Tíminn - 07.04.1988, Side 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 7. apríl 1988
FRÉTTAYFIRLIT
TEL AVIV - Utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna George
Shultz hélt frá ísrael til Egypta-
lands í gær. Sagði hann að litlu
hefði verið áorkað i viðræðun-
um við ísraelska ráðamenn.
AMMAN - Fjölmiðlar í Jórd-
aníu fordæmdu viðtal sem tek-
ið var við George Shultz utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna
og lýsa þau viðbrögð best
almennri reiði Jórdana í garð
nýjustu tillagna hans um frið í
Miðausturlöndum. Dagblöð
réðust harkalega að Shultz
fyrir iákvæð ummæli hans í
garð Israela í viðtalinu í Amm-
an og neituðu að birta viðtalið.
MOSKVA - Mikhaíl Gorba-
tsjof hélt í gær til Tashkent,
höfuðborgar sovétlýðveldisins
Uzbekistan sem liggur að Af-
ganistan. Orðrómur er á kreiki
um aðferð hanstengisttilraun-
um um að finna flöt svo draga
megi sovéska hermenn út úr
Afganistan.
LONDON - Englandsbanki
seldi pund fyrir vesturþýsk
mörk í gær. Með því varætlun-
in að ná jafnvægi á gjaldeyris-
markað eftir að sterlingspund
styrktist svo mjög að það var
selt á hæsta verði sem verið
hefur í tvö ár.
SIDON, LÍBANON - i bar-
daga sló á milli líbanskra
skæruliða sem fylgja írönum
að máli og Amal shíta sem
njóta stuðnings Sýrlendinga.
Berjast fylkingarnar um yfirráð
á landsvæðum í suðurhluta
Líbanon. Leynilegar heimildir
herma að sjö manns hafi látið
lífið og sextán hefðu særst í
kaupstaðnum Nabatiyen og
þorpum þar í kring.
ADDIS ABABA - Ríkis-
stjórn Eþíópíu skipaði öllum
erlendum hjálparstofnunum
sem starfa í Tíger og Erítreu
að hverfa á brott í snatri. Krafa
þessi kemur í kjölfar frétta um
að skæruliðar hafi unnið stóra
sigra á stjórnarhernum undan-
farna sex mánuði. Talið er að
um þrjár milljónir manna eiai
hungursneyð í vændum veroi
hjálparstarf stöövað á þessum
slóoum.
belgrad’ - Svokallaður
„Hópur 77“ sem eru samtök
ýmissa þróunarríkja sóttu ráð-
herrafund í Belgrad í gær.
Ætlunin er að samhæfa hug-
myndir ríkjanna svo setja megi
á fót fyrstu stjórn alþjóoasam-
taka þróunarríkja sem fjalli um
íhlutun um viðskipti landanna
svo og tollaívilnanir.
ÚTLÖND
I upphafi voru dvergarnir sjö þekktari en frambjóðendur demókrata, en nú er:
Ný aukabúgrein?:
Agætt gengi
hjá Dukakis
DIUGHTFUL rfwuc (from feft)Dop<fy, BðShfuLSr.wzy. S!«opy, Happy, Grumpy onó Docfrwn.ÐisneyV "Soöwýfbíit cnití the Sevcn Dwcrfs."
More People Can Name the Seven Dwarfs Than They Can th
7 Democrats Running for President
Nearly 60 percent of Amcricans quiz/ed by The
ENQDIRER in a nationwidc suncy couid idcntífy
more of Snow White's Seveu Dwarfs than they could
the seven Democratie can-
didates for Prcsident.
We qUéríed a total oí 200 peo-
plo -— 100 tnen und 100 wcmetí
— ín Los Áhgelcs, Chicago, Kew
York, Kansas City ar.d New Or-
leans, asking:
"Can ýou nunn mwe a! Wált Dís-
ney's Sever. Pwarfs or more of >he
«ve.n liomoeratii; eautfiilatts <;i the
f'residrn’ial race?"
Enquirer Survey
’/ goess I rcmembcr more
dwarfs thcn conáiéatns bctouse
tho dwarií wero tutc ond the
condidatcs oren't'
tha medls. ne'vsro*king Oarj Hart
The rcíUiU; T7 pi-rctnt oí ».he peo {wns lw.st4cntr*ai. .Tesso Jm kíot' was
ót« icn';w more dwarfs; only 21 per-; síeoruf.
:ent knvw more camliilates. and <he i The other fivocandiiiatas U«có in
rwnainíng ífi percent knew an 6QU3)! desceíKJiiijí ðrcii'r oí mocr.ition
numW of oarh. Aniong Disney s \ were Michaef Ðukakis. Paul Simoii,
iwArtt - Happy. Sleepy, f>ne«zy.-Brocc BahliitL Richsni Gephardí
Grumpy, Dopey, Unsiifui atvi Vw. —. and AiLort iiore Jr.
ttopry was hest-known *i:d Bashfulj wooldr. t be able to n»roe nny-
íon* hu'Kc*rt “ u,8rc ^isii Uiese r.amcs just go in one ear.
whovo heer. njckn-niedjmimy of these guys runn»ng, smdjand out the other;‘ saíd lSdniund;
meSe>v>n Dojoucralic iTwarfx t-y -.i^cK T'lctncr, 58, of Kansas Ctty. >Smlth. fcfi, of Kanitas Ciiy
7 n_________ j ry „ , ... ”ls Dumpv s dwarfV' asked Kevln í Mrs C HamogtUi tleddes ofi
is Utunpy 3 owarf. || ne tsn t, Pareni of law Angeles. ’lf he tsn t. Ycrk City vnu unable to nwne!
ho*í the Dcraetrat frora ijjtaoít!* lht' Denwerat from DUnoli''' • any candidates, but ahe r.smeii twi:
“1 K-ad ihe paper every riay im;; dwarís "I gum l rvmeroter moroj
J£SS£ JACKSON
f.n’»ii*s second
dwsrts tiian eandidates bcesusc t
dwarts utro cute and tfcie cajididat
aron't *' And SarMi Evans, 44,álsu
New York. aiMed Uus parting sb
8boot thc dWAtiti vr,d candidate*.
tbought tbe.y wero interrhani
abie!" —n0U*T6.iMi
m
MiCHAEL OUKAXiS
PAUL simon
BRUCE 8ARBITT
RICHARD Gf.PHAROT ALBERT GORE J,.
f upphafi forkosninganna í Bandaríkjunum gerði tímaritið Enquirer könnun
á því hvort almenningur þekkti fleiri nöfn dverganna sjö eða demókratanna
sjö sem gáfu kost á sér. Dvergarnir höfðu öruggan sigur. Hér má sjá úrklippu
þar sem þessi tíðindi voru tíunduð.
Þegar demókratar hófu for-
kosningar sínar fyrir forseta-
kosningarnar í Bandaríkjunum
þá sýndu kannanir að bandarísk-
ur almenningur vissi mun betur
hvað dvergarnir í ævintýrinu
Mjallhvít og dvergarnir sjö hétu,
heldur en hvað
demókratarnir sjö sem sóttust
eftir útnefningu hétu.
Þetta hefur þó ekki komið
Michael Dukakis fylkisstjóra í
Massachusset að sök, því staða hans
er best þeirra fjögurra demókrata
sem enn eru með í baráttunni um
útnefningu sem forsetaefni demó-
krataflokksins. Hann sigraði með
glæsibrag í forkosningunum í Wis-
consinríki í gær, en þar hlaut hann
47% atkvæða á meðan aðalkeppi-
nautur hans blökkumaðurinn Jesse
Jackson hlaut aðeins 28% atkvæða.
Albert Gore hlaut 17% og Paul
Simon 5% atkvæða.
Dukakis hefur því nú 806 kjör-
menn í þing demókrata, en Jesse
Jackson 715. Albert Gore er með
433 og Paul Simon 250.
Eftir hálfan mánuð mun að líkind-
um draga til tíðinda í forkosningun-
um en þá verður kosið í New York
fylki. Ef Dukakis nær góðri kosningu
þar mun hann að líkindum standa
með pálmann í höndunum. Ef ekki,
þá stóraukast líkurnar á því að
demókratar geri allt til þess að fá
hinn vinsæla borgarstjóra New York
borgar, Mario Cuomo til að gefa
kost á sér sem forsetaefni. Þá yrði
Jesse Jackson að líkindum varafor-
sctaefni. Stuðningsmenn hafa þegar
sett á fót nefnd til að vinna að
framboði Cuamo, en Cuamo segist
enn ekki ætla að gefa kost á sér.
Hjá repúblikönum eru forkosn-
ingarnar löngu orðnar formsatriði.
svo örugg cr forysta George Bush
varaforseta.
Svo aftur sé vikið að skoðana-
könnuninni sem nefnd var hér í
byrjun, þá voru svörin upp á ofan.
„Er Dáinn dvergur. Ef ekki þá er
hann demókrati frá Illinois." eða
„Ég held ég muni nöfn dverganna
betur því þeir eru sætir. Það eru
demókratarnir sjö ekki“.
Danskir
krókó-
dílar
á Spáni
Danskt fyrirtæki hyggst koma
upp fyrsta krókódílabúgarði í
Evrópu og er ætlunin að hann
verði staðsettur í spænska bænum
San Roque.
Talsmaður bæjarstjórnarinnar
í San Roque sagði í gær að
bæjarstjórnin væri að íhuga til-
boð Evrópsku krókódflastofnun-
arinnar um að koma upp krókó-
dílabúgarði þar sem allt að 50
þúsund krókódílar, stórir og
smáir, yrðu aldir upp samtímis.
Ef af verður mun um 25 þúsund
krókódílum verða slátrað á ári
svo búa megi til handtöskur, belti
og skó úr skinni, auk þess sem
kjöt af krókódílum er ekki svo
slæmt.
„Ef krókódílarnir færa okkur
auð í héraðið, þá eru þeir vel-
komnir,“ sagði talsmaðurinn.
Danska fyrirtækið valdi San
Rouqe vegna loftlagsins sem
hentar krókódílum einkar vel.
Afríka er ekki í nema 40 kíló-
metra fjarlægð, auk þess sem
krókódílarnir gætu dregið til sín
forvitna ferðamenn frá Costa del
Sol, sem er skammt undan.
Búgarðurinn mun veita 110
manns vinnu og gæti einnig aukið
mjög viðskiptin í þorpinu, sér-
staklega þegar þorpsbúar hefja
sölu á krókódílaskinnum.
UTLON
Enn heldur harmleikurinn á hernumdu svæðunum áfram:
ísraelsk stúlka grýtt til dauða
Fimmtán ára ísraelsk stúlka var
grýtt og barin til dauða af Palestínu-
mönnum eftir að ísraelskir landnem-
ar skutu að hópi palestínskra ung-
menna sem höfðu gert aðsúg að
ísraelskum unglingum sem voru í
gönguferð við þorpiö Beita sem er á
hernumda svæðinu á vesturbakka
Jórdan. Tveir ungir Palestínumenn
létu lífið í skothríð landnemanna,
auk þess sem fjórtán ísrelsmenn
særðust í þessum átökum.
ísraelska stúlkan er annað ísrael-
ska fórnarlamb hinnar fjögurra mán-
aða uppreisnar Palestínumanna á
hernumdu svæðunum. Hið fyrra var
ísraelskur hermaður.
Hins vegar hefur mannfall verið
mikið í röðum Palestínumanna, en
að minnsta kosti 135 Palestínumenn
hafa látið líf sitt í átökunum.
Heimildum ber ekki saman um
atburðinn, en ljóst er að dauði
ísraelsku stúlkunnar á eftir að hafa
alvarlegar afleiðingar í för með sér
og verða til þess að enn meiri harka
færist í átökin.
„ísraelsku börnin voru á göngu
þegar arabarnir réðust á hópinn.
Fylgdarmennirnir hófu skothríð á
arabana þar til skotfærin voru upp
urin. Þá hófu arabarnir að berja
ísraelana með grjóti," sagði mynda-
tökumaður CBS sjónvarpsstöðvar-
innar, en hann hjálpaði nokkrum
ísraelskum börnum á brott úr
átökunum.
Palestínsk vitni sögðu hins vegar
að hildarleikurinn hefði hafist þegar
fylgdarmenn barnanna hófu skot-
hríð að arabískum þorpsbúum sem
voru við vinnu sína á ökrunum. Eftir
þá skothríð hafi arabísk ungmenni
ráðist að ísraelunum.
Flugránið á kuwaitsku farþegaþotunni:
80 farþegar enn í
klóm flugræningja
Sá frestur sem flugræningjar
kuwaitsku þotunnar sem rænt var í
fyrradag settu Kuwaitum til að
ganga að skilyrðum sínum rann út
í gærkvöldi án þess að til tíðinda
drægi. Flugræningjarnir krefjast
þess að sautján föngum í Kuwait
verði sleppt úr haldi og að eldsncyti
verði sett á þotuna svo þeir geti
flogið til nýs áfangastaðar.
Þegar þetta er ritaö var þotan
enn á flugvellinum í Mashhad í
norðurhluta írans. Þá höföu flug-
ræningjarnir sieppt tuttugu og fjór-
um konum og einum karlmanni
sem var sjúkur. Því voru enn 80
manns í flugvélinni.
Flugræningjarnir höfðu hieypt
lækni inn í flugvélina svo hann gæti
kannað heilsufar farþeganna.
íranska útvarpið tilkynnti í gær
að hugsanlega myndu írönsk
stjórnvöld láta undan og fylla (lug-
vélina af eldsneyti ef það mætti
verða til þess að koma í veg fyrir
blóðbað. Hins vegar hafa stjóm-
völd í Kuwait ekkert haggast, þrátt
fyrir það að flestir farþegamir séu
frá Kuwait, þar af þrír meðlimir
konungsfjölskyldunnar, en flug-
ræningjamir hafa hótað aö taka þá
af lífi.