Tíminn - 25.03.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.03.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 25. mars 1988 Hafnarfjörður Framhaldsaöalfundur í Framsóknarfélagi Hafnarfjaröar veröur hald- inn mánudaginn 28. mars kl. 20.30, að Hverfisgötu 25. ATH: Breyttan fundartíma. Stjórnin Hafnarfjörður Aðalfundur í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Hafnarfiröi veröur haldinn aö Hverfisgötu 25, mánudaginn 28. mars kl. 21.00. Fundurinn er öllum opinn, en ásamt aðalmönnum eru varamenn sérstaklega boðaðir. Formaður eða framkvæmdastjóri kjördæmissambandsins og ein- hverjir af þingmönnum flokksins í kjördæminu munu mæta á fundinum. ATH: Breyttan fundartíma Stjórnin Aðalfundur „Framnes“ h.f. verður haldinn mánu- daginn 28.03.1988 í húsi félagsins, Hamraborg 5, Kópavogi, og hefst kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt 16. gr. félagslaga. Þá verður einnig til umræðu húsnæðismál félagsins. Hluthafar, eða löglegir umboðsmenn þeirra, mætið vel og stundvíslega. Önnur mál. Stjórnin Reykjanes Kjördæmissamband framsóknarmanna í Reykja- neskjördæmi hefur ráðið framkvæmdastjóra, Sig- urjón Valdimarsson. Aðsetur hans verður að Hamraborg 5 í Kópavogi. Sími 43222. Skrifstofan verður opin: Þriðjudaga kl. 16.30-19.00 Fimmtudaga kl. 16.30-19.00 Föstudaga kl. 16.30-19.00 Fulltrúaráðsfundur - Reykjavík Fulltrúaráðsfundur Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 29. mars kl. 20.30 í Nóatúni 21. Fundarefni: Starfs- og málefnanefndir fulltrúaráðsins gera grein fyrir sínu starfi og ákvarðanir teknar um áframhaldandi nefndarstarf. Stjórnin. Staða Framsóknarflokksins í íslensku flokkakerfi 29. mars: Menningarmál, Haraldur Ólafsson. 5. apríl: Utanríkismál, Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráð- herra. Skólinn er öllum opinn. Stjórnmálaskóli SUF og LFK. P.S. Nánari dagskrá síðar Suðurland Skrifstofa kjördæmissambandsins að Eyrarvegi 15, Selfossi er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15-17. Sími 99-2547. Verð á páskaeggjum: Mikil verðsamkeppni í sölu páskaeggja Eitt af því sem setur svip á páskahátíðina eru páskaegg. Flest börn og margir fullorðnir fá páskaegg, eitt eða fleiri. Meðalverð á meðalstóru páskaeggi er um 5-600 kr. Ef sú forsenda er gefin að seld séu 200 þúsund páskaegg á landinu um hverja páska þá verja landsmenn 100-120 milljónum króna til páskaeggja kaupa fyrir komandi páska. Af þessum sökum þótti Verðlagsstofnun vera við hæfi að gera verðkönn- un á páskaeggjum. Stærsta páskaegg á íslandi - Tímamynd: Pjetur Könnunin fór fram í 35 matvöru- verslunum og 15 sjoppum á höfuð- borgarsvæðinu. Helstu niðurstöður úr könnuninni á höfuðborgarsvæðinu eru þessar: - Mjög mikil verðsamkeppni er í sölu páskaeggja í matvöru- verslunum. Sem dæmi má nefna að smásöluálagning í stórmörkuðum er að meðaltali 8% á skráð heildsölu- verð framleiðanda og smásöluálagn- ing f hverfaverslunum rúm 13%. Hins vegar er álagning sem fram- leiðendur miða við í leiðbeinandi smásöluverði 43-47%. Þess eru jafn- vel nokkur dæmi að smásöluverð í verslunum sé lægra en heildsöluverð með söluskatti. - Verð á páskaeggjum í sjoppum er almennt hærra en verðið í mat- vöruverslunum. Verðmunur á ódýr- asta eggi og dýrasta af sömu gerð er allt að 78%. - Tvö innlend fyrirtæki framleiða páskaegg og eitt fyrirtæki flytur inn erlend páskaegg. Verða hér sýnd dæmi um leiðbeinandi smásöluverð, meðalverð og mesta verðmun á einstökum eggjum á milli verslana. Verðlagsstofnun kannaði verð á páskaeggjum á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur. Verðið er al- mennt hærra þar en á höfuðborgar- svæðinu. Meðalverð á páskaeggjum frá Nóa-Síríus var 10% hærra á Vest- fjörðum en á höfuðborgarsvæðinu og verð á páskaeggjum frá Mónu um 15% hærra. Verð á páskaeggjum á Sauðár- króki var í flestum tilvikum í sam- ræmi við leiðbeinandi smásöluverð frá framleiðendum. Voru páskaegg frá Nóa-Síríus um 18% dýrari en á höfuðborgarsvæðinu og páskaegg frá Mónu um 27% dýrari. í matvöruverslunum á Akureyri voru páskaegg frá Nóa-Síríus um 6% dýrari en í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og páskaegg frá Mónu 5% dýrari. Meðalverð á páskaeggjum á Aust- urlandi var 14% og 24% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Eymundsson: BANDARÍSKUR BÓKAMARKADUR Kjördæmissambandið Nei takk ... ég er á bílnum ||U^ERÐAR Föstudaginn 18. mars opnaði Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar bandarískan bókamarkað í versl- uninni. Þessi markaður er sá fyrsti sinnar tegundar á íslandi og hefur áhugi fólks fyrir honum reynst afar mikill. Meirihluta bókanna á markaðnum hefur ekki áður sést í bókaverslun- urh landsins. Titlarnirskipta þúsund- um og verðið er eins og það gerist hagstæðast í New York. Fjölbreyti- leikinn sýnir þverskurð bandarískrar bókaútgáfu. Allar eru bækurnar á markaðnum innbundnar, flestarfag- urlega myndskreyttar. í tengslum við markaðinn er pöntunarþjónusta allan sólarhring- inn sjö daga vikunnar á meðan markaðurinn stendur yfir og er póst- kröfukostnaður enginn. Er það gert til að gefa öllum landsmönnum kost á þessu einstaka tækifæri. tjr mörgu er að velja fyrír vandláta bókamenn á bandaríska bókamarkaðn- um. Hér eru þeir Finnur Sigurjónsson, útlánamethafi ■ Bókasafni Seltjarnar- ness, og ívar Helgason, símamaður og söngvari með meiru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.