Tíminn - 19.05.1988, Síða 3
Fimmtudagur 19. maí 1988
Tíminn 3
v K y f .*
Bein Gísla Þorlákssonar biskups og Grou Þorleifsdottur, konu hans, flutt til rannsóknar í Reykjavík:
Fundu hjörð Galdra-
níkamsleifar Hóla-
biskupa og biskupafrúa
hafa verið færðar úr
sameiginlegri gröf þeirra undir
kirkjugólfinu að Hólum í Hjalta-
dal og fluttar suður í Reykjavík
til aldursákvörðunar og grein-
ingar. Upphaflega lágu þær ekki
í sömu gröf, en þeim hefur að
öllum líkindum verið safnað þar
saman þegar hin nýja kirkja var
reist rétt fyrir 1760.
Hólakirkju er um þessar mundir
verið að endurbæta að innanverðu
og færa í upprunalegt horf. Vænst er
að því ljúki í september á þessu ári
og hefja megi framkvæmdir við hana
utanverða á næsta ári.
Nýverið var komið niður á kist-
una, þegar grafið var fyrir hita- og
loftræstistokkum framan við kórinn
og fram með norðurveggnum. Trú-
legt er að grafir biskupa og annars
tignarfólks séu undir nær allri kirkj-
unni.
Sr. Sigurður Guðmundsson,
vígslubiskup að Hólum, segir, að
beinin verði aftur jarðsett undir
kirkjunni að fornleifarannsókn í
Reykjavík lokinni.
Hólabiskupahjörð hefur áður ver-
ið ónáðuð. Galdra-Loftur nam við
Hólaskóla frá árinu 1716 til 1722. í
þann tíma vakti hann biskupana
upp, því að hann girntist Rauð-
skinnu, - þá mögnuðu galdrabók,
sem Gottskálk biskup grimmi lét
grafa með sér undir kirkjunni 1520.
Sneri Loftur blessunarorðunum og
faðirvori upp á andskotann, svo að
kirkjan hrikti öll og lék á reiðiskjálfi,
en allir hinir gömlu biskupar stigu úr
gröfum sínum og ávörpuðu hann.
Þegar Loftur hugðist særa Gottskálk
grimma til að láta af hendi Rauð-
skinnu við sig lá við sjálft að kirkjan
sykki undan særingarstefunum.
Varð þá til bjargar, að lagsmaður
Lofts sem fylgdi honum í kirkjuna
tók í sama bili í klukkustrenginn og
hringdi bjöllunum. Hvarf allt þá
ofan í gólfið.
Síðar var hróflað við gröfunum
við byggingu nýju kirkjunnar, breyt-
ingar á henni seint á nítjándu öld og
aftur nú, þegar gerð er tilraun til að
færa kirkjuna nær sinni upphaflegu
mynd.
Mjöll Snæsdóttir, fornleifa-
fræðingur hjá Þjóðminjasafninu, sá
um fomleifagröft á Hólum, en fleiri
grafir en þessi eina verða ekki rann-
sakaðar. Til þess vantar fé. Grjót
verður því lagt í gólfið undir eins og
það hentar.
„í lítilli holu, sem við grófum,
sáum við merki um fjórar grafir þétt
saman, en hreyfðum aðeins eina,“
segir Mjöll. „Þar var mikil og heilleg
kista með nokkrum skrautskjöldum
og í henni voru bein sex rnanna."
Ein beinagrindin lá í réttri legu á
kistubotni en önnur bein voru safn
og sem fyrr segir líklega flutt í
kistuna við breytingarnar. í tvo
skildi af níu alls, sem sumir voru
máðir, höfðu upphafsstafir í nafni
hinna látnu verið grafnir. Þar var
skjöldur með stöfunum GTD og
ártalinu 1660, sem má ætla að geti
verið Gróa Þorleifsdóttir, fyrsta
kona Gísia Þorlákssonar biskups,
sem var þríkvæntur, en 1660 er
dánarár hennar. Þá bar annar skjöid-
ur upphafsstafi biskups sjálfs,
HGTs, - herra Gísli Þorláksson.
Teiknuð mynd af biskupi og konum
hans er á fimm þúsund króna
seðilsins.
Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup að Hólum í Hjaltadal, í anddyri
Hólakirkju, þar sem gólfíð allt hefur
Það fylgdi því einkennileg tilfínning
að handfjatla morknaðar fjalir úr
kÍStum Hólabiskups. (Timinn: Pjetur)
„Það er afar sennilegt, að skildirn-
ir eigi við það fólk, sem á bein í
kistunni," segir Mjöll. „Tveir skildir,
verið grafíð upp.
sem voru sömu stærðar og skildir
Gróu og Gísla biskups, höfðu ekki
áletrun en voru einvörðungu með
kristilegu skrauti. Mér dettur í hug,
að þeir hafi fylgt hvorum hinna
skjaldanna.
Enn voru leifar af tinskildi, sem
var ilia farinn, en á honum mátti sjá
að letrað hafði verið ANNO 1710.
Það er dánarár Björns Þorleifssonar
biskups og ekki óhugsandi að hann
eigi einhver þau bein, sem flutt
höfðu verið í kistuna.
Ekki er vitað hver upphaflega var
grafinn í þessari kistu og lá í réttri
legu.“
- Hafa biskupar vitjað fornleifa-
fræðingsins í draumi og viljað láta
færa bein sín aftur í vígða mold að
Hólum?
„Nei,“ svarar Mjöll, „og ég held
þeir hafi ekki birst Hólamönnum
heldur." þj
15 ára drengur á seglbretti í vand-
ræðum milli Akraness og Reykjavíkur:
Velktist í sjó í
sex klukkutíma
-Fimmtán ára drengur lenti í mestu vandræðum í gærdag, er
hann hugðist ieika sér á seglbretti fyrir utan Akranes. Drengurinn
kunni nefnilega ekki nógu mikið fyrir sér í íþróttinni og hraktist
á haf út og endaði för sína í Reykjavík, liðlega sex klukkustundum
eftir að hann hélt frá Iandi.
Drengurinn iagði af stað um
hádegisbil frá Akranesi, en til hans
sást frá Akraborginni um klukkan
15. Stuttu síðar voru skyidmenni
hans farin að hafa áhyggjur af
honum og var skipulögð lcit hafin
skömmu síðar.
Að sögn Sigurþórs Gunnarsson-
ar, varaformanns sjóflokks björg-
unarsveitarinnar Ingólfs. héldu alls
níu bátar á haf út til að leita að
drengnum. Tveir bátar fóru frá
Akranesi, fjórir frá Reykjavík,
einn frá Kjalarnesi, einn frá Sei-
tjarnarnesi og einh frá Sandgcrði.
Héldu bátarnir upp á Kjalarnes og
hófu þar breiðleit. Hringt var á alla
bæi á Kjalarnesi og talað við alla
báta sem voru á svæðinu.
Um klukkan hálf sjö kom síðan
tilkynning frá fiskibúti á leið til
Reykjavíkur, en drcngurinn hafði
þá húkkað sér far mcð bátnum
síðuslu mílurnar.
Verðkönnun
Tilboð óskast í ca. 10.000m2 af túnþökum vegna
Gatnamálastjórans í Reykjavík. Túnþökurnar
skulu vera lausar við húspunt. Annað illgresi eins
og snarrótarpuntur má ekki vera yfir 5% af
flatarmáli þeirra. Túnþökurnar skulu afhentar á
brettum víðsvegar um borgina.
Tilboð berist skrifstofu vorri eigi síðar en miðviku-
daginn 25. maí n.k.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Aðalbókari
Staða aðalbókara við embættið er laus til umsókn-
ar. Frekari upplýsingar um starf og starfskjör veitir
undirritaður.
Umsóknum um starfið skal skila á skrifstofu mína
fyrir 16. júní n.k.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli
16. maí 1988
Umboðsmenn óskast
Tímann vantar umboðsmenn á eftir-
talda staði:
Dalvík, Húsavík og Ólafsvík.
Upplýsingar í síma 686300 (Afgreiðsla
Ólöf).