Tíminn - 19.05.1988, Page 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 19. maí 1988
FRÉTTAYFIRUT
DUBAI - íranskir fallbyssu--
bátar réðust á ol íuflutningaskip
í eigu Japana á Hormuzsundi.
Fjórir fallbyssubátar skutu f lug-'
skeytum á hið nærri 7000 lesta
olíflutningaskip sem siglir undir
fána Panama. Eldar loguðu í
vélarrúmi um hríð, en skipverj-
ar náðu að ráða niðurlögum
þeirra.
JERÚSALEM - Varnar-
málaráðherra israels, Yitzak
Rabin, tilkynnti að ísraelskir
hermenn hefðu sært og tekið
til fanaa tvo palestínska
skæruliða sem komið hefðu
yfir landamærin frá Jórdaníu í
því skyni að hleypa auknu lífi í
uppreisn Palestínumanna á
vesturbakka Jórdanár. ísra-
elskir hermenn skutu palest-
ínskan ungling og særðu níu
aðra í átökum við mótmælend-
ur sem köstuðu steinum að
hermönnum í tveimur þorpum
á hernumdu svæðunum.
NIKÓSÍA - íranar sögðu að .
byltingarverðir hefðu drepið
eða sært 2000 írakska her-
menn í nýrri sókn inn í norð-
vesturhluta íraks. Útvarpið I
Teheran sagði írana hafa náð
á vald sitt níu hernaðarlega
mikilvægum stöðum í fjöllun-
um austur af Dukan, 300 kíló-.
metrum norðan við Bagdad.
PARÍS - Hin nýja ríkisstjórn
Frakklands sagðist munu taka
að nýju upp stjórnmálasam-
band við íran eftir níu mánaða
hlé. Með þessu vilja Frakkar
þakka hlut Irana í því að leysa
frönsku gíslana í Beirút úr
haldi á dögunum. Hinn nýi
forsætisráðherra Frakklands
sósíalistinn Michel Rocard
sagði að Mitterrand Frakk-
landsforseti hafi beðið hann
um sjá til þess að staðið yrði
við það loforð Frakka sem fyrri
ríkisstjórn hafi gefið Irönum
um að stjórnmálasamband yrði
tekið upp að nýju ef gíslarnir
yrðu látnir lausir.
OREGON -Michael Dukak- j
is sigraði örugglega í forkosn- j
ingum demókrata í Oregon.,
Skoðanakannanir að undan-
förnu sýna að hann myndi,
sigra George Bush sem tryggt
hefur sér útnefningu sem for-
setaframbjóðandi repúblikana,
ef forsetakosningar færu fram ■
í dag. Hvít hjón voru handtekin ’
og sökuð um að ætla að ráða j
blökkumanninn Jesse Jackson í
af lífi, en Jackson hyggsthalda|
áfram baráttu sinni í forkosn-l
ingum demókrata þó Dukakis
sé næsta öruggur með útnefn-
ingu sem forsetaefni demó-
krata._____
ÚTLÖND
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
lllllllllllllllllli
lllllllllllll;
Hernaöaruppbygging Sovétmanna verður fyrir áfalli:
Endurnýjun kjarnaflauga
tefst vegna sprengingar
í eldsneytisverksmiðju
í síðustu viku sprakk verksmiðja sem framleiðir eldsneyti á eldflaugar Sovétmanna. Slysið verður til þess að
kjarnaflaugaáætlun Sovétmanna mun tefjast nokkuð. Nýjasta Iykilvopn Sovétmanna eru langdrægar SS-24
kjarnaflaugar sem komið er fyrir á járnbrautavögnum.
Mikil sprenging varð í
verksmiðju í Ukraínu sem
framleiðir eldsneyti á eld-
flaugar Sovétmanna í síðustu
viku og er talið að sprenging-
in muni verða til þess að
áætlun Sovétmanna um
endurnýjun langdrægra
kjarnaflauga muni tefjast
nokkuð.
Pað er greinilegt að stórveldunum
gengur illa að hemja eldflaugaelds-
neyti sitt, enda kannske ekki skrýtið
því það er fram úr hófi eldfimt. Nú
er aðeins hálfur mánuður liðinn frá
því sprenging varð í verksmiðju í
Nevadaeyðimörkinni sem framleiðir
eldsneyti fyrir geimskutlur og MX
kjarnaflaugar Bandaríkjamanna og
gereyðilagðist verksmiðjan.
Sovétmenn eru nú um það bil að
taka í notkun nýjar langdrægar
kjarnaflaugar í stað hinna eldri sem
eru að verða úreltar. Það sérstaka
við hinar nýju SS-24 eldflaugar, sem
Sovétmenn eru nú að taka í notkun,
er að þær eru staðsettar á járnbrauta-
vögnum sem flytja flaugarnar vítt og
breitt eftir járnbrautakerfi Sovét-
ríkjanna. Það tryggirað andstæðing-
urinn veit aldrei hvar flaugarnar eru
staðsettar á hverjum tíma.
Talið er að Sovétmenn hafi nú
komið tíu eldflaugum af SS-24 gerð
í gagnið. Vilja Bandaríkjamenn
banna kjarnaflaugar sem staðsettar
eru á járnbrautalestum. Hins vegar
halda Bandaríkjamenn nú þeim
möguleika opnum að koma MX
eldflaugum sínum, sem eru sambæri-
legar SS-24 flaugunum, á járn-
brautalestir, en í núverandi áætlun-
um er gert ráð fyrir að MX flaugun-
um verði komið fyrir í jörðu. Bæði
SS-24 og MX flaugarnar draga um
10 þúsund kílómetra og bera tíu
kjarnaodda.
Sérfræðingar cru ekki sammála
um hve mikið hægir á kjarnaflauga-
áætlun Sovétmanna við slysið, en
hvað Bandaríkjamenn snertir, þá
hefur sprengingin í Nevada engin
áhrif á kjarnaflaugaáætlun þeirra,
en tefur hins vegar geimskutluáætl-
unina. Ef sprengingin í sovésku
eldsneytisverksmiðjunni verður til
þess að kjarnaflaugaáætlun Sovét-
manna seinkar til muna, gæti það
styrkt samningsstöðu Bandaríkj-
anna í viðræðum um bann á kjarna-
flaugum á járnbrautavögnum.
Shíkarnir
gáfustupp
Óprúttnar stúlkur í Köln:
Bera brjóst
sín og ræna
ferðamenn
Að undanförnu hefur fjöldi ferða-
manna sem rölta um götur Kölnar-
borgar og drekka í sig sögu liðinnar
tíðar sem drýpur af fornum stór-
byggingum þessarar sögufrægu
borgar, orðið fyrir óvæntum uppá-
komum. Uppákomum sem kostað
hafa þá veski sín með peningum,
skírteinum og öðru sem þar er að
finna.
Það eru óprúttnar stúlkur Kölnar-
borgar sem standa fyrir þeim uppák-
omum sem koma ferðamönnum svo
í opna skjöldu að þeir sofna á
verðinum og verða auðveld bráð
veskjaþjófa. Stúlkurnar annað hvort
bera brjóst sín eða lyfta berrassaðar
pilsum sínum ósæmilega hátt á göt-
um úti fyrir framan furðulostna
ferðamenn. í því fáti sem kemur á
flest fórnarlömb stúlknanna rífa þær
veski af ferðamönnunum og hverfa
á brott með feng sinn á svipstundu.
Að sögn lögreglu tók lítillega að
bera á þessari frumlegu ránsaðferð á
síðasta sumri, en nú undanfarnar
vikur hefur steininn tekið úr og
fjöldi veskja tapast vegna þessa.
Stendur lögreglan í Köln nú ráð-
þrota gagnvart þessu athæfi stúlkn-
anna.
Síðustu Shíkarnir sem tóku
Gullna hofið í Amritsar herskildi
gáfust upp fyrir indverskum yfir-
völdum í gær. Að minnsta kosti
þrír þeirra gátu þó ekki hugsað sér
að gefast upp og frömdu því sjálf-
smorð með því að taka inn eitur.
Þrír Shíkar voru skotnir til bana af
indverskum sérsveitum þegar þeir
reyndu að flýja þegar hópurinn
gekk hægt út úr Gullna hofinu með
hendur yfir höfuð. Fjörutíu og
fimm Shíkar gáfust upp í morgun.
Indversku sérsveitirnar höfðu í
fyrrinótt ráðist inn í kjallara sem
tengir tvo turna Gullna hofsins
sem Shíkarnir höfðu á valdi sínu.
Beittu þeir sprengjuefni, hand-
sprengjum og táragasi í þeirri árás.
Viðbrögð Shíka í Punjab við
þessari árás Indverja á hinn heilaga
stað þeirra í Amritsar urðu heiftar-
leg. Flokkur Shíka tók þrjátíu
hindúska verkamenn í héraðinu af
lífi í hefndarskyni fyrir árásina.
Drógu þeir verkamennina úr bæl-
um sínum stilltu þeim upp fyrir
utan vinnubúðir sínar og skutu þá.
Skildu Shíkarnir eftir orðsendingu
þar sem sagt var að morðin væru
hefnd fyrir helgispjöll indversku
sérsveitanna í Gullna hofinu. Hafa
því um áttatíu manns verið drepnir
í Punbjabhéraði á tveimur dögum.
Öfgafullir Shíkar vilja að Punjab
hérað fái sjálfstæði frá Indlandi og
líta þeir á Gullna hofið sem virki
sitt. Árið 1986 tóku Shíkar Gullna
hofið á vald sitt og endaði það með
blóðbaði þegar indverski herinn
gerði árás á hofið. Lágu þúsund
manns í valnum eftir þau átök. Er
talið að Indira Gandhi sem fyrir-
skipaði árásina hafi goldið fyrir
það með lífi sínu, en Shíkar úr
lífverði hennar skutu hana til bana.