Tíminn - 07.04.1988, Síða 15

Tíminn - 07.04.1988, Síða 15
Fimmtudagur 7. apríl 1988 Tíminn 15 Steingrímur og Gorbatsjov ræðast við í Moskvu 2. mars 1987, kvæmum áhuga aðila á því að kynnast nýjungum á sviði vísinda og tækni, á því að leggja drög að uppbyggingu fyrirtækja, vinna hrá- efni.... Við erum fylgjandi frið- samlegu samstarfi, sem er öllum aðilum í hag, þegar um ríkin í Vestur-Evrópu er að ræða, Japan og önnur kapítalísk lönd.“ (Mig langar að beina athygli þeirra, sem telja og segja að Evrópa hafi „gleymst" í samskiptunum milli Moskvu og Washington að því að þegar í fyrstu ræðu sinni setti M. Gorbatsjov Evrópu í fyrsta sæti í samskiptum við Vesturlönd. V.V.) Sovétríkin eru tilbúin að bæta samskiptin við Bandaríkin, svo að þau megi færa báðum aðilum hagn- að án þess að lögmætir hagsmunir og réttur hvors aðila séu skertir. „Það er ekki til í dæminu að fjandskapur landanna tveggja sé óhjákvæmileg staðreynd.... Skynsamlegasta leiðin er að leita leiða sem liggja til jafnra sam- skipta, að byggja brú samstarfs, en hana verður að byggja úr tveim áttum." Sovétríkin munu vinna ötullega að því að koma á samkomulagi, sem báðir aðilar geta sætt sig við, sem gerir ekki aðeins kleift að binda enda á vígbúnaðarkapp- hlaupið, heldur einnig að feta braut afvopnunar. „Nú er meiri þörf á pólitískum vilja en nokkru sinni fyrr í heiminum í nafni betri morg- undags.“ „Það er ekki til sú þjóð, sem vill styrjöld. Hér eru fólgnir gífurlegir möguleikar á framkvæmd stefnu friðar og framfara. Það verður að gera allt til þess að öfl hernaðar- og árásarhyggju bíði lægri hlut í al- þjóðasamskiptum.“ Eins og allir menn hefur Míkhaíl Gorbatsjov ekki komið öllu í verk og ekki fengið öllu framgengt. En það eru heldur ekki liðin nema þrjú ár. En lesendur hljóta að vera sammála um að ekki er hægt að saka hann um aðgerðarleysi eða að ósamræmi sé á milli orða og gerða. Þó ekki sé nema vegna sigurs fyrsta afkvæmis hins nýja hugsunarháttar - „Reykjavíkursigurandans". Dr. Vladimír Verbenko, yfirmaður APN á fslandi. VÖRUMERKI VANDLÁTRA NÆRFATNAÐUR NÁTTFATNAÐUR CALIDA Heildsölubirgöir: Þórsgata 14 - sími 24477 III Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiöbeinend- um til starfa viö Vinnuskólann í sumar. Starfstími er frá 1. júní til 1. ágúst n.k. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verk- stjórn og þekkingu á gróðursetningu, jarðrækt o.fl. störfum. Til greina kom 1/2 dags störf. Umsóknareyðublöð eru afhent í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 623340. Þar eru einnig gefnar upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. Vinnuskóli Reykjavíkur._________ Atvinna og húsnæði Viljum ráða á alidýrabú okkar á Minni-Vatnsleysu, Vatnsleysuströnd, samhent hjón, þar sem eigin- maðurinn mundi aðstoða við búreksturog slátrun, en eiginkonan við matreiðslu fyrir starfsmenn. Góð séríbúð á staðnum. Nánari upplýsingar hjá bústjóra í síma 92-46617 milli kl. 18 og 20. Síld & fiskur Ílllllliílllllllll LESENDUR SKRIFA Hverju og hverjum er verið að þjóna? Svo virðist sem engin takmörk séu fyrir því hvað megi sýna í Sjónvarpi af ofbeldi og níðingsverkum. Nefnd- ir eru starfandi til að fylgjast með og hafa eftirlit með hvaða myndir eru sýndar í kvikmyndahúsum. Og regl- ur eru settar um hegðun manna á almannafæri. Ekkert slíkt eftirlit er haft með því hvað sýnt er í Sjón- varpi. Þar eru hinar svívirðilegustu hryllingsmyndir og hryðjuverk leiddar í öndvegi á hvers manns heimili, börnum og fullorðnum til afþreyingar og eftirbreytni. Fréttamenn Sjónvarpsins virðast hafa komist í feitt að því er þetta varðar. Dag eftir dagsýnir Sjónvarp- ið mynd, sem það hefur komist yfir af níðingsverkum ísraelsmanna á palestínskum manni. Þar gengur hópur vopnaðra manna í skrokk á föllnum andstæðingi, sem enga vörn getur sér veitt og á enga undankomu- leið. Hver af öðrum ganga her- mennirnir að þessum varnarlausa vesalings manni og berja hann hlífð- arlaust hvar sem þeir geta höggi á hann komið. Þeir sparka í hann með járnuðum hermannastígvélum sín- um og hirða ekkert um hvar spörk þeirra lenda. Og þegar ekki er talið nóg að gert með þessu er tekinn vænn grjóthnullungur sem maðurinn er barinn miskunnarlaust með þar til þeir hafa fengið sig fullsadda á barsmíð sinni á yfirbuguðum og varnarlausum manni. Allt þetta atferli er svo djöfullega níðingslegt að hverjum manni hlýtur að ofbjóða. - Enginn getur látið sér detta í hug að sá maður sem fyrir þessu verður verði nokkurntíma annað en farlama aumingi það sem eftir er ævi, ef hann þá lifir þessa grimmdarlegu misþyrmingu af. Um allt eru þetta svo vitfirringslegar aðfarir að hreinn viðbjóður er að horfa á. - Enginn skilur hvaða tilgang fréttamennirnir finna í að sýna þessa mynd dag eftir dag alger- lega að þarflausu, þar sem vitað er að börn á öllum aldri horfa á þetta jafnt og fullorðnir. Ef þessi mynd er hugsuð sem víti til varnaðar, þá er hætt við að það fari fyrir ofan garð og neðan hjá mörgu barninu sem á horfir. Hitt er líklegra að það hugsi sem svo: Svona á þetta að vera. - Það eitt er nægjanlegt til að fordæma svona myndsýningar í Sjónvarpi. Hitt er svo annað mál hvernig menn geta horft á þetta köldum augum og sagt: „Þetta kemur mér ekki við. Ég hefi engra hagsmuna að gæta í sambandi við þetta. “ - Því svarar hver fyrir sig. Guðmundur P. Valgeirsson t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Hinriks Sigurðar Jóhannessonar Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi i Lúðvík Sigurðsson Lilly Jóhannesdótij, Birgir Sigurðsson Ásgerður HaraldaMfeir Elsa Sigurðardóttir Lárus Pálsson ’ Æ Hlöðver Sigurðsson Sesselja Sveinbjörnsdottir Ingvi ÞórSigurðsson Þóra Hlöðversdóttir Tómas Sigurðsson Marta Sigurðardóttir Jóhannes Páll Sigurðsson Guðrún Aðalsteinsdóttir Rósa Sigurðardóttir afabörn og langafabörn. Guðbjartur Ellertsson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför Kristínar Guðmundsdóttur Bollastöðum Guðjón Guðjónsson börn og tengdabörn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.