Tíminn - 25.03.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.03.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. mars 1988 Tíminn 7 Skýrsla Jóns Baldvins um ríkisfjármál og framkvæmd lánsfjáráætlunar 1987: Skipting innheimtra tekna ríkissjóðs árið 1987 Skipting útgjalda ríkissjóðs árið 1987 Aðrur tekjur 14,6% ( I 8.9r/r) Skattar al' launagreiðslum 13c/r ((\9(/) Tekjuskattar 9.5(/r (10.8%) Eignaskattar 2.2% (2.4%) Tolllekjur 13.6% (13.2%) Tölur innan sviga sýna skiptinguna árið 1986 Fjármagnstilfærslur 5,8% Stofnkostnaður 5,3% ^ (4,9% Vaxtagjöld 8,; (9,7%) Rekstrar- og neyslutiífærslur 35.4% luskattar <43'4%) 52,8% (47.8% ) Samneysla 45 (35,7%) .2% í gær var lögð fram á Alþingi skýrsla fjármálaráðherra um ríkisfjármál og framkvæmd lánsfjáráætlunar 1987 í árslok 1987. í inngangi að skýrslunni segir að hún sé annars vegar lögð fram til að draga fram helstu þætti í ríkis- fjármálunum á síðasta ári sam- kvæmt niðurstöðutölum ríkisbók- halds um afkomu ríkissjóðs á greiðslugrunni. Hins vegar til að sýna framkvæmd lánsfjáráætlunar 1987 í ljósi bráðabirgðatalna um lántökur opinberra aðila, lána- stofnana og atvinnufyrirtækja. Innheimtar tekjur ríkissjóðs á síðasta ári námu alls 48.963 millj- örðum króna. Hækkunin frá fyrra ári var 28%. Á meðfylgjandi köku- riti sést skipting innheimtra tekna ríkissjóðs. Tölur innan sviga sýna skiptinguna á árinu 1986. Áf einstökum liðum vekur at- hygli hversu mikið hlutur veltu- skatta eykst í innheimtu tekna ríkisins árið 1987, miðað við fyrra ár. Veltuskattstekjur, sem eru sölugjald, skattar af framleiðslu og innflutningi, orkujöfnunargjald og hagnaður af ÁTVR, hækka um 37% milli ára. Á síðasta ári var undanþágum frá söluskatti fækkað og þar að auki tekinn upp sérstakur 10% söluskattur á ýmsar matvörur og þjónustu. Söluskattshlutföllin voru ákveðin tvö f stað eins áður, 10% og 25%. „Alls var talið að þær breytingar ykju tekjur ríkissjóðs um 675 m.kr. á árinu og skýrir það hækkun á þessum lið umfram al- mennar verðbreytingar,11 segir orð- rétt í skýrslu fjármálaráðherra. Ef litið er til gjaldahliðar ríkis- sjóðs kemur í Ijós að útgjöldin jukust um 28,9% milli ára. Utgjöld námu á síðasta ári 51.688 milljörð- um króna, en 40.111 milljörðum á árinu 1986. Útgjaldakakan sýnir svo ekki verður um villst að hlutur sam- neyslunnar, þ.e. útgjöld ríkissjóðs vegna kaupa á vörum og þjónustu, þ.m.t. launagreiðslur, hefur aukist gífurlega milli áranna 1986-1987, eða um tæp 10%. Skýringin á þessu er sögð sú í skýrslunni að á síðasta ári hafi 13 sjúkrahús í landinu, sem voru á daggjöldum 1986, verið tekin inn á föst fjárlög. Að sama skapi skýrir þessi tilfærsla lækkaðan hlut rekstrar- og neyslu- tilfærslna í útgjöldum ríkisins milli áranna 1986 og 1987. óþh Sjálfsbjörg á Akureyri: T ryggingaiðgjöld fötluðum ofviða Stjórn Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra á Akureyri, hélt stjórnarfund nýlega og framkvæmdastjórn lands- sambandsins einnig. Fundurinn sam- þykkti tvær ályktanir, aðra um samn- ingamál, og hina um hækkun bif- reiðaiðgjalda. , 1 fyrri ályktuninni beinir Akureyr- arfélagið því til framkvæmdastjórn- ar Sjálfsbjargar, að skora á verka- lýðsfélögin að krefjast þess að lág- markslaun í landinu verði ekki undir 42.000 krónum á mánuði, því með því að halda inni hinum lágu kaup- töxtum í samningum, þá haldi þau öllum lífeyrisgreiðslum neðan við þau mörk sem nokkrum manni dug- ar til framfærslu. í síðari ályktuninni segir: „Stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri beinir því til framkvæmdastjórnar Sjálfsbjargar landssambands fatl- aðra, að hún ein sér, eða í samvinnu við stjórn Öryrkjabandalagsins, fari fram á það við heilbrigðisráðherra, að nú þegar verði hækkuð uppbót á elli og örorkustyrk vegna reksturs bifreiðar hreyfihamlaðra, til að mæta þeirri gífurlegu hækkun sem orðið hefur á tryggingaiðgjöldum bifreiða. Tryggingagjöldin nema nú tvennum mánaðargreiðslum lífeyris, sem í raun er orðið lífeyrisþegum ofviða.“ -SÓL Sturlunga hin nýja Loðnuveiðar: STRAUJAÐí AUSTURÁTT Loðnuveiðarnar eru nú að glæðast aftur eftir að síðustu dagarnir höfðu verið í lakara lagi. Væn torfa fannst t gærmorgun á Meðallandsbugtinni og þar eru bátarnir að moka og hafa allir bátarnir yfirgefið vestursvæðið. „Þeir eru allir að strauja þangað núna. Ég var búinn að segja að það yrði loðna á föstudag, en það vildi enginn trúa mér. Þeir fara kannski að trúa mér núna og kominn tími til. Þeir hlógubara að mér og sögðu að þetta væri allt búið, en ég sagði að þetta kæmi á föstudag," sagði Ást- ráður hjá Loðnunefnd í samtali við Tímann. Nú eru aðeins 12 bátar eftir á veiðum og eiga þeir eftir að veiða rúm 22.000 tonn og klára væntanlega fyrir 11. apríl, eins og Ástráður hefur spáð. En til að sá spádómur standist, þarf Helga III að klára sitt á réttum tíma. Ástráður kallar Helgu nú Frú Helgu í virðingarskyni og líkar áhöfninni það viðurnefni vel. Loðnan er í mjög góðu ástandi og hafa sumir skipstjóranna haft á orði að þeir ætluðu sér að ná hrognum úr henni. Beitir fékk t.d. um daginn loðnu, sem hafði 18% hrognafyll- ingu, sem er einmitt hæfileg til frystingar. -SÓL Hjá bókaútgáfunni Svart á hvítu er komin út ný og myndarleg útgáfa á Sturlunga sögu með nútímastafsetn- ingu. Er sagan í tveimur bindum, en með fylgir auk þess ýtarlegt skýringabindi. Að þessu sinni er Sturiunga gefin út eftir aðalhandriti sínu, Króksfjarðarbók, en fyllt í eyður eftir Reykjarfjarðarbók. Því fylgir að textinn er prentaður hér eins og hann kemur fyrir í handritinu, en þar eru einstakar sögur safnsins felldar hver inn í aðra. Því fyrirkomulagi er haldið hér, öfugt við það sem var til dæmis í síðustu útgáfu verksins árið 1946. Þar greindu útgefendur sögurnar í sundur og prentuðu hverja um sig aðskilda frá hinum. Með greinargóðum skrám og síðu- merkingum er samt sem áður auð- velt að fylgja hverri sögu eftir í þessari útgáfu. Með nýju útgáfunni eru að auki prentaðar Hrafns saga Sveinbjarn- arsonar hin sérstaka og Árna saga biskups Þorlákssonar sem fylgir Sturlungu í mörgum handritum hennar. Annars er Sturlunga sagnabálkur eða samsteypa margra sagna sem velflestar eru glataðar í sjálfstæðri gerð. Þær voru Geir- mundar þáttur heljarskinns, Þorg- ils saga og Hafliða, Sturlu saga, Prestssaga Guðmundar Arasonar, Guðmundar saga dýra, íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar, Hauk- dæla þáttur, Hrafns saga Svein- bjarnarsonar, Þórðar saga kakala, Svínfellinga saga, Þorgils saga skarða og Sturlu þáttur. Sturlunga gerist að mestu á 12. og 13. öld og lýsir þeim atburðum sem leiddu til þess að íslendingar glötuðu sjálf- stæði sínu og gengu á vald Hákonar Noregskonungs 1262. f þriðja bindi þessarar útgáfu eru m.a. prentuð ýmis verk sem eiga að varpa ljósi á hugmynda- heim þjóðarinnar á þessum tíma. Þar á meðal er íslendingabók Ara fróða, Veraldar saga og Leiðarvísir Nikuláss ábóta Bergssonar sem er eins konar ferðalýsing fyrir píla- gríma sem fara vildu frá Norður- löndum til Rómar og þaðan til Jerúsalem. Þá er í þessu bindi ýtarlegur inngangur, ritaskrá, landakort og skýringarmyndir sem m.a. sýnaættartengslsögupersóna, liðskipan í bardögum, sögusvið og leiðir. Þá er allstórt orðasafn í þessu bindi, sem og skrár um mannanöfn og fleira. Þessi útgáfa er framhald af út- gáfu Svarts á hvítu á fornbók- menntum sem hófst með útgáfu á íslendingasögunum 1985-86. Rit- stjóri útgáfunnar er Örnólfur Thorsson, en í ritstjórn með hon- um eru Bergljót Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson, Gísli Sigurðs- son, Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Jón Torfa- son og Sverrir Tómasson. Bindin þrjú eru í öskju, og með þeim fylgir veggmynd sem Erró málaði sérstaklega fyrir útgáfuna. Land- akort hannaði Jean-Pierre Biard, en Oddi prentaði bækurnar. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.