Tíminn - 25.03.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.03.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur 25. mars 1988 Tíminn 13 Ástríður Jóhannesdóttir Fædd 23. maí 1921 Dáin 13. mars 1988 Haustið 1940 settust tvær systur af Suðurnesjum á skólabekk í Kvenna- skólanum á Blönduósi, og stuttu síðar kom þangað þriðja systirin. Þá voru gæfusporstigin. Systumarþrjár frá Gauksstöðum í Garði staðfestust fyrir norðan og urðu allar myndar- legar húsfreyjum í Húnaþingi. Þær eignuðust gjörvilegan hóp afkom- enda og hafa sumir þeirra þegar reynst máttarstólpar í atvinnu- og félagsmálum. Mörgum árum seinna fluttist einnig einn bræðra þeirra norður til Blönduóss, eignaðist þar húnvetnska konu og hefur reynst hagleiksmaður í verkum sínum. Nú er ein systranna fallin frá. Ástríður á Torfalæk, sem andaðist 13. þ.m., verður til moldar borin í dag frá Blönduóskirkju. Ásta á Torfalæk, eins og hún var jafnan nefnd af vinum sínum og nágrönnum, var dóttir Jóhannesar útvegsbónda Jónssonar á Gauks- stöðum í Garði og konu hans Helgu Þorsteinsdóttur. Hún starfaði nokk- uð á Blönduósi eftir að skólavist hennar lauk í Kvennaskólanum þar. En vorið 1944 verða tímamót í lífi hennar. Þá giftist hún Torfa Jónssyni á Torfalæk, sem þegar gerðist at- hafnasamur bóndi og síðar sveitar- höfðingi. Torfalækj arheimilið hefur löngum verið í fremstu röð myndarheimila í héraðinu. Þannig er það mér fyrir barnsminni frá tíð foreldra Torfa, Jóns Guðmundssonar og Ingibjargar Bjömsdóttur. Sú stórmerka kona lést árið 1940 og þarf ekki getum að því að leiða, að heimilið var ekki hið sama eftir fráfall hennar. Nýja hús- freyjan kom því að Torfalæk við aðstæður, sem mér finnst að nú sé hægt að segja að hafa beinlínis kallað á hana, enda var þá sem ný gæfusól rynni upp yfir heimilið. Þá fóru í hönd miklir framfaratímar. Ungi bóndinn á Torfalæk stóð árlega í stórræðum, en Ásta lá ekki á liði sínu. Hún skipaði sinn sess með sóma og reyndist mikil húsmóðir. Snyrtimennska og reglusemi var alla tíð til fyrirmyndar og raunar hvort sem litið var innan bæjar eða utan. Hún var rausnarleg kona, sem gott var að heimsækja, enda tók hún á móti gestum sínum og þeirra hjóna með alúð og gleði. Húsakynni á Torfalæk eru rúmgóð og fallega búin, þannig að hvort hæfði öðru, húsfreyja og heimili, sem mér fannst jafnan sem samofin heild. Ásta naut virðingar og vináttu fjölmargra samferðamanna sinna, þó ekki síst þeirra sem þekktu hana best, t.d. þeirra sem unnu um lengri eða skemmri tíma á Torfalæk. Þetta fólk heyrði ég iðulega fara sérstök- um viðurkenningarorðum um hús- móður sína og var þó ekki kastað rýrð á hlut bóndans, enda voru þau hjón einstaklega samhent. Börn og unglingar voru sumar eftir sumar á Torfalæk og munu ýmis þeirra hafa bundið tryggð við heimilið til lengri tíma. Telja má einstakt hve Ásta sýndi Ingimundi heitnum, bróður Torfa, mikla hlýju og nærgætni. Hann dvaldi hjá þeim hjónum til dauðadags og var sá af þeim Torfa- lækjarbræðrum sem þarfnaðist þess að eiga forsjá og skiól. Hann talaði líka oft fallega um Ástu sína. Ásta starfaði töluvert í samtökum kvenfélaganna í sýslunni, t.d. í mörg ár í orlofsnefnd húsmæðra. Hún var víða aufúsugestur. Hún var fríð kona og gjörvileg að yfirbragði, frjálsmannleg í framgöngu og við- mót hennar einkenndist af hlýju og hreinskiptni. Þau hjónin eignuðust tvo sonu, sem báðir eru atgervismenn, eins og þeir eiga kyntil. Sáeidrier Jóhannes búfræðikandidat, bóndi á Torfalæk II, kvænturElínu Sigurlaugu Sigurð- Torfalæk ardóttur frá ísafirði og eiga þau fimm börn. Jóhannes er formaður Búnaðarsambands A.-Hún. og for- maður stjómar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Yngri sonurinn er Jón íslenskufræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sigríði Kristins- dóttur og eiga þau einn son. Jón er starfsmaður Landsbókasafnsins og útgáfufélagsins Svart á hvítu. Ásta hafði átt við langvarandi vanheilsu að strx'ða, áður en nýr sjúkdómur bættist við sem skyndi- lega varð ekki við ráðið. Þrátt fyrir það tókst henni að sinna svo um heimili sitt fram undir það síðasta, að þar sást enginn misbrestur á. Unga stúlkan af Suðumesjum, sem fluttist norður í Húnavatnssýslu og festi þar rætur, skiiaði sínu dagsverki. Við nágrannar hennar erum þakklátir fyrir þetta dagsverk, við emm þakk- látir fyrir vináttu hennar og góðvild og við emm þakklátir fyrir það hvemig hún átti þátt í að byggja upp nýja framtíð. Við biðjum henni fararheilla til nýrra heimkynna. Við Helga flytjum Torfa, sonum þeirra, tengdadætmm, bamabörn- um og öðru venslafólki einlægar samúðarkveðjur. Pálmi Jónsson Á haustdögum 1940 hleypti heim- draganum ung stúlka frá Gauksstöð- um í Garði. Nafn hennar var Ástríður Jóhannesdóttir, í daglegu tali kölluð Ásta. Ferðinni var heitið norður í land að Blönduósi, þar sem hún ætlaði að stunda nám vetrar- langt við Húsmæðraskólann. Dvölin varð í það sinn ekki lengri og Ásta sneri aftur heim í föðurgarð næsta vor. En þennan vetur tengdist hún fyrstu böndum við ungan Húnvetn- ing, Torfa Jónsson á Torfalæk, sem allar frekari framtíðaráætlanir sner- ust síðan um. Þau Torfi gengu í hjónaband 1944 og bjuggu á Torfa- læk samfellt í 44 ár. Þannig varð ferðin, sem upphófst í Garðinum endur fyrir löngu, lengri en fyrirhug- að hafði verið. Hún varð upphafið að hamingjuríkri ævi og starfi, sem lauk með fráfalli Ástu þann 13. mars sl., en í dag verður hún jarðsett á Blönduósi. Ásta fæddist á Gauksstöðum þann 23. maí 1921. Foreldrar hennar voru Helga Þorsteinsdóttir, ættuð frá Meiðastöðum í Garði og Jóhannes Jónsson frá Gauksstöðum. Var Ásta hin sjötta í röð fjórtán bama þeirra. Það var blómlegt mannlíf á Gauksstöðum í þá daga og þurfti stór húsakynni til að allir kæmust vel fyrir. Reisulegur bærinn var byggður nánast á sjávarkambinum og örstutt frá vörinni þaðan, sem róið var á opnum bátum. Þá, eins og nú, byggðist afkoma manna í Garðinum eins og raunar á Suðumesjum öllum, á sjónum og það var róið hvenær sem gaf og von var til að fá fisk. Neðar í túninu á Gauksstöðum voru myndarleg fiskverkunarhús og stak- stæði til þurrkunar á saltfiski. Áfast við bæinn var fjós og hlaða, því að Jóhannes á Gauksstöðum var sann- kallaður útvegsbóndi. Stutt var til næstu nágranna í Garðinum, jafnvel í þá daga og nær- eða fjarskyldir ættingjar á öðrum hverjum bæ. Þetta var í hnotskurn það um- hverfi, sem Ásta ólst upp við og sem mótaði hana. Sem smástrákur átti ég því láni að fagna að kynnast vel þessu frændfólki mínu, því að Helga á Gauksstöðum var föðursystir mín og tók mig í fóstur (tvö sumur. Dvöl mín þar stendur mér enn ljóslifandi fyrir sjónum. Allar stundir var eitthvað að gerast í starfi eða leik, iðandi líf, og mér finnst nú, að þessi tápmikla fjölskylda hafi ekki verið í ró og unað sér hvíldar nema um blánóttina. Ég minnist þess varla að hafa verið samvistum við lífsglaðara og hláturmildara fólk en frændfólk mitt á Gauksstöðum. Þó var lífið þar ekki alltaf dans á rósum. Það leiðir af sjálfu sér, að í svo stórum barnahóp hlaut það að koma í hlut elstu dætranna að hjálpa til við heimilisstörfin og uppeldi yngstu barnanna. Það hlutverk ræktu þær Ásta og systur hennar frábærlega vel. Hjartahlýju og umhyggju þeirra og móður þeirra fékk ég, aðkomu- strákurinn, einnig að njóta og ég stend í ævarandi þakkarskuld fyrir það. Ásta hafði til brunns að bera alla bestu kosti Gauksstaðafjölskyldunn- ar. Hún var fríð og glæsileg svo að til þess var tekið, glaðlynd, hlátur- mild og blíðlynd. Þannig man ég eftir henni frá því í gamla daga í Garðinum, og ég fékk sönnun fyrir því, að sú minning var sönn en ekki bara hillingar. Það leið langur tími, líklega einir þrír áratugir, án þess að leiðir okkar Ástu lægju saman. Ég vissi, að hún bjó í hamingjusömu hjónabandi á glæsilegu stórbúi með- al Húnvetninga. Þegar við hittumst loks að nýju, og mig minnir, að það hafi verið heima hjá þeim Torfa á Torfalæk, hafði hún að vísu elst eins og lög gera ráð fyrir. Hún hafði ekki gengið heil til skógar um nokkuð langt skeið, og það hafði líka sett nokkur mark sitt á hana. En það var aðeins á yfirborðinu. Innifyrir bjó sama fallega stúlkan, sömu skæru augun, brosið og hláturinn skammt undan og bjartsýnin á sínum stað. Svo lítið hafði hún í rauninni breyst. Atvikin höguðu því þannig til, að heimsóknir mínar að Torfalæk urðu tíðari eftir þetta, bæði vegna sameig- inlegra verkefna okkar Torfa og þó fyrst og fremst vegna vináttu- og frændsemistengsla, sem stofnað var til að nýju. Það var stórkostlegt að sjá, hversu vel var búið á Torfalæk og snyrti- mennska ríkjandi utan dyra sem innan. Þar hafði fjölskyldan öll lagt hönd á plóginn, foreldrar, synirnir Jóhannes og Jón, og tengdafólk. Ásta varð fljótt rótgróin í Húnaþingi og ekki spillti fyrir, að systur hennar tvær, Sveinbjörg og Dídí, höfðu um langt árabil verið giftar og búsettar í nágrenni Torfalækjar. Og síðar bættist bróðir þeirra, Einar, í þann hóp. En þótt Ásta væri hamingju- sömu og ánægð, þar sem hún var, bar hún alltaf sterkar taugar til heimaslóðanna í Garðinum, og hún naut þess að rifja upp minningar þaðan. Nú er ferðin á enda og Ásta horfin, en eftir lifir minningin um hugljúfa konu. Vini okkar, Torfa, og fjölskyldu hans, svo og öllum ættingjum Ástu, er vottuð dýpsta samúð. Ingvi Þorsteinsson Þær voru margar minningamar frá liðnum árum er streymdu fram í huga okkar systkinanna sunnudags- morguninn 13. marss.l., eftir að Jón frændi hafði hringt og tilkynnt okkur lát Ástu, móður sinnar, þann sama morgun. Hún hét Ástríður fullu nafni, en var alltaf kölluð Ásta. Það má segja að á uppvaxtarárum okkar systkinanna hafi Torfalækur verið okkar annað heimili. Við mun- um hvorugt eftir öðru en vetmm fyrir sunnan og summm á Torfalæk, allt fram yfir fermingaraldur. Frá því ég var á fyrsta ári fór mamma með mig að Torfalæk á hverju sumri, fyrst til afa og ömmu og síðan til Ástu og Torfa. Það má eiginlega segja, að þegar Ásta giftist Torfa frænda hafi hún tekið við mér um leið, því þá þegar var vera mín á Torfalæk orðin að föstum lið í tilveru minni. Sama ár og Ásta og Torfi eignast Jóhannes, eldri son sinn, fæðist Guðmundur bróðir minn og á hverju sumri fór mamma norður og þegar árin liðu tók Guðmundur við af mér, var öll sumur hjá Ástu og Torfa og naut félagsskapar Jóhann- esar og síðar Jóns. Níu ár eru á milli okkar systkinanna, svo þessi dvöl okkar beggja á Torfalæk náði yfii"20 ára tímabil. Ekki voru foreldrar okkar með okkur allan tímann þessi sumur, heldur komu okkur í sveit- ina, eins og það var kallað, en komu samt alltaf í heimsókn á hverju sumri og dvöldu þá í lengri eða skemmri tíma. Svo var reyndar um alla Torfalækjarbræður og þeirra fjölskyldur og Sigrúnu fóstursystur þeirra bræðra og hennar fjölskyldu. Á þessum árum var mannmargt á Torfalæk. Ásta tók ung við stóru heimili. Þá voru þama afi okkar, Ingi frændi, Hanni lengi vel, Sigrún, Imma og Lalla höfðu átt sitt heimili á Torfalæk og ýmsir fleiri komu við sögu. Systur Ástu voru einnig tíðir gestir á Torfalæk ásamt sínum fjöl- skyldum og var oft glatt á hjálla og mikið hlegið. Ásta var einstaklega lífsglöð og félagslynd og naut þess að hafa kátt fólk í kringum sig. Enda var hláturinn hennar svo dillandi og smitandi, að allir komust í gott skap í návist hennar. Myndarskapur Ástu og dugnaður var rómaður, gestrisni einstök og þau Torfi mjög samhent í því að láta fólki líða vel hjá sér. Og það er margs að minnast frá þessum árum. Töðugjöldin á Torfalæk eru okkur systkinum ofarlega í huga. Þá var alltaf hátíð. Kolkafjölskyldan kom frá Blönduósi, einnig Imma og fjöl- skylda. Oft hittist þannig á að bræð- ur Torfa voru staddir þar, o.fl. o.fl. Ásta lagði jafnan mikið upp úr því að hafa á borðum allt það besta sem til var, farið var í leiki, spilað á spil, sungið í eldhúsinu yfir uppþvottin- um og svona mætti lengi telja. Þetta eru ógleymanlegar stundir í minningunni. Milli allra Torfalækjarbræðra og þeirra eiginkvenna og Sigrúnar og Ragnars hefur alla tíð verið óvenju mikið og gott samband, enda Torfa- lækjarfjölskyldan tengd mjög sterk- um ættarböndum. Svo sterkum að þegar talað er um Ástu og Torfa gleymist það hreinlega að Ásta var ekki fædd og uppalin á Torfalæk, heldur á Gauksstöðum í Garði í stórum systkinahópi. Hún var Ásta á Torfalæk. Það var í júní á síðasta ári sem liðlega tvöhundruð manns af Torfa- lækjarætt (niðjar Guðmundar lang- afa okkar) kom saman á ættarmóti á Húnavöllum. Þetta var mikil og eftirminnileg hátíð. Nokkru áður hafði Ásta gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi hér fyrir sunnan. Hennar takmark var þá að komast norður í tæka tíð fyrir ættarmót og er það okkur öllum mikils virði, að Ástu skyldi auðnast að vera með okkur á þessu sérstaklega velheppnaða ætt- armóti. Að mótinu loknu var öllum boðið að koma við á ættaróðalinu, Torfalæk. Austur-Húnavatnssýslan skartaði sínu fegursta þessa mótsdaga og þegar komið var heim á Torfalæk beið okkar þar uppdekkað borð í garðinum hjá Jóhannesi og Ellu þar sem allir þáðu veitingar. Síðan var haldið inn á heimili Ástu og Torfa og ekki við annað komið en að þiggja þar kaffi og konfekt. Þarna ríkti gamla góða stemmningin og börnin okkar systkinanna skildu bet- ur en áður allt okkar tal um árin góðu hjá Ástu og Torfa. Fyrir þetta erum við þakklát. Þegar ég kvaddi Ástu á Landa- kotsspítala áður en hún fór heim síðast, var hún að ferðbúast. Hún var svo innilega þakklát Sigríði og Jóni syni sínum fyrir þeirra stuðn- ing hér fyrir sunnan og tilhlökkunin mikil að koma heim til Torfa og hitta Jóhannes, Ellu og börnin. Dvölin heima varð styttri en okkur grunaði, en ég veit að þetta var þeim hjónum dýrmætur tími. Torfalækjabræður, Guðmundur og Jónas og Guðrún og þeirra fjöl- skyldur, Sigrún og Ragnar og fjöl- skylda kveðja öll Ástu með innilegu þakklæti fyrir allt sem hún var þeim. Við Guðmundur bróðir þökkum Ástu órofa tryggð við foreldra okkar og fjölskyldur. Systkinum Ástu og þeirra fjölskyldum sendum við öll innilegar samúðarkveðjur. Elsku Torfi frændi, Jóhannes og Ella, Jón og Sigríður, Imma og fjölskylda og börnin ykkar öll, Drottinn gefi dánum ró, en hinum líkn sem lifa. Blessuð sé minning Ástríðar Jó- hannesdóttur á Torfalæk. Ingibjörg Bjömsdóttir Auglýsing Fjármálaráðuneytið óskar eftir að ráða fólk til starfa. í boði eru fjölbreytileg störf sem snerta m.a. eftirtalin viðfangsefni ráðuneytisins: Skattamál Tollamál Kjara- og launamál Starfsmannamál Skýrslugerð og tölfræði Áætlanagerð Rekstrareftirlit Lífeyrismál Menntun í lögfræði, hagfræði eða skyldum grein- um er æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum skal komið til fjármálaráðuneytisins Arnarhvoli, 150 Reykjavík fyrir 28. mars n.k. Fjármálará&uneytið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.