Dagsbrún. „Atkvæðagreiðslur víða
um land eru auðvitað ekkert annað
en vantraust á þá sem höfðu lofað
mun betri árangri í samningunum. í
þessum viðræðum vár t.d. farið af
stað með miklum lúðrablæstri um að
nú skyldu nást fram verulegar úrbæt-
ur í sambandi við starfsaldurshækk-
anir. Því miður varð árangurinn rýr,
svo ekki sé meira sagt,“ sagði Sigrún
Clausen. óþh
Jakahrafl við Kögur
Á könnunarflugi sínu í gær kom nesi. Þá sáu Landhelgisgæslumenn
flugvél Landhelgisgæslunnar að jakarastir og íshrafl nær landi og
hafís 38 sjómílur vestur af Kópa- jakahrafl á siglingarleið frá
nesi. Svo virðist sem þaðan liggi Straumnesi að Kögri. Þessi leið út
ísinn til norðausturs á stað sem er fyrir norðvesturlandi virðist því
35 sjómílur norðvestur af Straum- vera orðin hættuleg til siglinga