Tíminn - 25.03.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.03.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. mars 1988 Tíminn 9 Stefanía Gísladóttir, bóndi, Seldal, Norðfjarðarhreppi: Þökk sé Páli Sigbjörnssyni fyrir að opna umræðuna Tilefnið að þessu greinarkorni mínu er grein Páls Sigbjörnssonar sem birtist í Tímanum þ. 16. mars sl. Þar reifar hann stöðu Austfjarða í landbúnaðarmálum og er harð- orður í garð stjórnvalda og Stéttar- sambands bænda, vænir þessa aðila m.a. um svik vegna loforða um fullvirðisrétt inn á svæðið í stað þess réttar sem keyptur var upp af Framleiðsluráði landbúnaðarins (héðan í frá skammst. FL) og er það gott og blessað. Hins vegar er því ekki að neita að mér fannst grein þessi grátbrosleg vegna þess að þær ásakanir sem hann ber á stjórnvöld hefur hann gert sig sek- an um sjálfur í sínum vinnubrögð- um sem fyrrverandi framkvæmda- stjóri stjórnar Búnaðarsambands Austurlands (héðan í frá skammst. BSA). Hér er ég að tala um úthlutun fullvirðisréttar meðal bænda í Norðfjarðarhreppi sem stjórn BSA hefur haft með höndum. Byrjun á fyrirsögn greinar Páls: „Eru frjálshyggjan og frumskógar- lögmálið orðin allsráðandi í stjórn- un búvöruframleiðslunnar?" Ein- mitt þetta hefur sannast á störfum stjórnar BS A þegar komið hefur til úthlutunar á fullvirðisrétti á mjólk á okkar svæði. Vil ég nú útskýra þetta nánar. Hér í hreppnum eru átta mjólk- urframleiðendur. Sá níundi hafði hætt framleiðslu tímabundið og var búinn að fá grænt Ijós á endur- byggingu á fjósi þegar ósköpin dundu yfir með búvörulögunum árið ’85. Hann stendur nú uppi fullvirðisréttarlaus með verðlausa jörð í höndunum. Tveir fram- leiðendur höfðu byggt við gömul hús og sá þriðji frá grunni. Á þremur bæjum voru kynslóðaskipti í gangi og er greinarhöfundur einn af þeim. Við hjónin tókum við búi for- eldra minna og föðurbróður vorið ’84. Þegar mánuður var eftir af verðlagsárinu '84-85 hófum við mjólkurframleiðslu, en fyrirrenn- arar okkar höfðu alfarið lagt hana niður nokkrum árum áður sökum aldurs og heilsuleysis. Voru því viðmiðunarárin á núlli. Alls telst mér til að stjórn BSA hafi haft með höndum um 186.000 lítra mjólkur til skiptingar milli bænda í hreppnum. Þess vegna er með öllu óskiljan- legt að fullvirðisréttur okkar í mjólk hér í Seldal í dag skuli aðeins vera tæpir 14.000 lítrar. Er þó mjög skýrt reglugerðarákvæði um rétt frumbýlinga. Stærsti skerfurinn fór til tveggja framleiðenda. Annar hoppaði upp um 50.000 lítra (úr 68.000 lítrum í 118.000lítra). Hinnfékkca. 25.000 lítra (úr 105.000 lítrum í ca. 130.000 lítra). Þriðji aðilinn sem byggði frá grunni fékk litla leiðrétt- ingu, 22.000 lítra (úr 31.000 lítrum í 53.000 lítra). Tveim fyrstgreind- um aðilum var úthlutað framyfir búmark. Okkur hinum var talin trú um að úthlutað væri frá ári til árs og beðin um að sækja ekki um meira en við kæmumst af með það árið. í sjálfu sér hefði verið í lagi að styrkja þá aðila sem stóðu í bygg- ingum tímabundið. En meiningin hjá stjórn BSA var önnur frá byrjun. Það átti eftir að koma í ljós. Vorið ’87 hafði ég spurnir af því hjá FL að með nýrri reglugerð fyrir verðlagsárið 1987-88 myndu þær aukaúthlutanir sem búnaðarsam- böndin höfðu haft yfir að ráða festast á framleiðendum. Bændur hér í hreppnum sem óánægðir voru með sinn hlut skrif- uðu því undir bréf til stjórnar BSA og FL og fóru fram á að allar aukaúthlutanir yrðu stokkaðar upp að nýju. Bent var á þá byggðaröskun sem myndi eiga sér stað ef ekkert yrði að gert. Hvernig skyldi stjórn BSA hafa staðið við þau orð sín um að úthlutað skyldi frá ári til árs? Jú, hún neitaði að gera slíkt jafnvel þótt FL færi einnig fram á það. Og hún gerði meira. Hún hækkaði búmarkið við annan aðilann sem úthlutað hafði verið umfram bú- mark svo að ný reglugerð næði ekki yfir hann um að enginn skyldi hafa fullvirðisrétt fram yfir búmark. Með þessu hafði stjórnin 6.000 lítra af okkur hinum sem þurftum meira á því að halda. Þvílíkt var siðleysið. Það er því ekki að furða þótt Páll geti ekki þagað yfir þeirri aðför sem gerð er að búskap á Austurlandi. Fróðlegt er að velta því fyrir sér hvað stjórn BSA hafi lagt til grund- vallar þessum úthlutunum. Ekki kom neinn aðili frá henni til að kynna sér aðstæður bænda. For- maður stjórnarinnar, Sævar Sig- bjarnarson, gerði sig sekan um svo mikla fákunnáttu í sumum þeim samtölum sem við áttum í gegnum síma að undrun mátti sæta. Sem dæmi vil ég nefna að við áttum einu sinni tal um aðstöðu hjónanna í Neðra-Skálateigi og lagði ég áherslu á þörf þeirra fyrir aukinn fullvirðisrétt. Þá spurði formaður- inn mig hvort þau ættu hvort sem er nokkuð nægileg tún fyrir meiri framleiðslu. Þegar ég benti honum á að mér þætti eðlilegt að hann talaði sjálfur við fólkið í stað þess að vera með svona getgátur, þá taldi hann ekki ástæðu til þess. Túnstærðin virtist hins vegar ekki skipta máli þegar öðrum aðila var úthlutað ríflega. Og hvaðan fékk hann upplýsingarnar? Það fer ekki hjá því að mann gruni að mark hafi einungis verið tekið á þeim sem besta aðstöðu höfðu til að þrýsta á símleiðis. Báðir fyrrgreindir aðilar standa réttum megin í pólitík, eiga sæti í stjórn kaupfélagsins og bera auk þess titla innan hreppsins. Páll talar fjálglega um baktjalda- makk hjá áhrifamiklum aðilum í kerfinu þegar skotið var inn í „Með þessu hafði stjórnin 6.000 lítra af okkur hinum sem þurft- um meira á því að halda. Þvílíkt var sið- leysið. Það er því ekki að furða þótt Páll geti ekki þagað yfir þeirri aðför sem gerð er að búskapáAusturlandi.“ reglugerð við búvörulögin á síðasta ári ákvæði þar sem heimiluð er verslun einstaklinga með fullvirðis- rétt innan búmarkssvæða. Hvað kallar hann svona vinnu- brögð? Ef hann ætlar að réttlæta þau með ákvæði í reglugerð um nýbyggingar, af hverju var þá ekki þriðja aðilanum, sem byggði fjós frá grunni, gert jafnhátt undir höfði? Reyndar skín það gegnum grein Páls að hann er að reyna að hvítþvo sig og réttlæta skítverkin með því að ásaka stjórnvöld um svik. Loforð um að bæta upp þann framleiðslurétt sem FL hafði keypt af bændum og þar með horfið af svæðinu, voru svikin. Það réttlætir svo sannarlega ekki þá misskiptingu sem hér hefur átt sér stað. Einnig skín það í gegnum grein Páls að hann hefur mun meiri samúð með þeim bændum sem búnir voru að byggja heldur en þeim sem bjuggu við gamlan húsa- kost. (Greinarhöfundur er einn af þeim). Hann telur í raun búvöru- lögin nauðsynlega þróun og hann telur það huggun í annars öllum þessum landbúnaðarraunum að þeir sem mest þurftu á viðbótar- rétti að halda, þ.e. bændur með nýjar vannýttar byggingar, fengju hann frá öllum hinum bændunum sem bjuggu við lítil bú og gamlan húsakost, og urðu þar af leiðandi að gefast upp. Það kemur svo fram seinna í greininni, eins og ég hef áður sagt, að réttur þessi hvarf mikið til út af svæðinu með kaupum FL á full- virðisrétti og stjórnvöld svikust um að skila til baka. . Ég vil leyfa mér að velta fram einni spurningu, Páli og öðrum ráðamönnum til umhugsunar. Er það eitthvað réttlætanlegra að halda fjölda bænda við hungur- mörk þar til þeir gefast upp og ganga frá verðlausum jörðum sín- um en að setja eina og eina nýbygg- ingu á hausinn og skipta réttinum upp á milli þeirra sem minna hafa? Maður skyldi ætla að minni byggðaröskun hlytist af því. Með þessu á ég við að þeir sem búnir voru að byggja þegar búvöru- lögin tóku gildi höfðu margir um- talsverða framleiðslu fyrir og fengu, allavegana í mínu byggðar- lagi, umtalsverða úthlutun ofan á það. Því væri betur komið meðal fleiri bænda. Og voru búvörulögin ekki einmitt sett til að verðlauna þá sem stuðlað höfðu að offram- leiðslunni í þessu landi? Þeim bændum sem sýndu þá samvisku- semi að draga úr framleiðslunni á árunum áður var beinlínis refsað. í þeirri reglugerð sem landbún- aðarráðuneytið gaf út fyrir verð- lagsárið ’87-’88 var búnaðarsam- böndunum gefinn sá kostur að taka 25% af aukaúthlutunum til endurskiptingar eða láta fullvirðis- réttinn standa nokkurn veginn eins og honum hafði verið úthlutað til framleiðanda. Stjórn BSA tók fyrri kostinn en það var einungis vegna þrýstings bænda héðan. Út úr því komu 42.000 lítrar og er þeim enn óskipt. Þeir nægja þó engan veginn til að lagfæra það sem lagfæra þarf. Næsta skref var að við fórum þess á leit við stjórn BSA að hún vísaði alfarið úthlutuninni til FL. Við treystum þeim hreinlega ekki leng- ur fyrir okkar málum. Fórum við fram á það við FL að þeir gengjust fyrir uppstokkun á aukaúthlutun frá byrjun. Stjórn BSA vísar málinu til þeirra en FL telur sig ekkert geta gert þar sem búið sé að festa fullvirðisréttinn með reglugerð og stjórn BSA komi til með að hafa æðsta vald í þessum málum nema landbúnaðarráðu- neytið taki það upp. Þar stendur málið núna og hefur ekki enn fengið afgreiðslu. Verðlagsárið ’86-’87 urðu Mjóa- fjarðar- og Norðfjarðarhreppur að sérstöku búmarkssvæði vegna þeirrar landfræðilegu legu sem hrepparnir hafa við Neskaupstað. Þetta gerðist vegna þrýstings frá heimamönnum. Árið áður vorum við inni í búmarkssvæði Egilsstaða og nágrennis. FL hafði gert tillögu um að yrðu sérstakt búmarkssvæði við upphaf setningar búvörulag- anna en stjórn BSA neitaði því þá. Framleiðsluráðsmenn segja okkur að hefðum við verið sérbúmarks- svæði frá byrjun hefði heildarréttur svæðisins orðið meiri. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þegar við urðum viðskila við Egilsstaði og nágrenni tók stjórn BSA 24.500 lítra mjólkur til baka undir því yfirskini að þeir hefðu úthlutað okkur of miklu í byrjun. En hvaðan tóku þeir það? Ekki frá þeim sem þeir höfðu úthlutað mestu árið áður. Haustið ’87 beindi FL tillögu til stjórnar BSA um stofnun sérstakr- ar búmarksnefndar fyrir Norð- fjarðar- og Mjóafjarðarhrepp sem tæki við stjórn BSA í sambandi við fullvirðisréttarmálin. Bent var á í bréfinu að það gæti gerst með því að Ræktunarfélag Norðfjarðar- hrepps (héðan í frá skammst. RN) kysi tvo fulltrúa og stjórn BSA skipaði einn fulltrúa. Þessi tillaga kom í kjölfar þess trúnaðarbrests sem átti hafði sér stað milli bænda í hreppnum og stjórnar BSA. Mörg rök fannst okkur hníga að stofnun sérstakrar búmarksnefnd- ar og vil ég nefna: 1) Sérstakt búmarkssvæði. 2) Eðlilega meiri áhugi hjá heimamönnum að sækja sín mál. 3) Ekki þótti okkur óeðli- legt að nefnd þessi beitti sér fyrir að reyna að auka sölu mjólkuraf- urða fyrir markaðinn í Neskaup- stað sem við teljum okkur eiga að hafa óskiptan. Þegar formaður RN hafði sam- band við fyrrnefndan formann stjórnar BSA taldi hann líklegt að stjórnin samþykkti stofnun sér- stakrar búmarksnefndar ef vilji væri fyrir því hjá heimamönnum. Formaður RN boðaði því til fundar með viku fyrirvara til að taka afstöðu um þetta mál. En viti menn! Tveim dögum áður en fundurinn var haldinn kom stjórn BSA saman og ákvað að leyfa ekki stofnun þessarar bú- marksnefndar. Engin haldbær rök höfðu þeir máli sínu til stuðnings en kvörtuðu sáran yfir því að ekki hefði verið friður fyrir símhringing- um þeirra tveggja framleiðenda sem mestra hagsmuna áttu að gæta í fullvirðisréttarmálum í hreppnum. Það vó þyngra á metunum en samþykkt fundar RN sem engu að síður var haldinn og ákveðið var með öllum greiddum atkvæðum að hér skyldi stofnuð sérstök bú- marksnefnd. Það er ljóst að stjórn BSA hefur mikið á samviskunni verði þessi misskipting meðal bænda ekki leið- rétt hið snarasta. Við hér í Seldal kláruðum okkar 14.000 lítra full- virðisrétt þ. 23. janúar sl. og verði ekkert að gert sjáum við okkur ekki annað fært en að bregða búi. Ekki er ólíklegt að fleiri geti fylgt í kjölfarið. Ég vil ljúka þessu með því að þakka Páli Sigbjörnssyni fyrir grein sína og með henni opna þessa þörfu umræðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.