Tíminn - 07.04.1988, Side 14

Tíminn - 07.04.1988, Side 14
14 Tíminn Fimmtudagur 7. apríl 1988 Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 8. apríl kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness Unnur Þórdís Vigdís Rabbfundir LFK í kjördæmum Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir rabbfundum í kjör- dæmunum í samvinnu við konur á hverjum stað. Fundir verða sem hér segir: Austurland, helgina 8.-10. apríl Allar velkomnar Stelpur! Drífum okkur á kvennaþing! Pöntum fyrir 15. apríl! Skráið ykkur fyrir 15 apríl. Það þarf einnig að greiða kr. 7.000 inn á fluggjaldið fyrir 15. apríl. Norrænt kvennaþing Norrænt kvennaþing verður haldið í Osló 31. júlí - 7. ágúst n.k. að tilstuðlan ráðherranefndar Norðurlandaráðs. LFK mun í samvinnu við miðflokkakonur á Norðurlöndunum standa fyrir verkefni er nefnist KONUR OG STÖRF í DREIFBÝLI: Undirbúningshópur LFK hefur tekið til starfa og eru þær sem hafa áhuga á að taka þátt í undirbúningi og/eða koma með okkur á þingið í Osló beðnar um að hafa samband sem fyrst við Margréti í síma 91-24480 kl. 9-12 eða einhverja úr undirbúningshópnum. LFK Suðurland Skrifstofa kjördæmissambandsins að Eyrarvegi 15, Selfossi er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15-17. Sími 99-2547. Kjördæmissambandið FRAMSÓKNARFÉLAGANNA A SUÐURLANDI ÍHÓTEL SELF0SSI MIÐVIKUDAGINN 20.4.88 HÚSIÐ VERÐUR OPNAÐ KL. 20.00 HEIÐURSGESTIR: STEINGRlMUR HERMANNSSON OG EDDA GUÐMUNDSDÖTTIR ÝMIS SKEMMTIATRIÐI: HLJÓMSVEITIN KARMA LEIKUR FYRIR DANSI TRYGGIÐ YKKUR MIÐA TlMANLEGA I SlMUM: SÓLRÚN 1835, EINAR 2723. SKRIFST. KJÖRD.SAMB 2547 ALLIR fff VELKOMIMIR Vladimír Verbenko: Þriðja vor Gorbatsjovs í mars 1985 var Míkhaíl Sergeje- vits Gorbatsjov kjörinn aðalritari miðstjórnar KFS, en nafn hans er orðið frægt um allan heiminn. Og ekki aðeins vegna þess að í Sovét- ríkjunum kom til valda ungur og heillandi leiðtogi, heldur aðallega vegna þess að þessi leiðtogi hugsar og talar á nýjan máta, hefur sett fram og varpað Ijósi á nýjar hug- myndir. í hverju er hin „nýja stefna" Gorbatsjovs fólgin? Við skulum snúa okkur að ávörpum aðalritar- ans á mars- og aprílfundi mið- stjórnar KFS árið 1985, þar sem var lýst yfir meginþáttunum í þess- ari stefnu. Hér á eftir eru þeir í stuttu máli: Mars 85 Innanlands verður rekin stefna, sem beinist að því að hraða félags- legri og efnahagslegri þróun landsins, að því að fullkomna allar hliðar þjóðfélagsins. Hér er um að ræða endurskipulagningu efnis- legrar og tæknilegrar undirstöðu framleiðslunnar, þróun einstakl- ingsins, þar sem bættar efnislegar aðstæður hans í starfi og hvíld eru hafðar í huga, svo og andleg ímynd hans. Til að svo megi verða á að koma þjóðarbúskapnum yfir á braut örr- ar þróunar. „Við verðum og við eigum að komast sem lengst á sem stystum tíma á sviði vísinda og tækni, komast fremst í heiminum hvað varðar framleiðni," sagði M. Gorbatsjov. Rekin skal félagsleg stefna, þar sem allt er gert í nafni mannsins, í þágu mannsins. Eitt af grundvallarverkefnunum á sviði innanríkismála (og þar af leiðandi utanríkismála) er full- komnun og þróun lýðræðis. (í þessari ræðu M.S. Gorbatsjovs hljómaði orðið „glasnost" sem er nú öllum kunnugt). „Á sviði utanríkismála er stefn- an skýr og markviss. Þetta er stefna friðar og framfara," sagði M. Gorbatsjov þá. „Við munum fylgja hinni lenínísku stefnu um frið og friðsamlega sambúð af festu. Sovétríkin munu svara góð- um vilja í sömu mynt, svara trausti í sömu mynt.“ „Við metum mikils þann árang- ur, sem varð af spennuslökun á alþjóðavettvangi á áttunda ára- tugnum og erum reiðubúnir til að taka þátt í því að koma á gagn- kvæmri þróun og samvinnu milli ríkja, sem byggist á reglunni um jöfnuð, jafnt öryggi og íhlutunar- leysi þegar um innanríkismál er að ræða.“ „Aldrei áður hefur mannkynið búið við eins hræðilega ógnun og á vorum dögum. Eina skynsamlega lausnin á þvf ástandi, sem skapast hefur, er að hin andstæðu öfl geri með sér samkomulag um að hætta vígbúnaðarkapphlaupinu, fyrst og fremst kjarnorkukapphlaupinu, þegar í stað á jörðu niðri og koma í veg fyrir að það fari út í geiminn. Samkomulag á heiðarlegum og jöfnum grundvelli án þess að reynt sé að „gabba" hinn aðilann og setja honum skilmála. Samkomulag, sem yrði til þess að færa okkur nær hinu langþráða takmarki - algerri útrýmingu kjarnorkuvopna, út- rýmingu hættunnar á kjarnorku- styrjöld. Þetta er bjargföst sann- færing okkar.“ „Við leitumst ekki við að ná einhliða yfirburðum umfram Bandaríkin og NATO-löndin. Við viljum að vígbúnaðarkapphlaup- inu sé hætt, ekki að því sé haldið áfram og þess vegna leggjum við til að kjarnorkuvopnabúr verði fryst og uppsetningu eldflauga verði hætt. Við viljum raunverulegan og verulegan niðurskurð þess vígbún- aðar, sem til er, en ekki að hönnuð séu ný vopnakerfi, hvort sem það er úti í geimnum eða á jörðu niðri. “ Apríl 85 „Sovétríkin lýsa enn á ný yfir að þau muni staðfastlega fylgja hinni lenínísku stefnu friðar og friðsam- legrar sambúðar, sem mótast af þjóðskipulagi okkar, af siðgæði okkar og heimsmynd. Við erum fylgjandi jafnréttháum samskipt- um milli ríkja, í anda siðmenning- ar, ef svo mætti segja, sem byggjast á sannri virðingu fyrir reglum al- þjóðaréttar." „Við erum sannfærðir um að hægt er að koma í veg fyrir heims- styrjöld. En eins og reynslan sýnir er baráttan fyrir varðveislu friðar og tryggingu almenns öryggis ekki létt verk og hún krefst nýrra og nýrra krafta.... Mannkynið stend- ur frammi fyrir því að velja: Annað hvort áframhaldandi spennu og fjandskap, eða málefnalegt sam- komulag, sem báðir geta sætt sig við, sem mundi stöðva efnislegan undirbúning kjarnorkuátaka.“ „Sovétríkin eru fylgjandi árang- ursríku og alhliða samstarfi á sviði efnahagsmála og vísinda og tækni, sem byggist á reglunni um gagn- kvæman ágóða og þar sem hvers kyns mismunun væri útrýmt; þau eru tilbúin að auka og efla við- skiptatengsl, þróa ný form efna- hagstengsla, sem byggjast á gagn- lllllllllllll VIÐSKIPTALlFIÐ Um verðhrunið mikla á kauphöllum I október 1987 Mikið verðhrun varð 19. október 1987 á kauphöllinni í New York og síðan næstu daga á kauphöllum víða um heim. Lækkuðu þá hlutabréf í verði um $1,7 billjónir (enskar trill- jónir) í heimi öllum, að talið er, en í Bandaríkjunum einum um $700 milljarða. Hins vegar varð verðlækk- un skuldabréfa tiltölulega lítil. Opin- ber nefnd í Bandaríkjunum, undir forsæti Nicholas Brady, hefur skilað áliti um þessa atburði. f því leggur nefndin til, að ein stofnun í Banda- ríkjunum hafi eftirlit með reglu- bundinni útgáfu opinberra skulda- bréfa, sem til segir á skyldum mörkuðum og raunar í fjármálalíf- inu öllu. í tilefni birtingar álitsins skrifaði einn framkvæmdastjóra Salomon Brothers, Henry Kaufman, grein í Washington Post, sem endurprentuð var í International Herald Tríbune. Niðurstaða Kaufmans er þessi: „Þörf er á opinberum alþjóðlegum sam- tökum, skipuðum fulltrúum úr helstu iðnaðarlöndum. Ættu sam- tökin að minnsta kosti að hafa vald til að setja samskonar starfsreglur fyrir helstu verðbréfamarkaði og stofnanir í heimi öllum um söluhætti, bókhald, fjármagn og upplýsingar". í grein sinni segir Kaufman megin- ástæður verðhrunsins á kauphöllum í október sl. hafa verið fimm: (1) Afnám reglna um viðskipti á kaup- höllum á síðustu árum og (2) ýmis nýmæli í verðbréfaviðskiptum, jafn- vel upptaka verðbréfatrygginga. Um nokkurt árabil hefur gengi ýmissa gjaldmiðla ráðist á peningamörkuð- um, svo það hefur verið óstöð- ugra en áður. Ahrif breytinga á gengi gjaldmiðla koma síðan fram í markaðsverði verðbréfa. (3) Aðtals- verðu leyti eru kauphallarviðskipti nú alþjóðleg. Þegar eigendur út- lendra hlutabréfa óttast um stöðu þeirra, selja þeir þau og kalla fé sitt heim. Eykur það á stöðugleika á markaðnum. Svipuðu máli gegnir um kaup útlendinga á ríkisskulda- bréfum, svo sem Japana á banda- rískum ríkisskuldabréfum. Ef út- lendingarnir halda að sér hendi, lækka skuldabréfin í verði. (4) Spari- fé Iiggur í vaxandi mæli í lífeyrissjóð- um, en þeir verja því til kaupa á verðbréfum. Fleiri tegundir verð- bréfa eru þess vegna út gefnar en áður og meira af þeim. Samt sem áður hefur vaxandi hluti verðbréfa farið í vörslu sjóða, stofnana og fyrirtækja, en þau leggja mjög staðl- að mat á þau (gagnstætt einstakling- um áður fyrr). Hreyfingar á stöðu verðbréfa ganga því fremur og þyngra í eina átt en áður. (5) Aðilar, sem fylgja fram stefnu ríkisins í efnahagsmálum, svo sem Seðlabanki Bandaríkjanna, taka enn meira tillit til verðbréfamarkaða en fyrr á árum, og ekki einvörðungu með tilliti til vaxta. Fáfnir. SKEMMTINEFNDIN

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.