Tíminn - 19.05.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn s
Fimmtudagur 19. maí 1988
Samband fiskvinnslustöövanna:
Traust til aðila
vinnumarkaðarins
Stjórn Sambands fiskvinnslu-
stöðvanna sendi frá sér samþykkt í
Hafnarfjörður:
HUÓP
FYRIR
BÍL
Fjögurra ára gömul stúlka
hljóp í veg fyrir bíl í Arnarhrauni
í Hafnarfirði á mánudag. Hún
fékk heilahristing og áverka á
enni, þegar hún skall í götuna, en
meiðsli hennar voru þó ekki al-
varleg.
Hún fékk að fara heim strax af
slysavarðstofu, eftir að læknar
höfðu gert að sárum hennar og
skoðað hana. þj
vikunni, þar sem minnt er á að þrátt
fyrir leiðréttingu á gengi, þá sé enn
tap á fiskvinnslunni.
„Stórlækkað verð á íslenskum
sjávarafurðum á erlendum mörkuð-
um knýr þjóðina að snúa bökum
saman til að yfirstíga þá erfiðleika.
Ekki er enn Ijóst hvort víxlhækkanir
verðlags og kaupgjalds geri áhrif
gengisbreytingarinnar að engu. Fullt
traust er borið til aðila vinnumarkað-
arins að endurmeta sameiginlega þá
breyttu stöðu, sem þjóðarbúið er nú
í. Það er lífsnauðsyn að ná árangri í
baráttunni við verðbólguna," segir í
samþykkt stjórnarinnar.
Þá er sagt að endurmeta verði
allar fjárfestingar og minnt á að
engin framkvæmd er svo nauðsynieg
á Islandi að ekki megi fresta henni.
Minnkandi þensla, lækkun á erlend-
um lántökum og endurskipulagning
vaxtakerfis eru forsendur þess að
verðbólgan minnki.
„Jöfnuður í utanríkisviðskiptum
og hallalaus rekstur útflutningsat-
vinnuveganna eru markmið sem
enginn ríkistjórn getur litið fram
hjá. Samband fiskvinnslustöðvanna
er reiðubúið til samstarfs við stjórn-
völd og verkalýðshreyfinguna til að
vinna að lausn þeirra erfiðu vanda-
mála, sem við blasa,“ segir stjórnin
að lokum. -SÓL
Stjórnin nyggst
ekki grípa inní
Kjarvalsstaöir:
Börnin hafa
hundrað mál
Sýningin „Börn hafa hundraö mál
...“ með undirtextanum: „... en frá
þeim tekin níutíu og níu“ og er í
vestursal Kjarvalsstaða kemur frá
borginni Reggio Emilia á Ítalíu.
Hún hefur farið víða um Evrópu og
N-Ameríku eftir að hún var fyrst
sýnd á Moderna listasafninu í Stokk-
hólmi 1986.
Þetta er yfirlitssýning um uppeld-
isstefnu, sem hefur verið að þróast
síðustu þrjá áratugi í Reggio Emilia.
Stefnan byggir á frumlegri, lifandi
og markvissri aðferðafræði, þar sem
öll skilningarvit barnanna eru virkj-
uð í þekkingaröflun og tjáningu.
Uppeldisstefnan hefur vakið sterk
viðbrögð hjá fagfólki og áhuga-
mönnum vegna merkilegs árangurs,
sem verður augljós í allri sköpun og
tjáningu barnanna.
Uppeldisfræðingurinn Loris Mal-
aguzzi er aðalfrumkvöðull og hug-
myndagjafi stefnunnar. Hann gagn-
rýnir vestrænt skólakerfi, sem hann
segir svifta börnin möguleikanum til
alhliða skynjunar á „málunum 100“,
en upphefji rökhyggju og kerfishugs-
un.
Sýningin er viðamikil og saman-
stendur af myndverkum og fjölda
Ijósmynda með sýningartextum.
þj
Það stefnir allt í stöðvun á rekstri álversins í Straumvík
aðfaranótt n.k. föstudags. Mikið hefur verið rætt um þann
gífurlega kostnað sem stöðvun hefði í för með sér og því spurði
Tíminn Ragnar Halldórsson, forstjóra ÍSAL, hvort stjórn ís-
lenska álfélagsins hafi lagt að ríkisstjórninni að grípa inní deiluna.
„Við höfum ekki lagt að henni
að gera það. Ríkisstjórnin hefur
lýst því yfir að hún ætli ekki að
koma með neinar ráðstafanir fyrr
en um mánaðamót. Maður átti
kannski von á því að það kæmu
einhverjar ráðstafanir samfara
gengisfellingu en svo var ekki,“
sagði Ragnar.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, gegnirstöðu
iðnaðarráðherra f fjarveru Friðriks
Sóphussonar, sem er erlendis.
Hann var spurður um afstöðu ríkis-
stjórnarinnar. „Ríkisstjórnin fylg-
ist auðvitað með þessari kjaradeilu
eins og öðrum deilum og það er
auðvitað áhyggju efni ef starfsemi
áiversins stöðvast. En það hafa
engar ákvarðanir verið teknar um
að grípa inní þessa deilu,“ sagði
Birgir ísleifur.
Deiluaðilar í Álverinu við
Straumsvík funda í dag hjá ríkis-
sáttasemjara í Karphúsinu og fund-
ir hafa verið haldnir í vikunni.
Lítið hefur miðað í viðræðunum.
VSÍ lagði fram tilboð sem starfs-
menn í álverinu höfnuðu. „Full-
trúar starfsmanna halda því fram
að þetta sé verra tilboð en við
lögðum fram 25. apríl en við crum
ckki þeirrar skoðunar. Manni
heyrist af yfirlýsingum þeirra að
þeir séu ekkert tilbúnir til að taka
tillit til þess hvað önnur félög hafa
Þingforseti Kýpur
heimsækir ísland
Forseti löggjafarþings Kýpur, dr.
Vassos Lyssarides, kom hingað til
lands 15. maí sl. í boði Alþingis og
mun dvelja hér til 19. þ.m. I för með
dr. Lyssarides eru kona lians, frú
Barbara Cornwall, Michael Attila-
des, forstöðumaður alþjóðlegra
samskipta þingsins á Kýpur.
Dr. Lyssarides er læknir að mennt
og heiðursforseti læknasamtakanna
í Nikósíu. Á löggjafarþingi Kýpur
hefur hann setið síðan landið öðlað-
ist sjálfstæði, árið 1960, þar af hefur
hann verið forseti þess frá 1985. Dr.
Lyssarides var einn fjögurra fram-
bjóðenda við forsetakosningar á
Kýpur, sem fram fóru fyrr á þessu
ári.
Meðan á dvöl dr. Lyssardes stend-
ur hittir hann forseta íslands,
menntamálaráðherra, fjármálaráð-
herra og heilbrigðisráðherra.
Heimsókninni lýkur með kvöld-
verði í boði Alþingis 18. maí.
óþh
Frá kynningafundi sem haldinn var vegna hátíðahaldanna. F.v. Hörður
Hilmarsson í framkvæmdanefnd afmælishátíðarínnar, Gunnar Rafn Sigurðs-
son bæjarrítari og Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjórí. aímamynd Pjetur)
Hafnarfjörður heldur upp á
80 ára afmæli sitt um næstu
mánaðamót, en þann 1. júní
eru 80 ár síðan Hafnarfjörður
hlaut kaupstaðarréttindi og
verður afmælisins minnst með
margvíslegum hætti.
Hátíðahöldin hefjast á sjúlf-
an afmælisdaginn, miðviku-
daginn 1. júní með athöfn í
Hellisgerði. þar sem málfund-
arfélagið Magni mun meðal
annars afhenda Hafnarfjarðar-
bæ garðinn formlega til varð-
veislu og umönnunar. Um
kvöldið verður sfðan dagskrá í
Hafnarborg, sem er ný lista og
menningarmiðstöð í miðbæ
Hafnarfjarðar. Þar verður af-
mælisins minnst með hátíðleg-
um hætti og mun Vigdís Finn-
bogadóttir forseti verða
viðstödd. 1
Á fimmtudeginum 2. júní
verða ýmsar sýningar opnaðar
í tengslum við afmælið, s.s. í
Byggðasafninu og sýning á
skipulagi í Hafnarfirði í'
80 ár, auk þess sem kvik-
myndasýningar, um
Hafnarfjörð verða í
Bæjarbíói.
Á föstudeginum 3.
júní verður dagur barn-
anna en sú dagskrá fer
fram í miðbænum. Einn-
ig verður afhjúpað lista-
verk sern staðsett er á
vegg Fiskmarkaðarins,
og er sjómönnum og
fiskverkunarfólki í
Hafnarfirði sérstaklega
boðið.
Hátíðahöldunum lýk-
ur síðan á laugardegin-
um 4. júní með fjöl-
skylduhátíð í íþróttahúsi
Hafnarfjarðar, en há-
punkturinn verður alls
kyns skemmtiatriði og
uppákomur í miðbænum
-ABÓ
fengið," sagði Ragnar. Hann sagð-
ist óttast það að verkfallið gæti
dregist á langinn.
Sambandsstjórn Vinnuveitenda-
sambands fslands hefur veitt fram-
kvæmdastjórninni heimild til að
leggja verkbann á þá félagsmenn
hluteigandi verkalýðsfélaga sem
eru starfsmenn ÍSAL og eru þegar
í verkfalli. Verkbann þetta kemur
aðeins til framkvæmda að til lokun-
ar verksmiðjunnar komi, segir í
samþykkt stjórnarinnar.
Þar segir að VSÍ hafi þegar
boðið þeim 10 verkalýðsfélögum
sem eru í verkfalli sambærilegar
hækkanir á við það sem samist
hefur um við almennu verkalýðs-
félöizin undanfarið.
fallast á meiri
hefur samist um við önnur félög. í
Ijósi yfirvofandi stöðvunar í
rekstrinum er því gripið til
verkbanns.
Verkbann hefur í megin atriðum
tvær afleiðingar. Deilunni lýkur
ekki við það að verkfalli sé aflýst
nema að verkbanninu sé jafnframt
aflýst. Sá ráðningasamningur sem
hver starfsmaður gerir við vinnu-
veitanda fellur tímabundið niður í
verkbanni eins og í verkfalli. Hin
afleiðingin er sú að félögum í VSÍ
er ekki heimilt að ráða menn í
vinnu sem eru í verkbanni. JIH
Frá Álverinu í Straumsvík.
Yfirvofandi stöðvun á rekstri álversins á miðnætti á morgun:
80 ára afmæli
Hafnarfjarðar:
Fjögurra
4.
uap
hátíða